15.4.2007 | 23:06
Enn um kynjakvóta
Ég er loksins búin að komast í því í hvaða kjördæmi ég er Síðast var ég í Reykjavík norður, þrátt fyrir að hafa búið hér um bil á sama stað og núna - í húsinu við hliðina á, en núna er ég í Reykjavík suður. Ástæðan er sú að búið er að skipta Grafarholtinu í tvennt og við þann gjörning fluttist ég í nýtt kjördæmi. Það segir sig auðvitað sjálft að hagsmunir mínir sem þjóðfélagsþegn eru gjörólíkir eftir því hvar ég bý í Grafarholtinu! Ég tala nú ekki um ef að ég myndi búa í Mosó eða jafnvel í Grafarvoginum!
Kvótakerfi byggt á póstnúmerum þykir við hæfi í dag en kynjakvóti ekki. Ekki að ég sé brjálæðsilega fylgjandi kynjakvótum sjálf - þætti mun betra ef við værum jafnréttissamfélag og hlutirnir væru í lagi. En svo er ekki... og þess vegna hlýtur að vera þess virði að ræða kynjakvóta. Ég spái því nú reyndar að eftir því sem konum fjölgar á þingi þá verði karlar hlynntari kynjakvótum.... svona til að tryggja að þeir verði aldrei í minnihluta á þingi .
Kynjakvótinn hefur kosti og galla. Hann neyðir flokkanna til að hleypa hæfu konunum sínum að... og að ekki sé hægt að kjósa eftir kyni. Þannig stuðlar kynjakvótinn að auknu lýðræði og kynin búa við aukið jafnræði. Kynjakvóti læknar hins vegar ekki rót vandans - en það er spurning hvort hann sé nauðsynlegur plástur þar til rótin hefur jafnað sig og er komin í lag?
Stærsti ókosturinn við lögbundinn kynjakvóta hlýtur hins vegar að vera sá að hann kemur í veg fyrir nýtt kvennaframboð!!!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Heil og sæl, Katrín Anna !
Hvaða helvítis röfl er þetta, einhver fjandans kynjakvóti að þvælast fyrir fólki ? Hvernig færi nú, ef uppistaðan, eftir 1 túr, hjá einhverju skipa Guðmundar Runólfssonar hf, í Grundarfirði; af slöttungi karfa (rauðhausa) væri kvenkyns, eða jafnvel karlkyns ?Nefni bara, sem dæmi. Hvaða andskotans máli skipti það, Katrín Anna ?
Svei mér þá, er þetta röfl ekki farið að teygjast fullmikið, hvort meira sé af 1 kerlingu hér; eða 1 karli þar ?
Er þetta bara ekki málið, Katrín mín;; sumar konur eru fæddar rolur, líka sem karlar, ekki satt ?
Hve nær, skyldi VG liðskonan, Sóley Tómasdóttir rolazt, til að opna aftur athugasemda gluggaskrattann sinn ? Lík sumum Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum, með þetta, sendir tóninn hægri vinstri, þorir svo ekki; að taka við skeytum, frá okkur óskráðum, lítilla sanda - lítilla sæva o.s. frv.
Þú sýnir þó þann dug, að þora að standa fyrir máli þínu, heiður að því.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:45
Já, segi það nú.... svo er nú hálf fyndið að sjá nafnið hennar Sóleyjar í sömu setningu og orðið rolazt... á bara alls engan veginn saman, hvernig sem á það er litið!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:59
Sælar; stúlkur !
Fyrirgefið mér, mátti til; svolítil stríðni á bak við, hjá mér, Bölvið; Hulda,......... jah, einhver gamall og góður íslenzkur ávani.
Katrín Anna ! Bakka samt ekki, með sjónarmið mitt, gagnvart Sóleyju, hálf fyndið, að ein aðal snatt stelpan, hjá loddaranum Steingrími J. Sigfússyni; skuli ekki hafa gluggann opinn, til ferskra, og hreinskiptinna skoðanaskipta. Sýnir, að þú ert þó ein þeirra, sem treystir þér í orrahríðina, jafnt til skráðra sem óskráðra; Katrín Anna. Met þig því meir, sem slíkrar.
Kveðjur, ítrekaðar / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:15
Þú veist hver tilgangurinn er með jöfnunarsætum er það ekki?
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:55
Óskar mér finnst alveg lágmark að þú talir ekki illa um vinkonur mínar þegar þú ert í heimsókn... Sóley er með opið fyrir athugasemdir þannig að allir áhugasamir geta skráð hjá henni komment. Þeim sem liggur mikið á hjarta leggja það eflaust á sig... ekki hægt að ætlast til þess að fólk taki á móti dónalegum, nafnlausum gestum út í það óendanlega, sérstaklega þegar tæknin býður upp á annað... Mér er líka meinilla við skítkast á einstaka persónur... svo einu sinni enn - vinsamlegast verið kurteis í orðalagi.
Jón - pointið er að velta því upp af hverju fólki finnst kynjakvóti svona fáránlegur en póstnúmerakvóti sniðugur... Þó skipting í kjördæmum skipti máli upp á jöfnunarsætin þá er póstnúmerakvótinn við lýði... og ekki veit ég til þess að börn séu sett í mismunandi lituð föt á fæðingardeildinni eftir póstnúmerum, eða að gefnir séu út leikfangabæklingar með dóti fyrir börn í Vestmannaeyjum, annað dót fyrir börn á Reyðarfirði og þar fram eftir götum... ekki að ég sé að afneita áhrifum búsetu á líf einstaklinga... en kyn skiptir gríðarlega miklu máli líka.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 03:16
Jákvæð mismunun/kynjakvóti verður ekki sett sem lög einfaldlega vegna þess að hún brýtur 65. grein stjórnarskránnar.
Þannig að blessunarlega verða þetta einungis hugleiðingar hjá feminístum nema að þá VG takist að ná meirihluta tvö kjörtímabil í röð og breyta stjórnarskránni.
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 08:24
Enda er hávær krafa í dag um að landið verði eitt kjördæmi. Fólk vill ekki þessa póstnúmerakvóta.
Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:16
Kalli: Jákvæð mismunun er þegar þú tekur minna hæfa einstaklinga fram yfir hæfari einstaklinga. Kynjakvóti er því ekki jákvæð mismunun þar sem hann tryggir jafnan rétt og aðgang kvenna og karla að lýðræði... að segja að það sé jákvæð mismunun er kannski rökrétt fyrir þá sem vilja halda því fram að karlar séu hæfari... sem þeir eru auðvitað ekki. Í dag viðgengst neikvæð mismunun... og furðulega margir sem eru sáttir við það!
ps. Annars er alls endis óljóst hvort jákvæð mismunun sé ok hér eða ekki... hefur ekki reynt á það fyrir dómstólum.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 10:45
Þetta er kallað forgangsregla jafnréttislaga... ekki jákvæð mismunun. En skil þig... þetta er drulluflókið á köflum.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 10:59
Það skiptir engu máli hvort það er kallað "Jákvæð mismunun" eða "Kynjakvóti". Það er ekki leyfilegt að mismuna eftir kyni samkvæmt stjórnarskrá.
Nú ef þér finnst vera "Neikvæð mismunun" einhverstaðar í þjóðfélaginu, kærðu þá. Það er verið að brjóta stjórnarskránna.
Má búast við hundruðum kærumála á næstu dögum?
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:21
Eyja - affirmative action hefur verið þýtt sem sértækar aðgerðir, positive discrimination sem jákvæð mismunun. Þorgerður Einars skrifaði rosalega góðan pistil um þetta allt saman fyrir nokkrum árum. Veitti ekki af að hafa hann aðgengilegan opinberlega.... ef einhver veit um hann, endilega bendið á hann
Kalli: Þetta er ekki svona einfalt... kynjamisrétti viðgengst hér mörgum sinnum á dag allt árið um kring... þrátt fyrir lögin - og lögin ná ekki að dekka allt og vonandi viltu ekki stofna hér lögregluríki þar sem hið opinbera sér alfarið um að hugsa fyrir þig... væri betra ef þú myndir hugsa örlítið sjálfstætt svo þú gætir sleppt því að taka virkan þátt í kynjakerfinu og unnið þess í stað að því að koma á jafnréttiskerfinu...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:29
Ertu semsagt að segja Katrín að kynjamisrétti viðgangist hér á mörgum stöðum á Íslandi en þú getir ekki nefnt nein dæmi?
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:33
Vow Kalli.... hvaða rök eru þetta? Það er til langur listi yfir kynjamisrétti... og það ætti að nægja þér að lesa bloggið mitt til að sjá fjölmörg dæmi... launin eitt þeirra, ójöfn skipting ólaunðra starfa annað, ójafn aðgangur að lýðræði og ákvarðanatöku... kynferðisofbeldi, klám, staðalmyndir, tungumálið... viðhorf, fjölmiðlaumfjöllun. Skiptir varla nokkru máli hvaða málaflokk þú tekur fyrir - kyn kemur þar við sögu og yfirleitt ekki eins fyrir bæði kyn...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:39
Eina sem þú virðist geta nefnt er alhæfing um misrétti. Allir geta alhæft um hvað sem er.
Ég hef ekki séð frá þér eitt einasta dæmi.
Í ljósi þess gífurlega misréttis sem þú segir að ríki þá hlýtur Kærunefnd jafnréttismála að vera drukkna í vinnu.
Á þessu ári hefur Kærunefndin fengið til meðferðar 3 mál! Þrjú!
Tveimur þeirra var vísað frá og einungis það þriðja (frá karlmanni) var talið fela í sér misrétti.
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:50
Kalli - þú hlýtur að vita að fæst mál eru kærð og þú ættir að geta tekið stuttan rúnt á netinu til að sjá að viðhorf til kærumála eru nú ekki allt of jákvæð. Þær sem kæra fá nú heldur betur súpuna yfir sig. Þar fyrir utan eru margar konur í þeirri stöðu að hafa ekki hugmynd um hvað næsti maður er með í laun - og geta því ekki farið og kært þar sem þær hafa ekki fullvissu um mismunun.
En þú ert að hjakka í einhverju afskaplega skrýtnu hjólfari með þessa þráhyggju um að telja upp öll einstök dæmi um kynjamisrétti. Vísun í kannanir er ekki alhæfing. Það væri alhæfing að segja að á öllum heimilum vöskuðu konar oftar upp en karlar. Það er hins vegar ekki alhæfing að segja að kannanir hafa leitt i ljós að þegar heildin er skoðuð kemur í ljós að konur vaska oftar upp en karlar... Skilurðu muninn?
Annars væri ágætt að snúa þessari þráhyggju með einstök dæmi upp á þig sjálfan:
1. Nefndu okkur nokkur fyrirtæki þar sem launajafnrétti ríkir - og sannaðu það
2. Nefndu okkur nokkur heimili þar sem heimilisstörf og barnauppeldi skiptist jafnt á milli hjóna?
3. Segðu okkur svo hvort út frá þessum dæmum sé hægt að alhæfa að jafnrétti ríki á gjörvöllu Íslandi - í öllum fyrirtækjum og á öllum heimilum.
Hlakka til að heyra frá þér!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 12:01
Frá ársbyrjun 2006 hafa verið kærð um það bil 10-12 mál til Kærunefndar, öllum vísað frá nema tveimur. Einu frá konu og einu frá karli.
Við lifum í frábæru samfélagi.
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:50
Úff Kalli... hef ekki tíma til að standa í þessu orðhjakki... en þú hlýtur að sjá það sjálfur að bara vegna þess að eitthvað stendur í stjórnarskránni þá þýðir það ekki að svoleiðis séu hlutirnir. Kynjamisrétti í samfélaginu er margsannað og tilgangslaust fyrir þig að halda því fram að hér sé ekki kynjamisrétti - þú sérð það ekki einu sinni þó það blasi við þér. Ólaunuð vinna kvenna í heimilisstörfum hefur víðtæk áhrif bæði á fjárhagslegt sjálfsstæði og lýðræðislega þátttöku. Það er mjög mikið kynjamisrétti og vonandi ferðu einhvern tímann að hugsa rökrétt... Akkúrat í augnablikinu hljómarðu eins og þú sért á fyrsta ári í lögfræði og trúir blint á mátt orðanna í lagabókstafnum... (sorry fyrsta árs nemar í lögfræði - og þetta er ekki alhæfing um laganema... bara að tala um Kalla...)
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 12:59
Já látum okkur það bara nægja. Það ríkir gríðarlegt kynjamisrétti á Íslandi. Reyndar ekki hægt að nefna nein akút dæmi um það en það er samt augljóst öllum og tilgangslaust að andmæla því.
Þetta er reyndar aðeins farið að minna mig á félaga minn, bókstafstrúarmanninn, sem sér verk kölska (bókstaflega) allstaðar. Getur reyndar ekki nefnt nein dæmi en segir að það blasi við og sé tilgangslaust að andmæla því.
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:15
Hættu nú alveg. Hefur það ekkert með kynjajafnrétti að gera að barnauppeldi og heimilisstörf skiptist misjafnlega á milli kynja?
Ekkert misrétti í því að bæði vinna 100% og svo kemur konan heim og vinnur a.m.k. 20-30% í viðbót og maðurinn vinnur kanski 10% í viðbót.
Er það ekki misrétti?
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:18
Kalli prófaðu frekar að orða þetta svona: Þér hafa verið bent á ótal dæmi um misrétti en þú lokar fyrir eyru, munn og augu og neitar að sjá það.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 13:32
Hver er að banna konum að fara að vinna úti ef þær vilja?
Kalli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:38
Kalli ég ætla að mæla með því að nú nælir þér í eintak af bókinni Veröld sem ég vil og gluggir aðeins í hana. Einnig er bókin Íslandsdætur ansi góð og Strá í hreiðri (ævisaga Bríetar Bjarnhéðinsdóttur). Píkutorfan er líka sívinsæl... Tímaritið Vera er líka hafsjór af upplýsingum ef þú vilt kynna þér málið aðeins betur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 13:44
Heil og sæl, Katrín Anna og aðrir skrifarar !
Ætlaði nú engan að stuða; persónulega, en það, að ég nefndi Sóleyju Tómasdóttur, til umræðu þessarrar, var; að ég vildi tiltaka dæmi um sjálfbirgingshátt þann, sem svo víða tíðkast, í samfélaginu, vinnubrögð Sóleyjar minna mig talsvert á þá Framsóknarmennsku, hver enn plagar okkar þjóð, alltof mikið. Má vera, að sé misskilningur minn, finnst þetta nú bara vera svo.
Gerði það, fyrir Huldu Katrínu; að sleppa öllu bölvi, að þessu sinni, veit, að það er allmikill annmarki, í orðræðu allri, en....... við, sem erum af gamla skólanum, verðum að fá að hafa okkar sérvizku út af fyrir okkur, erfitt, að kenna gömlum hundi að sitja, o.s. frv.
Með eindregnum kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:31
Á nú að fara að gera það að lögreglumáli hver vaskar meira upp á heimilum hjóna? Getur konan kært kallinn til jafnréttislöggunar fyrir það að vaska ekki upp? Má þá ekki kallinn kæra kellinguna til jafnréttislöggunnar fyrir að þvo ekki bílinn?
Er ekki hægt að loka fólk inni á viðeygandi stofnunum sem hugsar svona?
Annars algjörlega sammála Kalla hér að framan, ef misréttið er slíkt og þvílíkt sem feministar halda fram, af hverju eru kærur til jafnréttisráðs svona sárafáar? Heimskulegar fullyrðingar um að konur þori ekki að kæra verða ekki teknar til greina. Konur kæra en í flestum tilvikum byggja kærurnar á engri undirstöðu og er því vísað frá.
Sannleikurinn er nefnilega sá að hið meinta misrétti fyrirfinnst ekki, þetta er hugarburður fólks sem nærist á því að gera úlfalda úr mýflug. Skýrasta dæmið um það er bloggarinn sjálfur, sem rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að leiðrétta meint misrétti, og virðist ekkert altof upptekin af rekstrinum ef marka má afköstin á blogginu.
Brandur (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:14
Áhugaverð umræða! En kynjakvótar virkja nú í báðar áttir. Það gerðist nú á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina að kona (þ.e. ég) þurfti að víkja fyrir karlmanni í framkvæmdastjórn flokksins. Það er auðvitað ánægjulegt að vera í flokka þar sem konur eiga ekki síður möguleika en karlar að komasta til áhrifa - en ég verð nú að viðurkenna það að ég svona prívat og persónulega hefði frekar viljað vera aðal - en vara.
Valgerður Halldórsdóttir Samfylkingarkona og formaðir Sólar í Straumi
Valgerður Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.