Hæfasti einstaklingurinn

Fyrir tæplega 100 árum sagði Henry Ford:

Any customer can have a car painted any colour that he wants so long as it is black

Í dag virðist mottóið vera að ráða hæfasta einstaklinginn svo framarlega sem hann er karlkyns...!

Bönkunum virðist allavega ekki enn hafa tekist að hafa upp á svo mikið sem einni hæfri konu til að gegna starfi bankastjóra.


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha alveg magnað hvað þið eruð ruglaðar

Björn (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: E.Ólafsson

Skil ykkur öfgafeminsta stundum ekki.  Hvað kona átti þá að vera forstjóri Glitins?  Hefur einhver kona náð að sanna sig það vel innan bankanna að hún sé hæfasti einstaklingurinn.  Nú þekki ég aðeins innan bakakerfisins og veit að margar konur hafa fengið tækifæri að sanna sig innan hans.  En þú virðist ávalt vita betur í öllum málum, nefndu þá hreinlega nafn!  Það þýðir ekki alltaf að vera fúl út í alla og segja að velja eigi konu bara því hún er kona komdu með nafn á konu sem hefði átt að vera skipaður forstjóri

E.Ólafsson, 30.4.2007 kl. 19:28

3 Smámynd: Ibba Sig.

Hey Eiríkur, ég skal nefna nafn og þú segir mér af hverju viðkomandi var minna hæf en sá sem ráðinn var:

Kristín Pétursdóttir 

Ibba Sig., 30.4.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

björn - við þökkum fyrir okkur. síðast þegar ég gáði var ég reyndar eintala... en bara betra að jafnast á við margar

eiríkur - já við öfgafemínistarnir erum gjarnar á að fara fram á að konur fái aukin hlut í völdunum... meira að segja til jafns á við karla. alltaf þessi helvítis heimtufrekja, þetta með jafnrétti á milli kynja... annars hef ég alltaf talið að hinar raunverulegu öfgar liggi hjá ykkur öfgakarlrembunum sem teljið alltaf karlkynið vera hæfara.... og vera sáttir við þá neikvæðu mismunun sem viðgengst í íslensku þjóðfélagi þar sem karlmenn fá aukin tækifæri út á kyn...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 20:35

5 Smámynd: E.Ólafsson

Hef aldrei sagt að konur geti ekki verið alveg eins hæfar, en það þarf ekki að vera svo að kona hafi einmitt verið í bankanum sem stjórn bankans þótti hafa staðið sig nógu vel.  Ég veit það ekki, en ég er ekki að krefjast þess að kona eigi að vera ráðin.  En endilega komdu með nafn á konu sem þú telur að hafi staðið sig vel í bankarekstinum og þá getum við dæmt hvort konan hafi verið nógu hæfi.  Þangað til treysti ég bankastjórninn að hafa valið hæfasta einstaklinn líkt og stjórn Alcan gerði varðandi Rannveigu Rist, og stjórn Háskóla Reykjavíkur gerði.  Þær hafa staðið sig vel svo best sem ég veit, en það á ekki aðeins að ráða fólk af kynferði. heldur líka hæfni og traust.    En hafi hæf kona hafi verið til staðar hefði mátt skoða það mjög vel, en komdu með nafnið kona.  Ekki fullyrða um nokkuð sem þú veist ekki.  En skemmtileg orð  sem þú nefnir við mig, ekki í fyrsta sinn sem ég séð þetta frá þér

E.Ólafsson, 30.4.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Ah já ég sé það núna...karlmenn eru með samsæri gegn konum, mæðrum, dætrum, eiginkonum (sem þeir kúga örugglega), ömmum, systrum...ja bara öllu sem tengist þessum óæðri verum sem kallast kvenfólk...

Takk fyrir að lýsa mér leið í gegnum myrkrið Katrín og sjá hvað um er að vera!! hehmm

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.4.2007 kl. 21:14

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

eiríkur það er nú þegar komið eitt nafn... og það meira að segja án þess að við ibba sig höfum verið í því ferli að leita að nýjum bankaforstjóra. það er enginn að segja að nýji forstjórinn sé ekki hæfur... en það er ekki eðlilegt að allir bankastjórar íslenskra banka hafa verið karlar og konur eru afar sjaldséðar í bankaráðum... eins og t.d. núna hjá glitni þegar katrín pétursdóttir er eina konan. 

tómas... sé að þú ert með þína eigin samsæriskenningu... duglegur strákur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

You were my inspiration...fæ þessar hugmyndir frá þér!

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.4.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

tvímælalaust beta... .þú veist að það er bannað að vera pirruð.... nema reyndar ef þú ert femínisti... þá er það skylda!  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 23:11

10 identicon

Lárus er mjög eðlilegur kostur fyrir nýja eigendur bankans.  Glitnir hefur setið eftir í útrás íslensku bankanna og það er stefna nýrra eigenda að bæta úr því.  Lárus hefur mikla reynslu úr stærsta fjármálamarkaði Evrópu, London.

Það sem þú kallar bankaráð, er í raun stjórn fyrirtækisins.  Nýlega keyptu nokkrir karlar stórann hlut í bankanum fyrir yfir hundrað milljarða.  Auðvitað skilur þú ekki að þeir skuli vilja sjálfir sitja í stjórn félagsins til að hafa umsjón með sinni fjárfestingu.  Þér þykir það sjálfsagt að þeir bara sísona afhendi umsjónina til konu af því hún er kona.  Heldur þú virkilega að fyrirtækjarekstur snúist um einhverja matador-peninga sem menn séu að leika sér með?  Auðvitað fjárfesta menn ekki fyrir svona upphæðir nema með því skilyrði að fá að hafa eitthvað um það að segja hvernig stjórnun fyrirtækisins er háttað.

Í beinu framhaldi af því - ertu virkilega svo vitgrönn að halda að menn setji slíkar upphæðir í fyrirtæki og ráði svo vanhæfann bankastjóra  bara af því að hann er karl?  Auðvitað velja þeir þann kost sem þeir telja bestan, þú þarft að vera algjör ölagahálfviti til að halda annað - afsakið orðbragðið.

Þrándur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:46

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

það er naumast að menn verða æstir! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:56

12 Smámynd: Sylvía

enda mikið í húfi, allt feðraveldið bara.

Sylvía , 1.5.2007 kl. 11:01

13 Smámynd: Hammurabi

Menn hljóta að mega gera það sem þeir vilja með sína peninga. Það teljast sjálfsögð mannréttindi. Það er hinsvegar hluti af eðlilegri orðræðu að minnast á það í hvert skipti sem karl er valinn fram yfir konu í stjórnunarstörf. Jafnrétti er eðlilegt takmark. Ákvörðunin ein og sér er eftilvill eðlileg. Það er hinsvegar heilbrigt að ræða um hana í samhengi.

Hammurabi, 1.5.2007 kl. 12:09

14 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Hvaða hagsmuni hafa hluthafar og stjórn af því að velja einstakling eftir öðru en hæfni? Enga.

Hinsvegar má spyrja sig að því afhverju ekki fleiri konur komist til valda innan t.d. bankakerfisins og það eru meira produktivar spurningar held ég.  T.d. væri gaman að vita hvort að bankarninr hafa jafnréttisáætlun. Það verður nú að teljast líklegt.  Og en ekki hvað:

http://www.glitnir.is/UmGlitni/Vinnustadurinn/Jafnraedi/

Pétur Henry Petersen, 1.5.2007 kl. 12:25

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég hvet allar konur sem vilja sækja um bankastjórastöður eða hærri laun til að fá sér typpi og taka það með sér í viðtölin. Sakar ekki að reyna.

Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2007 kl. 14:51

16 identicon

2 umhugsanaverðir punktar í 2 færslum hér að ofan.

Pétur segir: "Hvaða hagsmuni hafa hluthafar og stjórn af því að velja einstakling eftir öðru en hæfni? Enga." hmm... þetta finnst mér nú heldur grunnhyggin fullyrðing. Kannski ekki skrýtið að sumir skilji ekki þessa umræðu þegar þetta hugarfarið. - Það er ansi margt sem getur haft áhrif á val og svo er nú spurningin hver skilgreinir hæfni.

Guðlaugur talar um "með tippi" og "ekki með tippi". Þarna er konan skilgreind út frá því að vera ekki með eitthvað sem karlinn er með (skildi svona orðalag hafa einhver áhrif á fólk?) - Má segja tippi en ekki píka? ... úps 

Mér sýnist á umræðunum að sumir telji að það sé háð einhverjum frumskógarlögmálum hverjir komist áfram ... þar sem sá frekasti (sumir segja hæfasti) nær á toppinn . Ég held að ferlið sé yfirleitt ekki þannig. Rétt eins og við sjáum í stjórnmálaflokkum þá eru eftirmenn oft valdir af valdhöfum flokkanna. Það skal engin segja mér að svipað 'grooming' fari ekki fram innan bankanna - ómeðvitað oft á tíðum. Ég er líka sannfærður um að þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við sjáum sjaldan konur í æðstu stöðum þjóðlífsins. Það er skautað framhjá þeim við 'grooming' ferlið af ýmsum ástæðum. Það þarf ekkert að finna einhvern blóraböggul í þessu en það er betra að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif kyn er að hafa á ákvarðanatöku, tal og aðra hegðun ef þetta á að lagast. Það að loka augunum fyrir þessu er engin lausn.

gretar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:11

17 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ekki dettur mér í hug að fetta fingur út í (manna)ráðningar sem ég þekki ekki til, hins vegar hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að Ford notaði svart lakk vegna þess að sá litur var fljótari að þorna.

Benedikt Halldórsson, 1.5.2007 kl. 17:58

18 identicon

Gretar, þessir kallar eru að hugsa um að græða peninga og það sem mest af þeim.  Til þess ráða þeir hæfasta starfsfólkið ekki frændur eða vini sem þeir vilja redda vinnu.  

Þingmenn eru ekki að hugsa um að græða peninga, þeir eru að hugsa um völd, halda völdum hjá félögum sínum, KAUPA atkvæði fyrir skattpeningana okkar og sóa þeim þannig. Þingmönnum er allveg nákvæmlega sama um peninga og hæfni fólks. Aftur á móti þeir sem eru í viðskiptum hugsa bara um peninga og þar skipta litur, kyn eða þjóðerni ekki máli svo lengi sem þeir græði peninga. Ef það væri svört kona frá afganistan sem þætti hæfust væri hún ráðin.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:05

19 identicon

Gretar, þessir kallar eru að hugsa um að græða peninga og það sem mest af þeim.  Til þess ráða þeir hæfasta starfsfólkið ekki frændur eða vini sem þeir vilja redda vinnu.  

Þingmenn eru ekki að hugsa um að græða peninga, þeir eru að hugsa um völd, halda völdum hjá félögum sínum, KAUPA atkvæði fyrir skattpeningana okkar og sóa þeim þannig. Þingmönnum er allveg nákvæmlega sama um peninga og hæfni fólks. Aftur á móti þeir sem eru í viðskiptum hugsa bara um peninga og þar skipta litur, kyn eða þjóðerni ekki máli svo lengi sem þeir græði peninga. Ef það væri svört kona frá afganistan sem þætti hæfust væri hún ráðin.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:11

20 identicon

Gretar, ertu að leggja að jöfnu, frekju og hæfni, eða að halda því fram að þetta sé eitt og hið sama?  Mikið er skilningsleysi þitt ef svo er.  Þá er ekki von á að þú hafir eitthvað vitrænt fram að færa í umræðuna.

Þrándur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:34

21 identicon

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka færslunni frá Bjögga. Fæ ekki betur séð en að það sé nákvæmlega þetta sem ég meinti með að loka augunum. Þegar haldið er fast í þá staðföstu trú að stjórnendur stjórnist af engu öðru en að hámarka tekjur fyrirtækisins og þar með gilda engin önnur hegðunarmynstur í þeirra tilviki. Ég bara tek ekki undir svona einfalda lífsýn. Ég reyndar efast svo sem ekki um að oft á tíðum telja stjórnendur sig vera að ráða hæfasta einstaklingin - en það er nákvæmlega þetta huglæga mat sem er ríkur þáttur í ráðningum. Ég get alveg séð fyrir mér scenario þar sem tveir umsækjendur eru með svipaða hæfni. Annar er líklegri golf-félagi þeirra sem að ákvörðuninni standa en hinn er með örlítið meiri reynslu ... og þá kemur golf-þátturinn inn í ráðninguna og hefur vinningin. NB! ég er ekki að segja að þessi tiltekna ráðning hafi verið á þennan hátt. Ég er að tala almennt. Vona það sé hægt að taka pointinu án þess að snúa út úr. En það eru meiri líkur á að  utanaðkomandi þættirnir hafi áhrif á ákvörðunartöku ef fólk er ekki opið fyrir þeim möguleika eða hreinlega afneitar honum.

Þetta hefur svo líka að gera með hverjir eru hvattir áfram innan fyrirtækisins ('grooming') - hverjir fá hvatninguna til að klifra upp metorðastigann. Það er ekki alltaf eins sýnilegt í fyrirtækjum og hjá stjórnmálaflokkum.

Þrándur, nei ég er ekki að leggja þetta að jöfnu en stundum virðist mönnum ekki ljóst að það var ekki endilega hæfnin sem kom mönnum á þann stað sem þeir eru á. Hefði ef til vill getað notað orðið ákveðni (hártogun að mínu mati) - sem að sjálfsögðu hefur oft áhrif á hæfni - en það skiptir máli í hverju ákveðnin felst og hvernig henni er beitt.
Mér virðist sem sumir einstaklingar hér haldi því fram að þetta sé eini þátturinn sem hafi áhrif á frama fólks innan bankageirann og leggi það að jöfnu við hæfni. Vonandi skilurðu betur nú hvað ég var að meina.

gretar (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 19:03

22 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Katrín, veistu eitthvað um þessa ráðningu annað en að það var karlmaður sem var ráðinn...hvernig fór þetta allt fram? Voru margar konur sem sóttust eftir þessu starfi?  Hefurðu eitthvað í höndunum sem segir að þessi maður hafi ekki átt þetta meira skilið frekar en aðrir, hvort sem það var kona eða karl?

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 1.5.2007 kl. 19:39

23 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei Tómas, enda er tilgangurinn með blogginu ekki að fjalla akkúrat um  þennan tiltekna mann né hefur það lítið með hans hæfni að gera, enda efast ég ekki um að hann sé ágætlega hæfur - þó ég telji hann reyndar það ungan að hann á pottþétt eftir að taka út soldinn þroska.

Pointið er hins vegar að engum íslenskum banka hefur tekist að finna hæfa konu til að gegna bankastjórastöðu hér á landi. Það er meira en lítið spúkí út frá jafnréttissjónarmiði.... að karlar skuli alltaf vera hæfastir. Skiluru??? Það er pointið. Við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni að konum og körlum bjóðast ekki sömu tækifæri. 

Það er alveg ljóst af þessari ráðningu að staðan var ekki auglýst opin til umsóknar. Venjan er við ráðningar sem þessar að sækja þá einstaklinga sem þykja fýsilegur kostur. Því miður þykja þeir oft hæfastir sem fitta inn í tengslanet þeirra sem völdin hafa (fara með ráðninguna) og karlar eru mun gjarnari á að sækja aðra karla í gegnum sitt tengslanet heldur en konur. Þeir treysta hvor öðrum svo vel eftir að hafa verið saman í skóla, unnið saman, verið saman í íþróttum o.s.frv. Það er ekki þar með sagt að konur noti ekki eða myndu ekki nota sömu aðferðir - en þegar karlar eru með hér um bil öll völd þá verður niðurstaðan sú að völdin erfast í "beinan karllegg" - bara ekki í líffræðilegum skilningi.

Mér finnst einnig athyglisvert að hlusta á viðkomandi einstakling tala um samræmingu atvinnu- og fjölskyldulífs þar sem fram kemur að hann er búinn að vera fjarverandi frá konu og börnum frá því í september. Hefur sem sagt verið í hlutverki helgarpabba þennan tíma - hversu margar konur eru í aðstöðu til að gera slíkt hið sama? Eru allir þessir karlar með "konuna á bakvið manninn" sem sér um að halda fjölskyldulífinu gangandi? 

Svona atriði geta skipt heilmiklu máli - og sjást t.d. þegar skoðaður er munur á atvinnutekjum karla og kvenna (heildarmunur á launum án þess að tekið sé tillit til neinna skýribreytna eins og aldurs, menntunar, vinnutíma oþh). Inn í þeim mun er einmitt munur á ólaunaðri vinnu karla og kvenna - ólaunaða vinna kvenna felst í heimilisstörfum, uppeldi og umönnun - störf sem karlar sinna í minna mæli - en hafa þá kannski frekar tækifæri til að klifa metorðastigann. Með öðrum orðum - þeirra velgengni veltur að hluta til á því að til staðar sé kona sem geri þeim það kleift...

Er reyndar ekkert að fullyrða að svo sé í þessu tiltekna tilviki, en þegar heildarfjöldinn er skoðaður er vert að huga að aðstöðumun kynjanna í þessum málum. Er staðan þannig að konur verða hreinlega að velja á milli þess að ná langt í viðskiptalífinu eða eignast fjölskyldu á meðan kk geta treyst á að finna konu sem er til í að fórna sínu fjárhagslega sjálfstæði svo þeir geti komið sér áfram? Í fullkomnum heimi myndi valið ekki standa þarna á milli. Annar valkostur væri að stuðla í það minnsta að jafnréttissinnuðum heimi þar sem valkosturinn myndi jafnast út á milli kynja þar sem jafnmargir karlar eru tilbúnir að vera heimavinnandi og konur þannig að þetta myndi jafnast út yfir heildina... 

Það er í það minnsta ekki jafnréttissinnað að hafa þetta allt á annan veginn.  

En allavega - hvernig nákvæmlega var staðið að þessari ráðningu eða hvort að akkúrat í þessari ráðningu sé raunverulega um hæfasta einstaklinginn að ræða er ekki aðalatriðið. Þetta dæmi gefur okkur hins vegar ærið tilefni til vangaveltna um raunverulega stöðu kynjanna - það hlýtur eitthvað mikið að vera með þegar hæfasti einstaklingurinn þykir í öllum tilvikum vera karlkyns. Allir sem þekkja til beggja kynja vita nefnilega að kynin eru jafnhæf... og þegar það endurspeglast ekki í ráðningum þá er eitthvað kynjað við hlutina... - í heildarsamhengi.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.5.2007 kl. 19:57

24 identicon

Aðaláhugamál feminista virðist vera að bera saman stöðu karla og kvenna. Nú ætla ég að bregða á leik.

"Æ, mér er alveg hætt að finnast þessir strákar krúttlegir.

Finnst þeir orðnir meira eins og pirrandi mý. 

Gerir það mig að vondri manneskju?"

Ef ég myndi segja þetta um feminista þá myndi ég örugglega neyðast til þess að halda kyrru fyrir í nokkra daga.

Það sem væri örugglega ennþá verra væri ef ég myndi orða þeta svona: "Mér er hætt að finnast þessar konur krúttlegar, þær eru orðnar meira eins og pirrandi mý".

Hafið þið eitthvað út á þessa setningu að setja?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:56

25 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Takk fyrir góð og greinargóð (löng) svör Katrín...las þetta reyndar hratt yfir, klukkan orðin háttatími ;o)

Jón Gunnar, þetta með "krúttlegir strákar, pirrandi osfrv" ég átti þetta nú kannski skilið, kom með leiðinda komment, biðst afsökunar á því, og fékk svo bara leiðinda skot tilbaka hehe

Langar samt að benda á það, áður en maður leggst til rekkju, að "vinapólitík" í fyrirtækjum kemur sér ekki eingöngu illa við kvenfólk heldur einnig karlmanna sem eru kannski ekki í "the circle of trust" (úr hvaða mynd er þetta aftur, svefngalsi) Þekki það af eigin raun!

Þangað til næst

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 1.5.2007 kl. 23:59

26 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm hlakka til!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.5.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 332471

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband