Af hverju ekki sömu réttindi?

Ef fólk er í fullri vinnu ávinnur það sér 2 orlofsdaga á mánuði. Það ætti að vera sjálfsagt mál að atvinnulaust fólk á bótum ávinni sér sömu réttindi, sérstaklega núna þegar við sjáum fram á langvarandi atvinnuleysi.
mbl.is Atvinnulausir eiga ekki rétt á bótum í orlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjartmar Egill Harðarson

Ekki gleyma veikindafrítökuréttnum og svo eiga þau auðvitað að fá álag. Það er ekki auðvelt að hanga heima.

Bjartmar Egill Harðarson, 2.7.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Púkinn

að það sé "sjálfsagt mál" er bara fullyrðing á nokkurs rökstuðnings.

Af hverju ætti að að vera sjálfsagt mál?  Það er ætlast til að fólk á atvinnuleysisbótum eyði sínum tíma í atvinnuleit aða jafnvel atvinnusköpun - hvers vegna ætti að vera "sjálfsagt mál" að aðrir séu að borga þeim fyrir "orlofsdaga"?

Púkinn, 2.7.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég hef sjálfur prófað það að vera atvinnulaus og hef ekki áhuga á því að lenda í því aftur. Mér datt þó aldrei í hug að ég ætti að fá frí í þessu alltoflanga fríi.

Ég mæli með því að atvinnulausir noti tímann til að endurmennta sig til starfa sem þörf er fyrir. Fólk sem er í námi á ekki rétt á orlofi og vinnur oftast allt sumarið, jólin og önnur frí, það gerði ég amk.

Ég mæli með að atvinnulausir berjist fyrir öðrum réttindum en orlofi, til dæmis að meiga stunda nám á bótum.

Baldvin Björgvinsson, 3.7.2009 kl. 09:42

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, það mætti eflaust breyta reglunum líka til að koma til móts við þá sem eru ekki í lánshæfu námi (hef ekki kynnt mér nægjanlega vel reglurnar í kring um það) - og auðvitað skynsamlegt að nýta tímann sem best í þessu „alltof langa fríi“. Hins vegar held ég að það sé ekki gott fyrir sálartetrið í langvarandi atvinnuleysi að mega ekki hugsa sér neitt til hreyfings. Það er allt annað að fólk sé sjálfrátt um að skreppa hringinn heldur en að flytja til útlanda á bótum. Það er ansi harkalegt að mínu mati af ætla að kyrrsetja fólk allan tímann sem það er atvinnulaust og ætlast til þess að það hegði sér eftir dúk og disk, sérstaklega í ljósi þess að nú má búast við því að sumir verði atvinnulausir í langan tíma. Fólk þarf líka að geta haldið sjálfstæði sínu í atvinnuleysinu - annað er mannskemmandi (og atvinnuleysið eitt og sér er nógu slæmt)

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband