Sportið... ætlar það að standa undir nafni sem fyrirmynd?

Mér barst eftirfarandi bréf í pósti:

Undanfarið hefur nokkuð verið að veltast í huga mér sem ég held að þurfi að fá að flögra um í fleiri kollum og þarfnist almennrar umræðu.

Þannig er að ég er félagi í íþróttafélagi, nánar tiltekið hestamannafélagi, á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar er öll fjölskyldan í þessu félagi enda er hestamennskan frábært fjölskyldusport. Það sem að veldur áðurnefndum vangaveltum er sá siður sem haldinn er í heiðri í mínu félagi, og sjálfsagt fleirum, að á árlegum karlakvöldum félagsins er haft til skemmtunar að horfa á nektardans. Ekki var undantekning á þessari hefð í ár og voru konur keyptar til að skemmta körlunum með því að dansa erótískan dans og hátta sig um leið. Ég hef hugsað mikið um þennan dularfulla sið og skil hann alls ekki? Í hverju liggur skemmtunin? Er tilgangurinn kynörvun? Og þá fjölda karla saman???

Minn skilningur á tilgangi slíkrar skemmtunar er reyndar aukaatriði. Annað er það að eiginmanni mínum, sem þarna var, fannst nektarsýningin ekki mikil skemmtun frekar fannst honum hún óþægilegt áreiti og því er væntanlega eins farið með fjölda karlmanna sem þurfa að sitja undir slíkri niðurlægingu á ungum stúlkum.

Það sem er þó mjög athugavert er að slíkar “stripp” sýningar séu taldar sjálfsagðir viðburðir á skemmtunum sem haldnar eru á vegum íþróttafélags og í félagsheimili þess. Það félag sem hér um ræðir er að vinna að því að fá gæðastimpilinn “Fyrirmyndarfélag ÍSÍ” og því vil ég beina þeirri spurningu til ÍSÍ hvernig slíkar skemmtanir falla að jafnréttismarkmiðum ÍSÍ? Ég veit að Fyrirmyndarverkefnið snýr að barna- og unglingastarfi en þeir sem skipuleggja það starf þurfa þó væntanlega að sýna samkvæmni í störfum sínum og vera til fyrirmyndar, líka eftir klukkan átta á kvöldin. Svona uppákomur eru allavega afleit fyrirmynd fyrir börnin í félaginu og niðurlægjandi fyrir konurnar.

Ég veit að ég tala fyrir hönd margra kvenna og karla og óska eftir umræðu um þá staðreynd að slík kvenfyrirlitning þrífist á opinberum skemmtunum innan íþróttahreyfingarinnar. Ég óska líka eftir viðbrögðum frá Landsambandi hestamanna og ÍSÍ.

Mér finnst margt til umhugsunar í þessum efnum. Margir hrópa "frjálst val, frjálst val" í umræðunni um súlustaði, stripp, vændi, klám og allan þann pakka. En er raunverulega hægt að tala um frjálst val þegar svona er hluti af karlakvöldi? Er ekki greinilegt að einhver hluti karlmanna kærir sig hreinlega alls ekki um þetta en sitja uppi með ákvörðun þeirra sem vilja troða þessu upp á alla og gera þá kröfu að það sé merki um karlmennsku að hlutgera konur og kaupa líkama þeirra? Hvað með hjónabandssáttmála og traust á milli hjóna? Hvaða val eiga eiginkonurnar? Það virðist vera erfitt að koma því til skila að ef ekki er til staðar frelsi til að hafna - þá er ekki heldur frelsi til að velja... Vil að lokum taka það fram að mér finnst karlmenn sem standa upp og yfirgefa svæðið þegar svona "skemmtiatriði" eru í boði töff. Mér finnst karlar sem hreinlega mæta ekki á samkomur þar sem þetta er í boði töff. Mér finnst karlmenn sem sækja ekki súlustaði töff. Mér finnst karlar sem virða konur og líta á þær sem jafninga sína flottastir af öllum! 

Er annars bjartsýn á að ÍSÍ geri eitthvað í málinu... Bíð spennt eftir að sjá hvað það verður Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

úfff...ég hélt að þetta væri löngu dottið uppfyrir hjá þessum karlafélögum...af hverju hélt ég það??? Hef greinilega haldið að e-ð væri að þokast i jafnréttismálum...en greinilega ekki. Man eftir myndum frá svona kvöldi í einhverju tímariti, Séð og Heyrt eða e-ð, þar sem atriðið var ansi gróft og karlarnir sátu við borðin sín rauðþrútnir.... Hvað er þetta??

Sylvía , 21.3.2007 kl. 12:36

2 identicon

Talandi um frelsi þá veit ég að það var svona skemmtiatriði á karlakvöldi hjá hestamannafélaginu í Mosó. Það var ekki auglýst fyrirfram. Menn voru ekki vísvitandi að borga sig inn á strippsjó.

Hulda (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og svo óttast Sigurður Kári ekki að rauð hverfi rísi nú þegar búið er að lögleiða vændi.  Sorglegt að þetta skuli teljast til viðeigandi skemmtiatriða þar sem karlar koma saman.  Sammála þér KA karlmenn sem hafna niðurlægingu á konum með því að taka ekki þátt eru flottir.  Flottastir reyndar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Heimir Hermannsson

mér barst eftirfarandi bréf í pósti:

Fólk sem brýtur vilja hesta og kallar það sport er haldið tegundamismunun.  Það kemur kannski ekki á óvart að það stuðli að mannsali og ofbeldi gegn börnum í nafni skemmtunar.

p.s.

þetta er ekki mín skoðun þar sem ég hef átt hesta og finnst það fínt sport.

hægt er að  lesa um  speciesism hér

annars er það mín skoðun að fatastrípun eigi ekki rétt á sér gegn borgun.

Heimir Hermannsson, 21.3.2007 kl. 14:20

5 identicon

Ef maður þessarar konu sem vitnað er í er í alvörunni á móti því að fá strippara á herrakvöldin, hvers vegna mætir hann þegar hann veit að það er hefð að stripparar séu fengnir til að skemmta. 

Það er einfaldlega hræsni að mæta á skemtunina sitja allan tíman og horfa og þræta svo fyrir að hafa gaman að því þegar heim er komið.

Þeir sem halda kvöldin vita að súludansarar trekkja að og á meðan súludansar trekkja að þá halda þeir því áfram.  ÍSÍ hefur ekkert með það að segja.

Ef mönnum líður illa yfir því að horfa á súludans þá er best að þeir haldi sig heima.  Þá verður dansinn tekinn af dagskrá.

 Sjálfur ef ég mætt á súlustað og þótti lítið um.  Aðra eins niðurlægingu hef ég aldrei séð áður.  Þá er ég ekki að tala um dansarana heldur mennina sem sitja stjarfir og slefandi horfandi á dansarana.

Óskar NL (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:25

6 identicon

Skelfilegt til þess að hugsa að karlar hafi kynhvöt, jafnvel skelfilegra til þess að hugsa að konur hafi líka kynhvöt, þarna sitja karla og slefa yfir nöktu kvenfólki, og svo eru til konur sem sítja og slefa yfir nöktum körlum, bæði að ofan og neðan.  Auðvitað vaknar spurningin um hvort konur hafi snefil af siðferðiskennd, slefandi bæði að ofan og neða?

Þrándur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:47

7 identicon

Það eru ekki allir hestamenn fullir og leiðinlegir! Kíkið á "Slúðrið" sem er spjallvefur hestamanna á www.847.is þar sem þessari umræðu er almennt fagnað. 

Hér er svarið sem bréfritari fékk frá framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Takk fyrir bréfið og sérstaklega um efni þess. Þetta er þörf áminning. ÍSÍ hefur hins vegar þá stefnu að svara ekki erindum sem berast sambandinu nafnlaust. ÍSÍ virðir ósk aðila sem vilja ekki að nafn þeirra komi fram en gerir þá kröfu að aðilar komi fram undir nafni.
>
>
>Með bestu kveðjum/With best regards
>Stefán Konráðsson
>framkvæmdastjóri /Secretary General
>ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
>NATIONAL OLYMPIC AND SPORTS ASSOCIATION OF ICELAND
>steko@isi.is or steko@olympic.is
>tel: + 354-5144000
>mobile:+354-8966568

Ég (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 332510

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband