Ekki allt í fína í Kína

Í Kína ríkir ekki jafnrétti á milli kynja, frekar en í öðrum heimshlutum. Drengir eru í hærri metum en stúlkur og þess vegna eru þeir eftirsóttari sem einkabarnið. Sums staðar leyfist foreldrum að eignast annað barn ef þau eru svo óheppin að fyrsta barnið er stúlka - eða ef barnið er fatlað. Það er hálfgerð fötlun að eignast stelpu. Ef hjón eru svo óheppin að eignast stelpu glatast ættarnafnið. Stelpurnar giftast nefnilega og taka upp nafn eiginmannsins. Það þykir ekki gott að glata ættarnafninu - þó það þyki í lagi fyrir konur að glata sínu nafni við giftingu. 

Í sumum héruðum í Kína tíðkast að veita vel menntuðu og efnuðu fólki undanþágu frá "eitt barn á mann" reglunni. Stéttskiptingin skiptir því máli í þessu, eins og mörgu öðru. Konur eru neyddar í fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Kvenkyns fóstrum er eytt.

Vegna þess að drengir eru eftirsóknarverðari hefur skapast ójafnvægi í kynjahlutföllum þar sem mun fleiri karlmenn en kvenmenn eru í Kína. Ég hef heyrt tölur allt upp í að á næstu 15 árum verði um 30 milljón fleiri karlar en konur í Kína. Hvað gerist þá í baráttunni um kvonfang? Sumir foreldrar gefa stúlkurnar sínar til ættleiðingar svo þau geti gert aðra tilraun til að eignast strák. Ég las á netinu að stjórnvöld hygðust jafnvel banna ættleiðingar stúlkna úr landi til að tryggja fleiri karlmönnum brúðir. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, enda ekki búin að fletta því upp til að staðfesta heimildir...  

Er ekki frá því að ef í Kína væri jafnrétti milli kynja væru vandamálin ekki svona mörg...


mbl.is Barneignalögin skapa spennu á milli stétta í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Bann við ættleiðingum leiðir það væntanlega af sér að stúlkum sem alast upp á munaðarleysingjaheimilum fjölgar og uppvöxtur við slíkar aðstæður bíður sennilega ekki upp á mikil tækifæri í lífinu. Þetta er virkilega sorglegt.

Björg K. Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 01:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásgeir Sverrisson blaðamaður á Mbl. átti glæsilega og þó umfram allt hryggilega fréttagrein um þetta mál fimmtudaginn 7. júní sl.: Milljónir stúlkubarna "hverfa" í ríkjum Asíu - Fóstureyðingar eftir kyngreiningu færast í vöxt með víðtækum afleiðingum. Ég á eftir að blogga um það sérstaka mál. Hins vegar er bæði ég (HÉR) og Jenný Anna Baldursdóttir að skrifa um eins-barns-stefnuna út frá nýrri BBC+Mbl.-frétt í kvöld. - Með samstöðukveðju,

Jón Valur Jensson, 9.7.2007 kl. 01:48

3 identicon

Hvað áttu við með: "Það er hálfgerð fötlun að eignast stelpu." ?

Hörður Svavarsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já þetta er skelfilegt þegar mannfjöldavandamál verður til þess að það sé fötlun að vera kvenmaður. Mikið erum við heppnar að vera fæddar á Íslandi.

Þessi umræða setur líka enn einn vinkilinn á skimunarumræðuna.  Fussum svei

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.7.2007 kl. 18:21

5 identicon

Já það er mikið gott að vera fædd/ur á Íslandi og geta horft á heiminn í gegnum svona flott gleraugu.

Ef Kínverjar hefðu ekki sett eitt-barn regluna árið 1979 þá væru þeir u.þ.b. einum milljarði fleiri en þeir eru í dag. 

Auk þess fæðast á hverju ári 18 milljón Indverjar, u.þ.b. íbúafjöldi  Ástralíu, og árið 2050 verða þeir c.a. 1.5 Milljarður.

Það er gott að hafa fallegar hugsjónir en stundum kemur raunveruleikinn og segir manni að taka þurfi erfiðar ákvarðanir. 

Fransman (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 19:45

6 identicon

Fransman. Lastu yfirhöfuð pistilinn hennar Katrínar? Þar var í raun ekki verið að fjalla um kosti og galla þess að Kínverjar séu skyldaðir til að eiga aðeins eitt barn heldur hvenig þessi skylda beinist að stúlkum. Hvernig stúlkur eru einskis metnar í Kína og álitnar annars flokks.

Guðrún (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:10

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hörður, það sem ég á við er að viðhorfin gagnvart því að eignast stúlkubörn séu svipuð og að eignast fatlað barn og þær eru settar í sama flokk. Einu "heilbrigðu" börnin eru strákar. Viðhorfin eru sú að stúlkurnar skortir eitthvað og stundum er veitt undanþága til að eignast annað barn - ef barnið er fatlað eða ef það er stúlka. Nú gætum við líka rætt hvort að það sé einhver fötlun að vera fatlaður... og auðvitað er heilmargt sem margir fatlaðir geta og gera 100% jafnvel og ófatlaðir - en oft á tíðum þurfa fötluð börn meiri umönnun og ekki geta allir fatlaðir séð um sig sjálfir á fullorðinsaldri. Það hefur kannski minna vægi í velferðarsamfélagi heldur en í samfélagi þar sem afkoma foreldra byggir á einkabarni - og þá er slæmt til þess að hugsa að sú "fötlun" sem stúlkur búa við er kynið en ekki einhverjir líffræðilegir eða aðrir hamlandi þættir. 

Fransman - fólksfjöldinn er ekki bara það sem er til umræðu heldur fólksfjöldi með kynjavinkli þar sem mismunað er eftir kyni. Hvað er það í raunveruleikanum annað heldur en misrétti sem gerir það að verkum að stúlkubörnum er eytt, þær bornar út og gefnar? Hvaða ástæður aðrar en kynjamisrétti liggja að baki því að strákar eru eftirsóknarverðari börn en stelpur?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. best að benda líka á að kynjamisréttið er að skapa fjölmörg vandamál í Kína. Vandamálin væru færri og viðráðanlegri ef jafnrétti ríkti á milli kynja.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 20:19

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þrjátíu milljón konulausir karlar eftir 15 ár!  Hvernig ætla þeir að "viðhalda" ættarnafni sínu, blessaðir?  Er kannski ávísun á að kínverskar konur verði í framtíð að giftast a.m.k. 2- 3 karlmönnum á einu bretti, er þær giftast?   Furðuleg þróun þarna í Kína, og sorglegt kynjamisrétti, en er ekki viss að þeir hafi hugsað afleiðingar þess út og í gegn.

Sigríður Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 21:13

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það verður fróðlegt að sjá hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virka í þessu draumalandi miðstýringarinnar þegar slíkt offramboð verður á köllum?

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.7.2007 kl. 21:44

11 identicon

Katrín: drengir eru einfaldlega verðmætari í fátækum sveitum Kína, heldur en stúlkur.  Alveg eins og þeir voru það á Íslandi hinu forna.

Ég hélt satt að segja að þú værir "menntakona" og skildir svona hluti.

Fransman (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:57

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hugsandi kona, Fransman. Það er þess vegna sem ég skil að kynjamisréttið er að valda gífurlegum vandræðum í Kína sem ekki væru til staðar ef jafnrétti ríkti. Alls ekki flókið mál þegar fólk hugsar út í það.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:59

13 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Í Kína er mikið um mannréttindabrot en við fáum ekki miklar fréttir af því. Stjórnvöld um allan heim virðast ekki þora að styggja yfirvöld í Kína og er það hinu mikla viðskiptalífi og græðgi sem við búum við í dag að þakka. Það segir sig sjálft að það eiga eftir að skapast mörg vandamál vegna ójafnvægis í kynjahlutfalli.

Þóra Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:02

14 identicon

Nokkur atriði varðandi þessi skrif.

Í Kína er ekki beinlínis bannað að eignast mörg börn. Hinsvegar gera hjón samning við ríkið um að eignast ekki fleiri en eitt barn. Sá samningur felur í sér alla menntun og félags- og heilbrigðisþjónustu sem viðkomandi einstaklingur fær hjá ríkinu, án endurgjalds. Ef hjónakornin brjóta samninginn með því að eignast fleiri börn í leyfisleysi, þá er móttekin þjónusta þar með gjaldfallin.

Konan tekur ekki nafn manns síns. Það gera hinsvegar börnin og þannig "glatast" nafn konunnar.

Hægt er að sækja um undanþágu frá eins-barns samningnum á þeim grunni að ekki hafi lukkast að eignast son, en það er als ekki gefið að sú undanþága sé veitt. N.B. Sækja þarf formlega um leyfi til að gera atlögu að fyrsta barni líka, en það leyfi tekur yfirleitt ekki mörg ár að fá. Þó er ekki óalgengt að fólk sæki um leyfi fyrr að það ætlar sér raunverulega að reyna að verða foreldrar, svona upp á von og óvon, því auðveldara er að endurnýja leyfi sem ekki tókst að nýta sér en að fá nýtt leyfi.

Margt efnafólk nýtir sér réttinn til að borga út samninginn við ríkið og eignast eins mörg börn og það lystir, á eigin kostnað. Þetta er vissulega merki um mikla stéttarskiptingu og á eftir að hafa veruleg áhrif í kínversku samfélagi eftir nokkrar kynslóðir. Ættarbönd í Kína eru með því sterkasta sem þekkist, og því verða þeir sem eiga stóra fjölskyldu í framtíðinni betur í stakk búin til að sjá fyrir sér og komast til áhrifa en þeir sem einungis eiga foreldra og afa/ömmur.

Einbirnakúltúrinn sem nú ríkir í Kína hefur þegar haft veruleg áhrif á þjóðarsál þeirra. Þessir einstaklingar eru gjarnan kallaðir 1-2-4 týpur. Þetta eru manneskjur sem alast um við meira dekur en hefð er fyrir í Kína. Ef ekki er hægt að fá það hjá pabba og mömmu, er yfirleitt hægt að treysta á annaðhvort afa eða ömmu.

Annars er óvafnvægi milli kynjanna þegar orðið félagslegt vandamál Í Kína, en ekki er hægt annað en að viðurkenna að fólksfjöldinn í landinu er verulega mikið minni en ef ekkert hefði verið gert til að hægja á lestinni. Nú eru bara örfá ár þangað til Indverjar verða komnir framúr Kína varðandi höfðatölu og ekki verður séð að Indverjar hægi á sér nema vegna einhverra verulegra hamfara og skelfingar.

Ég vil hinsvegar benda á að þann tíma sem ég bjó í Kína þá gat ég ekki annað en dáðst að því hve lítið maður greinir kynjamisrétti í samfélaginu almennt, burtséð frá þeirri óáran að fólk vilji frekar eignast syni heldur en dætur.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:05

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Fróðlegt. Takk!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:14

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegt? Ertu alveg viss um það? Páll gat "ekki annað en dáðst að því hve lítið maður greinir kynjamisrétti í samfélaginu almennt" -- ja, heyr á endemi! Og bætir þó við: "burtséð frá þeirri óáran að fólk vilji frekar eignast syni heldur en dætur" ... Það er sem sé fyrst og fremst fólkinu að kenna, ekki stjórnvöldum, að ástandið er eins og það er!

HUGSAÐU, Katrín, svo að lífið verði ekki súrt, þegar þú þarft að viðurkenna að þú þarft að fara í endurskoðun eigin viðhorfa.

Jón Valur Jensson, 9.7.2007 kl. 23:33

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Valur ekki það sama að segja fróðlegt og að vera 100% sammála öllu sem þarna kom fram. Ég veit að kynjamisrétti er mun víðtækara í Kína heldur en eingöngu hvað varðar að eignast syni og dætur, hvort sem það er mjög sýnilegt eða ekki. Engu að síður fannst mér margt í pistlinum fróðlegt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:44

18 identicon

Þankastrik...

Flestir Kínverjar væru yfirsig hneykslaðir á því kynjamisrétti sem ríkir hér á Íslandi, bara svo það sé sagt. Enda erum við manneskjurnar flestar þannig gerðar að okkur finnst flísin í auga nágrannans meira áberandi en bjálkinn í okkar eigin, eins og altalað er.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 00:15

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er merkilegt, hve íslenzkum vinstrilíberölum (sbr. KG) gengur oftast vel að afsaka sem flest af gerðum hinnar gömlu yfirstéttar kommúnista í þessum heimi, nánast hvar sem þá er eða var að finna, já, um leið og einhver málsvari þeirra (sbr. PJ) tekur til máls og andar á alla gagnrýni á yfirráð þeirra. Ef Bush og Blair nytu þótt ekki væri nema 10% þess tiltrúnaðar sem þetta gamla valdastéttarlið nýtur í hugum vinstrimanna, þá væri það mikið "boost" fyrir þá báða og fæli í sér stórkostlegan álitsauka þeirra í augum þeirra vinstrisinnuðu. Auk PJ mætti hér til nefna ýmsa fleiri Kínafara, þ.m.t. einn á Mogganum, en það væri raunaleg upptalning. En skyldi PJ aldrei hafa dottið í hug, að "vandað" hafi verið til uppfræðslu hans þarna eystra og það í óvæntri merkingu?

Jón Valur Jensson, 10.7.2007 kl. 00:38

20 identicon

Katrín: ef þú ert með einhverja aðra skýringu á "misréttinu" eins og þú segir,  þar sem fátækt er ekki stærsta vandamálið, þá væri ég til í að heyra hana.

Fransman (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 06:10

21 identicon

JVJ, Eftir að hafa lesið athugasemdir þínar á þessum þræði, þá er ég engu nær. Ég get verið sammála um að upptalningar eru yfirleitt raunaleg lesning, en skil ekki hversvegna einhverjum dytti í hug að fara að telja upp Kínafara?!

Uppfræðsla var ekki í boði, það litla sem ég veit um kínverja er vegna perónulegra samskifta við einstakt fólk og afleiðing gagnkvæmrar forvitni.

Málsvari kommúnista? Nei, það geturðu ekki kallað mig. Af hverju skildi ég vera það? Þetta er núverandi valdastétt í Kína, en þar er löng hefð fyrir "valdastéttum". Þessi valdastétt er furðu lítið frábrugðin þeim sem þar hafa áður ríkt og uppbygging valdakerfisins í landinu er mjög svipuð því sem þar hefur tíðkast í aldir og árþúsund.

Mér dettur hvorki í hug að verja né fordæma núverandi valdastétt í Kína. Þessi valdastétt á þó eftir að hafa veruleg áhrif í heiminum. Það verður ekki á krafti neins kommúnisma, heldur á vegum viðskipta og veraldlegs auðs. Kínverjar eru t.d. núverandi stærstu keupendur bandarískra ríkisskuldabréfa og eiga stærri gjaldeyrisforða ú USD en flestar aðrar þjóðir. Það er bara beinlínis kjánalegt að horfa á Kínverja með einhverjum kommagrílugleraugum.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 13:43

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eftir að hafa lesið athugasemdir mínar á þessum þræði er Páll "engu nær". Varð hann líka "engu nær" af því að lesa þá grein Ásgeirs Sverrissonar, sem ég gaf tengil á í fyrsta innlegginu hér? (og birtist raunar á áberandi stað í miðopnu Moggans 7.6. sl.). Hvað sagði sú grein Páli? Eða vissi hann allt efni hennar fyrir? Ef hann vissi það, sér hann þá enga ástæðu til annars en að yppta öxlum? Hann segir: "Mér dettur hvorki í hug að verja né fordæma núverandi valdastétt í Kína." Vill hann þá ekki fordæma þann allstóra hluta valdastéttarinnar, sem er samsek um það harðræði gagnvart konum og sérstaklega ófæddum börnum, sem tíðkazt hefur í Kína frá því um 1980? (sjá NÁNAR HÉR). Finnst Páli þetta bara allt í lagi, eða vill hann gera einhverjar athugasemdir við það athæfi? Við bíðum hér eftir einlægu innleggi.

Páll segir ennfremur: "Þetta er núverandi valdastétt í Kína, en þar er löng hefð fyrir "valdastéttum". Þessi valdastétt er furðu lítið frábrugðin þeim sem þar hafa áður ríkt og uppbygging valdakerfisins í landinu er mjög svipuð því sem þar hefur tíðkast í aldir og árþúsund." -- Ekki lízt mér á, og hver er ástæðan? Jú, valdastétt Maós var sek um hrikalega harðstjórn og er sögð hafa tugi milljóna mannslífa á samvizkunni (sjá Svartbók kommúnismans). Næstu eftirmenn hans linuðu lítt á pólitísku harðstjórninni, og þeir bættu raunar í með enn meiri flóðbylgju fósturdeyðinga, jafnvel fram í fæðinguna sjálfa, með herfilegum aðferðum. Efnahagslegt frjálsræði hefur að vísu bætt stöðu landsins, jafnvel almennings að verulegu leyti, og ekki eigna ég núverandi valdhöfum ámóta blóðskuld og liði Maós, en hitt er út í hött að tala um allar valdastéttir í sögu Kína sem jafnsekar og draga þannig fínlega hulu yfir kúgunarveldið sem komst á með kommúnismanum undir forystu Mao Tse-tungs.

Jón Valur Jensson, 10.7.2007 kl. 23:06

23 identicon

Hver valdastjórn í Kína er auðvitað bara sek af eigin verkum. Hitt er annað mál, að hvernig valdið dreyfist og hvernig því er framfylgt á hverjum tíma hefur verið ótrúlega svipað, öld eftir öld.

Kínverjar bera saman leiðtoga sína og það er tilfellið að í tveimur efstu sætunum eru oftast nefndir Ming keisari og Maó. Báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið einhverjir skelfilegustu leiðtogar sem þjóðin hefur átt, grimmustu harðstjórarnir sem frömdu verstu voðaverkin, en Pétur og Páll í Kína dást samt mest af þeirra afrekum. Það er næstumþví eins og ef þjóðverjar færu að mæra Hitler, finnst manni, en þetta er einlægt álit kínverskra einstaklinga. Um núverandi leiðtoga vilja menn sem minnst segja. Kannske gretta sig og hvísla að þetta séu ekki "miklir leiðtogar". Persónulega held ég að hinum almenna Kínverja líði ögn betur meðan þjóðin nýtur ekki stjórn "mikilla leiðtoga".

Eins barns pólitíkin á sér skýrar forsendur í kínversku samfélagi. Það er viðleitni til að halda fólksfjölda í landinnu innan þeirra marka sem stjórnvöld þar töldu viðráðanlegt.

Áhrif þessarar stefnu hafa orðið meiri en einungis að stemma stigu við offjölgun og þessi stekra tilhneiging fólks til að hafna, afneita eða koma fyrir kattarnef stúlkubörnum er svakaleg. Það er þó einungis vert að fordæma hvern einstakling sem ekki óskar sér stúlkubörn, hvern einstakling sem heldur að sveinbarn sé betra, því allt eru þetta einstaklingar sem geta af sér hvert barn. Þó þetta séu Kínverjar.

Ég held samt að það sé nærtækara að velta fyrir sér hvernig Íslendingar hugsa og haga sér.

páll Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 00:29

24 identicon

Páll. Það er nú þannig að enginn er eyland og þótt þjóðfélag sé uppbyggt af mörgum einstaklingum þá eru þeir samt sem áður hluti af samfélagi. Og það hvernig hefður og venjur eru í því samfélagi hafa áhrif á einstaklinga. Það að stúlkur eru ekki taldar jafn verðmætar í samfélaginu í Kína er hræðilegt og það er auðvitað eitthvað sem versnar þegar aðeins má eignast eitt barn ekki satt því þá þarf að vera viss um að eignast "rétta" barnið. Það barn sem getur framfleitt fjölskyldunni, missir ekki ættarnafnið og þarf ekki að gefa heimanmund með sér þegar það giftist. Og þá eykst hættan á því þeir sem eignast stúlkubörn losi sig við þau á einhvern hátt. Og þannig hafa stjórnvöld bein áhrif á dauða þessara stúlkubarna.

Auðvitað er þetta sambland af gömlum úreltum og ömurlegum samfélagshefðum og stjórnvaldsaðgerðum og ekki er þetta allt stjórnvöldum að kenna en það þýðir samt ekki að þeirra aðgerðir geri hlutina ekki verri.

Það sem stjórnvöld þyrftu auðvitað að gera er að skera upp herör gegn þessum úreltu viðhofum gagnvart kynjunum í samfélaginu til þess að þessi einbarnsregla bitni ekki svona rosalega á öðru kyninu.

Guðrún (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:21

25 identicon

Hárrétt Guðrún.

Það er ekkert auðvelt að breyta viðhorfum og fordómum heillar þjóðar, en það er náttúrulega það sem til þarf.

Einhverntíma verður væntanlega linað á eins barns reglunni, en ekkert bendir til þess að það verði í bráð. En ef það gerist er samt sorglegt að hugsa til þess að einstaklingar í Kína muni áfram telja sveinbörn ákjósanlegri heldur en stúlkur.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband