Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2007 | 00:45
Flott hönnun
Fór á mjög áhugaverðan fyrirlestur í dag um hlutverk hönnunar í verðmætasköpun þjóða. Fundurinn var byggður á skýrslu eftir Sóley Stefánsdóttur og Halldór Gíslason sem heitir "Hönnun - auðlind til framtíðar" og er hluti af samstarfsverkefni LHÍ og fleiri listaháskóla á Norður- og Eystrasaltslöndunum.
Í skýrslunni er farið yfir hvað hönnun er, hvernig hún skapar verðmæti, talað um samkeppnisforskot þjóða út á hönnun... meiri arð og velgengni hjá fyrirtækjum sem nota hönnun og tekin fjölmörg dæmi. Alls konar hönnun kemur við sögu. Grafísk hönnun, vöruhönnun og þetta sem við þekkjum - þ.e. allt það sem okkur dettur í hug þegar við hugsum um hönnun. Til viðbótar eru síðan fjölmargar nýjungar sem fólk tengir ekki endilega við hönnun. T.d. þjónustuhönnun. Slíkt er að ryðja sér til rúms í æ ríkari mæli. Sóley nefndi dæmi um þjónustu fyrir aldraða, fyrir sykursjúka og hönnun gegn glæpum. Sem dæmi um það síðastnefnda er stóll þar sem búið er að gera ráð fyrir að geta smeygt veskinu (ólinni) upp á setuna og koma þar með í veg fyrir að því verði stolið! Mjög smart. Læt fylgja með mynd af annarri hönnun sem mér finnst rosalega flott. Þetta er hönnun eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur - Ikea stóll sem borað er í og svo saumað... Mig langar í svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 09:47
Einmitt
Þetta er klassík:
"Feminism has fought no wars. It has killed no opponents. It has set up no concentration camps, starved no enemies, practiced no cruelties. Its battles have been for education, for the vote, for better working conditions.. for safety on the streets... for child care, for social welfare...for rape crisis centers, women's refuges, reforms in the law."
(If someone says) 'Oh, I'm not a feminist,' (I ask) 'Why? What's your problem?'"
- Dale Spender, author of For the Record: The Making & Meaning of Feminist Knowledge, 1985
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.6.2007 | 23:14
Til hamingju með Kvennaathvarfið
Kvennaathvarfið var 25 ára í gær. Athvarfið er skýrt dæmi um árangur í jafnréttismálum. Fyrir 25 árum gátu konur sem beittar voru heimilisofbeldi hvergi leitað. Nú fá þær bæði skjól og ráðgjöf. Í kjölfarið á Kvennaathvarfinu komu svo Stígamót. Kristín Ástgeirsdóttir skrifaði mjög flottan pistil um aldarfjórðungafmælið og ég er að hugsa um að vísa bara á hennar pistil í staðinn fyrir að skrifa meira sjálf. Enjoy!
Til hamingju með afmælið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2007 | 13:59
Fallegt
Til hamingju með sjómannadaginn! Ég hef nú ekki tekið þátt í hátíðarhöldum öðruvísi en að hlusta á spurningakeppni um sjómannalög í útvarpinu í gær þar sem Gerður G. Bjarklind fór á kostum.
**
Ætla að deila með ykkur 2 stórgóðum ráðum sem ég fékk um helgina. Hið fyrra er að líta á það sem merki um sjálfstraust að þora að viðurkenna að vita ekki það sem öðrum finnst að þú eigir að vita... Hitt er að ef þú ert stressuð/aður yfir einhverju sem þú gerir að líta á það sem merki um að þú þjáist ekki af hroka... ennþá! Þessi ráð eru í boði gáfaðasta fólks landsins - 1 karls og 1 konu.
**
Ég fór í 50. afmæli á föstudaginn. Það var engin önnur en dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, sem náði þessum áfanga. Þorgerður er án efa einn mesti hugsuður landsins og einn uppáhaldsfemínistinn minn, enda stórkostleg kona. Afmælið var rosalega skemmtilegt og á eftir brá ég mér á Ölstofuna (reyklausu og fann enga tá-, svita- eða prumpufýlu.... eins og eigandinn hélt fram í fréttum. Kom meira að segja ágætlega ilmandi heim... í fyrsta skipti eftir Ölstofuferð og þakka ég það alfarið reykleysinu). En - á Ölstofunni varð ég vitni að einu afskaplega fallegu. Andlegri samkynhneigð karla, eins og Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður kallar það. Ég stóð og talaði við mann þegar annar maður vindur sér upp að okkur. Slær á öxl viðmælanda míns og rumsar upp úr sér lofræðu um hann. Það verður að segjast eins og er að þetta var afskaplega fallegt og til eftirbreytni. Karlar mættu í ríkari mæli vera tvíkynhneigðir á andlega sviðinu og gera þetta líka við konur og konur geta einnig tekið þennan fallega sið upp í meira mæli...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2007 | 11:49
Tilraun til ritskoðunar
Nýverið birtust fréttir af því að Hugo Chavez forseti Venesúela hefði látið loka stærstu einkareknu sjónvarpsstöðinni vegna þess að hún var honum ekki nógu hliðholl. Vildi hann meina að sjónvarpsstöðin ynni að því að koma honum frá völdum. Mótmælum svaraði hann með hótunum um að loka fleiri sjónvarpsstöðvum. Ég þori að veðja að margir Íslendingar hafi hugsað með sér "sjúkkit... svona gerist ekki á Íslandi. Hér höfum við einna hvað frjálsustu fjölmiðla í heimi!"
Nú er annað að koma á daginn. Viðbrögðin við grein Ísafoldar um vændi og mansal á Goldfinger og tengsl bæjarstjóra Kópavogs við staðinn hafa eiginlega staðið á sér - en samt ekki. Fréttaflutningur af málinu er furðanlega lítill. Hann er reyndar í takt við það sem við sem höfum staðið í þessari baráttu höfum lengi fundið fyrir. Það má ekki snerta á þessum málaflokki. Klámstefnan fræga nærtækt dæmi. Þar kafaði enginn fjölmiðill ofan í hvers lagt viðbjóð var um að ræða og sumir fjölmiðlar gengu svo langt að láta líta út fyrir að efnið hefði snúist um brjóst, bera bossa og skemmtiferð - þvert á allar staðreyndir í málinu sem voru augljósar hverjum þeim sem skoðaði málið aðeins.
Ég hef lengi furðað mig á umfjöllun fjölmiðla um þessi mál og skort á rannsóknarblaðamennsku hvað varðar að skoða málin ofan í kjölin. Þetta vandamál er ekki einskorðað við Ísland og víða um heiminn velta femínistar og aðrir því fyrir sér hvað veldur því að karlar sem sækja þessa staði virðast njóta verndar. Þeir eru hinir ósýnilegu. Þeir eru aldrei sýndir í fréttaumfjöllun um staðina - sem væri þó eðlilegt. Hins vegar eru stúlkurnar sýndar grimmt - dansandi fáklæddar upp við einhverja súlu. Jafnvel í fréttum um tengsl mansals við staðina. Fjölmiðlar eru til í að taka sjensinn á því - að eitthvert stúlkugrey sem er fórnarlamb mansals sé sýnd með þeim hætti í fjölmiðlum svo eymd hennar sé afhjúpuð fyrir alla - undir þeim formerkjum að þarna sé um "saklausa" skemmtun karlmanna að ræða. Skemmtun sem gengur út á kúgun, niðurlægingu og stundum þrælahald kvenna.
En aftur að þögguninni og samstöðu karlveldisins um að hreyfa ekki við þessum málaflokki. Kaupás ákveður að henda út Ísafoldarblaðinu eftir að það er komið í dreifingu. Greinin augljóslega ástæðan þrátt fyrir að Kaupás reyni að neita fyrir það. Það á að bullshitta almenning - því forráðamenn vita sem er að svona ritskoðun er ekki lýðræðisleg. Sama fyrirtæki vílar ekki fyrir sér að vera með klámblaðið Bleikt og blátt á afgreiðslukössum verslana sinna. Þeir þola bara ekki að fjallað sé um góðvin þeirra Gunnar I. Birgisson og hann afhjúpaður á þann hátt sem gert er í greininni. Samt sem áður vissu margir af því fyrir að Gunnar væri fastagestur á þessum stað. Það hefur lengi verið almannarómur... það hefur bara ekki verið skrifað um það í fjölmiðlum áður eða lagðar fram myndir því til sönnunar.
Í rauninni er það mjög stórt skref og framför fjölmiðla að skrifa loksins um þessi málefni með því að skoða þau ofan í kjölin. Þessi harkalegu viðbrögð til að stöðva greinina og síðan dreifingu á blaðinu eru kannski vísbending um hvers vegna ekki er meira fjallað um þessi mál á þessum nótum. Nú hefur Ísafold tekið af skarið og það er frábært. Mannlíf getur hins vegar varla verið þekkt fyrir að halda áfram að birta auglýsingar frá Goldfinger í blaðinu eftir að systurblað þess hefur fjallað um að þar eigi sér stað vændi og mansal... Eða hvað?
Vonandi verður þetta rætt af alvöru í framhaldinu og að fólk velti því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi fyrst valdhafar gera allt sem þeir geta til að þagga svona mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.6.2007 | 10:02
Reyklaus :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 16:31
Frétt
Nektardansmeyjar á súlustaðnum Goldfinger upplýsa í Ísafold sem dreift verður á morgun að erlendir dansarar hafi sætt meðferð sem einna helst líkist mansali. Stúlkunum var jafnvel óheimilt að fara frjálsar ferða sinna. Í tímaritinu er einnig sagt frá tengslum Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og því að hann hafi verið tíður gestur á staðnum. Því til sönnunar er birt mynd af honum með tveimur dansmeyjum. Mikill titringur er þegar vegna málsins og hafa áhrifamenn reynt að stöðva birtingu greinarinnar ...
Ofangreint er að finna á vef Mannlífs. Fréttin er dagsett í gær og blaðið er komið í sölu. Þetta er fréttaefni en samt tekst mér ekki að finna þetta inn á neinum af veffréttamiðlunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
31.5.2007 | 11:27
Hver tekur við af Ólafi?
Alveg þætti mér yndislegt ef Mogginn myndi nú koma auga á allar þær hæfu blaðakonur sem geta tekið við af Ólafi sem aðstoðarritstjórar! Svolítið einsleitt að vera með karlkyns aðalritstjóra og tvo karlkyns aðstoðarritstjóra...
Óska Ólafi til hamingju með nýja starfið. Bíð samt enn eftir að kona setjist í ritstjórastól einhvers dagblaðsins!
Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Blaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007 | 15:55
Kynferðisleg áreitni
Á heimasíðu the f-word eru oft áhugaverðar greinar um femínisma. Hér er ein um hina bráðfyndnu Jacky Fleming sem berst fyrir jafnrétti með skrýtlum! Hún á heiðurinn af myndinni hérna til hliðar.
***
Fannst annars merkilegt að hlusta á Ómar Valdimarsson verja Imreglio í morgun. Það hafa komið upp nógu margar frásagnir af slæmum aðbúnaði á Kárahnjúkum til að það sé full ástæða til rannsóknar. Í eitt augnablik datt mér í hug að lýsa málaflutningi Ómars sem barnalegum... en svo fannst mér það eiginlega móðgandi gagnvart börnum svo ég hætti við. Ómar fullyrðir t.d. að ásakanir um kynferðislega áreitni séu rógburður. Málið er bara að Ómar getur engan veginn fullyrt það nema hann hafi verið á staðnum sjálfur. Alltaf. Með öllum yfirmönnum og öllum kínverskum konum sem eru farnar heim... Segir sig sjálft að það er ómögulegt. Svo skilst mér að hann hafi sett saman sem merki á milli kynferðislegrar áreitni og þess að stíga í vænginn við einhvern! Ómar hefði örugglega gott af því að skoða skrýtlurnar hennar Jacky Fleming.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.5.2007 | 22:41
Krónprinsessan
Spurning hvort ég verði krónprinsessa Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni???? Var að enda við að lesa bókin Krónprinsessan. Var búin að heyra að þetta væri æðisleg bók um hvernig það er að vera kona í pólitík. Sumir segja að bókin sé byggð á aðförinni að Mona Sahlin sem endaði með því að hún sagði af sér ráðherraembætti. En Mona kom aftur og er nú mjög vinsæl sem formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá hana flytja ræðu á opnun landsfundar Samfylkingarinnar og hún er í einu orði sagt frábær. Flutti innihaldsríka ræðu og hafði mjög kröftuga návist.
En aftur að bókinni. Hún stendur vissulega undir nafni sem forvitnileg saga um þá aðför sem konur í pólitík geta lent í, auk togstreitunnar um frama vs fjölskyldulíf, ólíkar aðstæður kynjanna þegar það er pabbinn sem þarf að velja að setja sinn frama á bið o.s.frv. Margt í bókinni passar líka við lýsingar Karen Ross, sem hefur rannsakað fjölmiðlaumfjöllun um konur í pólitík í yfir áratug. Stundum er unnið gegn þeim bæði innan flokks og utan. Fjölmiðlarnir fá ábendingar frá "samherjum" og alls konar djúsí stöff... Ég veit hins vegar ekki hvort að ég mæli sérstaklega með bókinni fyrir konur sem hyggja á pólitískan frama. Held að hún geti haft vissan fælingarmátt ef út í það er farið. Stundum er bara best að henda sér út í djúpu og synda... Kannski er samt gott að lesa bókina þegar fólk er komið út í djúpu
Mér skilst að búið sé að framleiða sjónvarpsþætti byggða á bókinni. Vona að þeir verði bráðum sýndir á RUV.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg