Búddabrenna

Í 24 stundum í dag er frétt um kerti í Búddalíki sem landinn hamast nú við að kveikja í sér til skemmtunar. Þetta fer ekki vel ofan í alla - og þá er spurningin: hvað segir þetta okkur - svona ef við skoðum hvað er táknrænt?

**

Og talandi um 24 stundir. Hvað finnst ykkur um auglýsingarnar þeirra? Ég fæ alltaf svona nettan stalker-hroll niður bakið þegar ég sé myndir af þekktum einstaklingum með orðunum "hvað ætlar þessi að gera í dag?" Hélt líka að það væri bannað (já, svei mér þá - bannað) að nota myndir af einstaklingum í auglýsingaskyni án þeirra samþykkis. Ég hlakka í það minnsta til þegar þessi herferð rennur sitt skeið og vonandi kemur eitthvað betra í staðinn... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála þér Katrín Anna, með stalker fílinginn! Varðandi kertin man ég ekki betur en að fyrir jól séu seld kerti í öllum mögulegum formum, t.d sem jólasveinar, sem könglar, blóm osfrv.

er þetta ekki bara neysluhyggjan og neysla táknmynda, án einhverrar djúpstæðrar umhugsunar um gildi þess er liggur að baki.

Anna Karlsdóttir, 1.11.2007 kl. 13:24

2 identicon

Já það er alveg rétt hjá þér að það er bannað að nota myndir af fólki í auglýsingar nema með þeirra samþykki. Þetta eru allt áberandi menn sem er verið að tala um þarna, ímynd þeirra á að vera að þeir séu merkilegir, jafnverl merkilegri en aðrir. Svona augýsing held ég að hjálpi þeim bara í þeim tilgangi, finnst líklegt að þeir hafi fengið leyfi hjá viðkomandi að byrta þessar myndir. 

Eða ert þú með eitthverjar aðrar upplýsingar undir höndum sem þú villt kannski deila.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 17:58

3 identicon

Sæl

Hver er afstaða þín til þessara búddakerta...telurðu það með e-m hætti særandi fyrir þá sem á hann trúa? Ef svo er, gildir þá ekki sama um englakertin sem logað hafa glatt á heimilum Íslendinga undanfarna áratugi? 

Og jú...leyfi liggja fyrir frá einstaklingum þeim er prýða auglýsingar 24 stunda. 

Guðlaug Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðlaug - gott að heyra að einstaklingarnir gáfu leyfi. Tekur ekki stalker-hrollinn í burtu en... 

Varðandi Búddakertin þá finnst mér þetta áhugavert út frá umræðunni um bókabrennur, tjáningarfrelsi, valdatengsl og allt það... Sjálf held ég ekkert meira upp á Búdda heldur en englana og myndi ekkert móðgast eða verða sár þó einhver kveiki í Búddakerti. Hins vegar finnst mér ekki rétt að miða allt út frá naflanum á sjálfri mér og tel að það eigi að hlusta á fólk sem er Búddatrúar og lítur á hann sem heilagan. 

Allir eiga sér eitthvað sem er heilagt - segjum sem svo að hvítir, kristnir vesturlandabúar segja: það má gera grín að Múhameð, það má kveikja í Búdda en það má ekki brenna bækur... hvaða viðmið er þá stuðst við? Af hverju er það sem er einum hópi heilagt varið en hitt hunsað?

Frelsi er afskaplega afstætt hugtak þegar öllu er á botninn hvolft og ég held að við þurfum miklu meiri umræðu um hvað frelsi er. En svo ég svari spurningunni beint þá finnst mér að ef ákveðnum hópi finnst þeim sýnd vanvirðing með Búddakertunum þá finnst mér allt í lagi að taka tillit til þess. Svo í lokin - eru til Jesúkerti og Guðakerti? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.11.2007 kl. 21:59

5 identicon

Já, Jesúskerti eru til: 

http://www.boingboing.net/2007/06/06/mutant-dognosed-jesu.html

Takk fyrir greinargott svar og fína pælingu - ég er sammála. 

Guðlaug Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:20

6 identicon

Af hverju eru ekki kerti þar sem konur eru brenndar ! Hvar er jafnréttið?

Jónas (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband