Karlmenn óskast...

... í baráttuna gegn vændi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Hvernig hugsar þú þér þessa baráttu, fyrst verður að sjá til þess að nýsamþykktum lögum verði breytt sem væntanlega verður á næsta þingi og taka síðan afstöðu um hvernig haga skal þessari baráttu.

Pétur Þór Jónsson, 21.3.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hluti af baráttunni þarf einmitt að vera að berjast fyrir sænsku leiðinni... Einnig að stjórnvöld grípi til annarra aðgerða gegn vændi (sem segir að þurfi að gera skv greinargerð með nýsamþykktu frumvarpi). 

Svo þarf viðhorfsbreytingu... og að fólk viðurkenni vændi vændi sem eina tegund kynbundis ofbeldis, enda afleiðingarnar svipaðar.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 10:28

3 identicon

Pétur: Æ vertu ekki svona fúll á svip.

Stúlkur: Atli stóð sig vel í Kastljósi og Jón Valur Jensson heldur úti mögnuðum skrifum um frumvarpið. Hvernig ætlum við að bregðast við svo málefnalegt þyki?

Klara Egilson Geirsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Klara Nótt Egilson

P.S: Annars heiti ég Klara og er allt annað en óskráð hér á blogginu.

Katrín Anna, það verður athyglisvert að fylgjast með þér og blogginu á næstu dögum. Segðu mér að framhald verði á þessari tegund skrifa og að hernaðaráætlun þín sé þegar í bígerð.  

Klara Nótt Egilson, 21.3.2007 kl. 10:48

5 Smámynd: Sleepless

Ég skal með bros á vör og gleði í hjarta styðja þig í baráttunni gegn mannsali, kynlífsþrælkun og illri meðferð á börnum. En ég tel að rétta leiðin sé ekki að ráðast gegn vændi. Maður bjargar ekki fólki sem vill ekki láta bjarga sér.

Sleepless, 21.3.2007 kl. 11:09

6 identicon

Sammála Ölmu. Mér finnst engan veginn hægt að alhæfa eins og gert er um að allir sem stundi vændi séu fórnarlömb! Á Íslandi er 1% atvinnuleysi og það skal enginn segja mér að íslensku stelpurnar sem auglýsa erótískt nudd geri það af því að þær eru fórnarlömb!

Íris (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 11:19

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Klám, vændi og mansal... þetta er allt partur af sama pakkanum. Það er ekki hægt að berjast gegn mansali nema berjast gegn vændi líka. Mýtan um hamingjusömu hóruna er lífsseig... þrátt fyrir að fátt virðist benda til að hún sé til - eða réttara sagt, að henni takist að vera hamingjusöm til langframa. Mig minnir að sá tími sem flestar konur haldi þetta út sé 2 ár... 

Það er alveg ljóst að þær konur sem enda í vændi eru ekki þær sem fæðast með silfurskeið í munninum - og halda þeim status út lífið. Bakgrunnur þeirra sem er í vændi einkennst af mansali, kynferðisofbeldi og fíkniefnum. Kaupendur vændis eru háðir því að einhver annar hafi séð um the dirty work fyrir þá - svo þeir hafi aðganginn - hvort sem þetta dirty work sé í höndum pimpsins sem neyddi konuna út í þetta með því að svipta hana frelsi, barnaníðingsins sem beitti hana ofbeldi sem barn, nauðgarans sem virti kynfresli hennar að vettugi eða fíkniefnanna sem hún er háð... 

Ef við gefum okkur það að til sé einstaka kona sem fer út í þetta bara svona fyrir forvitnis sakir án þess að vera með neitt af ofangreindu á bakinu - og hefur raunverulega aðra valkosti í stöðunni - þá hafa rannsóknir sýnt að afleiðingar vændis eru svipaðar og afleiðingar annarrar kynferðislegrar misnotkunar. Vændi er mannskemmandi... það er borguð nauðgun. Kaupandinn kaupir sér aðgang að líkama manneskju sem langar ekki til að stunda með honum kynlíf. 

Frelsi byggir líka á því að við getum ekki afsalað okkur því... Við eigum ekki að samþykkja að manneskja geti afsalað sér réttinum að líkama sínum, hvort sem það er í klukkutíma í einu eða til frambúðar.

Ps. Og ég veit að það eru líka karlar í vændi - og þeirra staða er ekki skárri... 

ps.ps. - er að undirbúa frekari skrif um vændi... birtist þegar ég hef meiri tíma til skrifa! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 11:57

8 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Athyglisvert sjónarmið. Heyri ég orðin "spörkum í hórurnar" óma í annars beittum bakgrunni?

Hórur eru líka konur, stelpur mínar. Þær bera oft harm sinn í hljóði og eiga margar að baki skelfilega reynslu. Þær vinna ein erfiðustu störf sem hægt er að inna af hendi, taka þöglar við sorpi þjóðfélagsins og þær hafa oftar en ekki í neitt skjólhús að vernda, þegar viðskiptavinur beitir þær ofbeldi - oft fyrirvaralausu.

Í nýrri reglugerð er meðal annars að finna þær upplýsingar að ekki sé gert ráð fyrir því að lagabreytingin hafi nein útlát í för með sér fyrir ríkissjóð. Þetta merkir væntanlega að ... ?

Rétt-upp-hend sem sáu sænsku myndina Lilja Forever.

Klara Nótt Egilson, 21.3.2007 kl. 12:06

9 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Flott hjá þér, Katrín.

Klara Nótt Egilson, 21.3.2007 kl. 12:10

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo hissa yfir því að enn sé til fólk sem heldur að vændiskonur hafi valið að vera í vændi, rétt eins og að vinna á skrifstofu eða fara í nám.  Rétt eins og þær eigi eitthvað val.  Aöl bendi ég á pistill Katrínar Önnu hér í athugasemdum sem segir allt sem segja þarf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 13:37

11 identicon

Þannig að íslensk húsfrú í Breiðholti eða á Háaleitisbraut sem auglýsir nudd fyrir karlmenn í öllum fjölmiðlum landsins er í þessu af því að hún neyðist til þess? Mér finnst jafnvitlaust að halda því fram að ALLAR konur stundi vændi af því að þær eru neyddar til þess eins og að segja að engin kona sé neydd til þess!

Þú segir Katrín að tíminn sem flestar konur haldi þetta út sé tvö ár. Ætli það sé ekki meðalstarfsaldur í nánast hvaða starfi sem er? Fólk söðlar um og skiptir um starf ef því líkar ekki það sem það er að gera - ef það hefur kjark til. Ég er ekki að segja að vændiskonur séu ánægðar í starfi, en ég held að þær sem byrja í þessu til að 'prófa' geti nú sjálfar sagt sér að þetta er ekki skemmtilegt eða ánægjulegt starf. Ég hef óbeit á þessum konum sem auglýsa þessa erótísku nudd þjónustu og fyrirgefið, en ég vorkenni þeim ekki neitt fyrir að hafa ákveðið að prófa þetta!  

Allt öðru máli gegnir um mál þar sem mannsal og annað slíkt á sér stað!

Íris (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:54

12 Smámynd: Zóphonías

má ég vera memm

Zóphonías, 21.3.2007 kl. 17:28

13 identicon

Einhverntíma á síðasta ári varði ég vændið á gamla blogginu þínu. Notaði öll rökin... þetta er spurning um valfrelsi og atvinnufrelsi og allt hvað eina. 

 Stuttu seinna var ég staddur í Þýskalandi og gekk gegnum "rautt hverfi". Eftir það breyttust skoðanir mínar töluvert. Þegar ég sá stúlkur standa fáklæddar í gluggum kallandi á eftir körlunum sá ég loks niðurlæginguna í þessu. Eftir þessa sjón finnst mér ansi erfitt að verja vændi.

 En ég veit samt ekkert hvað er besta lausnin gegn vændi. Eftir að hafa lesið mig til um "sænsku leiðina" finnst mér hún ekkert endilega vera það eina rétta. Það að vændiskonum/körlum sé refsað eins og áður var, finnst mér auðvitað heimskulegt. Ég er hreinlega ekki viss um að refsingar sé besta tækið til að taka á vændi. Best væri auðvitað að útrýma eftirspurninni með einhverjum hætti, en ég átta mig á því að það er flókin og erfið leið, ef hún er þá gerleg.

Manuel (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 18:00

14 identicon

Það er ástæða fyrir því að sænska leiðin heitir sænska leiðin. Hún er einungis farin í Svíþjóð og það vill ekkert annað ríki fara þessa leið, vegna þess að það er ekkert sem bendir til þess að hún skili tilætluðum árangri.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:57

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sænska leiðin hefur reynst mun betur en lögleiðing vændis. Hún er þó ekki töfralausn sem leysir allan vanda - það þarf að gera milljón hluti til viðbótar. Er sammála þér Manuel í að það verður að stöðva eftirspurnina - löggjöf þar sem kaup eru refsiverð eru einn liður í því. Karlar verða að hætta að kaupa vændi. Því miður virðist allt stefna í aukna eftirspurn - sem þýðir aukið mansal... aukið ofbeldi. Kaup á vændi meðal breskra karlmanna hafa tvöfaldast á síðustu 10 árum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:01

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. já þið megið allir vera memm...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:02

17 identicon

Nei takk, vill ekki vera með.  Ofnotkun á hugtakinu "ofbeldi" er eitt einkenni feminista, allt sem þeim mislíkar verður að ofbeldi og rökstuðningurinn er allur og eingöngu tilfinninaglegs eðlis, sérstaklega væta þær brækurnar þegar þær geta gripið til hugtaksins "kynbundið ofbeldi".  Með útúrsnúningaflækjum feminista verða samfarir að ofbeldi fyrir það eitt að peningar flækist í málið.  hljómar eins og gatslitin hollyvúdd slepja að hætti VG sem hefur ákveðið að "endurvekja ástina".

Það væri ævintýri líkast ef feministar gætu skýrt hvað það er við samfarir sem gera þær að ofbeldi fyrir það eitt að báðir aðilar sættast á um greiðslu fyrir viðvikið, í stað þess einstaka og merkilega íslenska siðar að láta gredduna ráða för.  Hverja helgi drattast þúsundir íslendinga heim með bláókunnugu fólki og ríður eins og það eigi líifið að leysa, en er svo í andlegri kreppu yfir því að hugsanlega sé einhversstaðar fólk sem nýtur kynlífs fyrir greiðslu, bömmer!!

En þetta er klámbókmenntum kvenna að kenna, að blanda saman kynlífi og tilfinningum, konur eru ekki vitsmunaverur, heldur tilfinningaverur, þeirra akkilesarhæll. 

Oscar Wilde var dæmdur til fangelsisvistar byggðum á sömu tilfinningaklækjum og feministar beyta, afskipti af einkalífi fólks og smágborgaralegum viðhorfum.  Guð forði okkur frá því að þessi öfgaviðhorf fái að blómstra óáreytt.

Þrándur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:26

18 identicon

Heyr heyr Þrándur - brilliant komment!

Íris (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:14

19 identicon

Þrándur segir:
"konur eru ekki vitsmunaverur, heldur tilfinningaverur"

Jahérna Íris, er það þetta sem þér finnst svona brilliant hjá Þrándi? Það er nóg að lesa innleggið hans með þessa fullyrðingu hans í huga til að varpa ljósi á hversu 'brilliant' það er. Og svo þín innlegg á eftir þessa fullyrðingu sem þú ert svo sammála.

nafnlaus af því að þrándur og íris eru nafnlaus (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:58

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Eins freistandi og mér finnst að eyða kommentunum frá Þrándi og Írisi út - svona þar sem stefnan er að vera með málefnalegar umræður... þá ákvað ég samt að láta þær eiga sig öðrum til skemmtunar...

Samt áhugavert að sjá að IP talan hennar "Írisar" er frá tölvufyrirtæki þar sem engin Írís vinnur... og reyndar afar fáar konur skráðar á starfsmannalistann yfir höfuð... Vonandi er hún ekki önnur af þeim 2 karlmönnum sem ég þekki þar (- og það bara af góðu)!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332511

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband