Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þegnskylduvinna

Kreppa á það til að bitna mismunandi á konum og körlum. Þessi aðgerð, að loka leikskólum áður en hefðbundnum vinnutíma lýkar, er líklegt til að hafa mismunandi áhrif á kynin. Aðgengi að leikskólaplássi hefur reynst einn stærsti áfanginn í kvenfrelsisbaráttunni. Með því hafa konur öðlast meiri möguleika á fjárhagslegu sjálfstæði. Umönnun barna lendir þó í meira mæli á konum, þrátt fyrir að foreldrarnir séu tveir. Lokun leikskóla fyrr mun þýða tekjuskerðingu fyrir fleiri konur en karla. T.d. eru fleiri konur sem eru sjálfstæðir foreldrar en karlar. Í þeim tilvikum er ekki val um að skipta á milli sín að sækja börnin. Þegar foreldrar búa saman eru einnig meiri líkur en minni á því að það lendi oftar á móðurinni að skerða sína vinnu. 50/50 skipting er ekki algeng.  Í sumum tilvikum geta afar og ömmur (sérstaklega ömmur) hlaupið undir bagga og náð í börnin. Í dag er hins vegar algengt að afar og ömmur séu bæði út á vinnumarkaði sjálf.

Hefðbundin kynskipting og misrétti hefur víðtæk áhrif. Sjálfsmynd karla - tengd fyrirvinnuhlutverkinu, og sjálfsmynd kvenna - tengd móðurhlutverkinu, spilar þarna rullu. Einnig launamunur kynjanna sem gerir það að verkum að þegar fólk velur hvor makinn á að minnka við sig vinnu verður það iðulega sá launaminni, m.ö.o. konan. 

Annar vinkill á þessu snýr ekki að foreldrum heldur þeim sem á leikskólunum vinna, sem furðulegt nokk - eru líka konur. Þarna á sem sagt að skerða starfshlutfall og þar með tekjur kvenna. Launalækkun hjá lágt launaðri kvennastétt. Þetta heitir ekki á mannamáli að láta þau sem mest hafa axla mestu byrðarnar heldur akkúrat þvert á móti.  

Þessi aðgerð, að loka leikskólum fyrr, er dæmigerð fyrir þau úrræði sem samfélag grípur til á krepputímum. „Konurnar heim“ virðist því miður oft vera mantran. Konur eiga að axla ábyrgð á að halda þjóðfélaginu uppi með þegnskylduvinnu umfram það sem ætlast er til af körlum.


mbl.is Opið skemur og 10-12 milljónir sparast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband