Kynfræðsla vs klámfræðsla

Beta er alltaf með puttann á púlsinum og fann þennan frábæra pistil á andspyrna.org. Pistillinn er frábær og smellpassar inn í alla klámumræðuna núna. Ég ákvað því að birta pistilinn líka hér. Vona að þeim hjá andspyrna.org sé sama - og Betu líka Smile

KYNFRÆÐSLA FYRIR ÓRÓ UNGMENNI

Er kynlíf þitt vandkvæðum háð? Áttu erfitt með að örvast, að eiga fullnægjandi kynlíf eða einfaldlega með að finna réttu manneskjurnar til að deila þessum hluta lífs þíns með? Það eru allar líkur til þess, líttu bara á tímaritarekkann í bókabúðunum. Allir ráðgjafardálkarnir og forsíðugreinarnar sýna hversu kynferðislega ringlaður og vonsvikinn nútímamaðurinn er. Því miður bjóða téð tímarit aðeins almenna meðferð fyrir einkenni (annars gætu þau ekki birt sömu greinarnar mánuð eftir mánuð), en engar raunverulegar, djúptækar lausnir. Og hingað til hafa fáir þorað að viðurkenna vandamál sín, vegna þeirrar félagslegu kvaðar að njóta farsældar í öllum málum.

Vonandi hjálpa eftirfarandi ráð:

Hættu að reyna að láta kynferði þitt hjálpa þér við að vera góður borgari (móttækileg ástkona/elskhugi, machó maður o.s.fr.)- það mun bregðast og dofna. Þurfi eitthvað hjálp, þá er það líklegast kynferðið sjálft.

Hættu að reyna að láta kynlíf þitt (eða rómantík, eða hvað annað sem er), eitt og sér, veita þér kosti sem ættu að vera samofnir hverri stund lífs þíns. Það er ekki hlutverk kynlífs þíns að vera þín eina uppspretta spennu, nándar eða ánægju. Hlutverk kynlífs er bara það: að vera kynlíf. Finnist þér þú vera föst/fastur, óörugg(ur) eða leið(ur) hvarvetna annarstaðar, þá verður líklegast erfitt að losna við það í rúminu.

Sé hugmynd þín um paradís sú að eiga fullkomið kynlíf með fallegum ástmanni/konu, bægðu henni frá. Paradís getur ekki verið einhver einn afmarkaður atburður; hún þarf að vera heilsteyptur lífsmáti, annars verður hún bara önnur ófrjó goðsaga sem rýrir hverja stund þinnar raunverulegu upplifana. Betra er að leita leiða til að gera hverja stund lífsins jafn örvandi og gott kynlíf getur verið (og trúið mér, það er hægt!) þar eð við getum ekki stundað það stöðugt. Enda yrði það hvort eð er leiðinlegt til lengdar því lífið hefur svo margar aðrar hliðar sem mega ekki gleymast! Þú getur fundið og deilt ástríðu jafn innilega við brúðugerð, fyrir götumótmæli eða gjörninga, við það að læðast upp á þak í miðnæturspjall eða við það að smygla þér um borð í ferju. Flest fólk hefur ekki ennþá haft tækifæri til að vera frjálst og villt saman utan svefnherbergisins - og þar af leiðandi spretta þessar tilfinningar ekki náttúrulega fram undir sænginni heldur.

Bjargaðu kynferði þínu frá skilgreiningum og römmum sem utanaðkomandi þættir vilja binda um það eins og snörur: Lymskulegum auglýsingaspjöldum og rómantískum gamanmyndum, væntingum vina þinna og foreldra og elskenda, sjónvarpsþáttum og öðrum félagslegum forritunarvélum sem stjórna þrám og binda hið erótíska eingöngu við kynlíf. Ráðandi öfl hafa allt að græða á því að halda kynferði þínu mögru og bundnu eingöngu við líkamlegt samræði, við eina rútínu og einn maka og einn dilk, svo að þú uppgötvir ekki í kynferðinu frelsið sem þú gætir lifað í allan sólarhringinn, utan stjórnar þeirra, handan markhópa þeirra. Taktu eitt skref út fyrir línurnar, og heimurinn verður þinn.

Og það þýðir: fleygðu kláminu þínu! Klám er ekki viðurstyggð vegna þess að það er kynferðislegt, heldur vegna þess að það er það ekki, skiptu túlkuninni út fyrir hið raunverulega, í öllum tilfellum, til margföldunar möguleika þinna. Sjálfsfróun er fallegt fyrirbæri en ekki láta klámiðnaðinn kaupa upp frygð þína. Tvívíð manneskja, hversu eggjandi sem hún kann að virðast, mun gera nákvæmlega það sem þú skipar henni og ekkert meira: það þýðir að hún mun aldrei bjóða þér byrginn með sínum eigin þörfum eða sjónarmiðum, aldrei opna þér nýjar gáttir, aldrei halda fram sjálfi sínu. Þessi höfnun á áskorun er höfnun á þeim víðáttum frelsis sem aðeins er hægt að ná með öðrum. Förum varlega í það að gefa fantasíum okkar þvílíka þræla að drottna yfir, svo við lærum ekki að dýrka það ofbeldi gerræðis sem einhliða kynlíf gefur í skyn--og enda í sótthreinsuðum, nauðhyggjuheimi valdamaníu [control mania]. Viltu kanna ókunn svæði, ná ótrúlegum fullnægingum, prófa hluti sem þú hefur aldrei séð í kvikmyndum? Gerðu það með öðru fólki- það er þarna úti. Láttu það vita að þú sért tilbúin(n).

Kynferði sem list- það er skref í rétta átt. En hvað með meir af list sem snýst um kynferði? Vafalítið mun heimur myndanna aldrei tilheyra okkur aftur. Hann er aðeins enn ein athygliætan sem felur heiminn fyrir okkur, heiminn þar sem við ættum að vera að æfa okkur í samvinnu, samveru og samkennd, með hvort öðru. Ekki með hættulegu öryggi hlutgervings. Njóttu ásta og segðu frá best geymdu leyndarmálum þínum, þínum svörtustu þörfum, kröfunum sem menning óttans leggur á kynferði þitt, í þeirri gíslingu sem það er (ekki óttast, þú ert ekki sá eða sú eina sem finnst þú hafa hluti að fela, leyndarmál þín eru örugg hjá okkur öllum!)... Við getum sloppið héðan saman, en fyrst verðum við að vera nægilega hreinskilin til að komast að því hvar í ósköpunum við eiginlega erum.

Að finna munað sem samtímis fullnægir og grefur undan forrituðum, eitruðum þrám okkar og þannig endurskapa sjálf okkur - það er lykillinn.

Þýtt af www.crimethinc.com
Sölvi Úlfsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg brilljant grein;)

julia (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Mér þykir alveg einstakt hversu trú þú ert þínum málstað, ég held bara að ég sé orðinn aðdáandi þinn númer eitt, ef við viljum breyta viðhorfi fólks þá verður að berjast fyrir málstaðinn, þú færð 11 af 10 mögulegum.

Pétur Þór Jónsson, 18.2.2007 kl. 04:02

3 Smámynd: Sigurjón

Ég vil þakka fyrir pistilinn og gera lokaorð hans, með örlitlum breytingum að mínum: Að gefa þrám okkar eftir, svo framarlega sem þær bitna ekki á öðrum - það er lykillinn.

Sigurjón, 18.2.2007 kl. 06:28

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð grein. Takk!

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 332490

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband