Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Skaðleg efni í snyrtivörum

Eftirfarandi frétt er núna inn á ruv.is:

Blý í mörgum varalit

Blý er í meira en helmingi þekktra tegunda af varalit, og yfir hættumörkum í mörgum þeirra. Neytendasamtök í Bandaríkjunum segja að sérfræðingar í Santa Fe í Kalíforníu hafi athugað hvort blý væri í 33 þekktum tegundum varalits. Rannsóknin hafi ekki aðeins leitt í ljós að blý væri í tæplega tveimur þriðju þeirra, í þriðjungi væri meira af efninu en Matvæla-og lyfjaeftirlitið heimilaði að væri í sælgæti og öðrum neysluvörum barna. Ekkert blý hefði hins vegar verið í rúmum þriðjungi. Mest blý var í varalit frá Cover Girl, L 'Oreal og Christian Dior.

Af og til birtast fréttir um skaðsemi snyrtivara. Konur nota mun meira af snyrtivörum en karlmenn, þ.m.t. alls kyns krem o.þ.h. sem borið er á allan kroppinn. Húðin er eitt stærsta (eða stærsta?) líffæri líkamans. Húðin drekkur í sig efnin og þaðan komast þau í sumum tilfellum út í blóðrásina. Sumir viðurkenna þetta, aðrir en ekki. Nýlega sá ég auglýsingu fyrir sápur sem áttu að hafa ýmis áhrif með þessu móti, þ.e. út af upptöku efna í gegnum húðina. Önnur sápan var með koffíni og átti að hjálpa fólki að vakna og ég man ekki hvað var í hinni. Bent hefur verið á ýmis krabbameinsvaldandi efni í snyrtivörum, t.d. efnið paraben sem finnst í nær öllu; sápum, förðunarvörum, húðkremum, sjampóum o.s.frv.

Sumir reyna að komast hjá þessum aukaefnum með því að kaupa snyrtivörur sem merktar eru paraben free, náttúrulegar vörur eða með því að snúa sér að eldhússkápunum. Haframjöl og sykur, blandað með smá vatni er t.d. fyrirtaks scrub og olífuolía og kókosfeiti tilvalin body-lotion. Í Iron Jawed Angels sjást söguhetjurnar búa sér til varalit úr rósablöðum. Hef nú ekki prófað það og get því ekki kvittað upp á hversu árangursríkt það er... en það má alltaf prófa. 

Við sem neytendur treystum því oft að framleiðendur gæti sín á því að nota ekki skaðleg efni í þær vörur sem við kaupum. Því miður er sumum slétt sama og aðrir annaðhvort kjósa að hunsa upplýsingar um skaðsemi eða vita hreinlega ekki um hana (enda á örugglega eftir að koma mun meira í ljós um áhrif allra þeirra aukaefna sem við látum í okkur og á).    


Metnaður eða misskilningur?

Ég hugsa stundum um hvað það er sem drífur mig áfram í jafnréttisbaráttunni. Ég veit alveg að það er ekki bara réttlætiskenndin. Það þarf eitthvað annað til, enda þekki ég fullt af fólki með sterka réttlætiskennd sem á fullt í fangi með lífið og tilveruna þannig að hvers konar barátta verður aukaatriði. Ég veit að ábyrgðarkenndin spilar einhvern þátt. Er með afar sterka ábyrgðarkennd og finnst þar af leiðandi að það sé á mína ábyrgð að stuðla að auknu jafnrétti, rétt eins og annarra. Stundum þegar ég les sögubækur hugsa ég líka um hvernig verður skrifað um okkar samtíma og þá rennur mér kalt vatn á milli skins og hörunds. Skammast mín alveg niður í tær því ég veit að við fáum ekki góða útreið þar. Höfum allt til alls, upplýsingar, þekkingu og gáfur - en það virðist koma að litlu gagni. Mannréttindabrotin, kynjamisréttið og alls kyns misrétti grasserar út um allt. Svo ég komst loksins að þeirri niðurstöðu að metnaður á stóran þátt í því að ég stend í baráttunni. Metnaður fyrir hönd mannkynsins. Þetta kristallast eiginlega í þeirri setningu sem ég endaði síðasta Viðskiptablaðspistil á - við erum nógu gáfuð en ekki nógu vitur. Ég trúi því að mannkynið sé nógu gáfað að upplagi til að gera heiminn betri. Hins vegar er ég líka á því að gáfurnar eru stórlega vannýttar og oft á tíðum notum við þær hreinlega ekki. Það er oft þægilegra að hjakka í sama farinu heldur en að nota það sem okkur er gefið. Minn metnarður er að breyta þessu. Við lestur þessarar fréttar hjá mbl runnu hins vegar á mig tvær grímur. Það skyldi þó aldrei vera að ég hafi misskilið þetta með gáfurnar? FootinMouth
mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 332476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband