Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
29.4.2009 | 11:30
Óvönduð vinnubrögð
Alveg finnst mér ótrúleg þessi viðbrögð frá framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Auglýsingin þeirra sem birtist í Fréttablaðinu í dag er með því grófasta sem ég hef séð. Mér finnst með öllu óskiljanlegt fyrir það fyrsta að þessi auglýsing hafi verið búin til, fyrir það næsta að hún skuli hafa verið samþykkt og síðast en ekki síst að hún skuli hafa verið birt. Hlutaðeigandi aðilum væri nær að senda frá sér afsökunarbeiðni og skammast sín niður í tær. Í staðinn kemur eitthvað sem blablabla bull frá þeim. Vona að stjórn SI taki þetta fastari tökum, sem og auglýsingastofan og Fréttablaðið sem birti auglýsinguna.
Út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni myndi ég segja að auglýsingin væri fínt case study um lélega markaðssetningu. Væri gaman að sjá úttekt hjá fagfólkinu sem að henni kom um hvernig þessi auglýsing eigi að virka til að skila tilætluðum árangri. Eina fagmennskan sem ég sé í auglýsingunni snýr að tæknilegum atriðum. Þegar kemur að markaðsfræðinni sjálfri er vandasamt að sjá að þetta þjóni þeim tilgangi sem það á að gera - nema síður sé.
**
Viðbót: SI hafa ákveðið að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar og draga auglýsinguna til baka, reyndar með þeim orðum að það sé ekki í þeirra verkahring að stuða fólk.
**
Og viðbrögðin batna greinilega með tímanum. Hér er afsökunarbeiðni frá SI:
Samtök iðnaðarins hafa ákveðið að hætta birtingu blaðaauglýsingar með fyrirsögninni: Velur þú fagmann eða fúskara? Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Tilgangur auglýsingarinnar var að vekja fólk til umhugsunar um að fagmennska á við í öllum greinum. Myndmál auglýsingarinnar er mjög sterkt og hefur vakið hörð viðbrögð. Samtök iðnaðarins viðurkenna að þeim hafi orðið á mistök. Samtökin biðja alla þá sem telja sér misboðið afsökunar, sérstaklega heilbrigðisstéttir og konur.
Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2009 | 22:15
Skömmin sett þar sem hún á heima
Þetta er stór dagur í Íslandssögunni. Sænska leiðin orðin að veruleika eftir 9 ára baráttu! Loksins. Til hamingju Ísland. :) Þá taka lögin loksins mið af því að vændi er ein tegund kynferðisofbeldis. Nú þarf samt massívt átak til að kaupendur vændis átti sig á því líka að þegar þeir kaupa vændi þá eru þeir að nauðga manneskju - bara gegn greiðslu. Svo er víst ekki nóg að þeir átti sig á því - þeir verða líka að hætta að beita ofbeldinu, þ.e. hætta að kaupa vændi.
Viðbrögð samfélagsins við ofbeldi eru margvísleg. Í dag sendi Femínistafélag Íslands frá sér eftirfarandi ályktun út af öðru máli:
Í tilefni af fræðsluefni Lýðheilsustöðvar fyrir ungt fólk um áfengi og skaðsemi þess sér Femínistafélag Íslands ástæðu til að senda þau skilaboð til fórnarlamba ofbeldis að þau bera ALDREI ábyrgð á ofbeldi sem þau verða fyrir. Skömmin, sektin og ábyrgðin hvílir á ofbeldismanninum, ekki fórnarlömbum hans, sama undir hvaða kringumstæðum ofbeldinu er beitt.
Femínistafélag Íslands sendir stuðningskveðjur til þeirra sem beitt hafa verið ofbeldi og vonar að þeim gangi vel að setja skömmina þangað sem hún á heima, á ofbeldismanninn, þrátt fyrir skaðleg samfélagsleg skilaboð um að það sé á einhvern hátt hlutverk þeirra að passa sig. Ofbeldi er misnotkun á valdi og hvetur Femínistafélagið samfélagið allt til að beina athyglinni að ofbeldismönnum og krefjast þess að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum.
Virðingarfyllst,
Femínistafélag Íslands
Það er því nóg eftir þrátt fyrir að sænska leiðin sé orðin að veruleika. Viðhorfin í samfélaginu eru ennþá langt í frá að vera í ætt við jafnrétti, virðingu og réttlæti. Enn í dag er fórnarlömbum ofbeldis kennt um ofbeldið sem þau verða fyrir og samfélagið lokar augunum fyrir þeirri staðreynd að þegar um ofbeldi er að ræða þá er ofbeldismaður til staðar - sá sem á að bera ábyrgð á ofbeldinu.
Kaup á vændi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.4.2009 | 11:49
Meiri ástæða til að hafa áhyggjur hér
Óttast áhrif sparnaðar í heilsugæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 11:43
Læknar en ekki sölumenn
Verð að segja eins og er að ég er hissa á þessum viðbrögðum frá formanni læknafélagsins. Reyndar var alveg viðbúið að læknar myndu taka þessu persónulega en almenn skynsemi ætti að segja okkur að það er ekki ráðlegt að láta peningalega hagsmuni og veikindi fara saman. Það á við um fleira. Í viðskiptafræðinni er það t.d. kennt að ekki sé ráðlegt að hafa sama manninn í starfi bókara og gjaldkera. Það býður einfaldlega hættunni heim og þýðir ekkert að bókarar og gjaldkerar séu almennt óheiðarlegt fólk. En það getur t.d. þýtt að þegar harðnar í dalnum og fólk er í klemmu þá gæti það freistast til að fiffa aðeins bókhaldið - tímabundið og ætli að laga það seinna, borga tilbaka. Því miður leysist klemman ekki og fyrir rest er fólk komið í aðstæður sem það ætlaði sér aldrei í til að byrja með - en endaði þar samt.
Læknar eru ekkert frábrugðnir öðru fólki og það er ekki gott að láta peningalega hagsmuni og veikindi haldast hönd í hönd. Ef læknar stjórnast ekki af peningalegum hagsmuni ættu þeir að vera sáttir við að þiggja laun fyrir sitt starf mánaðarlega, óháð því hversu marga þeir lækna - eða skera upp. Er það ekki? Sjúklingar geta oft verið á gráu svæði - aðgerð gæti verið góð en hún gæti líka verið óþörf. Í hvora áttina á læknirinn að ráðleggja? Ef læknirinn fær pening fyrir aðra ráðgjöfina en hina ekki - þá... já þá hvað? Ætlar formaður læknafélagsins virkilega að halda því fram að læknar séu svo ómannlegir að peningarnir hafi aldrei áhrif? Margur verður af aurum api... segir gamalt og gott íslenskt máltæki og þá á við um lækna sem aðra. Það er alveg nóg vitað um mannlegt eðli til að vitað sé að það sé óráðlegt að blanda svona hlutum saman. Ef sjúklingur á að geta stólað á óháða og óvilhalla ráðgjöf þá mega peningar og ráðgjöf ekki fara saman.
Önnur dæmi þar sem þetta á við og er kannski nærtækt að nefna eru bankarnir. Bankar sem buðu fólki fjármálaráðgjöf en voru í raun bara að selja. Ráðgjöfin miðaðist ekki einvörðungu út frá hagsmunum viðskiptavinarins heldur að bankinn gæti haft tekjur. Það eru búið að segja margar slíkar sögur frá tímanum fyrir bankahrun
Bottom line er að læknar eru ekki og eiga ekki að vera sölumenn. Þetta er ekki flóknara en það.
Hörð gagnrýni á heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg