Kynferðisleg áreitni

never_give_upÁ heimasíðu the f-word eru oft áhugaverðar greinar um femínisma. Hér er ein um hina bráðfyndnu Jacky Fleming sem berst fyrir jafnrétti með skrýtlum! Hún á heiðurinn af myndinni hérna til hliðar.

***

Fannst annars merkilegt að hlusta á Ómar Valdimarsson verja Imreglio í morgun. Það hafa komið upp nógu margar frásagnir af slæmum aðbúnaði á Kárahnjúkum til að það sé full ástæða til rannsóknar. Í eitt augnablik datt mér í hug að lýsa málaflutningi Ómars sem barnalegum... en svo fannst mér það eiginlega móðgandi gagnvart börnum svo ég hætti við. Ómar fullyrðir t.d. að ásakanir um kynferðislega áreitni séu rógburður. Málið er bara að Ómar getur engan veginn fullyrt það nema hann hafi verið á staðnum sjálfur. Alltaf. Með öllum yfirmönnum og öllum kínverskum konum sem eru farnar heim... Segir sig sjálft að það er ómögulegt. Svo skilst mér að hann hafi sett saman sem merki á milli kynferðislegrar áreitni og þess að stíga í vænginn við einhvern! Shocking Ómar hefði örugglega gott af því að skoða skrýtlurnar hennar Jacky Fleming.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Honum er vorkun garminum að þurfa að vinna við að verja þennan ósóma. Annars hefur það verið svolítið áberandi undanfarin ár og farið svolítið í taugarnar á mér þegar fólk ruglar þessu saman; Að stíga í vænginn og kynferðisleg áreitni, á þessu tvennu er mikill munur og mjög mikilvægt að fólk átti sig á því.

Bjarni Bragi Kjartansson, 30.5.2007 kl. 16:39

2 identicon

Nei Ómar getur ekki fullyrt það að ekkert kynferðislegt áreitni hafi átt sér stað. Hann getur hins vegar dregið ályktnanir þar sem ekki var tilkynnt um neitt slíkt til lögreglu eða það kært. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Heyrðu, takk fyrir að finna Jacky Flemming á netinu fyrir mig! Ég átti einu sinni bók með henni sem ég týndi og hef leitað ljósum logum að þessu... TAKK! Konan er snillingur.

Laufey Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Halla Rut

Maðurinn er ekki í öfundsverðri stöðu.

Þetta er auðvitað hálfgerð einangrun sem þetta fólk býr við. Menn verða kolvitlausir við slík skilyrði. Ekki að það sé afsökun fyrir ákveðinni hegðun sem talið er að átt hafi þarna stað heldur hefði fyrirtækið átt að hlúa að starfsfólki sínu með það í huga.  ómannúðleg skilyrði, það sjá það allir. 

Halla Rut , 31.5.2007 kl. 00:33

5 Smámynd: Sigurjón

Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið að maðurinn verji vinnuveitanda sinn.

Sigurjón, 31.5.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hafa komið fram fjölmargar ásakanir um aðbúnað o.f.l. á Kárahnjúkum sem ekki hefur reynst fótur fyrir eða í besta falla ýkjur. Flennistórar fyrirsagnir í baugsmiðlunum sem fá síðan pínullitla leiðréttingu inn í blaði. Fyrir þessu standa einstaklingar sem hafa aðgang að fjölmiðlum sem vitað er að eru yfirlýstir andstæðingar framkvæmdanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband