Hverfispöbbinn

Kíktum á hverfispöbbinn í gærkvöldi í fyrsta skipti. Mættum um kl. 9 og vorum einu kúnnarnir á svæðinu. Á risastórum skjá var Stöð 2 í gangi - með hljóði og alles. Eftir 10 mín vorum við spurð hvort við vildum horfa á Stöð 2, eitthvað annað eða hvort við vildum tónlist. Við völdum tónlist og eftir augnablik hljómaði þungarokkið.... akkúrat okkar tónlistarsmekkur og ég er ekki frá því að það hafi sést á okkur! Whistling Sem betur fer voru önnur lög líka í bland og eftir því sem leið á kvöldið fjaraði þungarokkið út. 

Ég er annars hrifin af svona hverfispöbbum. Ef við ætluðum að skjótast niður í bæ til að fá okkur smá bjór myndi það þýða að við þyrftum að skilja bílinn eftir (með tilheyrandi fyrirhöfn að ná í hann daginn eftir) og rándýru leigubílafargjaldi aftur heim. Það er eiginlega ekki hagkvæmt kostnaðarlega séð nema fyrir ærlegt fyllerí... sem er sjaldan á dagskránni. Þá er betra að hafa hverfispöbb þar sem hægt er að rölta í rólegheitum, fá sér 1 eða 2 öllara og rölta svo aftur heim. Umhverfið á okkar hverfispöbb er bara alveg ágætt en við höfðum smá áhyggjur af því hvað það var lítið að gera. Kannski fjöldinn komi ekki fyrr en í kringum miðnætti. Gæti vel verið. Vonandi. Við viljum nefnilega ekki missa hverfispöbbinn... þó við förum þangað sjaldan.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Synd að hverfispöbbar eru ekki algengar af nákvæmlega áststæðunum sem þú nefndir. Það eru mörg hverfi þar sem að gert ráð fyrir því að engan langi í léttan bjór af og til. Það er kannski enginn gróði í því. Ég fór í fyrirlestur einu sinni þar sem að leikjafræði var beitt á ís sölu. Þar var bent á að á einni strönd myndu tveir ís salar selja ís við hliðinná hvor öðrum á miðri ströndinni. Ástæðan er víst einföld, ef að einn seldi ís lengra til hliðarinnar, þá myndi hinn selja meira, eða færa sig nær og taka yfir svæði hins. Gæti verið að það sé ástæðan fyrir þessari miðbæjarstemmningu sem að er á pöbbunum í Reykjavík. Nokkrir pöbbar hafa víst náð að rísa yfir þessa sýn. Players og Broadway(eða hvað hann er kallaður nú til dags) sem dæmi þar sem að tónleikar er hægt að halda.

Reyndar bý ég í köben eins og er þannig að ég hef um 30 hverfispöbba, Vega sem hinn nálægasta (aukatriði). En úr því að ég er að flytja aftur heim, þá þætti mér vænt um að geta verslað mér hús með einmitt þægilegum pöbb í göngufjarlægð.

Ég geri mér grein fyrir að þetta komment er ekki mikið fyrir umræðuna, en ég er einfaldlega sammála. Hverfispöbbar geta verið hið mesta yndi.

Sigurður Jökulsson, 22.7.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vona að þú teljir ekki að athugasemdarkerfið sé bara fyrir þá sem eru ósammála og að það sé ein umræðan sem getur átt sér stað? Fínt að vera sammála líka!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Sigurður Jökulsson

hehe, ekkert að því að vera sammála annað slagið

Ég tók svona til orða því að ég var kominn svo langt út að vera að kommenta. Ætli maður geri það ekki annað slagið. Var farinn að ráfa dálítið í því sem ég var að segja, en það er kannski ekki ólíkt mér heldur. 

Sigurður Jökulsson, 23.7.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Á blogginu er nánast skylda að flýta sér svo mikið að úr verði nokkrar málfræði-, stafsetninga- og "ráfað út um víðan völl" villur...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband