5.1.2009 | 15:41
Ekkert er ókeypis
Money makes the world go around segir máltækið og víst er eitthvað til í því, allavega miðað við hvernig samfélög hafa þróast. Flest er háð peningaöflum á einn eða annan máta og eru fjölmiðlar eitt dæmi - hvort sem það er í gegnum áskriftar- eða auglýsingasölu. Nú er nokkuð algengt að hafa aðgang að ókeypis fjölmiðlum sem reknir eru að mestu í gegnum auglýsingatekjur eða einhvers konar kostun. Eins og flest annað hefur þetta fyrirkomulag bæði kosti og galla. Það er ekki hægt að segja að neytendur hafi aðgang að ókeypis fjölmiðlum á meðan t.d. auglýsingar fylgja með í pakkanum. Neytandinn borgar fjölmiðlinum þá einfaldlega eitthvað annað en peninga, þ.e. tíma og athygli í auglýsingar - sem auglýsendur vonast til að þýði að neytandinn setji sína peninga til þeirra í staðinn, þ.e. peningurinn fer þá frá neytendum til auglýsenda. Við borgum sem sagt þegar upp er staðið í beinhörðum peningum. En við borgum líka í fleiru og akkúrat í augnablikinu er mér efst í huga sá fórnarkostnaður sem af hlýst þegar auglýsingar ganga gegn t.d. jafnrétti eða öðrum mannréttindum. Einnig getur falist í auglýsingum áreiti sem fólk nennir ekki endilega að standa í eða hefur ekki áhuga á. Þannig er ég t.d. ekki stemmd til að lesa fréttir um fjöldamorð Ísraela á Gazasvæðinu með beran bossa blikkandi við hliðina á fréttinni - eins og hefur verið í boði á visir.is undanfarnar vikur. Ég skil ekki af hverju auglýsendur geta ekki sleppt þátttöku í klámvæðingu og öðru þvílíku. Þar að auki þarf varla að geta þess að það er að sjálfsögðu kvenmannsbossi sem flashar framan í fréttalesendur en ekki karlmannsbossi. Það er engin tilviljun heldur og er partur af kúgun kvenna í okkar samfélagi - smætta konur niður í líkamsparta til að ekki þurfi að koma fram við konur eins og hugsandi verur (svona í anda Aristótelesar og fleiri).
Góðu fréttirnar eru að fréttalesendur þurfa ekki að búa við þetta ef þeir ekki vilja. Til eru add-ons fyrir flesta vafra sem gera okkur kleift að slökkva á þessu. Ég fann t.d. eitt fyrir Firefox sem mér líkar ágætlega. Það stoppar sjálfskrafa spilun á öllum flash skrám. Í staðinn birtist play takki og ef mig langar til að skoða hvað býr í skránni get ég einfaldlega smellt á play.
Þeir auglýsendur sem ekki velja þessa leið í auglýsingamennsku líta ekki endilega svo á að þeirra hagsmunir séu í húfi þegar um er að ræða auglýsingar sem þessar. Það er hins vegar oft svo að gjörðir fárra bitna á fjöldanum. Add-onið hér að ofan stoppar allar flash auglýsingar - líka frá þeim sem auglýsa á hátt sem er fullkomlega laus við kynjamisrétti eða klámvæðingu. Ég sem neytandi get hins vegar ekki gengið inn á óorðaðan samning um að ég þurfi að samþykkja hvað sem er gegn því að fá náðarsamlegast að fylgjast með því sem er í fréttum.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.