Um hlýðna karla og konur...

Takk fyrir allar hugmyndirnar um hvað er til ráða í jafnréttismálum. Ég hefði nú samt kannski átt að taka það fram í færslunni að ekki yrði hlustað á neinar hugmyndir sem ganga út á að halda KJ eða vera stilltar Wink Ég er reyndar á því að ein ástæðan fyrir hægum framgangi er vegna þess að við erum allt of stilltar. Ingibjörg Sólrún talaði um hlýðni kvenna í 19. júní ræðunni sinni og það er nokkuð til í því. Allt of margar konur gangast þegjandi og hljóðalaust undir karlaveldið og mega ekki til þess hugsa að vera nokkurn tímann á öndverðum meiði við karlmann... Þetta er kannski einhver hræðsla við eigin skoðanir. Í það minnsta held ég að sjálfsbjargarviðleitni spili stóran þátt. Það getur verið þægilegra að grafa vandamálin, láta eins og þau séu ekki til, setja bara upp brosið og vera ligeglad í öllu. Lynda vel við alla, taka aldrei fighting og þá lítur allt út fyrir að vera slétt og fellt. Vandamálið er að það er bara á yfirborðinu. Ég held að ef við gætum skapað þannig andrúmsloft að konur geti óhræddar sagt skoðanir sínar - eða bara skoðað og fundið út hvað þeim raunverulega finnst - án þess að verða fyrir heiftarlegum nafnaköllum og persónulegum blammeringum þá myndi margt breytast. Að sama skapi þá trúi ég því líka að það sé alveg hægt að taka fighting og vera samt vinir. Talandi út frá eigin reynslu þá get ég alveg vottað að það er mjög frelsandi að fylgja sinni eigin sannfæringu og komast að því hvað konu raunverulega finnst um málin. Það er farsælast að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Jörðin ferst ekki við það. Í versta falli eignast maður nýja vini... Cool

En... having said that. Ef konur eru hlýðnar við karlaveldið þá er ekki annað hægt en að segja að karlar séu enn hlýðnari við það. Mun færri karlar en konur þora að bjóða karlaveldinu birginn! Er þá ekki við hæfi að spyrja næst hvað karlar geti gert til að bjóða karlaveldinu birginn? Getur verið að fullt af atriðunum yrðu þau sömu og það sem konur geta gert. Það er allt í lagi. Ég hlakka allavega til að heyra sögur af karlmönnum sem rífast um að fá að vaska upp, skúra, skrúbba og bóna ... og skipta á kúkableijum! Ekki hægt að ætlast til að karlmenn fái öll þessi hlutverk sjálfkrafa upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir því sjálfir LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Kannski er innlegg mitt hér aðeins á skjön við þær sögur sem þú ert að biðja um, en læt samt vaða! - liklega borgaralega óhlýðnin sem mér er í blóð borin

Ég hef í gegnum tíðina borið ábyrgð á mörgum útvarpsþáttum, ýmist með öðrum eða einn. T.d. gerði ég litla portrettþáttaröð um fólk sem mér fannst á einhvern hátt athyglivert og hafði frá einhverju áhugaverðu að segja. einn í hverjum þætti. Þessir örþættir voru kallaðir "Í deiglunni". Þeir urðu 16 talsins. Þegar þeim var lokið áttaði ég mig á að  ég hafði gert 5 þætti um karlmenn og 11 um konur. Það var ekki með ráðum gert. Ég var einfaldlega að leita eftir áhugaverðum einstaklingum og flestir þeirra reyndust vera, af einhverjum ástæðum, konur! - Skrítið?

Einn þessara portretta var af Kristínu Ástgeirsdóttur og hún var mjög skemmtileg, söng og allt... 

Öðru sinni gerði ég þáttaröð ásamt konu sem meðumsjónamanni. Eftir nokkra þætti fannst mér alltof fáar konur hafa verið í þáttunum. Ég þurfti stöðugt að halda á lofti nöfnum áhugaverðra kvenna í hvert sinn sem við ræddum væntanlega gesti - hún var ekki með neinar áhyggjur af því að svo mikið skyldi halla á annað (kven)kynið. Ég þurfti að beita harðfylgi til að krétta á einhvern hátt hlut kvenna í þáttaröðinni. - Skrítið?

Þarna var ég ekki að rífast um að fá að skúra, vaska upp eða skipta á kúkableijum - heldur að konur yrðu í þáttunum, svona nokkurnveginn til jafns við karla. ég egrði þetta líka af því að ég vissi að svo margar konur hafa ekki látið ljós sitt skína í fjölmiðlum og því var þarna gullnáma, sem var gaman að finna! - Skrítið?

Viðar Eggertsson, 21.6.2007 kl. 20:30

2 identicon

Vonandi mun Katrín Anna fordæma þessa mismunum þína gagnvart karlmönnum. Er þetta ekki jafn slæmt og Silfur Egils misréttið?

Eða er það "gott jafnrétti" að hafa fleiri konur? Svona eins og í Háskólunum.

Geiri (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Það er satt Geiri,

þetta er einmitt það senm ég er að vekja athygli á, hvað ég óafvitandi mismunaði öðru kyninu í þáttunum "Í deiglunni". Ég skammast mín uppfyrir haus!

Viðar Eggertsson, 21.6.2007 kl. 21:59

4 identicon

Mér finnst þessi þráður kristalla svolítið það sem ég held að sé að aftra jafnrétti. Málflutningnum er stillt upp sem baráttu karla og kvenna. "Karlaveldið" og "hlýðin kona". Með svona orðatiltækjum er kynjunum skipt í tvo hópa. En það sem ég tel vera bestu leiðina að jafnrétti er að skapa umræðu en ekki bara fæting. Jafnréttisumræða getur farið fram sem valdabarátta (eins venjan er) eða sem þjóðarátak. Báðar leiðir hafa sama markmið en leiðin að markmiðinu getur varla verið ólíkari.

Ég tel þá leið að presentera jafnrétti sem eitthvað sem bæði kynin komi til með að hagnast á, vera þá réttu, eins konar þjóðarátak og samheldni mun skila meiru.. En barátta með steyttum hnefa gegn "karlaveldinu", "feðraveldinu" og "karlrembunni" er til þess gerð að stilla kynjunum upp í tvo andstæða hópa.

Trúið mér! Það er jafn auðvelt að finna körlum sess í jafnréttisbaráttunni og konum. Það þarf bara að bjóða þá velkomna, með því að haga málflutningnum á réttann hátt. 

manuel (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:30

5 identicon

Manuel. Hvernig á að bjóða karlmenn velkomna í jafnréttisbaráttuna? Hvaða hugmyndir ert þú með?

Guðrún (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

manuel þú þekkir mig nú svo vel að þú veist að ég geri greinarmun á karlaveldi og karlmönnum... Ég tala síðan bæði um hlýðnar konur og karla. Segi karlana meira að segja vera hlýðnari... 

Held að meiri árangur myndi nást í jafnréttisbaráttunni ef sumir væru ekki alltaf að gagnrýna allt sem við segjum og gerum... og myndu frekar einbeita sér að því að berjast gegn misréttinu. Það er ekki hægt að berjast gegn misréttinu nema kalla það sínum réttu nöfnum. Afneitun á að hér ríkir karlaveldi þegar konur eru 20 á þingi, 4 í ráðherrastöðum (og kallaðar herrar þar að auki) og 2 í hæstarétti á meðan karlar eru 43, 8 og 7 í sömu stöðum. Á meðan karlar eru ritstjórar/fréttastjórar hér um bil allra fjölmiðlana og forstjórar, stjórnarformenn, stjórnarmenn og æðstu stjórnendur í yfirgnæfandi meirihluta stærstu fyrirtækja landsins - þá er ansi hæpið að afneita karlaveldinu. Bættu sögulegu ljósi við jöfnuna og það verður enn erfiðara... kynjakerfið okkar byggist á karlaveldi! Sem er þó kannski framför frá því að kalla það feðraveldi  

Svo má bæta því við að karlar eiga að geta barist fyrir jafnrétti án þess að við konurnar byrjum á að dekstra ykkur til með að því að skella öllum orðum um misrétti ofan í skúffu. Hvernig eigum við þá að tjá okkur?  Annars vil ég meina að karlar séu þokkalega dekstraðir í jafnréttisbaráttunni í dag... og væri frábært að ná samstöðu þjóðarinnar um að berjast gegn misréttinu. Mér heyrist samt oft að krafan um að fara góðu leiðina að karlmönnum þýði í raun og veru að þegja. Við gerum margt jákvætt og skemmtilegt - t.d. málum bæinn bleikan 19. júní. En ef krafan er að við megum ekki segja að hér sé launamisrétti, að karlar séu í flestum tilfellum gerendur í kynferðisbrotum, að klám sé skaðlegt, að fegurðarsamkeppnir hlutgeri manneskjuna og ýti undir hlutverk konunnar sem skoðanalauss skrautmunur, að kynjuð leikföng viðhaldi misréttinu, að karlar þurfi að taka meiri þátt í uppeldi og ummönun barna, taka meiri ábyrgð á heimilishaldi og vinna styttri vinnudag... Erum við þá ekki bara kominn á þann stað að segja að allt sé í sóma og sópa þannig misréttinu undir teppi í staðinn fyrir að berjast gegn því? 

Viðar. 11 þættir um konur og 5 um karla er algjör undantekning í fjölmiðlum... því miður. Ein kona sem var treg í að fá jafn kynjahlutfall og einn karl sem fékk fleiri konur í eina þáttaseríu eru ekki lýsandi dæmi um stöðuna - en gaman að heyra að þér finnist konur svona skemmtilegar .

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.6.2007 kl. 01:14

7 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Vil bara benda á að það eru ekki allir með glósubókina þína á skilgreiningum. Að kalla eitthvað karlaveldi, gefur í skyn að karlar séu eitthvað að standa í einhverjum samtökum að stoppa konur af. 

Það þarf að sjálfsögðu að benda á fleiri sýnir á málefni. Þegar fók er ósammála um eitthvað á þeim að vera frjálst að segja það, ekki satt? það hefur verið kjarninn í allri baráttu alls jafnréttis.

Að sjálfsögðu er ykkur frjálst að segja alla þessa hluti sem þú nefndir, en öðrum á að vera frjálst að mótmæla ykkur, vera ósammála. Það sem þið berjist fyrir, meinið alveg vel, en fólk hefur stundum aðrar skoðanir. sem dæmi: Nú eru allir (meira og minna) sammála um að laun eigi að vera jöfn fyrir sömu vinnu m.v. framlag, reynslu og menntun. Fólk er bara ekki sammála um aðferðirnar sem eru beittar eru til að jafna það bil sem kann að vera. 

Talandi um kynjuð leikföng, hvort kynið eigi meiri "kyn"leikföng? klámstyttur mætti kalla leikföngin marglitu...

Það er reyndar fullljóst að Hlýðni í þessum skilning hjá þér er að styðja "karlaveldið" því ættu karlar að vera hlýðnari(?) eða hvað?

Ætti að kalla þær ráðfrúr frekar er ráðherra, eða ráðskonu ? Ef að þeim liði illa með þennan titil, þá er það undir þeim komið að breyta honum. Ef að karlkyns flugfreyjur, vilja ekki láta kalla sig það, er það þeirra að koma með nýtt orð.. held það sé flugþjónn eða eitthvað þannig, ég segi bara afsakið þegar ég vil fá athygli (eða íti á hnappinn góða).

Að sjálfsögðu á það að vera samkomulagsatriði, hvernig heimilishaldi er háttað á hverju heimili. Ef manni finnst manni verið þrælað út,  þá er það á manns eigin ábyrgð að láta makann sinn vita, ekki leggja það undir einhver samtök. Þó er ekkert að því að auka vitund um hlutina.
 

Sigurður Jökulsson, 22.6.2007 kl. 18:23

8 identicon

Ég skil ekki svarið hjá þér katrín? Hvernig væri hægt að ná fram jafnrétti ef ekki væri bent á þá hluti sem valda ójafnrétti? Og hvernig færðu það út að ég sé að setja mig upp á móti því að benda á þessa hluti?

Það eina sem ég er að reyna að benda á og er meginþráðurinn í því sem ég hef sagt er að "það þarf að koma karlmönnum í skilning um að það sé þeirra hagur að hér ríki jafnrétti". Það er bent á að karlar hafi hærri laun, þeir hafi meiri völd og að samfélagið allt sé karllægt. Ég held að flestir karlmenn (n.b "held" og "flestir" lykilorð) sjái það sem gott mál. Það þarf að sýna þeim mönnum frammá hversvegna þeir ættu að vilja jafnrétti. Það dylst engum hversvegna konur ættu að vilja jafnrétti enda er málflutningurinn miðaður að konum. Þess vegna myndast tveir andstæðir hópar. En eins og áður kom fram held ég að það skili minni árangri en að sameina þessa tvo hópa.

Ef að þú heldur ennþá að ég eigi við að  með því að benda körlum á kosti jafnréttis jafngildi því að feministar eigi að þegja, verður það þá bara þar að sitja, því þá er of mikið bil á milli okkar. 

manuel (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 332508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband