Kæra dagbók

Dagurinn hófst formlega klukkan 11 þegar ég skellti mér inn á Kaffi Roma á Rauðarárstígnum og keypti mér kaffi og rúnstykki. Stuttu seinna tíndust hinir ýmsu meðlimir úr ráðinu inn á fundinn og við tók mikill blöðrublástur. Ég veit ekki alveg hvað við blésum í margar blöðrur en við giskum á að það sé á bilinu 200-300, ásamt því að festa þær á prik og skrifa á þær slagorð. Við dreifðum svo blöðrunum til kröfufólks í 1. maí göngunni.... og marseruðum niður Laugaveginn með skiltin okkar, þar á meðal plan b sem var útbúið í nótt og ég er fullviss um að hafi verið kvenlegasta skiltið í göngunni!!! 

Útifundurinn olli mér nokkrum heilabrotum, eða réttara sagt, umgjörð útifundanna um allt land. Ég vaknaði nefnilega við það í morgun að fluttar væru fréttir af því hverjir væru aðalræðumenn baráttufunda um landið allt. Á öllum stöðum voru aðalræðumenn karlar. Ekki ein einasta kona.... þó konur fengju nú samt að vera með ræður, bara ekki sem aðalræðumenn. Þær flokkast sem sagt ekki til stórskotaliðsins... Það er umhugsunarefni hvernig verkalýðsfélög, sem meðal annars hafa það verkefni að sjá um að ekki sé mismunað eftir kyni í launum og að kjör hefðbundinna kvennastarfa séu hífð upp til að jafnast á við laun hefðbundinna karlastarfa, geti leyft sér að hafa eingöngu annað kynið í forsvari! Grétar Már, sem var aðalræðumaðurinn á Ingólfstorgi, minntist þó á launamun kynjanna sem eitt helsta baráttumálið í sinni ræðu, og er það vel.

"Skemmtiatriðin" sem boðið var upp á á Ingólfstorgi voru líka tilefni til heilabrota. Baggalútur var fenginn til að syngja um konuna sem dekrar við þá á alla hugsanlega vegu - svo mikið að "femínistabeljur eflaust súpa hveljur" og síðan var gospel kór fenginn til að flytja nokkur lög, þar á meðal lagið Höfuð, herðar, hné og tær með breyttum texta þar sem kom fram að Jesús elskar þig allann... Jamm, það þótti sem sagt bæði við hæfi að vera með karlrembusöng og kristna trúarsöngva í samfélagi þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna og þar sem breyting er að verða yfir í fjölmenningarsamfélag þar sem önnur trúarbrögð heldur en kristni verða útbreiddari. Erlent verkafólk er ekki síst sá hópur sem verkalýðshreyfingin þarf virkilega að beita sér fyrir - og á að fylgja því skilyrði að kristinni trú sé troðið upp á alla??? Það á hreinlega ekki við að blanda saman trúarbrögðum og verkalýðsbaráttu á þann hátt sem gert var í dag.

Já, það var sumt skrýtið við baráttuna. Nói Siríus ákvað að nota 1. maí gönguna til að selja sælgæti... við litla hrifningu þeirra sem voru í alvöru kröfugöngu, enda ekki hægt að segja annað en að þarna sé fyrirtækið að hætta sér út á hálan ís. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni um þessa uppákomu í kjölfarið en mikið er ég hissa á hversu mörg fyrirtæki eru til í að hætta ímynd vel þekktra og verðmætra vörumerkja með fíflalátum og dómgreindarskorti þessa dagana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, hérna. Þetta er eiginlega bara fáránlegt. Hver ætli hafi skipulagt þessi "skemmtiatriði"?  

Guðríður Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Veit ekki hver skipulagði þetta... einhver sem er ekki alveg í takt við kröfurnar En mætingin í gönguna í ár var með besta móti og það var feiknastemning

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 19:24

3 identicon

Ja - ég veit ekki hvort þú tókst eftir því en ég saknaði verkafólksins á eftir fánum sinna félaga í göngunni og þótt við hefðum nú flutt inn verkafólk fyrir ríku íslendingana, þá sá ég þá ekki heldur á eftir fínu fánunum sem voru nýfengnir úr silkiprenti: Eina alvöru fólkið var í halanum á eftir stofnanavæddu verkalýðsfélögunum. 

KV: Tommi  

Tómas V. Albertsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já það væri betra ef fólk væri duglegra að mæta en eftir því sem var í fréttum og opnunartíma ýmissa verslana er fólk hreinlega að vinna... Athyglisvert að skoða hver var með opið/lokað. Tók t.d. sérstaklega eftir því að Bónus auglýsti að þau yrðu með lokað en Hagkaup að hjá þeim yrði opið!

ps. Mæting var samt mun betri í ár en í fyrra... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332496

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband