Krónprinsessan

Spurning hvort ég verði krónprinsessa Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni???? Whistling Var að enda við að lesa bókin Krónprinsessan. Var búin að heyra að þetta væri æðisleg bók um hvernig það er að vera kona í pólitík. Sumir segja að bókin sé byggð á aðförinni að Mona Sahlin sem endaði með því að hún sagði af sér ráðherraembætti. En Mona kom aftur og er nú mjög vinsæl sem formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá hana flytja ræðu á opnun landsfundar Samfylkingarinnar og hún er í einu orði sagt frábær. Flutti innihaldsríka ræðu og hafði mjög kröftuga návist. 

En aftur að bókinni. Hún stendur vissulega undir nafni sem forvitnileg saga um þá aðför sem konur í pólitík geta lent í, auk togstreitunnar um frama vs fjölskyldulíf, ólíkar aðstæður kynjanna þegar það er pabbinn sem þarf að velja að setja sinn frama á bið o.s.frv. Margt í bókinni passar líka við lýsingar Karen Ross, sem hefur rannsakað fjölmiðlaumfjöllun um konur í pólitík í yfir áratug. Stundum er unnið gegn þeim bæði innan flokks og utan. Fjölmiðlarnir fá ábendingar frá "samherjum" og alls konar djúsí stöff... Ég veit hins vegar ekki hvort að ég mæli sérstaklega með bókinni fyrir konur sem hyggja á pólitískan frama. Held að hún geti haft vissan fælingarmátt ef út í það er farið. Stundum er bara best að henda sér út í djúpu og synda...  Kannski er samt gott að lesa bókina þegar fólk er komið út í djúpu Halo

Mér skilst að búið sé að framleiða sjónvarpsþætti byggða á bókinni. Vona að þeir verði bráðum sýndir á RUV.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu loksins að lesa hana núna? About time, segi ég nú bara

Annars held ég að þú hafir misst af þáttunum, það voru a.m.k. einhverjir skandinavískir þættir í gangi á RÚV í vetur sem voru keimlíkir Krónprinsessunni. 

Silja (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ó... gat skeð!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hljómar spennandi bók. Er hún á íslensku?  Það væri ágætt að fá úrdrátt úr efni hennar og reyna að heimfæra upp á íslenskar stjórnmálakonur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.5.2007 kl. 03:59

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sniðugt orðalag "aðför að Monu Shalin". Miðað við það sem skrifað er á Wikipedia um þessa "aðför" þá átti hún nú alveg inni fyrir henni, blessunin. Vonandi að hún hafi lært af því.

Sigurjón Sveinsson, 30.5.2007 kl. 09:19

5 identicon

Las hana endur fyrir löngu. Ágæt bók en ég var ósátt við endinn.

Brynja Björg Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband