Make love, not porn

Í dag er góður dagur fyrir kynfrelsið og ástina! Til hamingju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kommentinu hans Jóa var eytt út þar sem það innihélt hommafóbíu... sem er auðvitað ekki liðin af okkur hræðilega pólitískt rétthugsandi fólki...! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 17:08

2 identicon

Djöfull er ég ánægð með þig (Katrín) og allar hinar og hina sem spyrntuð á móti þessari ræflamenningu.  Sigga Ragna.

Sigríður Ragna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:32

3 identicon

Það sem þér vantar er einn GRJÓTharður og helst STRAX! Ég mæli líka með því að þú horfir á eina mynd. Þá væntanlega tekurðu eftir því að konurnar gráta það ekki að leika í þessu. Í þokkabót fá þær töluvert betri laun en karlarnir.

Sem betur fer eruð þið að deyja út, eftir nokkur ár þá verða þessi háværi minnihluti feminista farinn og heilbrigðir feministar eftir.

Kiddi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Þór ef þú skrifar inn málefnalegur og kurteisar færslur fá þær að vera - annars ekki. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Stefán Örn - noted að þú ert ósammála. Ef þú vilt hefja klámumræðuna aftur er þér bent á allt annan link til að lesa - og þar sérðu líka að þeirri umræðu er lokið hér.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:33

6 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég sé að þú hefur eytt athugasemd "Kidda" sem ég minnist á, tel rétt að þú eyðir þá minni athugasemd þar sem hún virkar eins og eitthvað sem ekki á heima á þinni annars ágætu síðu.

Pétur Þór Jónsson, 22.2.2007 kl. 18:51

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Pétur Þór - ætlaði nú að leyfa þinni athugasemd að standa en tók hana út skv beiðni...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 19:00

8 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Tek undir það sem fram kemur í fyrirsögninni. Leyfi mér jafnframt að spyrja, hvort ekki væri rétt að þú héldir athugasemdum til haga þó að þú fellir þær út hér - bara til þess að hægt væri að birta við hentugt tækifæri málflutning ýmissa sem hér (og víðar) hafa sig í frammi og e.t.v. viðbrögð við honum. Í mörgum tilvikum þarf að vísu ekki nein viðbrögð, málflutningurinn dæmir sig sjálfur, og það er auðvitað allra best ...

Hlynur Þór Magnússon, 22.2.2007 kl. 19:15

9 identicon

Ég verð að forvitnast, kannski er ég að miskilja eitthvað en hvað tengist þetta kynfrelsi?

Arnar Ingi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:32

10 identicon

Hvað hefurðu prófað margar stellingar? Leyf mer að geta. Trúboðann. Trúboðann. Trúboðann og trúboðann.

Ertu á lausu, shit hvað það væri gaman að taka umferð á þér!

Leyfa þer að fá TITTLING!!

Kiddi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:39

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Arnar Ingi: Lestu hér, hér, hér og hér

Hlynur: Öllu er haldið til haga....

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 19:51

12 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég held að hún megi alveg vera áfram þar sem þessi maður er orðinn gjörsamlega rökþrota og er með afar óviðeigandi persónulegt skítkast í þinn garð.

Pétur Þór Jónsson, 22.2.2007 kl. 19:55

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Pétur - klámið hefur þessi áhrif á suma

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 20:35

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ótrúlegt er búið að vera að fylgjast með hvaða orðbragð þessi "klámumræða" hefur kallað fram hjá sumum einstaklingum, flestum þeirra "óskráðum". "Klámkjaftur" er vissulega réttnefni á þá og málflutningur þeirra dæmir sig sjálfur.

Til hamingju, Ísland, með ákvörðun Hótel Sögu, sem losaði okkur við að sitja uppi með klámsamkunduna Snjósamkomu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:31

15 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Kiddi minn,

settu bara spóluna þína í tækið og hættu þessum sandkassaleik.

Pétur Þór Jónsson, 22.2.2007 kl. 21:54

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ok - í bili eru athugasemdir aðeins leyfðar fyrir skráða notendur. Öllum ómálefnalegum athugasemdum, auk þeirra sem fjalla um tilraunir til að réttlæta það klám sem við höfum sett töluverðan tíma í að ræða nú þegar - verður eytt. Það er annar þráður fyrir þá umræðu og hann verður að duga. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 00:11

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mundi lestu þetta - umræðan um klámhópinn sem var á leið til landsins.
Vittu síðan til hvort þú vilt verja þetta efni - en ef svo er þá langar mig ekki til að hlusta á það. Mun áfram eyða út athugasemdum sem snúa að því að verja þennan vibba. Það á eftir að verða umhugsunarefni fyrir mig og aðra lengi - hvers vegna stendur á því að fólk vill yfir höfuð verja það sem þarna á sér stað. Í allri þeirri umræðu um kynferðisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess hrúgast hingað inn karlmenn sem í alvörunni hlaupa til varnar fyrir efni eins og neðangreint:

Ashley Forced to deepthroat 7 cocks!

Cute teen getting her ass ravaged!

Wow, this is nasty! - Two girls completely controlled by two guys like dogs! The guys are keeping the girls in chains and the chains lead us straight to their blocked asses. If you're into hardcore anal ramming and deep throat action, ass blocking and cum dripping creampies this is just for you! One girl takes the creampie and lets it all drip into the the other girl's mouth.

Sem betur hafa margir karlmenn lýst yfir andúð sinni á kláminu og það er bót í máli. Hinir eru eftir sem áður áhyggjuefni - þessir sem vilja porn, not love staðinn fyrir love, not porn.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 00:38

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Best að taka það fram að ég hika heldur ekki við að loka á skráða notendur sem langar afskaplega mikið að segja frá því að þeir skemmti sér við að fróa sér yfir nauðgunum á konum. Þrátt fyrir að viðkomandi telji að það sé "saklaus" skemmtun þá er það bara alls ekki raunin. Þegar bloggsíða viðkomandi inniheldur ekkert nema tilraun til að ala á hatri á femínistum finnst mér það fín ástæða til að loka á viðkomandi - þó honum finnist hann góður gaur sem hjálpi öldruðum. Vonandi langar hann einhvern tímann að verða góður faðir dætra sinni - og góðir feður dætra sinna skapa þeim ekki þá framtíð sem klámið boðar. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 01:05

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Einar ástæðan fyrir því að kommentum er hent út hefur mest lítið með ólíkar skoðanir að gera. Þeir sem ekki geta verið kurteisir í samskiptum geta birt sínar skoðanir annars staðar. Eins þeir sem vilja verja ofbeldisfullt klám og tilvísanir í barnaklám - þetta blogg verður ekki vettvangur til þess - enda er þar ekki um skoðun að ræða heldur aðför að frelsi einstaklinga, þá sérstaklega kvenna og barna. Þeir sem vilja fara í hatursherferð gagnvart þeim hópi sem berst gegn þeirri mannfyrirlitningu (lesist kvenfyrirlitningu - þar sem sumum finnst slíkt léttvægt en mannfyrirlitning stórvægileg) þá verða þeir einnig að gera slíkt á öðrum vettvangi. Karlmenn sem vilja vaða hér um og ala á hatri og óvild í garð kvenna verða að gera það annars staðar. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 11:05

20 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það eru líka til konur sem vilja ala á hatri og óvild í garð karlmanna.  Af skrifum hér á netinu þá hefur það margsinnis komið í ljós. Vildi bara koma þessu á framfæri.

Örvar Þór Kristjánsson, 23.2.2007 kl. 12:53

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Örvar. Spurning hvaða augum þú litir það ef konur tækju sig til og kæmu á laggirnar risastórum iðnaði sem byggði á því að niðurlægja karlmenn og beita þá ofbeldi. Og síðan, þegar karlar ekki vildu "leika" í þessu hjá konunum þá væri þeir teknir sem þrælar og skikkaðir í dæmið. Karlar sem hefðu verið beittir kynferðisofbeldi, væru í fíkniefnaneyslu eða kæmu frá fátækum ríkjum ættu greiðan aðgang að þessari framleiðslu kvennanna. Síðan spurning hvað þú myndir segja þegar konur notuðu þetta efni sér til skemmtunar og fróunar - og segðu svo körlunum að þetta snerist bara um bera bossa og kynlíf!

Spurning hvað þér finndist um svona framtak kvenna ef það ætti sér stað í umhverfi þar sem kynferðisofbeldi kvenna gagnvart körlum væri útbreitt og rannsóknir leiddu í ljós að áhorf á ofangreint efni hefði í för með sér aukningu á hópnauðgunum og ofbeldisfullum nauðgunum. 

Já - það er alltaf spurning hver hatar hvern og hver hatar yfir höfuð.

Þess vegna segi ég make love, not porn. Klám og kynlíf eiga enga samleið. Klámið er hate speach í sinni verstu mynd - eða hvernig á konum að líða þegar karlarnir í kringum þær segjast fá hina bestu skemmtun út úr því að horfa á hóp karlmanna beita konur svæsnu kynferðisofbeldi?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 13:15

22 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þú svarar vel.  Þakka fyrir það, enda virðingavert.

Þessi risastóri iðnaður er mjög svo fjölbreyttur og tek ég undir margt það sem kemur fram í þínum pistli.  Hluti iðnaðarins byggir upp á að niðurlægja, kvenmenn í meirihluta en karlmenn líka, jafnel dýr og börn!  Það er sjúkt og við öll viljum berjast gegn því.

Hinsvegar, og þarna erum við ósammála þá er hluti þessa iðnaðar þar sem fólk starfar af fúsum og frjálsum vilja.  Lönd hafa lögleitt hluta iðnaðarins.  Ekki allar konur eru neyddar í iðnaðinn.  Það má ekki dæma það fólk ef það kýs að gera svo.  Eða þá sem hafa gaman af að horfa á kynlíf ( klám )  ( innan velsæmismarka )

klámiðnaðurinn tengist glæpum, það er rétt.  Ég þræti ekki fyrir það.

Fataframleiðsluiðnaðurinn tengist líka glæpum.  Það er verið að brjóta illilega á fólki í þeim geira, barnaþrælkun og annað slíkt.

Það þýðir samt ekki að allur geirinn sé spilltur.

Klám og kynlíf eiga enga samleið. Tjaa, þarna eru ekki allir sammála, sumt fólk notar klám ( og mundu að ekki allt klám er gróft ) til þess að spæsa upp kynlífið.   Aðrir nota hjálpartæki óspart.  Það sem okkur finnst óeðli finnst öðrum kannski notalegt.   

Þeir sem nota viðbjóðslegt klámefni efni sér til skemmtunar og fróunar eru vandamálið.  Við getum verið sammála um það.  T.d fyrirlít ég barnaníðinga og þá sem kaupa sér klámfengt efni með börnum.  Enn frekar fyrirlít ég þá sem framleiða það enda glæpamenn i sinni verstu mynd.  Dýramklám, nauðganir... auðvitað tengist þetta myrku hliðum klámiðnaðarins..enda mikið af sjúku fólki sem kaupri svona efni á markaðnum.. Svipað og hryllingsmyndir, ekki leiða þær af sér svokallaðar snöff myndir??

Endurtek að ekki allur klámiðnaðurinn snýst um þessa þætti.  Þó svo klám menningin gangi út í öfgar oft á tíðum, því neita ég alls ekki.

Aðgengi að klámi er gríðarlegt.  Það ber að setja reglur og hömlur á það.  T.d er Internetið mjög svo "hættulegt" tæki og erfitt að fylgjast með öllu sem þar fer fram.  Þeir sem eru með þetta ólöglega efni geta komið því að út um allan veraldarvefinn, jafnvel á síðum ætluðum börnum.. jafnvel inná aðrar klámsíður þar sem siðlegra efni finnst?

Svo er þetta alltaf spurning um hvað okkur finnst siðlegt og ekki.  Við höfum misjafnar skoðanir á því.  Við verðum að verða skoðanir hvors annars og þann rétt sem frelsið veitir okkur.  Við getum ekki vitað fyrir vissu hvort þetta fólk ætlaði sér að fremja glæpi né hvort þeir sem hafa yndi af klámi séu yfir höfuð eitthvað verri en aðrir.  Það er misjafn sauður í misjöfnu fé.  T.d hefði maður aldrei trúað því sem barn að prestar gætu verið vondir, hvað hefur síðan komið á daginn með erlenda kaþólska presta?

En virði þina sýn og þú hefur amk svarað mér. Ætla að loka þessu með því að óska öllum góðrar helgar.

Örvar Þór Kristjánsson, 23.2.2007 kl. 14:15

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Örvar málið með klámið er samt að það hefur svo víðtæk áhrif út fyrir klámið... Gott að þú sérð aðstæður þeirra sem starfa í klámiðnaðinum - og ég tek fyllilega undir með þér að þar eru karlmenn og dýr líka misnotuð, ekki bara konur og börn. 

Það sem er að koma í ljós núna í ýmsum löndum er að kynferðisbrotum er að fjölga og þau eru að verða grófari og ofbeldisfyllri. Það er rakið til klámsins og áhrifa þess á viðhorf karlmanna gagnvart konum - og viðhorfa gagnvart kynlífi því klámið selur þá lýgi að þetta snúist um kynlíf sem er bara alls ekki raunin. Ef þú vilt flokka klámiðnaðinn í "good and the bad" þá er einmitt kjörið að skoða fyrirhugaða klámstefnu - þar var öllu hrært saman í einn hrærigraut. Þannig tengist þetta allt saman. 

Málið er bæði stórt og flókið en í mínum huga snýst þetta um að við höfum réttinn til að berjast á móti þessu ofbeldi. Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri karlmenn slást í lið með okkur í þeirri baráttu.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband