Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2007 | 12:46
Orðalag í fjölmiðlum
Orðalag í fjölmiðlum og framsetning frétta er verðugt umhugunarefni. Af hverju er t.d. núna á visir.is þessar 2 fyrirsagnir:
Meint barnaklám á Vestfjörðum.
Byssumaður gengur berserksgang í Finnlandi.
Af hverju er þetta ekki:
Meintur byssumaður gengur berserksgang í Finnlandi?
eða
Byssumaður gengur meintan berserksgang í Finnlandi?
Finnst fólki það kannski svolítið off... ekki passa? En af hverju finnst fólki það passa að tala um meint barnaklám - eða meinta nauðgun? En ekki meint innbrot? Meintan árekstur?
Af hverju finnst fjölmiðlum ok að setja inn fyrirsagnir á borð við að konur hafi verið einar þegar þeim var nauðgað en ekki að flugvél hafi verið á lofti þegar hún hrapaði?
6.11.2007 | 15:27
Hvað á blaðið að heita?
24 stundir
Dagblaðið
Fréttablaðið
Morgunblaðið
Af hverju er ekki til fréttablað/dagblað/morgunblað/síðdegisblað/kvöldblað á Íslandi sem heitir einhverju öðru en almennu heiti sem veldur ruglingi?
Tilefni þessar pælingar er auglýsing frá Fréttablaðinu sem hljómaði eitthvað á þessa leið:
Fréttablaðið - mest lesna dagblaðið á Íslandi.
Bíð svo eftir að heyra næstu útgáfur. Hljóta að verða:
Fréttablaðið - mest lesna morgunblaðið á Íslandi.
Fréttablaðið - mest lesna fréttablaðið á Íslandi.
Íslendingar lesa Fréttablaðið 24 stundir á dag.
***
Svo væri líka gaman að sjá:
Morgunblaðið - mest lesna fréttablaðið.
Dagblaðið - mest lesna morgunblaðið.
24 stundir - mest lesna blaðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2007 | 22:19
Búum við í fornöld?
Var að horfa á umræður um nýtt frumvarp um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla í Silfri Egils. Það liggur við að mig langi til að ganga til liðs við VG í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa hlustað á hana Guðfríði Lilju! Mikið svakalega er hún öflug, málefnaleg og yfirburðaklár. En það vissum við nú fyrir... Svanfríður var líka frábær, málefnaleg og yfirburðaklár... og það var hreinlega bara sorglegt að sjá að uppstillingin í þættinum var í bókstaflegri merkingu karlar á móti konum - karlar á móti aðgerðum í jafnréttismálum, konurnar fylgjandi.
Hins vegar skil ég ekki hvernig Egill velur í pallborð hjá sér. Sigurður Kára, Guðfríður Lilja og Svanfríður. Já, flott samsetning. Svo er það hann Friðbjörn Orri. Ha?! Formaður Frjálshyggjufélagsins og ekki fjarri lagi að kalla hann yfirlýstan andstæðing jafnréttis. Hann er á móti öllu sem gert er til að auka jafnrétti á landinu, hann fellur í þá gryfju að afneita þeim staðreyndum sem fyrirliggja um stöðu jafnréttismála. Síðast þegar ég var í einhverjum samskiptum við hann þá var hann tengiliður fyrir vefsíðuna batman.is - síðu sem var með tengla á alls kyns klám og kvenfyrirlitningu - sem skemmtiefni fyrir unga karlmenn. Agli dettur ekki í hug að fá fólk frá Femínistafélaginu til sín í settið - fólk sem er í baráttunni. Hvað þá að hann fái til sín sérfræðinga í jafnréttismálum, t.d. frá RIKK eða kynjafræðinni - enda er hann yfirlýstur andstæðingur jafnréttisfræða (sem hann hefur bloggað um), rétt eins og Friðbjörn Orri. Andstæða þeirra tveggja er kannski skiljanleg í því ljósi að þekkingu fylgir vald - og kannski eru þeir bara skíthræddir um að jafnrétti muni aukast eftir því sem fræðin aukast? Allavega er ekki erfitt að láta sér detta það í hug.
Það sýður á konu eftir að hlusta á svona umræður... búum við í fornöld?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
1.11.2007 | 22:05
Til hamingju Tatjana
Tatjana Latinovic fékk húmanistaviðurkenningu Siðmenntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 13:13
Búddabrenna
Í 24 stundum í dag er frétt um kerti í Búddalíki sem landinn hamast nú við að kveikja í sér til skemmtunar. Þetta fer ekki vel ofan í alla - og þá er spurningin: hvað segir þetta okkur - svona ef við skoðum hvað er táknrænt?
**
Og talandi um 24 stundir. Hvað finnst ykkur um auglýsingarnar þeirra? Ég fæ alltaf svona nettan stalker-hroll niður bakið þegar ég sé myndir af þekktum einstaklingum með orðunum "hvað ætlar þessi að gera í dag?" Hélt líka að það væri bannað (já, svei mér þá - bannað) að nota myndir af einstaklingum í auglýsingaskyni án þeirra samþykkis. Ég hlakka í það minnsta til þegar þessi herferð rennur sitt skeið og vonandi kemur eitthvað betra í staðinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.10.2007 | 14:44
Hver er munurinn á bókaútgáfu og bókabrennu?
Spurning: Hver er munurinn á því að gefa út bók sem byggir á rasisma og að brenna sömu bók? Er annað partur af tjáningarfrelsi en hitt ekki?
Hvað er aðgerð og hvað er tjáning? Að brenna bók er vissulega aðgerð - en gildir það sama ekki um bókaútgáfu? Er það ekki aðgerð?
Tjáningarfrelsið er ekki annaðhvort/eða dæmi með skýru upphafi og endi. Tjáningarfrelsinu eru alls staðar settar skorður - spurningin er engan veginn fólgin í því hvort við ætlum að setja tjáningarfrelsinu einhverjar skorður - það er löngu komið samkomulag um að gera slíkt (eins og sést t.d. á lögum um ærumeiðingar og alls kyns mannréttindarákvæðum). Spurningin er mun fremur hvar liggja mörkin? Getur verið að mörkin liggi frekar í þá átt að það sé meira frelsi til að kúga heldur en til að svara fyrir sig?
Bara að spá...
**
Spurningarnar hér fyrir ofan eru partur af mínu málfrelsi og ætlaðar sem umræðugrundvöllur. Ég býst þó við að sumir eigi ekki eftir að greina á milli þess að hvetja til einhvers athæfis og að velta upp spurningum - og tek því fram að ég er hvorki að mæla með útgáfu á bókum sem byggja á rasisma né bókabrennum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
31.10.2007 | 11:27
Gáta
Marel auglýsir eftir forritara í Viðskiptablaðinu í dag. Þetta er heilsíðuauglýsing og yfirskriftin er "Forritun og ferðalög". Í starfslýsingunni:
Þú færð að:
- glíma við fjölbreytt og spennandi verkefni.
- sýna hvað í þér býr í hvetjandi umhverfi.
- vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði hátækniiðnaðar.
- vinna í öflugu þróunarumhverfi: Visual Studio, C# og SQL Server.
- ferðast um allan heim vegna starfsins.
Einnig er sagt:
Í boði er:
- góð vinnuaðstaða og mötuneyti.
- mikið sjálfstæði í vinnubrögðum.
- sveigjanlegur vinnutími
- opið og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.
- styrkir til símenntunar og íþróttaiðkunar.
Hljómar vel... en það er eitt sem ekki stenst. Hver er þversögnin, þetta tvennt sem ekki fer saman?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.10.2007 | 18:02
Það sést hverjir eru í hjólastól...
Fór á ráðstefnu Femínistafélagsins "Kynblind og litlaus" á laugardaginn. Var mjög áhugavert, eins og við var að búast. Þarna komu saman nokkrir margbreytileikahópar að ræða hvað hver hópur glímir við og finna sameiginlega fleti á baráttunni. Um morguninn voru þær Þorgerður Þorvalds og Þorgerður Einarsd með fyrirlestra auk þess sem þarna var leikþáttur um staðalmyndir/fordóma nokkurra hópa og nokkrir strákar úr Götuhernaðinn kynntu sketcha sem þeir hafa unnið í sumarvinnu. Sketchana má skoða á öryrki.is og mæli ég sérstaklega með "Egils Kristal" (frá í fyrra) og "Diet Coke" sketchunum. Nokkuð ljóst að ég gæti ekki búið til sketch með punch línunni "það sést hverjir eru í hjólastól" en það geta hressir strákar í hjólastól gert! Segir okkur enn og aftur að hlutirnir eru afstæðir og það er ekki sama hver segir hvað - eða hvernig.
**
Eftir hádegi voru málstofur. Ég var málstofustýra í hópnum sem fjallaði um hver er normal. Freyja Haraldsdóttir sagði okkur þar frá sinni reynslu og fannst mér setningin hennar "mitt líf er mitt norm" afskaplega góð. Okkur finnst okkar líf vera normið...af því að það er eðlilegt fyrir okkur. Næsta manneskja á síðan sitt norm, sem er frábrugðið okkar, og svo koll af kolli. Þannig er margbreytileikinn - samansafn af ólíkum normum. Tatjana Latinovic, formaður félags kvenna af erlendum uppruna sagði okkur síðan frá þeim málum sem þær kljást við. Á eftir ræddum við málin og það var mjög fróðlegt. Eftir hlé var síðan pallborð. Mjög skemmtilegt - og ágætis upprifjun um aðdraganda Kvennafrídagsins. Finnst eins og hann hafi verið fyrir óralöngu en það eru víst bara 2 ár síðan...
**
Nú er bara málið að halda áfram. Hvað gerum við næst? Er einhver möguleiki á að við náum að útvíkka "normið" til að samfélagið meti allan þann margbreytileika sem mannfólkið býr yfir á jafnréttisgrundvelli? Við hljótum allavega að geta gert betur. Ein af spurningunum sem við glímdum við var hvernig við náum eyrum valdhafanna - hvernig er hægt að fá þá sem hafa skilgreiningarvaldið til að hlusta á "norm" annarra og útvíkka skilgreininguna á hvað er að vera normal?
**
Eitt að lokum - hér er frábær grein eftir Gauta B. Eggertsson um 10 litla negrastráka - skyldulesning fyrir þá sem halda að það sé í lagi að gefa bókina út árið 2007. Þarna er bókin sett í sögulegt samhengi - og uppruna sinn. Ég held svei mér þá eftir lesturinn að ég væri til í bókabrennu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2007 | 23:37
Heilræði dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2007 | 16:57
Kaupþing hugsar styttra
Í nýjustu auglýsingaherfð KB banka, nánar tiltekið fyrir fyrirtækjaþjónustuna, er fullyrt að Kaupþing hugsi lengra. Samt eru þau með eintóma karla í auglýsingaherferðinni - 3 karlmenn í viðskiptum (örugglega ágætiskarla og ekkert við þá að sakast í þessu máli heldur beinist gagnrýnin að Kaupþingi).
Nú veit ég ekki alveg hvort ég eigi að segja að Kaupþing hugsi styttra, hreinlega bara afturábak til þess tíma þegar konur máttu ekki eiga neinar eignir... eða hvort ég á að líta svo á að Kaupþing spái massívu bakslagi þar sem framtíðin beri í skauti sér að konum verði útrýmt úr viðskiptaheiminum?
Í öllu falli er ljóst að Kaupþing er þarna að staðfesta það sem sýnt hefur verið fram á fyrir löngu: Konur í viðskiptalífinu eiga ekki eins greiðan aðgang að fjármagni og karlar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg