Kjaftæði

Ég sé að fjölmiðlar hafa ákveðið að vitkast ekki þrátt fyrir hrun og halda áfram að flytja „fréttir“ sem eru í raun ekki fréttir heldur áróður. Mjög margar konur sem komnar eru yfir þrítugt vita sem er að niðurstöður þessarar rannsóknar eru helbert kjaftæði. Ég er a.m.k. ein af þeim. Þar fyrir utan er nokkuð augljóst öllu hugsandi fólki að þarna er hagsmunaaðili að framleiða rannsókn sem hentar hans eigin hagsmunum. Það er t.d. haft eftir talsmanni Clairo í fréttinni á Daily Telegraph (þessari sem mbl.is vitnar í) að:

And a little time put aside in hectic schedules for self-pampering and the odd beauty product can help keep you feeling young and looking your best.

Sem sagt - hamingja kvenna felst í útlitinu (af því að konur eru líkami - karlar eru hugsandi verur... eins og karlrembur hafa alltaf sagt í gegnum söguna) og þetta eru greinilega skilaboð sem Mogginn vill undirstrika og ýta undir, t.a.m. með myndavali með fréttinni, þrátt fyrir augljósa galla á rannsókninni - þetta er nánast eins og að birta niðurstöður rannsókna frá tóbaksfyrirtækjum sem segja að fólk sé vinsælla ef það reykir. Spurning er hins vegar af hverju Mogginn velur að taka þátt í þessu? Mér þætti vænt um ef Mogginn myndi svara þeirri spurningu því það er allt í fréttinni sem bendir til þess að ekki á að flytja fréttir á hlutlausan, upplýstan og sanngjarnan máta. Annaðhvort er Mogginn að taka þátt í ruslblaðamennsku  eða þá að Mogginn er vísvitandi með áróður til að „láta konur vita“ í hverju hamingja þeirra felist og hvert hlutverk þeirra í samfélaginu á að vera - hvort heldur sem er þá dregur það úr trúverðugleika Morgunblaðsins sem fjölmiðils - vegna þess að hlutverk alvöru fréttafjölmiðils er að fletta ofan af/afhjúpa svona áróður en ekki vera þátttakandi í honum. 


mbl.is Konur hamingjusamastar 28 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

heheh

allaf finnuru eitthvað og ef ekki þá er um að gera að draga hluti úr samhengi eða búa til tilætlun hjá öðrum, eða að hunsa raunveruleikann til að geta einblínt á eitthvað sem skiptir engu máli.

en gott hjá þér og öllum þeim sem halda umræðunni gangandi til að við gleymum ekki einu mikilvægustu ástæðu fyrir því að hinn vestræni heimur hefur staðið sig betur hvað varðar lífsgæði, og það verandi frelsun kvenna úr böndum ójafnræði kynjanna.

þetta eina atriði myndi gera meira fyrir frið, hamingju, farsæld og efnahag í heiminum en nokkur annar punktur.

Egill, 30.6.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband