Konurnar borga

Ekki þykir tiltökumál að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr  á mánuði á einu bretti. Hækkunin er hér um bil mánaðarlaun kennara... eða kannski 3ja vikna laun þeirra. Ástæðan fyrir hækkun hjá seðlabankastjórum er sögð vera vegna samkeppni við fjármálafyrirtæki og hárra launa þar. Ég held nú samt að ástæðan geti verið sú að Dabbi vilji gefa Ólafi langt nef með því að vera á hærri launum en hann! Devil 

Spurningin er samt sem áður af hverju ekki er hægt að hækka laun hinna hefðbundnu kvennastétta sem vinna óendanlega mikilvægt starf í samfélaginu? Kennarar þurftu að fara í langt og strangt verkfall til að fá ca 3000 kr launahækkun! Það er ekki nóg með að konur vinni meirihlutann af þeim ólaunuðu störfum við heimilishald og uppeldi sem til falla á heimilum heldur bera þær auka skattbyrði á vinnumarkaði með því að vinna fyrir lægri laun en sem nemur verðmæti vinnuframlags... þar með lækkar skattbyrðin í samfélaginu - en það eru konurnar sem borga.


mbl.is Flótti hlaupinn í kennarastéttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Ég hefði alveg sætt mig við það að Davíð eða aðrir bankastjórar Seðlabankans hefðu hætt, af því að launin eru svo lág.  Þeir mega alveg fara til einhvers annars banka eða í aðra vinnu, það hefði ekki átt að hækka launin vegna þess.  Það er nóg af uppgjafa pólitíkusum sem vilja vinna á laununum sem voru áður en þau voru hækkuð.

Ólafur H Einarsson, 7.6.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ég er bara ekki að ná þessari hneysu í Seðlabankanum. Hafa þessir menn virkilega dregist svona mikið afturúr og ekki fengið launahækkanir í marga áratugi?  Ég skil ekki svona ákvörðun, á sama tíma er fárast yfir því að kvennastéttir voru hækkaðar í launum umfram aðra í R-vík, og þjóðfélagið allt átti að fara fjandans til með tilheyrandi launaskriði og látum.

Guðmundur Örn Jónsson, 7.6.2007 kl. 23:28

3 identicon

Þetta er náttúrulega algjör steypa.. af hverju í ósköpunum á að hækka launin hjá þessum mönnum? Segi bara eins og nafni minn hér að ofan - þessir gaukar mega bara fara annað ... alveg er mér sama!! Ég er grunnskólakennari og er í dag með 218 þús í mánaðarlaun eftir 2ja ára starf (er tæplega fertug). Ég er umsjónarkennari með frekar erfiðan bekk og ég held t.d. að fólk geri sér almennt litla grein fyrir því hversu mikla vinnu slíkt útheimtir - sem ekki er greidd!!

Ólöf (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Æ þetta er svo íslenskt. Samkeppni á fjármálamarkaði? Nú er það þannig að annars staðar í heiminum er hæft fólk í svona stöðum, ekki uppgjafa pólitíkusar (sem jú geta verið hæfir en þurfa ekki að vera það). Finnst afar ósannfærandi að erlendar bankastofnanir liggi á seðlabankastjórunum okkar. Og jafnvel þó svo væri, er sénslaust að manna þessar stöður? Held ekki.

Góður punktur með að konurnar borgi. 

Þóra Kristín Þórsdóttir, 8.6.2007 kl. 07:04

5 identicon

tja bankastjórar úti í heimi eru einnig pólitískir sbr World bank.

Seðlabankastjórar eru yfirleitt útnefndir eftir pólitískum leiðum, svo er það bara spurning hvaða api er settur í stólinn. Ef hann er hagfræðimenntaður þá er það yfirleitt gott sbr fyrrverandi yfirmaður Seðlabankans í USA sem mér er fyrirmunað að muna nafnið á.

Annars eru þessar launahækkanir frekar vafasamar finnst mér. Hefði haldið að 1.2 millur væri alveg nóg. Þetta er hækkun umfram almennar hækkanir hjá ríkinu í % talið þannig að ég er ekki alveg að sjá rökin með þessu.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:00

6 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Fórnarlömb, fórnarlömb, fórnarlömd. Alltaf eru konurnar fórnarlömbin. Konur (og karlar líka) munu aldrei ná neinum árangri með því að spila út fórnarlambakortinu. Takið völdin í eigin hendur og þá fyrst munuð þið ná árangri. Þeir sem eru "fórnarlömb" of lengi breytast í væljukjóa og enda sem slíkir og enginn nennir að hlusta á þá lengur...

Þessar launahækkanir seðlabankastjóranna eru vegna þess að millistjórnendurnir (það eru þeir sem vinna alla vinnuna) voru orðnir það hátt launaðir að launin slöguðu upp í laun bankastjóranna. Það gekk ekki upp. Og annað, millistjórnendurnir hækka í launum vegna þess að það eru þeir sem hinir bankarnir vilja ráða til sín, ekki þessir uppgjafarpólitíkusar.

Hallgrímur Egilsson, 8.6.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Ibba Sig.

Það er skrítið að launaskriðið skuli vera í störfum sem ekkert mál er að  manna. Það er fullt, fullt af hæfu fólki sem myndi taka að sér stjórn Seðlabankans fyrir miklu minni pening en verið er að greiða uppgjafa stjórnmálamönnum fyrir það. 

En ekki má hækka laun í störfum þar sem mannekla er ríkjandi, eins og í umönnun barna og aldraðra.

Eru vextir hækkaðir með því að lyfta undir þá með typpinu? Kona bara spyr.  

Ibba Sig., 8.6.2007 kl. 11:03

8 identicon

Alan Greenspan hét maðurinn sem ég mundi ekki nafnið á .

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:31

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvað eru margir seðlabankastjórar? 200 kallinn er bara margfaldaður með fjöldaþeirra og þá fæst út kostnaður ríkissins.

Hvað eru margir kennarar á landinu og hversu margir eru á eftirlaunum kennara? Margfaldið þá upphæð saman og þá fæst út kostnaðurinn fyrir ríkið.

Fannar frá Rifi, 8.6.2007 kl. 13:58

10 identicon

Heyrðu? Ég var byrjaður á að skrifa hérna svaka ritgerð um að konur væru ekki bara þær sem væru með lág laun. Svo fór ég að hugsa, er eitthvað hefðbundið karlastarf sem krefst háskólamenntunar talið sem láglaunastarf? Ég þekki mikið til iðnaðarmanna s.b rafvirkja, smiði, pípara, bifvélavirkja og fleirri sem hafa menntað sig í því og þeir eru yfirleitt með fín laun miðað við þessar hefðbundnu kvennastéttir. 

Hvaða hefðbundna karlastarf er láglaunað (miðað við háskólamenntun)?

manuel (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 16:24

11 identicon

Hvað er eiginlega hefðbundið karlastarf og hefðbundið kvennastarf, eru það starfsheiti sem eru í karlkyni sem skilgreina hefðbundin karlastörf og starfsheiti í kvennkyni sem skilgreina hefðbundin kvennastörf(t.d. hjúkka, læknir). Hver er það svo sem sér um að skilgreina þar á millli. Eru það kannski feminstar ?

En ég veit að ómenntaðir verkamenn eru ekkert sérlega vel borgaðir, reyndar eru fáir íslenskir karlmenn tilbúnir að vinna hefðbundin verkamannastörf þar sem að launin seru svo lág og vinnutíminn langur. En þá komum við að því að það er mjög sterk stéttaskipting hjá iðnaðarmönnum, verkamenn eru lágt settir og eru það helst útlendingar sem eru í þessum störfum í dag og eiga þeir oft erfit að vinna sig upp, þrátt fyrir að vera með verkmenntun. 

Í dag er ég að vinna starf sem margir kalla hefðbundið kvennastarf(símadama) og er með meiri laun fyrir minni vinnu en ég hafði sem verkamaður. Ef ég myndi svara jafn mikið í síman og ég vann sem verkamaður þá væri ég með næstum því tvisvar sinnum hærri laun en ég var með. 

Mér finnst líka ótrúlega heimskulegt þegar fólk talar um típísk karl og kvennastörf, líka þegar feminstar gera það og fer það ótrúlega mikið í taugarnar á mér. 

Með grunnskólakennarra: Þá finnst mér þeir ekki vera að gera nógu vel. Íslenskir grunnskólakrakkar eru að standa sig einna verst í alþjóðlegum mælingum og hafa gert lengi, það eru mörg fátæk lönd sem standa sig betur í að mennta grunnskólabörn. Kannski gæti launhækkun og krafa um menntað fólk í störfin hækkað laun grunnskóla og leikskólakennara eða jafnvel haldið í hæfileikafólk í þessum stéttum og minnkað starfmannaveltu. En miðið við málfluttning Önnu katrínar er ósiðlegt að hækka laun til að halda í fólk sem er að skila árangri eða hvetja fólk til að leggja hart að sér til að komast í þessar stöður. 

Um leið og aukin menntun kvenna fer að skila sér út á vinnumarkaðinn og konur hætta að verða óléttar þá geta konur fengið jafn há laun og karlar. 

Svo vill ég benda á að það er margt sem mælir gegn því að konur séu lægra launaðar en karlmenn miðað við vinnuframlag, rannsóknir sem hafa verið gerðar af fagfólki sem hefur við á atvinnulífinu hafa sínt fram á það. Mér finnst hart að láta rannsóknir félags og kynjafræðinga standa framar en fagmanna sem hafa vit á atvinnulífinu og haf lært og kunna aðferðir sem gagnast í slíkum rannsóknum. Það á að láta staðreyndir tala ekki persónulega upplifun félagsvísindamannana og feminsta.

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 20:38

12 Smámynd: Ibba Sig.

Fannar frá Rifi: Gott að hafa einhvern hérna sem skilur þetta. Við vissum náttúrulega ekki að það væri dýrara að hækka laun hjá þúsundum kennara en hjá þremur bankastjórum. Takk aftur. 

En með þessum sömu rökum má segja að því fámennari sem stéttir eru því hærri laun ættu þær að hafa. Eða hvað? 

Ibba Sig., 8.6.2007 kl. 22:12

13 Smámynd: Einar Ólafsson

Það má segja að það sé minna mál að hækka laun fáeinna seðlabankastjóra umtalsvert en allra heilbrigðisstarfsmanna og kennara um smotterí. En frá sjónarmiði réttlætis er þetta fráleitt. En réttlætið er ekki til umræðu. Sagt er að það þurfi að keppa við fjármálafyrirtækin um starfsmenn, það þarf að borga undirmönnunum meira en milljón. Svona er þetta bara, er sagt. Og ekkert við því að gera. En fjármálafyrirtækin búa ekki til verðmæti, allavega ekki án vinnuframlags allra hinna, verkafólks, heilbrigðisstarfsfólks, kennara... En fjármagnið fer í gegnum þau, og því fleiri hringi sem það fer, því meira tekst þeim að ná til eigin ráðstöfunar. Í gamla daga kallaðist þetta brask - og arðrán. Og í þá daga börðust verkalýðshreyfingin og verkalýðsflokkarnir gegn þessu arðráni. Nú er hinsvegar horft með aðdáun á útrás fjármálamannanna. Orðið arðrán heyrist varla. Google gefur 969 niðurstöður fyrir arðrán en 96000 fyrir útrás.

Einar Ólafsson, 8.6.2007 kl. 23:37

14 identicon

Hvern eru fjármálafyirtæki að ræna, þótt banki græði 30 milljarða þá er það eðlilegur gróði miðað við stærð og starfsemi. Tökum dæmi banka sem er metin á 300 milljarða að þá eru 30 milljarðar ásættanlegur ársgróði. 

Svo skapa fjármálafyritæki víst verðmæti, þrátt fyrir að það sé ekki allt áþreifanlegt þá eru verðmæti til staðar. Líka ef fjármálafyrirtæki eru að arðræna einhvern þá eru það ekki íslendingar af því að bankar og starfsemi þeirra hafa skapað meiri hluta útfluttningstekna íslendinga undan farið.

 Hlutirnir gerast hratt og það er erfitt að fylgast með öllum peningunum sem eru í gangi á íslandi í dag og því ekki skrítið að fólki finnist þeir ganga í hringi. Í dag er er næg eftirspurn eftir fjármagni á Íslandi og fjármálafyrirtækin okkar hafa staðið sig vel í að halda uppi framboði í samræmi við eftirspurn og hefur það haft mikil og jákvæð áhrif á efnahag Íslendinga. 

Í gamla daga var þetta kallað brask af pólitískum öflum eins og verkalíðsfélögin og flokkarnir en það var af því að pólitíkusar sáu um allan rekstur og vildu þeir ekki missa þau völd sem eru nú í höndum einkaaðilla. Þá höfðu Ísledingar það ekki jafn gott og þeir hafa það í dag, spilling og frændsemi réðu ríkum í hver fékk peninga, menn gáfu vinum sínum bankastjórastöður af því að þeir þurftu ekki að standast kröfur um arðsemi og vöxt og því gat hvaða bjáni orðið bankastjóri. Ég verð nú bara að segja að ég er mjög fegin að hlutirnir eru ekki lengur eins og þeir voru og vona að þeir verði það aldrei. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 02:23

15 Smámynd: Einar Ólafsson

"eðlilegur gróði miðað við stærð og starfsemi". Hvað er "eðlilegur" gróði. Er það þegar einhverjir eru að fá 100-faldar tekjur venjulegs fólks?  Jú, jú, það var spilling, en hvað heitir það þegar fáeinir menn geta í krafti auðs og án lýðræðilegs ferlis fengið gífurleg völd - því auði fylgja völd? "Þá höfðu Íslendingar það ekki jafn gott." Nei, þeir voru auðvitað nýskriðnirút úr moldakofunum - og tókst ótrúlega fljótt að verða bjargálna þótt stríðsgróði og Marshall-hjálp hafi eitthvað komið við sögu. Það er ekki þar með sagt að sú stefna sem þá var eigi við nú eða hafi verið algóð þá. En misskipting og lýðræðishalli á ekki betur við nú en þá.

Einar Ólafsson, 9.6.2007 kl. 11:25

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Starfsstéttir eru skilgreindar sem kvenna- eða karlastéttir þegar annað kynið er í afgerandi meirihluta innan stéttarinnar. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og mig minnir að í kringum 75% þjóðarinnar starfi á annaðhvort karla eða kvenna vinnustað. Eitt af markmiðum jafnréttisbaráttunnar er að útrýma þessari kynjaskiptingu. Reyndar er líka talað um að það geti verið nóg að sjá til þess að hefðbundin karla- og kvennastörf séu metin til jafnra launa og virðingar í samfélaginu. Það sé líka jafnrétti. 

manuel ég man ekki eftir neinni lágt launaðri háskólamenntaðri karlastétt í svipinn. Þær stéttir væri held ég helst að finna innan hug- eða félagsvísinda, enda er líka togstreita á milli þeirra faga og raungreina. Hins vegar eru fjölmargar kvennastéttir sem krefjast háskólamenntunar lágt launaðar. Hjúkrunarfræðingar, kennarar, leikskólakennarar. Nú nýlega voru ljósmæður í fréttum því nýútskrifaðar ljósmæður neituðu að ráða sig á þeim lágu launum sem voru í boði á LSH. Þær hafa 6 ára nám að baki og ættu svo sannarlega ekki að vera illa launaðar.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.6.2007 kl. 22:00

17 identicon

Þannig að þetta er eitthver skilgreining feminsta á hvað karl og kvennastörf eru.

Mér finnast þetta samt skrítnar skilgreiningar þar sem að t.d. einsusinni var kennara stéttin karlastétt. Í dag er hún kvennastétt og held ég að þetta fari eftir sveiflum, það er svo erfitt að koma því þannig fyrir að konur og karlar séu í jöfnum hlutföllum í öllum stéttum. Reyndar tel ég óeðlilegt að allir karlar og allar konur hafi sömu áhugamál og leiti á sömu mið þegar kemur að atvinnuvali. Kynin eru bara svo ólík, t.d. eru konur fullar af hormónum sem hafa stjórn á hegðun þeirra en karlar ekki(smbr umræðu um getnaðavarnir).  

Reyndar finnst mér svona málfluttningur eins og feminstar eru með í þessum málum ýta undir þröngsýni og þar af leiðandi óumbarðarlyndi og í framhaldi af því ósætti og spennu milli þjóðfélagshópa.

Æji núna gæti ég farið að skrifa ritgerð en ég er að hugsa um að sleppa því. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 01:16

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi þetta er nú soldið úrelt að tala um konur sem hormónabúnt sem ekki hafa stjórn á hegðun sinni... Þó að hormónamagnið sveiflist er ekki þar með sagt að konur séu stjórnlausar tilfinningaverur en karla ekki...

Já að öllum líkindum er það rétt að það verði afskaplega erfitt að hafa jöfn kynjahlutföll í öllu. Hins vegar ætti ekki að vera erfitt, ef viljinn er fyrir hendi, að hætta að skipta kynjunum í 2 box og láta eins og allir karlar séu eins og allar konur séu eins - og að það sé himinn og haf þarna á milli. Einstaklingar eru ólíkir og það hentar hvorki körlum né konum að verið sé að troða kynjunum í ákveðin box útfrá kyni. Það skerðir valfrelsi, tækifæri og möguleika einstaklinga - bæði karla og kvenna.

Góður punktur Kristín!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 10:02

19 identicon

Ég get ekki látið eins og karlar og konur séu eins, þau eru bara svo rosalega mismunandi. Konur og karlar stjórnast af efnaskitpum í líkamanum sínum og koma hormónar þar mikið við sögu, sérstaklega hjá konum. Reyndar eru sífellt fleirri og rannsóknir sem styðja það að það sé ekki einu sinni til neitt sem heiti frjáls vilji, það séu efni, efnahvörf og viðbrögð okkar við þeim sem stjórni okkur. Frjáls vilji sé einungis tálsýn.

Að ætla neita því að konur og karlar séu eins finnst mér önnur tilraun feminsta til að líta fram hjá staðreyndum og láta sínar skoðanir og viðhorf ráða niðurstöðunni. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að áhugamál stelpna og stráka séu kynbundin út af lífræðilegum mun sem er á kynunum. Hjá örðum dýrum eru hlutverk kynjana ólík og kynin ólík. Við erum ekkert nema dýr sem stjórnumst af frumþörfum og meðfæddum viðbrögðum eins og öll hin dýrin. Það er ekki það langt síðan við skriðum niður úr trjánum.

Ég er ekkert á móti því að konur verði bankastjórar en ég er viss um að það sé ástæða fyrir því að hlutverk kynjana eru eins og þau eru, bæði inn á heimilinu og út á vinnumarkaðnum. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:55

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi en geturðu látið eins og allir karlar séu eins?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:06

21 identicon

Nei reyndar get ég ekki séð alla karla eins en ég get samt sem áður séð ákveðna hluti sem eru ábernadi fyrir kynin. Mér finnst samt ágætt að hafa sæmilegt jafnvægi á karllægum og kvennlægum hugmyndum/skoðunum/stjórnunarháttum osfr. á þeim vinnustöðum sem ég er að vinna á.

Samt sem áður tel ég það ógjörlegt að það séu jafn margar konur og karlar í öllum störfum og stöðum þjóðfélagsins.

Svo finnst mér að það ætti að reyna að auka verðmæti "hinna típísku kvennmannsstarfa" eins og er verið að reyna að gera með leiksskólakennara í dag. Konur fá ekkert hærri laun nema þær sýni fram á að þær og störf þeirra séu þess virði, karlar gera það ekki fyriri þær og það er ekki þeirra verk.

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:30

22 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Af hverju er það ekki karlmannsverk að sjá til þess að greidd séu sanngjörn laun fyrir verðmæt störf?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:38

23 identicon

Ef þú vilt hafa það karla sem greiða fyrir störfin, þá getum við haft það þannig. En það sem ég sagði er að konur verða að sýna sjálfar fram á að þær séu verðmætir starfskraftar og þau störf séu verðmæt, karlar gera það ekki fyrir þær.

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband