Af hverju ekki að loka Shell?

Ok - er þetta bara eins og hver önnur frétt? Það eru reyndar ekki nýjar fréttir að stórfyrirtæki hagi sér eins og siðblindir einstaklingar víða um heim - vaðandi um rænandi og ruplandi... og myrðandi. Og við bara ypptum öxlum og þetta rennur inn um eitt og út um hitt eins og fréttin hefði fjallað um hvort það yrði sól eða rigning í dag. Og þó, það er ekkert ólíklegt að ívíð fleiri hefðu bölvað ef spáð hefði verið rigningu...

Hversu dofin erum við orðin? Þarna er um að ræða stórfyrirtæki sem margir versla reglulega við. Dettur einhverjum í hug að gera eitthvað í málinu hér? Af hverju eru svona fyrirtæki ekki svipt starfsleyfi og hreinlega lögð niður? Nú erum við Íslendingar að bölsótast yfir því að verða þrælaþjóð. Já, rétt eins og margar aðrir þjóðir í heiminum sem okkur finnst hreinlega ekki koma okkur við eða fólk hreinlega upplifir sig of valdlaust til að hafa áhrif. 

Hér er hægt að grennslast aðeins meira fyrir um aðstæður í olíuþjóðinni Nígeríu. Ef heimurinn væri í lagi væri Nígería bara í mjög góðum málum með sínar náttúruauðlindir en því er nú öðru nær. Þjóðin er arðrænd af stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Og við horfum á og látum það gerast. Höldum svo áfram að kaupa bensín af Shell... eins og hverjir aðrir maurar... eða forréttindahópur sem er sama um kúgun svo framarlega sem hún gerist ekki hér.


mbl.is Shell borgar sig frá málaferlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband