Nei takk, ég vil ómögulega borða meiri skólit

Var að lesa frétt í Mogganum um alls kyns eiturefni í grænmeti, kryddum og hnetum sem flutt hafa verið hingað til lands. Fagna auknu eftirliti með þessu og vil að við fáum mun betri merkingar á matvælum en við eigum kost á í dag. Mér finnst t.d. skelfilegt að hér er ekki gerð krafa um að neytendur fái að vita hvort maturinn sem við borðum sé erfðabreyttur eða ekki. Nýlega var líka í fréttum að landbúnaðarráðherra ætli ekki að heimila innflutning á nýsjálensku lambakjöti. Ég styð þá ákvörðun heilshugar. Við eigum nóg af lambakjöti hér og ættum að efla og styrkja íslenska bændur. Þeir mættu alveg fá greitt meira fyrir sitt lambakjöt. En það er önnur ástæða fyrir því að ég er sammála landbúnaðarráðherra í þessu máli. Nú er sífellt að aukast umræðan um ethical eating. Í því felst m.a. að það er umhverfisvænna að snæða mat sem er framleiddur í nágrenninu þannig að ekki þurfi mengandi samgöngur í miklum mæli til að koma matnum á diskinn okkar. 

ps. í fréttum er líka talað um að vonir glæðist um að hægt sé að lækna skalla. Síðan hvenær var skalli sjúkdómur? Shocking Þekki fullt af körlum með skalla... og hef aldrei litið á þá sem sjúklinga... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst lítið ethical að borga 3000 kr fyrir kílóið í staðinn fyrir 1000 kr. Ef ég mætti kaupa mér lambakjöt á 1000kr þá gæti ég kannski notað þessar 2000 kr til að gróðursetja tré eða eitthvað og þannig bæta umhverfið.

 Held að þetta með eiturefninn sé bara bull með grænmetisbændur í hveragerði komu í blöðin.

Bergur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er því miður langt í land að reglum sé fylgt í þessu landi. Það er ekki nóg að gera lög og reglur, það þarf að fylgja þeim eftir.

Allt eftirlit með merkingum eru bara orðin tóm, þó svo þú látir vita um ólöglegar merkingar sem verða á vegi þínnum í búðunum er ekki brugðist við.

Ég segi: skítt með fleirri lög og reglur. Þeir ættu að vinna eftir þeim reglum sem fyrir eru, bara þá næðum við langt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 16:00

3 identicon

Miðað við eigin reynslu þá held ég nú að 2000 kallinn færi í eitthvað annað en að gróðursetja tré ;)

Það eru reyndar að koma upp alls konar mál í USA út af eiturefnum í mat sem notar "fæðubótarefni" frá Kína (eitthvað jukk sem er bætt í mat til að fá næringartöfluna á umbúðunum betri) - þetta byrjaði víst í gæludýrafóðri og nokkur gæludýr dóu út af þessu og svo er að koma í ljós að einhverjar milljónir af kjúklingum og slatti af svínum hafi borðað þetta líka og fólk er að hafa áhyggjur af þessu.

Hér er viðtal úr þætti Bill Maher þar sem er talað um hvað sé verið að setja í matinn: http://www.youtube.com/watch?v=am5_SRGiJxQ (viðtalið byrjar á 3:49)

Ég hef séð þetta í nokkrum bandarískum vefmiðlum undanfarnar vikur t.d. hér: http://www.americablog.com/search/label/consumer%20protection


Marý (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Katrín...!! ég hef því miður ekkert til að böggast yfir í pistlinum þínum í dag.

En, Beggi (1. komment) miðað við fréttir í kvöld þá yrði nýsjálenska kjötið ekki nema 20% ódýrara, þá er ég ekki nærri því nógu illa settur fjárhagslega til að taka það framyfir íslenska kjötið 

Finnur Ólafsson Thorlacius, 17.5.2007 kl. 21:40

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Damn... ég sem var búin að stóla á að þú kæmir með eitthvað bara til að rífa kjaft...!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.5.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband