Kvennaslóðir opna á ný

Á morgun, fimmtudag, opnar RIKK (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum)
nýjan vef Kvennaslóða.

Kvennagagnabankinn Kvennaslóðir inniheldur upplýsingar um
kvensérfræðinga á ýmsum sviðum. Markmið Kvennaslóða er að gera
þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega.

Kvennaslóðir er vettvangur fjölmiðla, fyrirtækja og stjórnvalda til
þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótvirkum
hætti. Við hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla
Íslands höfum endurhannað gagnagrunninn, gert nýtt útlit og bætt við
nýjum efnisflokkum á nýja vefnum.

Opnunin verður fimmtudaginn, 21. júní, kl. 12 í sal
Þjóðminjasafns Íslands.

Dagskrá opnunarinnar:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar vefinn og
flytur ávarp.
Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri
flytur erindi.
Pallborðsumræður undir stjórn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Þátttakendur í pallborði:
Karl Blöndal
Steinunn Stefánsdóttir
Sveinn Helgason
Valgerður Jóhannsdóttir
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fundurinn er öllum opinn og það væri sönn ánægja að sjá ykkur
sem flest. :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

Flott ef þessi hugmynd gengi betur upp nú með endurútgáfu, þannig að gagnagrunnurinn yrði það tæki sem sem til var ætlast- til hamingju

Er von á aukinni eftirfylgni með þessum stórgóða banka?

Tryggvi H., 20.6.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég verð að segja að með öll þessi kvennahugtök, að þú skulir vera hissa á að það séu til kvennabókmentir að fjalla um þau.. .  annars veit ég ekki hvað er fjallað um í kvennabókmenntum, einhvern veginn aldrei verið freistað að lesa þau. Þó hef ég laumast í einstaka vikutímarit...

Fannst ég verða að nefna þennan punkt því ég hef aldrei séð notað jafn mörg kvenna- orð í einni setningu. 

Sigurður Jökulsson, 20.6.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigurður já þetta fittar vel við umræðuna hér fyrir neðan!

Tryggvi - planið er að vera með reglulega eftirfylgni.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 332508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband