12.9.2007 | 12:43
Góð byrjun
Óhætt að segja að vikan hafi byrjað vel. Á mánudaginn fór ég á fyrsta atburð vetrarins hjá FKA. Það var heimsókn í Alþingishúsið, síðan var móttaka í Iðnó og endað á kvöldverði á Fiskmarkaðnum. Mjög vel lukkað í alla staði. Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín fóru á kostum í ræðustól Alþingis og sérstaklega gaman að sjá hvað valdið fer þeim vel! Margrét Kristmannsdóttir formaður FKA flutti síðan jómfrúarræðu sína á þingi - fyrir fullum þingsal af konum. Ekki amalegt það og spurning hvort slíkt eigi nokkurn tímann eftir að gerast þegar þing er að störfum - þó oft hafi það gerst á hinn veginn. En ég efast um að margir hafi flutt jómfrúarræðu sína eins skörunglega og Margrét gerði enda er hún eindæma góð ræðukona.
Í gærkvöldi var fyrsta Hitt Femínistafélagsins - og jafnframt fyrsta Hittið sem ég fer á án þess að vera talskona. Játa að það var afskaplega notalegt að bara mæta og hlusta Þær Jóhanna Sigurðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir gáfu okkur fullt tilefni til bjartsýni - nú fer vonandi eitthvað að gerast í jafnréttismálunum. Krossa bara fingur um að þær eigi ekki við ofurefli að etja þegar kemur að því að fá fé í verkefni. Launamálin voru efst á baugi en einnig var mikið rætt um fræðslu, bæði í kynjafræði og almenna mannréttindafræðslu. Síðan var auðvitað komið inn á fjölmörg önnur mál en tveggja tíma fundur dugar auðvitað ekki til að kryfja þetta til mergjar - en var svo sannarlega gott start. Við sátum síðan við allt of lengi frameftir en það var vel þess virði. Fátt kemur heilanum á flug eins og skoðanaskipti við femínista. Veit ekki hvernig ég fór að áður en Femínistafélagið var stofnað...!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég renndi yfir fréttatilkynninguna um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í gær og sá mér til ánægju að það var bætt í fjármagni til atvinnumála kvenna, ekki veitir af!
Guðrún Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.