Góð byrjun

Óhætt að segja að vikan hafi byrjað vel. Á mánudaginn fór ég á fyrsta atburð vetrarins hjá FKA. Það var heimsókn í Alþingishúsið, síðan var móttaka í Iðnó og endað á kvöldverði á Fiskmarkaðnum. Mjög vel lukkað í alla staði. Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín fóru á kostum í ræðustól Alþingis og sérstaklega gaman að sjá hvað valdið fer þeim vel! Margrét Kristmannsdóttir formaður FKA flutti síðan jómfrúarræðu sína á þingi - fyrir fullum þingsal af konum. Ekki amalegt það og spurning hvort slíkt eigi nokkurn tímann eftir að gerast þegar þing er að störfum - þó oft hafi það gerst á hinn veginn. En ég efast um að margir hafi flutt jómfrúarræðu sína eins skörunglega og Margrét gerði enda er hún eindæma góð ræðukona. 

Í gærkvöldi var fyrsta Hitt Femínistafélagsins - og jafnframt fyrsta Hittið sem ég fer á án þess að vera talskona. Játa að það var afskaplega notalegt að bara mæta og hlusta Joyful Þær Jóhanna Sigurðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir gáfu okkur fullt tilefni til bjartsýni - nú fer vonandi eitthvað að gerast í jafnréttismálunum. Krossa bara fingur um að þær eigi ekki við ofurefli að etja þegar kemur að því að fá fé í verkefni. Launamálin voru efst á baugi en einnig var mikið rætt um fræðslu, bæði í kynjafræði og almenna mannréttindafræðslu. Síðan var auðvitað komið inn á fjölmörg önnur mál en tveggja tíma fundur dugar auðvitað ekki til að kryfja þetta til mergjar - en var svo sannarlega gott start.  Við sátum síðan við allt of lengi frameftir en það var vel þess virði. Fátt kemur heilanum á flug eins og skoðanaskipti við femínista. Veit ekki hvernig ég fór að áður en Femínistafélagið var stofnað...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Ég renndi yfir fréttatilkynninguna um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í gær og sá mér til ánægju að það var bætt í fjármagni til atvinnumála kvenna, ekki veitir af!

Guðrún Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332499

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband