22.4.2007 | 19:13
Staðgöngumæður
Mér skilst á fréttum RUV að auglýst hafi verið eftir staðgöngumóður í Mogganum í dag. Ég veit nú ekki alveg hversu hrifin ég er af þessu koncepti... ég er allavega hrifnari af ættleiðingum, enda ótalmargar siðferðisspurningar sem vakna. T.d. við hvaða aðstæður búa þær konur sem taka að sér að vera staðgöngumæður? Einnig er ekki fyrirséð hvaða tengsl staðgöngumóðirin myndar við barnið á meðgöngu og ekki finnst mér ólíklegt að hún þurfi að glíma við mjög erfiða tíma í kjölfar fæðingar og að gefa barnið frá sér.... Erlendis hafa allavega komið upp nokkur mál þar sem staðgöngumæðrunum hefur snúist hugur um að láta barnið frá sér og allt endað í málaferlum. Hef reyndar ekki hugmynd um hvernig þau málaferli hafa endað.
Ég get skilið að fólk hafi þessa ógurlegu löngun til að eignast barn með eigin genum upp að vissu marki... en ég get samt ekki gúdderað að allar leiðir eigi endilega að standa fólki opnar...no matter what. Þetta býður óneitanlega upp á að hinir efnameiri nái að nota hinar efnaminni konur... Annars ímynda ég mér að kynjafræðin hljóti að hafa gert einhverjar rannsóknir á þessu. Væri áhugavert að skoða þær!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég skil þessar pælingar að mörgu leyti, en ættleiðingar eru ekki heldur svo einfalt mál. Nú skilst mér að biðtíminn eftir barni frá Kína sé orðinn þrjú ár fyrir hjón, og nauðsynlegt er að uppfylla ýmis skilyrði fyrir því að fá að ættleiða. Til dæmis eru sett skilyrði varðandi aldur, lengd hjónabands, fyrri hjónabönd, menntun, eignir, holdafar og heilsu, en fólk sem hefur verið með ákveðna sjúkdóma er t.d. útilokað frá því að ættleiða.
Á þá bara að segja þessu fólki að það megi aldrei eignast börn. Hvað t.d. með konu sem hefur misst legið eða getur ekki gengið með börn? Er það bara "too bad"?
Svala Jónsdóttir, 22.4.2007 kl. 19:50
Ég myndi frekar vilja liðka fyrir ættleiðingarferlinu. Það þarf fleiri lönd sem má ættleiða frá og sum þessara skilyrða eru út í hött að mínu mati (t.d. að fólk þurfi að vera í hjónabandi, holdarfar... og eitthvað fleira).
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 20:26
þetta er flókið, en þarft umræðu efni.
Íslenskt samfélag þarf að mynda sér afstöðu til þessa máls. Láta ekki eins og þetta sé ekki mögulegt.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 22.4.2007 kl. 22:02
Ég er alveg hlutlaus en mér hefur alltaf fundist mesta afrek mitt í lífinu að eignast minn fyrsta son. Það hlýtur að vera hræðilegt að geta ekki eignast börn á "venjulegan" hátt.
Benedikt Halldórsson, 22.4.2007 kl. 22:33
það ættu að vera álíka skilyrði fyrir því að vera staðgöngumóðir og að fá að ættleiða, þ.e.a.s. ættu að vera mörk varðandi hver tilvonandi staðgöngumóðir er til að koma í veg fyrir stöðumun, að ríkir nýti sér fátæka í þessum efnum.
SM, 22.4.2007 kl. 23:26
Það er alls ekkert skilyrði um að fólk sé í hjónabandi til að fá leyfi til ættleiðingar. Heldur er skilyrði að fólk hafi verið í óvígðri sambúð, staðfestri samvist eða í hjónabandi í a.m.k. fimm ár sbr. 1. mgr. 2. gr. l. um ættleiðingar nr. 130/1999.Það kemur fram í 5. gr. sömu laga að leyfi verði veitt þeim einum sem náð hefur 25 ára aldri, en ef sérstaklega stendur á, er hægt að veita þeim sem orðin er 20 ára leyfi.
Í 9. gr. reglugerðar um ættleiðingar er rætt um sjúkdóma sem geta leitt til synjunnar leyfis. En ég tel að hvert tilvik sé metið fyrir sig. Þið talið um að holdafar umsækjanda skipti máli þá kemur aðeins fram í k. lið þessarar greinar að offita geti leitt til synjunnar og tel ég að þessu sé ekki oft beitt, en ef manneskja er það vaxinn að hún komist ekki úr húsi þá held ég að hún eigi ekki erindi í að ættleiða börn. Vegna þess að í þessum málum er ávallt litið til þess hvað er barni fyrir bestu sbr. 4. gr. ættleiðingarlaga. Þar sem Íslendingar eru nú flestir ágætlega "fit" þá held ég að það reyni ekki mikið á þetta. Allaveganna veit ég ekki um slíkt mál.
Í 15. gr. reglugerðarinnar er listi yfir það sem skal koma fram í umsögn barnaverndarnefndar um hagi umsækjanda. Þar kemur meðal annars fram c. lið að upplýsinga skal leitað um menntun umsækjanda. Þrátt fyrir að fólk sé ekki "vel" menntað þá þýðir þetta ekkert endilega að því fólki verði neitað um ættleiðingu, þetta er aðeins eitt af fjölmörgu atriðum sem barnaverndarnefnd á að athuga um hagi umsækjanda sbr. 15 gr. sömu reglugerðar. Einnig kemur fram í 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar að efnahagur umsækjanda skuli vera traustur.
Annars finnst mér sjálfsagt fólk þurfi að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði til að ættleiða, einnig að hagir umsækjanda séu skoðaðir og að fólk sé ágætlega hæft til að taka við barni, því að í þessum málum er aðallega verið að hugsa hvað sé barni fyrir bestu en ekki þörf fólks til ættleiðingar. Sjálfur þekki ég svona mál lítið persónulega, en þetta er réttarstaðan í dag allaveganna.
Lárus Gauti (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:49
Ég vil benda Lárusi á að þó svo að par komist í gegnum íslensku lagasíuna, þá er ekki gefið að það komist í gegnum sambærilega síu í landinu sem sendir barnið frá sér. T.d. eru held ég reglur þannig í Indlandi að báðir einstaklingar þurfa að vera a.m.k. 30 ára og giftir.
Valdís (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 05:41
Ég hef e-ð eilítið lesið um þetta og þess eru fjölmörg dæmi um að mjög illa staddar konur, fjárhagslega, taki að sér að vera leigumæður fyrir vel efnað fólk. Þetta hefur einkum gerst í bandaríkjunum en leigumæðurnar eru jafnvel erlendar og "keyptar" til USA í 9 mánuði til að ganga með barn....
Svo eru líka fjölmörg dæmi um systur eða mágkonur sem hafa staðið í svona og allir hafa uppskorið mikla hamingju úr því ferli.
Mér finnst liggja beinast við að hafa um þetta svipaðar reglur og varðandi líffæri. Það er ólöglegt að selja úr sér líffæri en þú mátt gefa þau. Þannig væri þessi möguleiki fyrir hendi t.d. fyrir systur eða annað velgjörðarfólk að "gefa" meðgöngu en möguleikinn á að misnota eymd efnaminni kvenna væri takmarkaður - nema þá á svörtum markaði...
Auður Magndís (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 10:02
Ég skil ekki alveg hvað er vandamálið við að efnameiri fjölskyldur geti borgað fyrir að fólk standi í þessu fyrir sig. Þetta er leið til að efnaminna fólk geti nalgast pening sem það með öðrum kosti næði ekki. Báðir ættu að vinna við þessar aðstæður. Ég get ekki gúdderað það að þú verðir að eiga einhvern súper-vin sem er reiðubúinn að gera þetta ókeypis. Fólkið sem leggur þetta á sig má alveg fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta er dýrt ferli sem að ég sé ekkert að því að sé gert, séu allir reiðubúnir að standa við sinn hlut. Þeas að meðgöngumæður láti krakkann af hendi, og genaréttu foreldrarnir launi henni erfiðið og standi af allann kostnað. Einmitt vegna kostnaðarins er ekkert skrítið að efnameira fólk sé að standa í þessu. Þetta er aðferð sem að stendur kannski ekki öllum til boða, en þá má líka ættleiða eins og Katrín segir. Það er ódýrara... þetta er bara lúxus aðferðin. Kostar meira, en barnið er þitt, með þín gen. Það er peninganna virði fyrir þá sem hafa efni á því.
Ég skil ekki alveg gagnrýnina á að þeir ríku fái að gera meira en hinir efnaminnu. Sjálfur er ég staurblankur námsmaður, en mér finnst alveg rétt að fólk með peninga eigi að fá möguleika á að nýta sér þá. Sömuleiðis á fólk með enga peninga að standa þessum möguleika til boða, þó vissulega er hann ekki fyrir nærri alla.
Sigurður Jökulsson, 23.4.2007 kl. 12:13
Góðann daginn. Eg vil benda mönnum á glóheita bók um þetta efni frá Harvard Bussiness School Press. Vakti heimsahygli og tekur á flestum þáttum málsins. Í senn fræðileg og alþýðleg.
Hún heitir THE BABY BUSINESS. How the money, science and politics drive the commerce of conception. Höf., Debora L. Spar. ISBN 1-59139-620-4 Fæst á Amazón
Guðmundur Pálsson, 23.4.2007 kl. 12:47
Sigurður Grétar: Finnst þér þá líka í lagi að fólk selji úr sér nýru eða önnur líffæri? Hvað með að selja úr sér auga? En hönd? Væru þetta ekki allt ágætis leiðir fyrir efnaminna fólk að ná sér í aur? Eigum við ekki að setja nein mörk á þessar afargóðu og freistandi leiðir til að vinna fyrir sér? Væri það ekki tvískinnungur að leyfa kaup á meðgöngumóður en banna kaup á höfuðleðri?
Auður Magndís (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 13:25
Þetta er mjög flókið siðferðilega.
Eins mikið og ég get skilið þrána eftir barni/börnum finnst mér hreinlega ekki hægt að gera hvað sem er til að uppfylla þessa ósk foreldra. Sumt öðlast sumir ekki í lífinu...og kannski er það too bad bara eins hart og það hljómar.
Varðandi ættleiðingarferlið er það vissulega strangt en má það ekki vera það?? Þetta snýst um aðeins meira en að gefa foreldrum "pakka" heldur vegferð heils einstaklings. Á þessum grundvelli er hægt að hafa strangar reglur og við eigum að hafa þær og mér finnst argumentið "það eru allskonar aumingjar að eignast börn á venjulegan" hátt falla um sjálft sig en þessi röksemd heyrist alltof oft.
Hulda (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:01
Þetta er mjög flókið siðferðilega.
Eins mikið og ég get skilið þrána eftir barni/börnum finnst mér hreinlega ekki hægt að gera hvað sem er til að uppfylla þessa ósk foreldra. Sumt öðlast sumir ekki í lífinu...og kannski er það too bad bara eins hart og það hljómar.
Varðandi ættleiðingarferlið er það vissulega strangt en má það ekki vera það?? Þetta snýst um aðeins meira en að gefa foreldrum "pakka" heldur vegferð heils einstaklings. Á þessum grundvelli er hægt að hafa strangar reglur og við eigum að hafa þær og mér finnst argumentið "það eru allskonar aumingjar að eignast börn á venjulegan" hátt falla um sjálft sig en þessi röksemd heyrist alltof oft.
Hulda (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:05
Auður, þetta er ekki spurning um að selja úr sér líffærin. Þetta er spurning um að lána líkama sinn í 9 mánuði. Ef að maður selur líffæri, er maður oftast að fórna aðeins meiru. Svo er aftur siðferðis spurningin að selja líkama sinn til eins eða neins... en það er allt önnur umræða.
Þessi samlíking er eins og að líkja hestreiðum við að borða hrossakjöt. Þú getur skilað hestinum af þér ef að þú ferð á hestreiðar, en varla með því að slátra hrossinu og borða það.
Aftur á móti eru líffæri seld og keypt af ríku fólki í dag. Flutningarnir fara bara fram í landi sem að leyfir það. Það er aftur annar handleggur.
Hvar maður setur mörkin er undir samfélaginu komið. Sjónarmið eiga aftur á móti alltaf rétt á sér.
Sigurður Jökulsson, 23.4.2007 kl. 16:14
Auður, þetta er ekki spurning um að selja úr sér líffærin. Þetta er spurning um að lána líkama sinn í 9 mánuði. Ef að maður selur líffæri, er maður oftast að fórna aðeins meiru. Svo er aftur siðferðis spurningin að selja líkama sinn til eins eða neins... en það er allt önnur umræða.
Þessi samlíking er eins og að líkja hestreiðum við að borða hrossakjöt. Þú getur skilað hestinum af þér ef að þú ferð á hestreiðar, en varla með því að slátra hrossinu og borða það.
Aftur á móti eru líffæri seld og keypt af ríku fólki í dag. Flutningarnir fara bara fram í landi sem að leyfir það. Það er aftur annar handleggur.
Hvar maður setur mörkin er undir samfélaginu komið. Sjónarmið eiga aftur á móti alltaf rétt á sér.
Sigurður Jökulsson, 23.4.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.