Ættu konur ekki að borga minna?

Í ljósi þess að konur fá á heildina litið lægri laun fyrir sömu störf, hefðbundin kvennastörf eru metin minna en hefðbundin karlastörf og konur vinna meira af ólaunaðri vinnu á heimilinu á meðan karlinn vinnur launaða yfirvinnu á vinnumarkaði... ættu þá konur ekki að borga minna en ekki meira??? 

Bara spyr. Langar annars að gauka því að Gísla Tryggvasyni að skoða líka tryggingar hér á landi. Kyn hefur áhrif á verð líf- og sjúkdómatrygginga...  

ps. Aðgerðir annarrar bylgju kvennabaráttunnar fólu meðal annars í sér aðgerðir þar sem neitað var að borga fullt verð fyrir vöru eða þjónustu - eða jafnvel lögreglusektir! Tounge


mbl.is Neytendum mismunað eftir kyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur eru svo frábærar að þær ættu náttúrulega ekki að borga neitt !

Erling Guðnason (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:40

2 identicon

Konur lifa lengur en karlmenn.  Það væri eðlilegra að þær borguðu því meira til samfélagsins. 

Kalli (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Ólafur Als

Borga minna fyrir hvað? Af hverju ekki bara þá sem fá minna í launaumslagið? Bíðið við, er ekki svo um ýmislegt - svona óbeint? Vandinn leystur ... bara spyr?

Ólafur Als, 20.3.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ég veit ekki betur en að mín iðgjöld vegna líf og sjúkdómatrygginga séu nærri helmingi hærri en konu minnar. Ég er ekki sáttur og skora á alla karlmenn að láta þetta misrétti ekki viðgangast lengur. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 20.3.2007 kl. 21:42

5 identicon

Þar sem karlar fá hærri laun og greiða meira til samfélagsins, ættu konur þá ekki fá lakari þjónust og skertari bætur miðað við framlag sitt til ríkisins?

z (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er ágæt hugleiðing Katrín Anna, því ef til vill þarf að taka upp sérsök kvenafsláttarkort einungis í ljósi þessa annars stórundarlega launamismunar " kvennastarfa " og karlastarfa.

Hvílikur skandall !

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2007 kl. 02:52

7 identicon

Er þessi umræða ekki komin út í vitleysu? Það er komið bloggstríð á milli kynjana og umræðan löngu hætt að snúast um jafnrétti (eða kvenfrelsi eins og sumir vilja kalla það (eru konur ekki með frelsi á Íslandi?)).

Það er auðvitað rangt að mismuna fólki eftir kyni en ef það ætti að vera einhverstaðar þá ætti það að vera á hárgreiðslustofum. Það eru ekkert voðalega margir karlar með svona þykkt og mikið hár eins og talskona femínistafélagsins.

Jón (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 02:53

8 Smámynd: TómasHa

Málið er bara að sleppa að fara til Mojo eða hvað þessir fínu stofur heita allar.  Það er ein mjög ódýr í lönguhlíð og svo er mér sagt að þú getir fengið klippingu fyrir lítið sem ekkert í heimaklippingu hjá asískum konum hér í bæ. Þær væru sjálfsagt tilbúnar að gefa þér "kvennaafslátt" ef þú mætir með eitthvað af vinkonum þínum.

TómasHa, 21.3.2007 kl. 09:09

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mín skoðun er sú að einfaldar lausnir virka oftast best... borga sömu laun fyrir sömu störf, sömu laun fyrir hefðbundin karla- og kvennastörf, rukka sama verð fyrir þjónustu óháð kyni...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 10:09

10 identicon

Þetta með tryggingaiðgjöldin er sérlegt áhugamál mitt og hefur verið lengi.

Líftrygging mín er ódýrari en karls á sama aldri en sjúkdómatryggingin talsvert dýrari. Afþví í gamla daga áttu konur mörg börn og unnu mjög líkamlega slítandi vinnu - sjálf á ég eitt barn og vinn kyrrsetustarf. Þessi statistík sem tryggingafélögin nota er löngu úreld.

Kristín Ólafsdóttir

Kristín (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332511

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband