22.7.2009 | 13:07
Svona býr maður til flughræðslu...
Fyrir nokkrum árum var ég svo heppin að lenda í svokölluðu útsýnisflugi yfir Reykjavík, ekki ósvipuðu því og nú er sagt frá í frétt á visir.is:
Icelandair hefur í dag beint áætlunarflug milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna.
Í tilefni dagsins munu Boeing 757-200 þotur Icelandair sem eru að koma til landsins frá Evrópu fljúga hringflug yfir höfuðborgarsvæðið. Flugleiðin liggur yfir Mosfellsbæ og síðan verður ströndinni fylgt í rólegri beygju umhverfis Reykjavík til Keflavíkur. Þristurinn mun heiðra vélar Icelandair með nærværu sinni yfir höfuðborginni á sama tíma.
Yfirflugið mun verða á milli klukkan 15.00 og 15.40 í dag, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.
Mitt útsýnisflug átti sér stað árið 2001. Ég var á leið heim frá Rhodos eftir fína afslöppun og hlakkaði til að koma heim eftir 6 tíma flug. Þegar við nálguðumst landið tilkynnti flugstjórinn að veðrið væri svo gott í Reykjavík svo ákveðið hefði verið að fara í smá útsýnisflug yfir höfuðborgina. Ég kippti mér svo sem ekki upp við það. Hafði aldrei verið flughrædd heldur þvert á móti - fannst afskaplega gaman að taka á loft og lenda og ef það var ókyrrð í loftinu var það extra bónus - eins og að fara í tívolí. Þegar við nálguðumst Reykjavík lækkaði vélin flugið. Við það jókst hristingurinn en í þetta skiptið fannst mér það ekkert sérstaklega spennandi - fannst vélin full lágt á lofti. Síðan hófst fjörið fyrir alvöru. Til að sýna okkur höfuðborgina almennilega tók flugstjórinn alls kyns beygjur til hægri og vinstri, hallaði flugvélinni svo við ættum hægara um vik að kíkja inn um gluggana hjá fólkinu sem bjó fyrir neðan... eftir nokkrar slíkar sveigjur og beygjur tók flugvélin að rugga óþyrmilega mikið, kipptist alveg sitt á hvað til hægri og vinstri. Á þessum tímapunkti var ég orðin frávita af hræðslu. Flugstjórinn hafði misst stjórn á vélinni og næsta sem hlyti að gerast væri að hrapa til jarðar - go out in flames, eins og sagt er. En... það var ekki öll nótt úti enn. Skyndilega hætti vélin að hristast, flugstjórinn gaf rækilega í og vélin skaust upp á við af fullum krafti. Hjúkkit hugsaði ég með mér. Hann hefur þá náð stjórn á vélinni. Nú hlýtur hann að hætta þessari vitleysu og fljúga beinustu leið til Keflavíkur. Því var þó ekki að heilsa. Það næsta sem gerðist er að flugstjórinn tilkynnti að nú værum við búin að skoða Reykjavík öðrum megin frá og nú ætluðum við að skoða hana hinum megin frá. Að því búnu tók hann snarpa 180° beygju og steypti vélinni aftur niður. Við tóku viðlíka beygjur og sveigjur og áður... í þetta sinn án hristingsins í lokin. Þegar hér var komið við sögu var komin töluverð ókyrrð í farþegarýmið. Ég var ekki sú eina með ónot í maganum heldur heyrðust skelfingarópin víðs vegar úr vélinni. Ein flugfreyjan sá sér þann kost vænstan að rísa úr sæti sínu (en flugfreyjurnar höfðu fengið fyrirmæli um að sitja með beltin spennt á meðan á útsýnisfluginu stæði) og ganga um á meðal farþega til að reyna að róa fólk niður. Þegar þessu var loks aflokið kom yfirflugfreyjan í hátalarkerfið og sagði að það væri nú sennilega best að útskýra aðeins hvað væri í gangi. Þannig væri mál með vexti að flugstjórinn væri að fara á eftirlaun og þetta væri síðasta flugferðin hans. Þess vegna yrðum við farþegarnir þeirrar ánægju aðnjótandi að fá þetta ókeypis útsýnisflug í farþegaþotu yfir byggð...
Jæja, það var svo sem léttir að vita að flugstjórinn væri ekki nýútskrifaður peyji sem hefði nýlega farið á myndina Pearl Harbor sem þá var verið að sýna í bíó! Hefði þó verið fínt að útskýra þetta áður en æfingarnar hófust... og þá hefði líka mátt fylgja með sögunni hvort flugstjórinn væri lífsglaður eður ei... aldrei að vita nema hann hefði verið sáttur við að ljúka ferlinum með stæl! :-þ
Eftir þetta hélt ég að leiðin lægi beinustu leið til Keflavíkur til lendingar. En því var nú ekki að heilsa. Ó nei. Næst kom flugstjórinn í hátalarakerfið og tilkynnti að nú værum við búin að skoða Reykjavík - næst ætluðum við að kíkja aðeins á Keflavík. Þegar þangað var komið upphófust svipaðar kúnstir og í Reykjavík nema í þetta sinn var útsýnið ekki inn um gluggana hjá fólkinu fyrir neðan heldur klettarnir við ströndina.
Að lokum drattaðist flugstjórinn þó til að lenda. Þegar ég kom út úr vélinni beið móttökulið eftir honum með risastóra blómvendi. Ég sé ennþá eftir að hafa ekki hrifsað vendina úr höndunum á þeim og hoppað einhvern viðeigandi stríðsdans á þeim.
Nokkrum dögum eftir að ég kom heim var mér sagt að þessi svakalegi veltingur til hægri og vinstri hefði bara verið flugstjórinn að nota vélina til að vinka bless... hefði verið gott að vita það fyrirfram!
Eftir þetta skemmtilega útsýnisflug varð ég brjálæðislega flughrædd. Hef skánað eitthvað með árunum en er enn langt frá því að endurheimta gleðina við að fljúga. Einstöku sinnum næ ég að horfa út um gluggann við flugtak og lendingu en tívólí stemningin er fokin út í veður og vind.
Ég á enn eftir að skilja hvers vegna veitt eru leyfi fyrir svona útsýnisflugum. Þarna er verið að láta farþegaþotur gera alls kyns hundakúnstir yfir byggð. Það er einnig vitað mál að í hverri flugvél eru flughræddir farþegar og farþegar eru ekki spurðir hvort þeir vilji eða gefi samþykki sitt fyrir svona flugferð. Ég keypti mér miða til og frá Rhodos. Ég keypti ekki miða í útsýnisflug og gaf aldrei samþykki mitt fyrir því að fara í slíka ferð. Velti því fyrir mér hvort þoturnar sem munu fljúga yfir Reykjavík í dag muni fara í sama pakka eða hvort farið verði varlegar í sakirnar. Geri hins vegar ráð fyrir því að farþegarnir hafi ekki verið spurðir og að enginn þeirra hafi veitt samþykki fyrir fluginu. Í mínum huga ætti þetta ekki að vera leyfilegt. Mér finnst það engan veginn í lagi að neyða fólk í útsýnisflug í farþegaþotu þegar keyptur var flugmiði í þeim tilgangi að komast á milli A og B - og ekkert annað en það. Vona að Icelandair eigi ekki eftir að búa til marga flughrædda farþega í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2009 | 11:05
Ennþá bannað
Staða Þorgerðar Katrínar veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2009 | 12:37
Hissa þegar fólk vinnur heimavinnuna sína?
Hollendingar sem komu til landsins eftir að bankakerfið hrundi í október voru afar vel undirbúnar og komu íslenskum embættismönnum í opna skjöldu
Einmitt. Góður undirbúningur vekur furðu á klakanum... við ættum kannski að taka okkur á og huga betur að undirbúningi - vera vel undirbúin, vera upplýst, vera með allt á hreinu. Myndi örugglega bjarga miklu - þó þetta fari allt saman einhvern veginn þó undirbúningurinn sé lítill þá er ólíklegt að það leiði til bestu mögulegu útkomu.
Starfsmenn AGS mótmæltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2009 | 13:26
Útibú???
Hjó eftir því í þessari frétt að fjallað er um útibú MP banka - ekki dótturfélag. Getur verið að íslenskir bankar séu enn í dag með útibú í öðrum löndum og íslenska ríkisábyrgð á bak við allt saman? Á heimasíðu MP banka segir að útibúið veiti:
fjárfestum í Eystrasaltsríkjunum og á Norðurlöndunum fjármálaþjónustu með áherslu á fjárfestingar á fjármálamörkuðum í Austur-Evrópu.
Ekkert er talað um innlán og ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisábyrgð gildir fyrir þetta útibú. Hins vegar er ágætt að hafa í huga að MP banki fékk nýlega viðskiptabankaleyfi hér á landi. Í öllu falli þætti mér gott að fá meiri upplýsingar um þetta. Ef í ljós kemur að á bak við útibúið er íslensk ríkisábyrgð þá verður að bregðast við því.
MP hefur brugðist við athugasemdum frá Litháen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2009 | 10:10
Af hverju ekki sömu réttindi?
Atvinnulausir eiga ekki rétt á bótum í orlofi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2009 | 15:48
Fleiri en Saudi-Arabar sem þurfa að taka til
Í apríl létu hjónin þó undan utanaðkomandi þrýstingi og skildu.
Hvað er átt við með hjónin??? Lét s.s. 8-9 ára gömul stúlkan undan og skildi? Er það í samræmi við Vestrænt gildismat að haga orðræðunni þannig að stúlkan sé með gerendahæfni og sjálfsákvörðunarrétt eins og fullorðin manneskja? Að hún sé í rauninni ekki barn sem er fórnarlamb feðraveldis? Svona orðræða grefur undan kúguninni og misréttinu sem felst í því að gifta stúlkur fullorðnum körlum.
Sádi-Arabar sporna við hjónavígslum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 13:11
Kjaftæði
Ég sé að fjölmiðlar hafa ákveðið að vitkast ekki þrátt fyrir hrun og halda áfram að flytja fréttir sem eru í raun ekki fréttir heldur áróður. Mjög margar konur sem komnar eru yfir þrítugt vita sem er að niðurstöður þessarar rannsóknar eru helbert kjaftæði. Ég er a.m.k. ein af þeim. Þar fyrir utan er nokkuð augljóst öllu hugsandi fólki að þarna er hagsmunaaðili að framleiða rannsókn sem hentar hans eigin hagsmunum. Það er t.d. haft eftir talsmanni Clairo í fréttinni á Daily Telegraph (þessari sem mbl.is vitnar í) að:
And a little time put aside in hectic schedules for self-pampering and the odd beauty product can help keep you feeling young and looking your best.
Sem sagt - hamingja kvenna felst í útlitinu (af því að konur eru líkami - karlar eru hugsandi verur... eins og karlrembur hafa alltaf sagt í gegnum söguna) og þetta eru greinilega skilaboð sem Mogginn vill undirstrika og ýta undir, t.a.m. með myndavali með fréttinni, þrátt fyrir augljósa galla á rannsókninni - þetta er nánast eins og að birta niðurstöður rannsókna frá tóbaksfyrirtækjum sem segja að fólk sé vinsælla ef það reykir. Spurning er hins vegar af hverju Mogginn velur að taka þátt í þessu? Mér þætti vænt um ef Mogginn myndi svara þeirri spurningu því það er allt í fréttinni sem bendir til þess að ekki á að flytja fréttir á hlutlausan, upplýstan og sanngjarnan máta. Annaðhvort er Mogginn að taka þátt í ruslblaðamennsku eða þá að Mogginn er vísvitandi með áróður til að láta konur vita í hverju hamingja þeirra felist og hvert hlutverk þeirra í samfélaginu á að vera - hvort heldur sem er þá dregur það úr trúverðugleika Morgunblaðsins sem fjölmiðils - vegna þess að hlutverk alvöru fréttafjölmiðils er að fletta ofan af/afhjúpa svona áróður en ekki vera þátttakandi í honum.
Konur hamingjusamastar 28 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2009 | 11:14
Af hverju ekki að loka Shell?
Ok - er þetta bara eins og hver önnur frétt? Það eru reyndar ekki nýjar fréttir að stórfyrirtæki hagi sér eins og siðblindir einstaklingar víða um heim - vaðandi um rænandi og ruplandi... og myrðandi. Og við bara ypptum öxlum og þetta rennur inn um eitt og út um hitt eins og fréttin hefði fjallað um hvort það yrði sól eða rigning í dag. Og þó, það er ekkert ólíklegt að ívíð fleiri hefðu bölvað ef spáð hefði verið rigningu...
Hversu dofin erum við orðin? Þarna er um að ræða stórfyrirtæki sem margir versla reglulega við. Dettur einhverjum í hug að gera eitthvað í málinu hér? Af hverju eru svona fyrirtæki ekki svipt starfsleyfi og hreinlega lögð niður? Nú erum við Íslendingar að bölsótast yfir því að verða þrælaþjóð. Já, rétt eins og margar aðrir þjóðir í heiminum sem okkur finnst hreinlega ekki koma okkur við eða fólk hreinlega upplifir sig of valdlaust til að hafa áhrif.
Hér er hægt að grennslast aðeins meira fyrir um aðstæður í olíuþjóðinni Nígeríu. Ef heimurinn væri í lagi væri Nígería bara í mjög góðum málum með sínar náttúruauðlindir en því er nú öðru nær. Þjóðin er arðrænd af stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Og við horfum á og látum það gerast. Höldum svo áfram að kaupa bensín af Shell... eins og hverjir aðrir maurar... eða forréttindahópur sem er sama um kúgun svo framarlega sem hún gerist ekki hér.
Shell borgar sig frá málaferlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 10:23
Stórkostlegt kæruleysi
Held að þessa tímabils í mannkynssögunni (ef við lifum það af, þ.e.a.s.) verði minnst sem tíma stórkostlegs gáleysis, kæruleysis, áhættusækni og heimsku. Síðustu 50 ár höfum við séð all svaðalega eyðileggingu á jörðinni, svo mikla að óvíst er hvort hér verði byggilegt í framtíðinni. Það er eins og fólk haldi að áhættan sé alltaf þess virði og að hægt sé að bæta úr öllum skaða. Almenn skynsemi ætti samt að segja fólki að það er ekki hægt. Sumt tjón er óbætanlegt og sumar gjörðir óafturkræfanlegar. Að ætla að byggja Ísland upp sem hreint og fagurt land á sama tíma og setja á erfðabreytt bygg út í náttúruna, byggja álver út um allt, hefja olíuvinnslu o.s.frv. eru einfaldlega ósamrýmanleg markmið.
Það þýðir ekkert að segja að erfðabreyttum lífverum megi ekki sleppa út nema með fyllstu varúð - það á einfaldlega ekki að sleppa erfðabreyttum lífverum út í náttúrna. Vona að sem flest ykkar hafið séð heimildaþáttinn sem sýndar var á RUV fyrir þó nokkru síðan um skaðann sem erfðabreyttur maís er að gera. Við lifum á náttúrunni og náttúran á alltaf að njóta vafans. Peningalegur hagnaður fyrir örfáa útvalda er ekki nægjanlega góð röksemdarfærsla til að gambla með lífríkið.
Grundvallarspurning um mann og náttúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
4.6.2009 | 21:22
Frábært hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
Svakalega finnst mér sorglegt að sjá hvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fær lítinn stuðning hér á blogginu. Að sama skapi er líka leiðinlegt að sjá hversu normaliseruð klámvæðingin er orðin. Staðan er orðin þannig að fólk sér ekki klámvísanirnar. Skýrasta vísunin í klámhlutverkið er búningurinn sjálfur. Hann er ekki eins og hjúkkubúningar eru í raun og veru heldur er hann eins og búningarnir sem notaðir eru í kláminu og seldir eru í hjálpartækjabúðum. Það eitt og sér ætti að vera nóg en til viðbótar bætist að hjúkrunarfræðistéttin er gífurlega klámvædd nú þegar, svo gífurlega að það hefur áhrif á starfsaðstöðu og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Stéttin er því í baráttu fyrir því að endurheimta fagið sitt úr kláminu - við lítinn fögnuð hinna klámvæddu íslensku karlmanna sem telja sig auðvitað eiga rétt á öllu sem viðkemur konum og kvenlíkamanum, ef eitthvað er að marka það sem þeir skrifa sjálfir hér á bloggið.
Hjúkrunarfræðistéttin er nær eingöngu skipuð konum. Klámiðnaðurinn hefur mergsogið starfsséttina og afleiðingin er m.a. sú að hjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra starfsstétta sem verða fyrir mestri kynferðislegri áreitni í starfi. Fyrir nokkrum árum auglýsti sÓðal hjúkkukvöld hjá sér og birti myndir með af konum í búningi sem svipar til þess sem Poulsen notaði (þó Poulsen auglýsingin sé penni). Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að bæði sÓðal og Fréttablaðið, sem birti auglýsinguna, hefðu brotið gegn jafnréttislögum. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér það mál betur geta lesið niðurstöðuna hér.
Hjúkrunarfræðingar eiga umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum við að berjast fyrir endurheimt stéttar sinnar úr höndum bæði klámsins og klámvæðingarinnar. Þær eiga skilið að fá stuðning í þeirri baráttu.
Sem betur fer hafa þær kjarkinn til að berjast.
Ósátt við auglýsingabækling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg