21.3.2007 | 15:20
Ef allir dagar gætu verið eins og gærdagurinn!
Byrjaði daginn á því að halda námskeið um kynferðislega áreitni. Eftir hádegi kenndi ég upp í Listaháskóla - spjölluðum heilmikið um annars vegar um hið gagnkynhneigða norm í auglýsingum og hins vegar um klámvæðinguna og áhrif hennar. Endaði svo kvöldið í hópi hugsandi karlmanna þar sem ég skemmti þeim með sögum af bloggi, klámi og klámvæðingu! Það var skemmtilegt og þeir voru skemmtilegir.
Yndislegur dagur!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
kynferðisleg áreitni!
Fyrir nokkrum árum var ég á námskeiði. Þar voru bæði karlar og konur á öllum aldri. Þennan vetur var mikil umræða um kynferðislega áreitni í þjóðfélaginu. Eitt sinn í "bríarí" spyr ég svona yfir kvennahópinn: Hvað er það þetta kynferðislega áreitni sem allir eru að tala um? og ekki stóð á svari. Kona á besta aldri svaraði að bragði við mikinn fögnuð kynsystra sinna:
það er það sem við erum alltaf að bíða eftir!
Auðun Gíslason, 21.3.2007 kl. 16:55
http://perezhilton.com/topics/jenna_jameson/we_love_her_but_20070320.php
Fyrir ofan er linkur á stúlku sem gefið hefur milljónum ungra drengja og stúlkna hugmyndir af normum í kynlífi. Hún er þykir gott dæmi um manneskju sem hefur unun af því að starfa við klám. Ég er samt ekki viss um að myndirnar (af henni alklæddri) beri það með sér.
Aðdáandi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 20:15
Lestrarfélagið Krummi þakkar fyrir einkar fróðlegt og skemmtilegt erindi. Umræðurnar í kjölfarið voru líflegar en þó málefnalegar og lausar við öfgar. Þannig er það ekki alltaf þegar eldfim mál eru til umræðu. Krummar eru ánægðir með nýja bloggvininn!
Pétur Blöndal
Krummi, 21.3.2007 kl. 21:23
Beta: Takk... en þú ert bestust
Auðun:
Aðdáandi: Þú veist örugglega að Jenna Jameson lenti í bæði hópnauðgun og nauðgun á unga aldri. Ólst líka upp við mjög erfiðar aðstæður. Hún segir sjálf að hún myndi aldrei, aldrei vilja að dætur hennar störfuðu í klámbransanum. Best að hafa þetta með því hún er svona trophy klámbransans um hamingjusömu klámstjörnuna sem fæddist með silfurskeið í munninum... (sjá 2 færslum neðar!)
Krummi: Takk sömuleiðis - megið bjóða mér aftur hvenær sem er
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 22:58
Ef allir dagar væri eins og ég væri kona!
Þá gæti ég hætt að vinna af því ég hefði kallpung til að sjá fyrir mér, ég gæti hætt að hafa áhyggjur af eigin afkomu af því að ég er svo óskaplega fullkominn, auk þess sem að einhver heimskur kallpungur væri nógu heimskur til að sjá hversu ofboðslega mikilvægt starf mitt væri. Ekki það að ég persónulega væri tilbúin að fórna einhverju fyrir málstaðinn, en ég væri þó í þeirri stöðu að allar mínar fórnir væru á kostnað annara. Sú var tíðin að ég var í góðri stöðu og aflaði tekna, en þegar náttúran kallaði þá var auðvitað ekki aftur snúið, það var kallsins að sjá fyrir mér og mitt að leika mér óháð öllu öðru, enda kelling innst sem yst.
Þrándur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 02:09
Katrín mætti ég koma með nokkrar spurningar um skilgreiningar femínisma í þessum þræði?
Kalli (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:33
Það er í anda Björns bónda, dóms og fjallkirkju, að lögleiða hér vændi. Þessi lögleysa finnst honum sniðug. Og skattleggur svo herlegheitin. Það er víða matarholan hjá Sjöllum og Framsókn, enda þótt þeir séu nú voða mikið á móti því að ríkið sé með nefið ofan í hvers manns koppi. En blautur er nebbinn á Bíbí og er kominn hefðarréttur á þá bleytu alla. Ekki datt honum í hug að gera það bara ólöglegt og refsivert að kaupa hér vændi, sem einfaldast og affarasælast var í málinu. Sænskar leiðir eru svo rosalega sossalegar eitthvað, óálandi og óferjandi öllum bjargráðum. Hér falbjóða erlendar dráttarvélar þjónustu sína nánast daglega á einkamálavefjum og kostar drátturinn 25 þúsund kall. Björn bóndi skattheimtumaður mætir síðan í dyrunum og innheimtir vaskinn, sem færi nú aldrei í vaskinn, og tekjuskattinn: "Ðö VAT is 6125 krónur, þenk jú verí möts for ðis prógramm, end dónt forgett tú pei ðí inkom tax, gúdbæ!"
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:22
Litið verður til danskra laga þegar kemur að því að heimta skatt af vændi. Með lagabreytingum sem gerðar voru á þingi um helgina varð löglegt að stunda vændi. Því er nauðsynlegt að greiða skatt af slíkri starfsemi. Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að í Danmörku sé virðisauki af tekjum fólks í vændi um 24 prósent og líklegt að sama stefna verði tekin hér þó enn liggi það ekki ljóst fyrir.
Steinþór bendir á að margt í þessu máli geti verið flókið og bendir á nýlegan danskan dóm þar sem vændiskona fékk hluta af kostnaði við brjóstastækkun endurgreiddan þar sem sýnt þótti að það félli undir rekstrarkostnað.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:39
Kalli: já þú mátt koma með spurningar um skilgreiningar á femínisma á þessum þræði.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.3.2007 kl. 10:51
Takk fyrir það Katrín. Þú fyrirgefur vonandi að ég mun spyrja nokkuð beinskeyttra spurninga og ef þú vilt síður svara þeim þá skil ég það vel.
Ég vona að þú getir svarað sem flestum spurningum frá sjónarhóli femínista en ef við á þá samkvæmt þinni persónulegu skoðun.
Fyrst er það klámið víðfræga. Það hefur verið á verulegu reiki hvað hinum ýmsu hópum finnst vera klám.
Skilgreining: Ólöglegt klám er það sem þér finnst að ætti að vera bannað samkvæmt lögum.
Kalli (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:10
1. Þekki Chippendales dansarana ekki neitt! Annars eru þeir örugglega sumir fórnarlömb og sumir ekki.
2. Stundum, stundum ekki. Margt sem spilar inn í.
3. Nei.
4. Nei.
5. Nei, ekki endilega.
6. Nei, ekki endilega (á hvorn veginn sem er).
7. Hér þarft þú að skilgreina kynferðislegan atburð. Myndirðu flokka eftirfarandi sem kynferðislega atburði?:
a) Kona með 2 typpi upp í endaþarminum?
b) 7 karlar og 1 kona þar sem hópnauðgun er í gangi - typpi í öll göt, brundað yfir andlitið á henni og hún að öskra?
c) Hún að leika ungabarn með smekk sem á stendur "I love my daddy"?
Ef þú flokkar ofangreint sem kynferðislega atburði þá er svarið við ofangreindri spurningu Já - slík ljósmynd getur klárlega verið ólöglegt klám.
Mæli annars með að þú takir þér smá tíma til að lesa í gegnum bloggið mitt og það sem ég hef skrifað um þessi mál. Finnur örugglega eitthvað af svörum við þá leit...
Nokkrar spurningar til þín í lokin. Getur þú sagt mér muninn á:
1. Klámi
2. Klámvæðingu
3. Kynlífsvæðingu
4. Nekt
5. Erótík
6. Kynferðislega opinskáu efni
7. Blygðunarsemi
8. Hlutgervingu
9. Staðalímyndum
10. Valdatengslum
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.3.2007 kl. 17:31
Takk kærlega fyrir svörin. Ég hafði ekki nefnilega ekki fundið neina umfjöllun um hvað femínistar teldu vera klám.
Varðandi spurningu 7 þá höfða engin ef dæmunum til mín kynferðislega en ég er viss ef einhverjum gerir það. Af því að mér skilst þá er þetta bara hátíð miðað við það sem sést í sumu homma klámi.
En á meðan verknaðurinn er á milli sjálfviljugra, sjálfráða einstaklinga þá ætla ég ekki að setja mig á hærri stall bara vegna þess að ég skil ekki kenndir annars fólks.
Auðvitað ef verknaðurinn er framkvæmdur með valdi eða á annan ólögmætan hátt þá verður að lögsækja.
Ég skil reyndar ekki alveg hvað þú átt við með spurningunni þinni um muninn á orðunum í upptalningarlistanum. En að minnsta kosti myndi ég halda að skilgreiningarnar á mörgum atriðanna væru mjög huglægar.
Kalli (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.