23.7.2007 | 09:34
Svona lærði ég að hlýða!
Eitt sinn þegar ég var lítil stelpa, 6 eða 7 ára, ákváðum við frænka mín að stelast í heimsókn til ömmu hennar sem bjó á Kársnesbrautinni. Við vorum hjá ömmu okkar sem bjó í Holtagerðinu. Við báðum um leyfi en fengum ekki. Við ákváðum nú samt að fara og röltum þessa óralöngu leið (að okkur fannst þá) sem þarna var á milli. Þar sem við gengum eftir malarstígnum á Kársnesbrautinni á leiðinni heim kom bíll aðvífandi fyrir hornið, ætlaði að leggja fyrir framan húsið sem við vorum að ganga fram hjá en ekki vildi betur til en svo að hann keyrði á mig. Ég man reyndar ekkert eftir högginu og heldur ekki því að lenda á götunni en fann svo skerandi verki í fingrunum eftir að hafa lent á götunni. Ég fékk að dúsa á spítala í 3 daga og ber fagurt ör á enninu til minja um óþekktina.
**
Mér þykir samt vænt um Kársnesið og sendi íbúum stuðningskveðjur í baráttunni!Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 13:38
Bara spyr...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (79)
22.7.2007 | 12:28
Hverfispöbbinn
Kíktum á hverfispöbbinn í gærkvöldi í fyrsta skipti. Mættum um kl. 9 og vorum einu kúnnarnir á svæðinu. Á risastórum skjá var Stöð 2 í gangi - með hljóði og alles. Eftir 10 mín vorum við spurð hvort við vildum horfa á Stöð 2, eitthvað annað eða hvort við vildum tónlist. Við völdum tónlist og eftir augnablik hljómaði þungarokkið.... akkúrat okkar tónlistarsmekkur og ég er ekki frá því að það hafi sést á okkur! Sem betur fer voru önnur lög líka í bland og eftir því sem leið á kvöldið fjaraði þungarokkið út.
Ég er annars hrifin af svona hverfispöbbum. Ef við ætluðum að skjótast niður í bæ til að fá okkur smá bjór myndi það þýða að við þyrftum að skilja bílinn eftir (með tilheyrandi fyrirhöfn að ná í hann daginn eftir) og rándýru leigubílafargjaldi aftur heim. Það er eiginlega ekki hagkvæmt kostnaðarlega séð nema fyrir ærlegt fyllerí... sem er sjaldan á dagskránni. Þá er betra að hafa hverfispöbb þar sem hægt er að rölta í rólegheitum, fá sér 1 eða 2 öllara og rölta svo aftur heim. Umhverfið á okkar hverfispöbb er bara alveg ágætt en við höfðum smá áhyggjur af því hvað það var lítið að gera. Kannski fjöldinn komi ekki fyrr en í kringum miðnætti. Gæti vel verið. Vonandi. Við viljum nefnilega ekki missa hverfispöbbinn... þó við förum þangað sjaldan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2007 | 14:43
Ljóti freki úlfurinn
Heyrðu Sóley hér kemur uppskriftin. Fannst súkkulaðikaka ljóta freka úlfsins hæfa á svona degi Mín er í ofninum!
2 egg
1 1/2 dl sykur
150 gr smjör
50 gr dökkt súkkulaði
2 dl hveiti
1 dl saxaðar möndlur eða hnetukjarnar
**
Hitaðu ofninn í 175°C
Stífþeyttu egg og sykur saman í skál. Bræddu smjörið og súkkulaðið saman í skaftpotti við lítinn hita. Hrærðu því út í eggjahræruna. Sáldraðu svo hveiti með lyftidufti út í skálina og bættu möndlunum út í líka. Hrærðu þessu öllu saman.
Helltu deiginu í smurt ferkantað kökumót. Bakaðu í 15 mín (skv uppskrift - ég hef mína mun lengur, allt að hálftíma).
Kældu kökuna í mótinu og skerðu hana svo í bita. Rosagott að búa til súkkulaðibráð úr flórsykri, kakó og mjólk og setja yfir...
Þetta er uppáhaldsuppskriftin mín úr Matreiðslubókinni minni og Mikka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 11:02
Á ég að gæta systur minnar?
Las bókina Á ég að gæta systur minnar? í gærkvöldi. Hún fjallar um fjölskyldu sem samanstendur af foreldrum og 3 börnum. Miðjubarnið, Kate, er með bráðahvítblæði og þess vegna var 3. barnið, Anna, búið til. Hún er "hönnunarbarn" og hefur fram að 13 ára lifað sem varahlutur fyrir systur sína. En nú finnst henni nóg komið og hún neitar að gefa systur sinni nýra. Hún fær sér lögfræðing og fer fram á sjálfræði yfir líkama sínum.
Siðferðismálin í bókinni eru bæði áleitin og mörg. Er ok að hanna barn? Velja sérstaklega barn sem passar við veika barnið til að geta notað það sem varahluti? Hvernig verður líf þessa barns og annarra í fjölskyldunni? Á barnið að fara með líkamlegt sjálfræði varðandi svona aðgerðir eða mega foreldrarnir skikka barnið til að gangast undir alls kyns meðferðir og jafnvel líffæragjöf? Höndlar 13 ára barn svona mikla ábyrgð? Hvað með siðanefndir sjúkrahúsa - eiga þær að fjalla eingöngu um meðferðir veika barnsins eða eiga þær líka að fjalla um hlutverk "varahlutarins"?
Bókin var alls ekki eins þung og erfið lesning og ég bjóst við. Hún kafaði heldur ekki eins djúpt undir yfirborðið og ég hafði vænst. En það er samt af nógu að taka. Kannski er það einmitt kostur að hún er ekki erfiðari í lesningu - sérstaklega fyrir foreldra. En hún er mjög áhugaverð og ég mæli hiklaust með henni fyrir alla sem vilja láta pota aðeins í heilann á sér og spá aðeins í allar þessar spurningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 16:17
Kemur ekki á óvart
![]() |
Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2007 | 13:56
Góður kinnhestur???
Er kinnhestur einhvern tímann góður? Þeir hjá Bílabúð Benna virðast vera þeirrar skoðunar. Í dag birtist frá þeim heilsíðu auglýsing í Viðskiptablaðinu. Texti auglýsingarinnar er: "Slær þig eins og góður kinnhestur, frá fallegri konu."
Mér finnst alveg stórmerkilegt að þeir vilji tengja ímynd Porsche við ofbeldi - og hefja það upp til skýjanna. Reyndar mjög margt í þessum texta sem er áhugavert að stúdera. Til dæmis þessi glamúruppbygging á ofbeldi. Sem er út í hött. Ofbeldi er ekki glamúr. Punktur. Er ekkert flóknara en það. Síðan er hægt að spá í kinnhestinn sjálfan - kona sem slær karl. Er það meining þeirra hjá Bílabúð Benna að engin ógn felist í kinnhesti frá fallegri konu? Líta þeir á kinnhestinn sem forleik að einhverju öðru?
Anyways... finnst þessi auglýsing gjörsamlega glórulaus og þeim hjá Bílabúð Benna til minnkunnar. Mig langar allavega ekki í Porsche sem lemur! En þig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
19.7.2007 | 13:43
Einhver í stuðandi tuði?
Stundum velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki að taka þessu blessuðu þjóðarleiðtoga til fyrirmyndar í jafnréttisbaráttunni! Þeir eiga jú að vera þeir hæfustu í jobbið, er það ekki? Erum við ekki með allt of mikla linkind og ættum bara að láta hart mæta hörðu?
Finnst annars Bretar og Bandaríkjamenn vera í einhverju stuðandi tuði þessi misserinn... er verið að reyna að koma á stríði?
![]() |
Rússar reka fjóra breska ríkiserindreka úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 10:09
Ha???
Blaðið flytur í dag frétt af konu sem var niðurlægð í strætó af strætóbílstjóranum. Hann skipaði henni að skipta um sæti því brjóstaskoran sem hann sá í baksýnisspeglinum hafði svo truflandi áhrif á hann að hann gat ekki einbeitt sér að akstrinum. Hann kallaði því til hennar, eða öskraði, að því er segir í fréttinni í Blaðinu, að ef hún ekki færði sig myndi hann henda henni út úr vagninum. Konan færði sig en upplifði mikla niðurlægingu við allt þetta. Strætisvagnafyrirtækið ákvað að standa þétt við bakið á strætóbílstjóranum sem var óhæfur til aksturs.
Tveim blaðsíðum framar í Blaðinu er auglýsing frá Kraftvélum. Fyrirsögnin er "Leitaðu til sérfræðinga þegar útsýn skiptir verulegu máli." Myndefnið er jarðýta á strönd og bikiníklæddar konur liggja eins og hráviði allt í kring. Miðað við strætóbílstjórann væri nú kannski betra að selja jarðýtur sem erfitt er að sjá út um? Augljóslega hefðu konurnar svo truflandi áhrif á jarðýtukallana að þeir verði ófærir um að sinna vinnunni sinni. Er það ekki? Erum við annars ekki enn á púritönskum tímum þar sem karlmenn mega ekki sjá í bert hold án þess að verða fyrir verulegum og alvarlegum truflunum á getu og hæfni?
Moral of the story? Best er að setja allar konur í búrkur svo þær trufli ekki karlmenn?
Moral of the story? Af hverju ekki að setja hálfbera karla út um allt svo konur séu ekki einu skrautmunirnir í samfélaginu? (mynd sett með svo fólk geti betur metið þennan móral!)
Moral of the story? Af hverju ekki að hætta hlutgervingu og líkamsáráttu og njóta þess í stað manneskjunnar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
17.7.2007 | 09:12
Slatti af korni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 332919
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg