Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð er nú að auglýsa eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar 2007. Linda Blöndal hjá Síðdegisútvarpi Rásar 2 bjallaði í mig áðan til að tékka á hverja ég myndi tilnefna. Ég var nú reyndar aðeins búin að spá í að senda inn tilnefningar en þetta var kærkomið tækifæri til að tékka á fyrri handhöfum og rifja upp það sem vel hefur verið gert. Mér brá smá þegar ég sá að það hefur ekki enn verið veitt viðurkenning fyrir baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Þar eru Stígamót fremst í flokki og þau eru númer 1 á listanum mínum. Nú er bara að krossa fingur...

En þó Stígamót séu efst á blaði þá eru fleiri sem eiga viðurkenninguna skilið að mínu mati. Rúna á Stígamótum væri t.d. vel að viðurkenningunni komin sem einstaklingur. Sömuleiðis Dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði hjá HÍ. RIKK mætti líka alveg fá viðurkenningu - þó það sé kannski ólíklegt akkúrat í augnablikinu í ljósi þess að HÍ fékk viðurkenninguna fyrir 2 árum.

Fleiri samtök sem vinna að jafnrétti eru líka ofarlega í huga. Femínistafélagið, að sjálfsögðu! Smile, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfingin eins og hún leggur sig fyrir magnaða samstöðu... og margir fleiri. Hins vegar duttu mér engin fyrirtæki í hug!

En... það er Jafnréttisstofa sem tekur á móti formlegum tilnefningum - netfang jafnretti@jafnretti.is. Sjá nánar á heimasíðu Jafnréttisstofu.

ps. og fyrst talið berst að Jafnréttisstofu - aldeilis frábært viðtal við Kristínu Ástgeirsdóttur í Fréttablaðinu á sunnudaginn.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru engir karlmenn sem hafa skarað framúr undanfarið í þessari baráttu? Stakk mig dálítið að þetta eru allt konur sem þú nefnir og þetta er þó Jafnréttisráð sem gefur þessa viðurkenningu.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

sammála.....dettur í hug félag einstæðra feðra. 

 Hvaða hemja er það að ef móðir með fullt forræði felur frá þá sjálkrafa fær sambýlismaður hennar forræðið ekki faðirinn?  Þ.e.a.s. ef móðirinn hefur búið með manninum í ár eða meira.  En þetta er ekki kannski retti vettvangurinn til að tuða yfir því :)

Hafrún Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:19

3 identicon

Rólegar vinkonur Katrín Anna nefnir tvær konur. Það er án efa ekki tæmandi listi hennar yfir fólk sem hefur skarað fram úr í jafnréttisbaráttunni.

Annars dettur mér strax einn karlmaður í hug auk nokkurra kvenna. 

Bergþóra (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:49

4 identicon

Er það tilgangur svona verðlauna að verðlauna innávið, þ.e. að jafnréttisiðnaðurinn fái þau? Til hvers? Hvað ef þekkt fyrirtæki fær þetta, auglýsir það þá almennilega og stærir sig af? Munu þá ekki önnur fyrirtæki, t.d. samkeppnisaðilar, hugsa sinn gang, hvað þeir geti gert betur? Er þá ekki tilgangur með öllu saman, hvatningaráhrif? Eða snýst þetta bara um að hægt sé að klappa fyrir vinkonum sínum á einhverjum fámennum (eða "fákvennum") baráttufundum á háaloftum úti í bæ?

Fossvoxari (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:52

5 identicon

Ég er sko alveg pollróleg , bara ekki til rólegri manneskja en ég , en hún nefndi sko líka Kvennahreyfinguna, Stígamót, Kvennaathvarfið og þar er að mestu kvenmenn. Góð tillaga Hafrún með félag einstæðra feðra. Bergþóra það væri nú gott að heyra nafn þess karlmanns sem þú hafðir í huga, deildir honum með okkur ha?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:55

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég er með langan lista yfir fólk og félagasamtök sem mér finnst koma til greina. Langflestir á þeim lista eru konur, enda eru það konur sem bera hitan og þungan af jafnréttisbaráttunni hér heima. Þó eru einhverjir karlmenn á listanum... Þau nöfn sem ég birti eru þau sem lentu efst á listanum þegar ég forgangsraðaði. Þær 2 stöllur sem ég nefni, Rúna og Þorgerður hafa verið í baráttunni mjög lengi. Þær eru búnar að sýna og sanna að þær hafa úthaldið í þetta og eiga mjög langa afrekaskrá að baki. Mér finnst að það megi ekki líta fram hjá því þegar verið er að tilnefna eða viðurkenna. Væri leitt (og ósanngjarnt) að taka þeim sem sjálfsögðum hlut. 

Habba - hef aldrei heyrt um þessa reglu - en finnst hún fáránleg eins og hún hljómar þarna.

Annað - mér detta engin fyrirtæki í hug sem hafa skarað fram úr í jafnréttinu. En ykkur? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 10:00

7 identicon

Þetta fellur undir barnalög og er til þess að börn séu ekki tekin af heimilum sínum, þegar foreldri þess fellur frá. Það eru nógu miklar breytingar og erfiðleikar að missa foreldri hvað þá að flytja af heimili sínu og þurfa að læra aðrar reglur og búa við annað heimilishald en barnið er vant.

Ég er sammála því að þetta megi endurskoða, þetta var meira í takt við hvernig þjóðfélagið var áður fyrr. Í dag umgangast flest skilnaðarbörn báða foreldra sína. Það er ekki lengra en þrjátíu ár síðan að pabbahelgar tíðkuðust alls ekki. Yfirleitt hittu feðurnir börn sín einu sinni til tvisvar á ári ef svo mikið.

Mér datt í hug Gísli Hrafn Atlason hjá karlahópi feministafélagsins.

Bergþóra (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:30

8 identicon

Ég veit líka um eina sem kæmi vel til greina. Sú heitir Katrín Anna Guðmundsdóttir og hefur aldeilis lyft grettistaki í málaflokknum á undanförnum árum. Móðir mín og Þorgerður - ástkærar báðar tvær, ættu þau líka skilið. -Og margar fleiri.

Mér þætti fáránlegt að einstæðir feður fengju viðurkenningu, enda hafa þeir hvorki verið áberandi, né náð nokkrum árangri svo heitið getur. Það eru fyrst og fremst konur sem hafa sinnt málaflokknum og skárra væri það nú þó þær fengju það viðurkennt...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:27

9 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Það er kannski rétt að taka það fram að þessi regla gildir að sjálfsögðu líka ef barnið býr hjá pabba sínum og stjúpu og pabbinn fellur frá þá fær stjúpan forræðið ekki móðrinn.

Ég veit svo sem ekki hvenær þessi lög voru sett en það er klárlega kominn tími á að endurskoða þau.  Ég held að það séu fáir sem gera sér grein fyrir þessu þegar þeir "gefa frá sér" forræðið yfir börnunum sínum.

En allavegna ég er komin langt út fyrir efni pistilsins. 

Hafrún Kristjánsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:55

10 Smámynd: Gísli Gíslason

Sóley segir:

"Mér þætti fáránlegt að einstæðir feður fengju viðurkenningu, enda hafa þeir hvorki verið áberandi, né náð nokkrum árangri svo heitið getur. Það eru fyrst og fremst konur sem hafa sinnt málaflokknum og skárra væri það nú þó þær fengju það viðurkennt..."

Félag ábyrgra feðra hefur verið eini félagsskapur hér á landi sem hefur haldið uppi umræðu um rétt barna til beggja foreldra eftir skilnað.  FÁF er eini jafnréttisfélagsskapur sem karlar eru að uppistöðu til. Félagið hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að halda uppi umræðu um hvar hallar á rétt  barna og feðra, sérstaklega eftir skilnað foreldra.  Það er staðreynd að vegna þrýstings frá félaginu var sameiginleg forsjá var gerð að meginreglu við skilnað foreldra. Þetta var gert á síðasta þingi og eru íslendingar um 10 árum á eftir nágrannaþjóðunum að þessu leyti.  

Hitt er annað að félagið hefur orðið fyrir miklum fordómum og  er líkt á komið fyrir  því eins  og brautryðjendum í kvennabaráttunni á síðustu öld.

Það var m.a. mjög fróðlegt á þinginu Karlar til ábyrgðar þegar fjallað var um að karlanefndin lagði á sínum tíma til að jafna þyrfti rétt kynjanna til fæðingarorlofs, þá upplýstu þeir  að tillaga þeirra á sínum tíma hefðu mætt  miklu mótlæti ýmissa kvennréttindakvenna, svo ekki sé meira sagt. 

Skrif Sóleyjar lýsa miklum hroka og þekkingarleysi.

Gísli Gíslason, 8.9.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband