23.5.2007 | 00:00
Kyn umfram hæfni
Vona að karlkyns ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu sáttir við að hafa fengið ráðherrastól í krafti kyns en ekki hæfni. Geri hins vegar fastlega ráð fyrir að þeir sem vildu komast áfram á eigin verðleikum séu örlítið niðurlútir yfir að vita að þeir voru teknir fram fyrir hæfari konur og að það var kynið sem hafði úrslitaáhrifin.
Mikið asskoti passar ráðherravalið vel inn í hugtakið hans Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns um andlega samkynhneigð karla.
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Það eru einstaklingar í ráðherrastólum Sjálfstæðisflokkins
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 00:20
Ef Sjáfstæðismenn hefðu ákveðið að hafa 5 konur sem ráðherra og aðeins 1 karlmann þá hefðir þú örugglega kallað það "gott jafnrétti".
Annars vil ég benda á að konur eru 1/3 ráðherra í stjórninni, sem er vel við hæfi enda er framboð kvenna svipað þegar kemur að pólitík almennt. Vonandi verða konur helmingur Alþingismanna og ráðherra eftir að þær skríða upp í helming framboðs. Þá geta þær gert það með eðlilegum hætti án þess að vaða yfir karlmenn.
Geiri (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:27
Hvaða karlkyns ráðherrar voru teknir fram fyrir hæfari einstaklinga í krafti kyns? Hvaða einstaklingar eru þetta sem voru hunsaðir? Hvernig rökstyðurðu þessa fullyrðingu?
Hvað finnst þér um að sjálfur varaformaður Samfylkingarinnar skuli ekki verða ráðherra en góðvinkona formannsins og áttundi þingmaður Suðvesturkjördæmis sé þess í stað tekin fram fyrir mann sem gegnir næst æðsta embætti flokksins til að uppfylla kynjakvóta? Er það lýðræði?
Ólafur Örn Nielsen, 23.5.2007 kl. 00:32
Þið megið sjálfir raða körlunum eftir hæfni... enda held ég að það verði ekki einróma samþykki um þá röð... Konur eru 1/3 hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins og hafa unnið sér inn fleiri en 1 ráðherrastól. Eins og sést í færslunni hans Hjartar eru karlar sem eru neðar í röðinni sem þingmenn sinna kjördæma teknir inn... fram yfir konur sem eru ofar. Hins vegar er sæti ekki trygging fyrir ráðherrastól - eins og sést á að ekki eru allir oddvitarnir í ráðherrastól, auk þess BB var strikaður út af 20% kjósenda flokksins í hans kjördæmi. Það er handpikkað í ráðherrastólana og það er fásinna að halda því fram að allar þessar frábæru konur sem Hjörtur telur upp séu eitthvað síður hæfar en karlarnir. Þegar það er regla en ekki undantekning að karlarnir fá stólana... þá er það merki um mismunun en ekki að einstaklingurinn og hæfni skipti öllu máli.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:47
Svona af því að þú ert með þessa skoðanakönnun á blogginu þínu þá langar mig að segja að mig grunar að þú tilheyrir Vinstri Grænum en þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki mest á þér að halda? Ég segi það nú bara svona eftir þetta ráðherra val hjá þeim. Af hverju eru kvennaréttindakonur alltaf vinstri sinnaðar? Það vantar harða hægri sinnaða kvennaréttinda konu í Íslensk stjórnmál. Já ekki bara kvennaréttinda konu heldur konu sem sinnir öllum jafnréttismálum af eldhug.
Halla Rut , 23.5.2007 kl. 00:49
Ólafur - Þórunn er valinn í stólinn af því að hún er sérfræðingur í umhverfismálum og hún er þaulreynd stjórnmálakona. Þú ert varla mótfallinn því að það sé látið ráða? ;) Svo er ekkert víst að hún hafi verið tekin fram yfir Ágúst Ólaf. Líklegra að það hafi verið Björgvin eða Kristján enda var samþykkt á landsþingi Sf að hafa jafna kynjaskiptinu. Kristján hefur kannski fengið sæti út á landsbyggðarskiptinguna... sem er annað sjónarmið en kyn þegar tekið er tillit til hver fær stól og hver fær ekki.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:49
Halla Rut ég held að það sé frekar að femínistar eru sjálfkrafa stimplaðir til vinstri... Ég er einmitt oft sett í VG en gæti allt eins verið Sjálfstæðiskona. Ætla annars ekkert að gefa upp um stjórnmálaskoðanir fyrr en ég er hætt sem þverpólitísk talskona...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 00:55
Það veit hver maður að ráðuneytum er ekki raðað niður eftir hæfni. Það skal enginn segja mér að Árni Matthísen sé hæfasti fjármálaráðherraefnið svo dæmi sé tekið. Fyrst varla er farið eftir hæfni þá finnst mér 5-1 hlutfall Sjálfstæðisflokksins vandræðalegt.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:59
Þarna er nefnilega akkurat ekki verið að hugsa um kynið, bara valdir menn í stöðurnar. (menn geta verið karlar og konur)
Kynjakvótar og fléttulistar eru hinsvegar dæmi um aðferðir þar sem kyn er tekið fram yfir allt annað.
Allir ráðherrarnir eru teknir úr hópi þingmanna þarna, hlutföll kynjanna á alþingi og í ríkisstjórn eru svipuð. Það væri fáránlegt að ætla vísvitandi að hafa jafn margar konur og karla ráðherra þegar hlutföllin á þingi eru svona eins og þau eru og allir ráðherrar eru á alþingi. Það þarf að byrja á réttum enda.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 01:10
Guðmundur hlutföllin í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins eru ekki í samræmi við kynjahlutföll þingmanna þeirra. Málið er nefnilega að þegar ekki er hugsað um kynið þá hafa menn tilhneigingu til að velja eintóma karlmenn sér við hlið, sbr andlegu samkynhneigð karla. Konurnar og þeirra hæfni verður einhvern veginn ósýnileg... en er vissulega til staðar. Þessi ráðherraskipan er skandall fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 01:13
Ég ætla ekki að raða körlunum eftir hæfni enda var það ekki ég sem fullyrti að þeir hefðu orðið ráðherrar í krafti kyns heldur þú mín kæra
Það er alltaf gott að fá ráðherra í sinn heimabæ, Garðabæinn, en Katrín Júlíusdóttir hlýtur að vera svekkt eftir þá góðu kosningu sem hún fékk í 2. sæti listans í kraganum. Auðvitað skiptir reynslan miklu máli en auðvitað spilar staða á lista og árangur í kosningum inn í.
Ólafur Örn Nielsen, 23.5.2007 kl. 01:24
Svo ég noti þín eigin orð ''enda var samþykkt á landsþingi Sf að hafa jafna kynjaskiptinu '' þvílíkt rugl Ég hefði nú haldið að skymsamlegast hefði verið að velja í ráðherrastólana eftir hæfni ekki eftir kyni skiptir öllu máli fyrir þig hvað fólk hefur á milli lappana ekki hvað þeir hafa í hausnum mér er alveg sama hvort það séu fleirri konur eða kallar bara ef þeir eru hæfir til starfins
Lási (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 01:32
Fjöldi kvenráðherra Samfó eru líka í bullandi ósamræmi við þingflokkinn; í honum eru sex konur og þar af þrír ráðherrar. Helmingur þingkvenna Samfó er því á ráðherrastóli, en einungis fjórðungur karla. Er þetta jafnréttið sem FÍ boðar?
Annars er mér bara nokkuð sama hvers kyns ráðherrar og þingmenn eru, svo fremi sem þau séu hæf.
Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 01:40
"Eins og sést í færslunni hans Hjartar eru karlar sem eru neðar í röðinni sem þingmenn sinna kjördæma teknir inn... fram yfir konur sem eru ofar."
Hvar Katrín Anna???
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 01:53
Og er Þórunn Sveinbjarnardóttir sérfræðingur í umhverfismálum?? Síðan hvenær? Sbr. http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=633
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 01:55
"Konur eru 1/3 hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins og hafa unnið sér inn fleiri en 1 ráðherrastól."
Hægt að nota sömu rök fyrir því að Samfó fækki kvenráðherrum niður í 2. Þú ert greinilega bara komin með hugafarið "því fleiri konur því betra".
Geiri (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 02:40
Hvaða konur eiga að koma inn fyrir xd og frekar hvaða karlmenn á að taka út??
Gleymum því ekki að 82% Reykvíkinga hafnaði auglýsingu Bjarnar.
Ég finn ekki sérfræðisvið Þórunnar - getur einhver bent mér á það?
Jón Páll (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 03:16
Ólafur Örn og Hjörtur. Ég get nefnt dæmi sem ég hjó sérstaklega eftir;
Af hverju er Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra en ekki til dæmis Ásta Möller?
hee (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:27
Katrín, ert þú formaður femínistafélagsins í krafti kynferðis þíns en ekki hæfni ?
Í nafni jafnréttis og hugsanlega í nafni fléttulista er þá næst komið að karlmanni í þetta embætti ?
Til dæmis einum af þeim fjöldamörgu karlmönnum sem eru sammála þér að vilja veg kvenna sem mestan en eru að sama skapi algjörlega ósammála þér um baráttuaðferðirnar ?
Ég og bræður mínir erum jú um 50% þjóðarinnar líka.
Ég þekki nokkra góða, hvað heitir það, Frjálshyggju femínista, sem ég gæti bent þér á.
með bestu kveðju
Guðfinnur Einarsson
Guðfinnur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:41
Fyrirgefðu.
Talskona er það víst.
Guðfinnu (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:42
Hildur:
Guðlugur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í sínu kjördæmi. Baklandið skiptir auðvitað mjög miklu máli.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:55
Tilraun 2:
"Eins og sést í færslunni hans Hjartar eru karlar sem eru neðar í röðinni sem þingmenn sinna kjördæma teknir inn... fram yfir konur sem eru ofar."
Hvar Katrín Anna???
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:59
Katrín Anna:
"Þórunn er valinn í stólinn af því að hún er sérfræðingur í umhverfismálum og hún er þaulreynd stjórnmálakona."
Í hverju felst þessi sérþekking??
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 22:03
Þú vilt greinilega bara konur frítt inn og framfyrir röð bara af því að þær eru konur. Hæfni og bakland skiptir engu máli, bara konur. Þetta er hreinlega sorglegt sjónarmið. Sjálfstæðisflokkurinn velur fólk útfrá reynslu og stöðu þeirra á listum flokksins. Enginn er tekinn framfyrir röð útaf kyni. Hvaða kona hefði átt heima á ráðherralista sjálfstæðismanna og á kostnað hvers? Ég sé þetta bara ekki fyrir mér.
Samfylkingin fórnar Ágústi Ólafi af því að hann er karlmaður. Varaformaður flokksins fær ekki ráðherrastól af því að hann er karl. Þarna er hrein og klár mismunun vegna kyns að eiga sér stað, ef hann væri kona þá væri hann ráðherra í dag. En hann er ekki svo heppinn að fléttulistar fleyta honum frítt inn og framfyrir röð, svo hann verður bara að horfa á úr fjarlægð. Kona í þriðja sæti í kraganum fær frítt inn og framfyrirtöð af því að hún er kona. Auðvitað er það feministum að skapi, allar konur framfyrir röð, ekki þurfa að vinna fyrir neinu.
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:59
Hjörtur - Einar og Björn.
Skarphéðinn - það er auðvitað bara brandari að tala um að konur komist áfram í krafti kyns þegar kynjahlutföllin eru 8 á móti 4! Þegar mismununin byrjar í prófkjörunum er eðlilegt að rétta það af í ríkisstjórn - og velja eftir hæfni og málefnalegum breytum eins og kyni, búsetu og fleiru. Ríkisstjórn sem væri eingöngu skipuð karlmönnum á miðjum aldri búsettum í 108 Reykjavík er ekki mjög hæf þegar litið er á heildarsamsetningu hópsins. Það eru nefnilega ekki bara einstaklingarnir sem eru mældir út frá hæfni - það er líka hægt að mæla hæfni hópsins sem heildar og einsleitur hópur þykir ekki hæfur í dag.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 00:23
Mismunun í prófkjörum? Ætlarðu að fara að segja fólki hvernig það á að kjósa í prófkjörum? Er ekki í lagi??
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 00:26
Annars óska ég eftir svörum frá þér við færslunum hér að ofan um Þórunni og svo þetta:
"Eins og sést í færslunni hans Hjartar eru karlar sem eru neðar í röðinni sem þingmenn sinna kjördæma teknir inn... fram yfir konur sem eru ofar."
Hvar Katrín Anna???
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 00:27
Guðfinnur. Gangi þér vel að finna "Frjálshyggju femínista" (gerir ráð fyrir að þú sért að tala um i-feminist strákana) sem eru hlynntir stefnuskrá Femínistafélagsins. Ef þú finnur einhvern láttu mig þá endilega vita. Hingað til hafa þeir nefnilega flestir barist gegn öllum aðgerðum í jafnréttisátt en barist fyrir klámi, vændi og súlustöðum. Það er í andstöðu við alla kvennahreyfinguna, ekki bara Femínistafélagið.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 00:29
Hjörtur ég var búin að svara fyrri spurningunni þinni. Þú ert sjálfur með þingmannalistann inn á blogginu þínu og ég geri ráð fyrir að þú getir lesið út úr honum sjálfur hver er í hvaða sæti og nr hvað í þingmannalistanum. Sérstaklega þegar ég er búin að svara þér með nöfnin.
Þú getur sjálfur aflað þér upplýsinga um þekkingu Þórunnar á umhverfismálum. Hlýtur að vera hæfur í það, er það ekki?
ps. og auðvitað er ég á móti fjölkvæni - líka fjölveri. Líka vændi og líka súlustöðum...Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 00:39
Bíddu vá, er ég að skilja þig rétt. í prófkjörum er ekki kosið rétt og því á að taka fram fyrri hendur á kjósendum og velja þá sem hefðu átt að vinna prófkjör? Er það lausnin? Hafa vit fyrir lýðnum, þú veist betur og það ber að leiðrétta úrslit kosninga eftir þínu höfði?
Hvaða kona er ofar á lista en Einar og Björn? Ég er reyndar sammála því að það er vafasamt að setja Björn í ráðherrastól miðað við allt, en reynsla hans er gríðarleg. Bjarni, Sturla eða Kristján væru næstir inn, kona er bara ekki framarlega á lista, því miður.
Skaphéðinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:58
Bíddu - sérðu ekki konurnar? Hvað með Guðfinnu? Var hún ekki næst inn? Hún er í 2. sæti í sínu kjördæmi og 3. þingmaður inn. Er með geysilega flotta menntun, gífurlega mikla stjórnunarreynslu og kom heilum háskóla á koppinn. Hún er lýsandi dæmi um að kynið réð en ekki hæfni...
Ég hef sagt það áður - og segi enn - lýðræði tryggir ekki jafnrétti. Karlrembuþjóðfélag kýs ekki á jafnréttissinnaðan hátt og eins og staðan er í dag er þjóðfélagið ansi langt frá því að vera jafnréttissinnað. Oddvitasæti er ekki áskrift að ráðherrastóli - enda fór hvorugur flokkanna eftir því.
Bendi ykkur svo á að lesa yfir kommentin ykkar næst þegar talið berst að gagnrýni á karlmenn fyrir þátttökuleysi í jafnréttisbaráttunni. Þið eruð hér inni eins og geltandi varðhundar kerfisins - kerfis sem byggir á mismunun eftir kyni. Karlmenn sem vilja í það minnsta reyna að líta út eins og jafnréttissinnar fallast á að 50/50 skipting sé sanngjörn. Þið eruð að berjast fyrir meirihluta valdi karla! Árið 2007... og skiljið svo ekkert í því af hverju baráttan er enn í gangi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 01:13
Ráðherraskipun Samfylkingarinnar er einfaldlega ein mesta kynferðismismunun í sögu þjóðarinnar!
5 konur í þingflokknum og 3 þeirra ráðherrar, en af 15 körlum þá eru einungis 3 skipaðir ráðherrar. Þetta er hlutfallslega meiri mismunun en að Sjálfstæðismenn hafi bara eina konu.
Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 04:05
Hjörtur. Oddvitar í kjördæmum verða ekki sjálfkrafa ráðherrar, hvorki í Sjálfstæðisflokknum né öðrum flokkum. Það veistu vel.
"hæfni"rök ykkar Sjálfstæðismanna eru aldrei útskýrð fyrr en eftirá.
hee (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 09:14
Það er enginn að berjast fyrir karlaveldi, en að horfa á hlutina bara útfrá kyni er út í hött. Guðfinna er að stíga sín fyrstu skref á Alþingi, það er ástæða þess að hún fær ekki ráðherrastól. Að ætla að helmingaskipta öllu eftir kyni er út í hött, að ætla að horfa endalaust á kyn viðkomandi er fáránlegt, það eru svo margir aðrir þættir sem skipta jafn miklu máli. Aldur, búseta, búsetuform, menntun og svo framvegis. Af hverju erum við ekki með kvóta sem skiptir ráðherrum eftir aldri, svo allir aldurshópar eigi fulltrúa, af hverju ekki ráðherrum skipt eftir því hvort þeir búa í blokk eða einbýli? Hvað býr stórt hlutfall þjóðarinar í blokk, og á svo engan fulltrúa í ríkisstjórn.
Það er ekki stór munur á skoðunum fólks eftir kyni, ekki það stór að við þurfum að búa til víggirðingar og horfa á fólk eingöngu útfrá kyni. Hæfni á að ráða ferðinni, og þá þyðir ekkert að heimta fólk frítt inn og framfyrirtöð. Ágúst Ólafur er sá eini sem er fórnalamb vegna kyns, Guðfinna ætlaðist til að fá frítt inn og framfyrir röð og þú ert svekkt af því að hún fékk það ekki. Konur eiga að komast beint til valda útum allt, af því að þær eru konur, sorgleg stefna. Það á bara að horfa á hæfni einstaklinga, ekki einblýna bara á hvaða kyn á í hlut!
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:50
Skarphéðinn. Ef þessi hæfnisrök ættu að gilda þá væri Árni ekki fjármálaráðherra. Hver er hæfni hans? Af hverju ætti dýralæknisnám að fleyta honum í fjármálaráðuneytið. Og hver er hæfni Guðlaugs Þórs? Hefur hann einhverja reynslu af heilbrigðismálum?
Ef hæfnisrökin ættu að gilda þá hefði Guðfinna orðið fjármálaráðherra. Hún stofnaði jú heilan skóla, og gæti alveg orðið góður fjármálaráðherra. Ásta Möller hefði þá átt að verða heilbrigðisráðherra, enda með mikla reynslu af því sviði.
En þar sem hæfnisrökin voru ekki látin gilda þá fór sem fór.
Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:59
Alveg rétt hja þér, ef hæfni ein og sér ætti að ráða væri enginn stjórnmálamaður ráðherra. Þá væri verið að ráða Bjarna Ármanns fjármálaráðherra og Guðfinnu menntamálaráðherra og svo framvegis. En í stjórnmálum byggist þetta upp á vinsældum og reynslu. Árni er vinsæll stjórnmálamaður, er fyrsti maður á lista í kjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er stór og hann hefur mikla reynslu bæði sem ráðherra og þingmaður.
Ef við værum bara að horfa á hæfni, þá ættum við ekki að ráða stjórnmálamenn heldur fagfólk í hverjum geira fyrir sig. Leyfa stjórnmálamönnum að tuða á þingi, meðan framkvæmdarvaldið sinnir sínum málum.
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:05
Þarna ertu nú farinn að bakka svolítið með orð þín ekki satt? Þú sagðir þetta "Það á bara að horfa á hæfni einstaklinga, ekki einblýna bara á hvaða kyn á í hlut! "
Núna ertu allt í einu farinn að tala eins og hæfni eigi ekki að ráða heldur vinsældir stjórnmálamanna?
Þá hefði Björn Bjarnason ekki átt að verða ráðherra er það? Hann var jú strikaður út af 20% kjósenda í sínu kjördæmi og færðist niður um sæti. Bendir það til nægilegra vinsælda til að verða ráðherra? Hefði þá Illugi ekki átt að verða ráðherra frekar? Hann varð jú ofar en Björn?
Málið er nefnilega að það er engin regla í þessu að vinsælustu stjórnmálamennirnir eða oddvitar lista verði ráðherrar. Það virðist bara vera undir honum Geir komið hverjir verða ráðherrar og það virðist ekki fara eftir röð á lista eða hæfni.
Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:26
Í stjórnmálum skilgreina menn hæfni út frá vinsældum og reynslu. Það sem skiptir mestu máli er að hafa góða kosningu í prófkjöri og alþingiskosningum og svo að þekkja vel til hvernig kerfið virkar. Björn er einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn á þingi, vinsældir eru farnar að dala, en hann virðist fá að halda sínu ráðherrasæti byggt á reynslu. Illugi og Guðfinna eru bæði að koma ný inn Alþingi, því ansi hæpið að þau labbi bara beint í ráðherrasæti.
Ráðherrasætin raðst út frá vinsældum og reynslu, var nokkuð útséð hverjir yrðu ráðherrar áður en í sætin var raðað, bara Bjarni Ben sem varð útundan af þeim sem hafa bæði reynslu og vinsældir. Það er engin mismunum kynja í gangi eins og haldið er fram, heldur er nokkuð gagnsætt hvernig þetta er valið. Hjá Samfylkingu er kona aftur á móti tekin framfyrir röð, framfyrir varaformanninn, af því að hún er kona.
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:36
Hvaða kona var tekin framyfir varaformanninn?
Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:21
Það var engin kona tekin framyfir Ágúst Ólaf. Hins vegar má leiða að því rök að landsbyggðarþingmenn hefðu verið teknir framyfir höfuðborgarþingmanninn Ágúst í vali á ráðherrum, en hvað um það.
Það efast enginn um að landsbyggðin þarf að hafa sína fulltrúa líka
hee (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:24
Það er einmitt málið, það var engin kona tekin framfyrir Ágúst Ólaf. Vildi bara að Skarphéðinn svaraði þessu sjálfur.
Ágúst Ólafur varð í 4. sæti í prófkjöri. Konurnar sem urðu ráðherrar voru allar framar á lista en hann.
Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:29
Svo má líka bæta við að þessi rök um röðun á lista koma fram eftir á. Þegar byrjað er að setja út á að bara ein kona sé ráðherra er farið að tala um hæfni, að hæfni skipti máli en ekki kyn. Þegar svo bent er á hæfnisleysi t.d manna eins og Guðlaugs Þórs þá fara að koma fram rök um röðun á lista, að það sé í raun ekki hæfni sko heldur niðurröðunin. Konurnar hafi bara ekki verið nógu ofarlega. Þá eru hæfnisrökin allt í einu horfin. Eins og sást t.d í skrifum Skarphéðins hérna áðan. Í einu kommentinu er hæfni það eina sem skiptir máli, en í næsta er það allt í einu ekkert svo aðal, heldur eru vinsældirnar allt í einu orðnar það sem skiptir máli.
Svona geta nú varnirnar fyrir fáum konum á lista verið skrýtnar.
Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:24
Hæfni í stjórnmálum eru vinsældir. Sá eini sem skilgreinir hæfni er kjósandinn sem kýs. Guðlaugur sigraði í prófkjöri og er því með umboð frá kjósendum. Hann er með meira umboð en t.d. manneskja sem er í þriðja sæti í kraganum. Hvernig á að ákvarða hæfni stjórnmálamanna með öðru móti en atkvæðamagni og reynslu? Í lýðræðisríki ráða vinsældir, ekki hvaða kyn á í hlut.
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:54
Átti auðvitað að vera konum í ráðherrasæti, ekki konum á lista.
Guðrún (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:11
Katrín Anna:
Þú sagðir að Þórunn væri sérfræðingur í umhverfismálum. Ég vil rök þín fyrir því. Það er ekkert í ferilskrá hennar sem bendir til þess.
Hildur og Katrín Anna:
Bakland þingmanna (hvar þeir eru á framboðslistum) og reynsla þeirra af þingstörfum er á meðal þess sem vegur allajafna þungt allavega innan Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að skipunum í ráðherraembætti.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 20:43
Hjörtur, þetta er eftirá afsökun og ekkert annað. Stundum vegur reynsla og menntun þyngra en staða á framboðslista en stundum vegur staða á framboðslista meira en reynsla og menntun. Og ég skil ekki af hverju svona margir Sjálfstæðismenn láta eins og verstu tæknikratar og segja að það sem þurfi til að stjórna þjóðfélagi sé "hæfni" og kyn skipti engu máli. Það er svo augljóst að Guðlaugur er ekki "hæfastur", og þá er gripið til allt annarrar skýringar!
hee (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 21:25
Augljóst að Katrín ætlar ekki að svara spurningu Hjartar, er hlaupin í felur með gýfuryrðin og innihaldslaust gjammið. Það var bara einn þingmaður sem var sniðgengin í þessu ráðherravali og það var Gunnar Svavarsson. Það var gert vegna hans kyns og það var gert undir yfirskyni jafnréttis. Vinkona formanns SF var tekinn fram fyrir þann aðila sem kjósendur völdu. Að kalla þetta réttlæti er fásinna og heimska, sett fram af fávisum heimskingjum.
Þrándur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.