Útungarvélar?

Þessi frétt hljómar eins og litið sé á konur sem útungunarvélar. Talandi um forræðishyggju og allt það... Af hverju þykir sjálfsagt mál að ríkisstjórnir reyni að stýra fjölda barna hjá fólki með verðlaunum eða refsingum? Eru barneignir hluti af þegnskylduvinnu? Bara spyr... Er sjálf hlynntust því að skapað sé fjölskylduvænt umhverfi þar sem kynjaskiptingin er jöfn og fólki sé ekki refsað fyrir barneignir. Verðlaunafé verður kannski óþarfi ef refsingar eru afnumdar? Eins og stendur eru barneignir notaður sem refsivöndur á konur og taldar útskýra slatta af því misrétti sem konur eru beittar - s.s. lægri launum fyrir sömu störf og takmarkað aðgengi kvenna að völdum og áhrifum. Fjölskylduvænt þjóðfélag refsar að sjálfsögðu ekki konum fyrir barneignir með því að borga þeim lægri laun, halda þeim frá völdum og dæma þær til ólaunaðra og vanþakklátra heimilisstarfa fyrir vikið... Verðlaunafé ofan á þann pakka undirstrikar enn frekar hversu litlu máli langanir, hæfni og réttindi kvenna skipta suma í raun og veru litlu máli. 
mbl.is Ungar konur í Noregi verði verðlaunaðar fyrir að eignast barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konum er ekkert refsað fyrir að eiga börn. Þetta er meira svona eins og fötlun, þær fæðast nefninlega með eggjastokk og leg. 

En á þá ekki bara að fara að refsa körlum líka fyrir að eiga börn. Skikka þá í fæðingarorlof og svona. 

Annars líst mér vel á að verðlauna konur fyrir að eiga börn, hvernig sem það er. Það hljóta allir að njóta góðs af því, báðir foreldrar(ef þau eru saman) og banið hlýtur að græða einhvað á þessu..... 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:12

2 identicon

Það er ekki verið að verðlauna þær, heldur er verið að breyta því að aðeins konur í fastri vinnu fái ofsa summu á meðan þær sem eru atvinnulausar fá bara einhvern smá hluta af því. Þetta er bara þessi venjulegi fæðingarstyrkur/orlof sem við þekkjum hér, nema ég held að hann sé borgaður út allur í einu í Noregi.
Þarna er líka verið að forða því að svona margar ungar konur fari í fóstureyðingu, því það hefur tíðkast mjög mikið út af þessari stéttaskiptingu hjá barneignarfólki.
Svona skildi ég allavega greinina.

Maja Solla (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 20:26

3 identicon

neibb, sammála þér Katrín Anna mín. Burtséð frá jöfnum launum eða ekki, þá tel ég það alls ekki vera hlutverk ríkisvaldsins að hvetja eða letja fólk til barneigna eða stofnun fjölskyldu yfir höfuð. Barnamergð er ekki svarið heldur frekar það að það fólk sem fæðist hafi frelsi  og tækifæri til þess að þroskast og menntast og leggja fram til samfélagsins

Svandís Nína Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Konunum er fullkomlega frjálst að eiga börn eða eiga ekki börn.  Það er betra fyrir þjóðfélagið að viss mörg börn fæðist.  Hvað er þá að því að ríksstjórn bjóði einhv fríðindi til þess að reyna að auka mannfjölda.   Það er nefnilega í boði að segja nei takk!  Er það ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að vinna fyrir þjóðfélagið? 

Gleymdu því ekki að til eru konur sem hafa ekki efni á því að eiga börn.  E.t.v. eykur þetta frelsi þeirra til þess að gera það.

Svo er önnnur umræða hvort að það sé forræðishyggja í því að þeir barnlausu "niðurgreiði" börn annara með skattfé sínu.

Hafrún Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 22:26

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég tel það nú til forræðishyggju að borga konum fyrir að eignast börn - tala nú ekki um þegar verið er að hvetja ungar konur sérstaklega til að eignast börn. Þó fólk geti valið þá er verið að hafa áhrif á það val - og ekki eru mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir refsingar á vinnumarkaði á móti. Með öðrum orðum má líta á þetta sem handaflsaðgerð til að fá konur til að eignast börn á unga aldri - og það kostar mun meira að sjá fyrir barninu heldur en "verðlaunin" eru, auk þess sem það að velja "verðlaunaféð" getur haft umtalsverð efnahagsleg áhrif á líf þessara kvenna í framhaldinu. 

Á eftirstríðsárunum í Bandaríkjunum fóru stjórnvöld í herferð til að koma konum aftur inn á heimilið. Sé ekki betur en það sé ýmislegt þess háttar í gangi í aðgerðum sem þessum. Með öðrum orðum þá má líta á svona aðgerðir sem hluta af því bakslagi sem er í gangi. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.7.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Halla Rut

Þetta virkar einmitt þannig að ungar konur fara aftur inná heimilið. Það er það sem er verið að gera.  Þar að auki má athuga og hugsa um hvaða konur það yrðu sem mundu mest nýta sér þetta . Auðvitað konur í mikilli peninga þörf sem telur konur í neyslu og óreglu. Þetta er mjög varhugarvert að öllu leiti.

Halla Rut , 11.7.2007 kl. 23:02

7 identicon

Í einni færslunni er það vandamál að í Kína er fólk hvatt til að eiga ekki börn en svo er það núna vandamál að fólk sé hvatt til að eignast börn. Er allt vandamál eða???

Nei, nei bara fíflast. En mig langaði hinsvegar að vita hvort þú hafir séð fréttir undanfarna daga á stöð 2? Algjörlega viðbjóðsleg framganga fréttamanna í máli er varða rússneska vændiskonu á Íslandi (þá á ég ekki við dansarann heldur vændiskonuna). 

manuel (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:22

8 Smámynd: Halla Rut

Já Manuel ---innflutningur á hórum. Er það sem við þurfum?

Halla Rut , 11.7.2007 kl. 23:28

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei ég hef ekki fylgst með þessum fréttaflutningi. Trúverðugleiki Stöðvar 2 í fréttum af svona málum beið mikla hnekki í mínum huga eftir umfjöllun þeirra um klámstefnuna og viðbrögð þegar kvartað var yfir þeim fréttaflutningi. Reyndar hefur mjög oft verið kvartað við bæði fréttastofu RUV og Stöðvar 2 um fréttaflutning af súlustöðunum - sem báðir aðilar virðast líta á sem "tækifæri" til að (mis)bjóða áhorfendum sínum upp á súludans. Kemur mér því ekki á óvart að heyra af slæmum fréttaflutningi af þessu máli.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Búin að fara að skoða fréttirnar í gær og í kvöld. Var rétt eins og við var að búast af fréttastofu Stöðvar 2 í svona málum. Kona gæti haldið að þeirra draumur væri að starfa í klámiðnaðinum - nógu andskoti hrifnir eru þeir af því að sýna klám (talandi um frelsi til að velja hvort fólk horfir á klám eða ekki...) og eins virðast þeir enga samúð eða samkennd hafa fyrir konum í þessum aðstæðum. Stígamótakonur hafa t.d. sagt frá því að þær konur sem eiga hvað erfiðast af þeim sem leita til þeirra eru þær sem hafa verið í vændi. Þær tala t.d. um klám sem myndað vændi - og að klámið sé óbærilegra vegna þess að það er þá komið í dreifingu fyrir framan alla að sjá. Stöð 2 velur oft á tíðum að hundsa upplýsingar sem þessar og gerir í því að birta myndir af konunum - og í þessu tilfelli greinilega gegn vilja konunnar. Þeir sýna hins vegar aldrei myndir af kúnnunum - þeim sem eiga peningana og hafa valið - engin hætta á að kúnnarnir séu fórnarlömb mansals en samt njóta þeir friðhelgi. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:59

11 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Í dag er fólki refsað fyrir að eiga börn og þá meina ég fjárhagslega. Eg er algjörlega ósammála, þegar verið er að tala um að barnlausir niðurgreiði barneignir. Eg held við ættum frekar að líta á hvað kostar að "framleiða" skattborgara og hver á að borga kostnaðinn þegar ríkið fær hagnaðinn. Það sem ég meina að ef ég á 3 börn og borga fæði og uppihald, lækniskostnað, lyfjakostnað, tannlæknakostnað, leikskóla, menntun og fleira. Hvers vegna á þá samfélagið, þá meina ég líka þeir sem ákveða að það sé fjárhagslega óhagkvæmt að eignast börn og velja frekar utanlandsferðir 3 á ári, að hirða ágóðann.

Þetta er orðið stórt vandamál hve mikið barneignir hafa dregist saman. Það er oft vegna þess að það er fjárhagslega óhagkvæmt, hægt að velja skemmtilegri hluti að gera fyrir peningana og losna undan ábyrgðinni. Mikið þægilegra að fá sér hund. Eg er ekki sammála aðferð norðmanna, held það væri betra að ríkið tæki að sér þann kostnað sem ég nefndi áðan, svo fólk þurfi ekki að velja utanlandsferðir eða barneignir. Því eins og ég sagði við parið sem ákvað að eignast ekki barn og var að amast útí þann skatt sem þau þurftu að borga vegna skólagöngu minni barna, "af hverju ættu mín börn að sjá fyrir ykkur þegar þið verðið gömul"? Þó svo að við spörum í lífeyrissjóði og það dugar fyrir framfærslu okkar, þá dugar það ekki til að halda þjóðfélaginu gangandi þegar við hættum að vinna. Það dugar ekki fyrir hjartaþræðingunni eða öllum hinum sjúkrahúsvistununum þegar við erum gömul. Eins og gefur að skilja eru flestir sjúklingar á sjúkrahúsum eldriborgarar.

Ásta Kristín Norrman, 12.7.2007 kl. 06:16

12 identicon

Halla Rut. Veit ekki hvort þú sést að misskilja eitthvað eða ég að misskilja spurninguna. En ég er á móti vændi og því að sjálfsögðu tel ég ekki rétt að flytja inn vændiskonur.

Katrín.

Eins og þú kannski manst réttlætti ég alltaf stöðu kúnnans áður fyrr. En vá hvað mér fannst þetta ömurlegt að sjá. Fréttamenn að ráðast inn á konu sem reyndi að flýja myndavélarnar. Þetta er bara nýðingsverk. Hvernig getur fréttamanni dottið það í hug að taka fyrir konu sem lifir í skömm og taka af henni myndir gegn vilja hennar og setja það í sjónvarpið. Þetta er bara of ljótt til að ég geti tekið þessu.

Magnað hvað fræðsla hefur mikið að segja. Ég er löngu búinn að missa tölu á þeim skoðunum og afstöðum mínum sem hafa snúist 180° eftir að hafa hlustað á málstað feminista.  

manuel (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:36

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

já manuel - mig rámar svona eitthvað í það hvernig þú varst fyrst þegar við kynntumst! verð að segja að þú ert miklu skemmtilegri í dag... og í miklu uppáhaldi, auðvitað. 

En ég held alltaf í vonina um að Stöð 2 nái áttum og fari að sýna fagmennsku í umfjöllun um klám, vændi og mansal. Það eru nokkrir mjög færir fréttamenn á stöðinni og það eru oft fínar fréttir af öðrum málum... en einhvern veginn virðist fréttaflutningur af tilteknum málum enda eins og þeir trúi því stöðugt að "klámið selji" í staðinn fyrir að fagmennskan ráði för. Svo er auðvitað sjens að það sé bara pjúra karlremba og kvenfyrirlitning sem verði ofan á þegar kemur að þessum málaflokki... Annað eins hefur nú gerst... sumir vilja sýna hver hefur valdið.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.7.2007 kl. 18:20

14 identicon

  1. Ég verðlauna "vinkonur" mínar með gjöfum þegar mér er boðið í "baby shower". Gjafirnar eru þó ekki ætlaðar mömmunum, heldur einmitt blessuðum börnunum, blessuðum sakleysingjunum. Ég vona svo sannarlega að þessar norsku konur noti peningana til að fjármagna skólavist stelpna því þær hafa ekki sömu möguleika og ríku drengir pabba. Lífið er ósanngjarnt og við erum á bloggi til að breyta því! Ekki satt? Látið ekki deigan síga! Upp með hendur, niður með brækur. Börnin eiga það besta skilið. Blessaðir hryggleysingjarnir.

Putti (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 332490

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband