15.4.2007 | 18:26
Yes!
8 konur og 3 karlar kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þetta hlýtur að teljast saga til næsta bæjar og full ástæða til að óska Sjálfstæðisfólki til hamingju með þetta. Gott hlutfall kvenna í miðstjórn vegur upp á móti skorti kvenna í valdastöðum á vegum flokksins.
Í borgarstjórn sitja 4 karlar og 3 konur sem borgarfulltrúar á vegum flokksins. Á alþingi eru 23 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 16 karlar og 7 konur. Ráðherrar eru 6, þar af einungis 1 kona. Útlit fyrir komandi alþingiskosningar er ekki gott varðandi kynjahlutföll flokksins. 5 karlar og 1 kona leiða lista flokksins og úrslit prófkjara voru ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar jafnrétti kynjanna er haft til hliðsjónar. Flokksmenn virðast þó sjá að þetta er eitthvað til að skammast sín fyrir og hafa vaknað aðeins á landsþingu og reynt að bæta úr - sem er frábært, enda hafa skoðanakannanir sýnt að flokkurinn nýtur mun meira fylgis meðal karla en kvenna.
Óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með þetta. Vona að flokkurinn bíði ekki skaða af öllum þessa kvennafans í miðstjórninni og fari vonandi bráðum að jafna kynjahlutföllum á öðrum vígstöðum.
Kjartan fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Konum hefur nú gengið vel innan sjálfstæðisflokksins, hvort sem er þetta eða í undanförnum prófkjörum.
TómasHa, 15.4.2007 kl. 19:59
Híhí. Þú ert nú bara soldið fyndinn!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 20:08
Já, kraftaverkin gerast enn En svo er það spurning hvort þetta virkar sem skyldi þegar mótívið að baki er kannski fyrst og fremst að plástra eftir prófkjörin. En við verðum bara að vona það besta
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 20:54
Það verður nú seint sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé konum hliðhollur, en ég held að þetta sé rétt hjá Önnu Ólafsdóttur að kosningin í miðstjórnina megi túlka sem einhverskonar plástur á þá skammarlegu útreið sem konur fengu í prófkjörum Sjallanna. Í sjálfu sér er ástandið engu betra í Samfylkingunni, þar er það bara í einu kjördæmi sem kona leiðir listann og það er í Reykjavík-suður þar sem Ingibjörg er í fyrsta sæti. Spurning hvort VG séu eini sanni jafnréttisflokkurinn.
Guðmundur Örn Jónsson, 15.4.2007 kl. 21:40
Góður punktur Guðmundur Örn!
arh
Ásgeir Rúnar Helgason, 15.4.2007 kl. 22:08
Alveg sammála Guðmundi Erni varðandi prófkjör Samfylkingar. Velti upp ákveðnum punktum um það í þessu bloggi. Í þessum efnum er staðan greinilega best hjá VG.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:30
Mér finns þið vera að hugsa þetta á rangan hátt. Kynjahlutfall í stjórnmálum er að mínu mati ekki bundið við í hvaða flokk fólk er heldur frekar hversu t.d. konur eru duglegar að koma sér á listana. Mér finnst það beinlínis asnalegt að konur séu á framboðslista bara af því þær eru konur, til að komast á listana verður fólk að hafa eitthvað að segja og gera sem almenningur treystir þeim til. Ég held að í sumum flokkum séu konur ekki nægjanlega duglegar að koma sér áfram. og ég held líka að það hafi ekkert með plástur að gera, svo einfallt er nú þetta
Gylfi Björgvinsson, 15.4.2007 kl. 22:43
Gylfi ég held þú sért nú bara sjálfur að hugsa þetta rangt... Lýðræði getur ekki orðið nema bæði kyn taki jafnan þátt í lýðræðinu. Kyn hefur mun meiri áhrif á líf einstaklinga heldur en t.d. póstnúmer. Ég er t.d. mjög ósátt við að búa í þjóðfélagi þar sem karlar hafa meirihluta valds hvert sem litið er... óþolandi, gjörsamlega!
Gengi kvenna í stjórnmálum hefur ekkert með það að gera að konur séu svona latar og óduglegar, eins og þú segir. Kerfið er hannað af körlum, utan um líf og aðstæður karla... þar er t.d. ekki tekið tillit til mæðra - hvort sem þær eru einstæðar eða í sambandi - enda fellur meirihluti fjölskylduábyrgðar á konur...
Það eru ekki konur sem eru gallaðar heldur kerfið sem er gallað... skiljú?
Ps. Varðandi kynjahlutföll þeirra sem leiða lista:
XD = 5 karlar, 1 kona
XS = 5 karlar, 1 kona
XB = 3 karlar, 3 konur
XV = 4 karlar, 2 konur
XF = 5 karlar, 1 kona
Veit ekki hvernig þetta er hjá nýjum framboðum en samkvæmt þessu er það Framsókn sem hefur vinninginn í jöfnu kynjahlutfalli og VG í öðru sæti.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:56
Þetta er nú ekkert nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum. Vil benda þér á það að á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, 2005, voru kosnar 9 konur og 2 karlar í miðstjórn. Konur eiga auðvelt með að komast áfram hjá Sjálfstæðisflokknum þegar þær sækjast eftir því, eins og þær gera iðulega í miðstjórn.
Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:05
Úbbs! Ljótt af mér að gleyma Framsókn í þessu dæmi - En kannski verður mér fyrirgefið af því að í dag breytti ég þemalitnum á blogginu mínu úr rauðu í grænt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:08
Hmmmm - þannig að þarna var um afturför á hlut kvenna hjá Sjálfstæðisflokknum að ræða!??
En Margrét... það er ekki nóg að fylla miðstjórnina af konum - þær þurfa að vera annars staðar líka og þar á Sjálfstæðisflokkurinn sér afar slæma sögu. Hann á sér því miður líka marga bræðraflokka í þessum efnum... og ég held svei mér bara þá að það sé enginn flokkur sem ég veit um þar sem konur hafa ekki alltaf verið í minnihluta valds... ef undan er skilið Kvennalistinn og Kvennaframboðin!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:11
Já. Katrín Anna þetta er mjög mikilvægt fyrir framtíð sjálfstæðisflokksins og landsins alls. 8 konur og 3 karlar. Þetta mun gera gæfumuninn fyrir ýmsa hópa þjóðfélagsins, börn og gamalmenni, pípara, sjómenn og iðnaðarmenn. Já, og lífskjör manna almennt. Hagstjórn og framtiðarhugsun. Við verðum miklum hæfari til að takast á við hlutina. einmitt vegna þessa: 8 konur og 3 karla. Ég er hógvær en ég verða samt að segja að helst hefði ég viljað hafa það 9 konur og 2 karla - en látum þetta duga. Áfram konur, áfram röskar og góðar konur! Og til hamingju með þennan stórsigur.
Með góðri sjálfstæðiskveðju.
Guðmundur Pálsson, 15.4.2007 kl. 23:11
Kæra Katrín,
Þú hugsar greinilega of mikið. Talar um eitthvað kerfi sem er hannað af körlum og tekur ekki tillit til einstæðra mæðra o.s.fr. Hvað villt þú að "kerfið" geri fyrir einstæðar mæður. Vaski upp og skipti á börnunum?
Fólk með kerfisvillu bíður gapandi eftir að ríkið mati það. Síðan rífst það og skammast yfir því hvað maturinn var vondur.
Björn Heiðdal, 15.4.2007 kl. 23:19
Er þetta ekki dæmigert. Need I say more?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:51
Mikið ofboðslega er ég orðinn leiður á þessari kynfærafetish hjá feministum. Snýst öll þeirra veröld, hugsun og barátta um kynfæri? Eru þessar kellingar ekki bara á kafi í klámi og viðlíka vibba? Það er eini geirinn annar sem mér dettur í hug sem eingöngu fókúserar á kynfæri og ekkert annað.
Brandur (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:21
Brandur - FYI - að vera karl snýst um annað og meira en typpi og að vera kona snýst um annað og meira en bara píkur. Ef þú ert ekki búinn að gera þér grein fyrir því nú þegar.... þá ... já ... þá... spurning um að þú veltir því aðeins fyrir þér hvernig kyn hefur áhrif á allt okkar líf...
En ef þú ert svona leiður þá er auðvitað bara um að gera að loka eyrum, munni og augum og snúa sér að einhverju öðru... Viljum jú ekki að þú sért í eilífum sjálspyndingum!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.4.2007 kl. 03:01
Það er bara ekki rétt að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eitthvað slæma sögu í þessum málum. Þið eruð nú svo góðar í að reikna hlutföll, tékkaðu á því hversu gott hlutfallið var í seinasta prófkjöri. Konur sem buðu sig fram og náðu bindandi kosningu.
Þegar þetta er skoðað kemur ansi jákvæð mynd af hlut kvenna innan flokksins.
TómasHa, 16.4.2007 kl. 08:45
Kæri Tómas.
Það verður að skoða sögu Sjálfstæðisflokksins frá byrjun og þá kemur allt önnur saga í ljós. Síðan hafa ekki margar konur Sjálfstæðisflokksins orðið forsætisráðherrar ef ég man rétt.
Need I say more
Björn Heiðdal, 16.4.2007 kl. 09:39
Ágætt hjá mínum mönnum með að velja svona margar frambærilegar konur í miðstjórn. Almennt séð vil ég segja að ef konur vilja fleiri konur í efstu sæti framboðslista, þá eiga þær að kjósa konur í þessi sæti en ekki að haga sér eins og "konur séu konum verstar".
Örninn (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.