9.3.2007 | 10:15
Eitt orð getur skipt öllu máli...
Í dag var viðtal við mig í Blaðinu út af Smáralindarbæklingnum. Haft var vitlaust eftir mér á einum stað og vil ég koma leiðréttingu á framfæri. Hann sleppti nefnilega úr orðinu ekki þegar ég sagði að ég væri fullviss um að táknmyndin hefði EKKI verið sett fram af ásettu ráði.
Annars finnst mér þessi umræða öll gífurlega erfið og viðkvæm. Langar eiginlega ekki til að taka þátt í henni, satt best að segja. Á umræðupóstlista okkar í Femínistafélaginu hefur málið verið rætt - og það er eiginlega lykilatriði - það hefur verið rætt. Skoðanir eru mjög skiptar en fólk er ekki með þetta skítkast og sleggjudóma í umræðunni. Eins og ég sagði í viðtalinu við Blaðið - sumir sjá táknmyndir úr kláminu út úr myndinni á meðan aðrir koma ekki auga á þær. Hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér? Er til einn algildur sannleikur? Í markaðsfræðinni er kennt að "perception is everything". Það er ekki endilega raunveruleikinn eða sannleikurinn sem skiptir máli heldur það hvað fólk heldur og hvernig það upplifir hlutina. Þannig er það líka með Smáralindarbæklinginn. Mér finnst nóg að það sé þó nokkur hópur fólks sem sér táknmyndir úr kláminu í myndinni - það ætti að vera næg ástæða fyrir okkur til að setja spurningamerki við svona framsetningu og sleppa því að setja börn í svona aðstæður.
Verst finnst mér umræðan vegna stúlkunnar sem er saklaus þátttakandi í þessu öllu saman. Ég get alveg tekið undir það sjónarmið, og er sammála því, að fyrstu ummæli um myndina voru of harkalega orðuð. Mér finnst skipta máli að við verndum hana (stúlkuna) í umræðunni. Ég get ekki séð að margir af þeim aðilum sem hafa skrifað um þetta mál séu í þeim gír. Fréttablaðið braut allar reglur um vandaða og hlutlausa fréttamennsku með sínum skrifum um málið í gær. Bloggarar hafa farið offari - og á meðan GHK hefur fjarlægt ummælin af sinni bloggsíðu (sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé stúlkunnar vegna), þá láta aðrir þau standa og lýsa í heilagri réttlætingu hvað þeim finnst lágkúrulegt að segja svona... Og margir ganga ansi langt í lýsingum og orðfæri - sem er stúlkunni örugglega ekki til góða.
Það sem mér finnst skrýtnast í umræðunni... Vegna þess að ef tillitsemi við stúlkuna er útgangspunkturinn hjá þeim sem eru hvað reiðastir - látið þá það sama yfir ykkur ganga og sýnið henni tillitsemi. Sama á við gagnvart GHK. Fólk hefur vaðið áfram með alls kyns svívirðingar yfir hana. Þær hafa farið út fyrir öll velsæmismörk og eru alls ekki í þeim anda að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.
Annað sem mér finnst einnig skrýtið í umræðunni og það er hvað fólk er ekki tilbúið til að ræða málin. Táknmyndir eru oft á tíðum óljós tákn - og það að tákn úr kláminu birtist í myndum er ekki sama og að myndin sjálf sé eins og úr kláminu eða klámfengin. Myndir sem innihalda þekktar táknmyndir, hvort sem það er úr kláminu eða einhverju öðru, geta virst ósköp saklausar og sætar. Það er enginn sem sest niður og spyr út af hverju sumir sjá táknmyndir úr kláminu í myndinni. Fólk er ekki að reyna að skilja hitt sjónarhornið fyrst og mynda sér síðan skoðun heldur er málið ekkert skoðað.
Núna eru að birtast rannsóknarniðurstöður um áhrif klámvæðingarinnar á ungar stúlkur, drengi og samfélagið í heild. Þær niðurstöður eru sláandi og ættu að veggja óhug hjá okkur öllum. Meðal afleiðinga sem Ameríska sálfræðifélagið telur að muni hellast yfir okkur í framtíðinni er aukið misrétti, auknar kynlífstengingar við börn, aukin eftirspurn eftir barnaklámi og aukið kynferðisofbeldi. Þetta er framtíðin sem við erum að sigla inn í. Það kemur fram í skýrslunni hjá þeim að þau sjái aukningu í kynlífstengingum við börn nú á síðustu árum. Þessar tengingar munu ekki endilega birtast okkur skýrt og skorinort, hafið yfir allan vafa þannig að allir sjái. Nei, mun líklegra er að við munum fyrst og fremst sjá þetta í táknmyndum sem sumir sjá og aðrir ekki... Ef við viljum vernda börnin - þá lærum við á táknmyndirnar og við hlustum þegar fólk talar um að það sjái táknmyndirnar - og við leyfum börnunum alltaf að njóta vafans á þann hátt að setja þau ekki í hlutverk þar sem táknmyndirnar gætu verið til staðar.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
vel orðað hjá þér. Þetta er erfitt mál en táknin eru til staðar og margir hafa fengið sig fullsadda af að sjá þau tengd börnum.
SM, 9.3.2007 kl. 10:34
Góður pistill! Hvar get ég nálgast þessar rannsóknir? Kv alma
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 9.3.2007 kl. 10:35
T.d. hér.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.3.2007 kl. 10:39
Vel orðað hjá þér Katrín, það er virkilega þörf ábending hjá þér að við verðum öll að virða skoðanir hinna, og það sem er mikilvægast af öllu að skaða ekki saklausa einstaklinga með gífuryrðum. Oft gleymist það í umræðunni þegar hitnar en þau sem sjá að sér að breyta sínum færslum að athuguðu máli eru meiri persónur fyrir vikið.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.3.2007 kl. 10:45
Það er hægt að þræta um þetta mál á alla vega með góðum rökum á báða bóga.Það sem mér finnst kannski það skrýtnasta í þessu er að geta tengt unga stúlku við einhverja klámstellingu. Það er mér að öllu óskiljanlegt.
Í stað þess að þræta um hvað hinum og þessum þykir klám og ósiðlegt held ég frekar að við ættum að reyna sameinast og leggja á ráðin hvernig hægt sé að koma í veg fyrir misnotkun á einstaklingum í stað þess að þræta hvernig við hefðum átt að koma í veg fyrir það.
Hans Jörgen Hansen, 9.3.2007 kl. 12:36
Góður pistill. Mér finnst alveg mega ræða táknmyndir. Pistill Guðbjargar var ágætur fyrir utan eina setningu sem var of gróf fyrir minn smekk. En það er mjög áberandi hver má segja hvað í hinu opinbera rými.
Það er sniðugt að halda áfram að ræða táknmyndir en gera það án þess að athyglin beinist að stelpunni sem var fyrirsæta á þessari mynd.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.3.2007 kl. 13:28
Þú ert æði Kata. Frábær, klár, dugleg, hörð, sæt, róttæk og skemmtileg. Farin. Heyrumst.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:48
Er kannski einmitt einn punktur í þessu öllu saman að við, þjóðfélagið, höfum aldrei rætt þessa hluti um kynlíf, klám og allt það sem snýr að kynferði mjög opinskátt. Þetta hefur alltaf verið feimnismál. Ég held við þurfum einmitt að gera það, sérstaklega gagnvart ungu fólki svo það fái ekki hugmynd sína um kynlíf úr klámi.
Ég er að nefna þetta hér vegna þess að ég heyrði viðtal á Bylgjunni, frekar en Rás 2, í gær þar sem verið var að tala um þessa skýrslu sem þú nefnir.
Eitt af mörgu sem mér fannst athyglsvert, sem var sagt, var að unglingar vildu fá betri fræðslu um kynlíf og þeim fannst þau ekki fá hana frá kennurum, þó svo að það væri að hluta til inn í námi þeirra að fá fræðslu um þetta, eða þá foreldrum, sem töluðu lítið sem ekkert um þetta.
Ef við getum, án þess að fara í keng, útskýrt fyrir unglingunum hvað er talið vera heilbrigt og hvað ekki, þá þurfa þau ekki að læra það af klámi.
Þessi punktur er svosem í skýrslunni en mig langaði að minnast á hann þar sem þú varst að tala um skýrsluna... vonandi sömu skýrslu
Sigurður Fjalar Sigurðarson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:07
Voru það líka mistök hjá blaðinu að hafa eftir þér að þú teldir ábendingar Guðbjargar réttmætar?
Ummæli klámsýna lektorsins eru til háborinnar skammar og býður Háskóli Íslands hnekki í kjölfarið. Að bera svo í bætifláka fyrir umælin er jafnvel sorglegra en þau sjálf.
Sveinn Waage, 9.3.2007 kl. 15:13
Eyja: Já - ég sendi Evu Dögg póst strax í morgun og Blaðið mun birta leiðréttingu á morgun - enda um bagaleg mistök að ræða.
Sóley: Dittó - þú ert hetja - eða heija...
Sigurður: Jú, það þarf nauðsynlega bæði kyn- og klámfræðslu
Sveinn: Lestu bara pistilinn minn... og prófaðu að anda djúpt
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.3.2007 kl. 15:56
Hér að ofan er margt athyglisvert EN...
Það er mín staðfasta skoðun að það fólk sem yfir höfuð tengir mynd af 13 ára barni við kynlífshugsanir sínar sé vandamálið en ekki myndin. Á nákvæmlega sama hátt lagði feministafélagið eða fulltrúi þess fram athugasemdir um Orkuveituauglýsinguna á sínum tíma um að Hallgrímskirkjuturn væri "reðurtákn" sem að setti allt aðra meiningu í auglýsinguna og allt umhverfi hennar. Þarna var allt í einu helsta guðshús þjóðarinnar orðið að typpi. Hafði bara aldrei hvarflað að mér þegar ég horfði á auglýsinguna.
Hvar er línan? Er eðlilegt að fólk horfi á mynd af þessari fallegu 13 ára stelpu og hugsi um kynlíf í sömu andrá? Er eðlilegt að fólk horfi á Hallgrímskirkju og sjá fyrst og fremst fyrir sér typpi? Hvort er Hallgrímskirkja vandamálið eða sá sem horfir á hana með þessum augum? Hvort er myndin af 13 ára stelpunni vandamálið eða sá sem horfir á hana með þessum augum?
Ameríka er að missa sig yfir þessu líka. Þar telst það mjög siðferðislega hæpið ef fólk tekur börnin sín með sér í sturtu (þá er ég að tala um lítil börn), ef lítil börn eru eitthvað að bussla t.d. í læk og foreldrarnir klæða þau úr og leyfa þeim að bussla berrössuð, eða ef krakkar á leikskóla eru eitthvað að fikta í einhverju skrítnu sem er á líkama hins en er ekki á þeirra eigin. Auðvitað eru krakkarnir á leikskólanum ekkert að hugsa um kynlíf. Þau vita ekki einu sinni hvað kynlíf er. Þetta fer ekki að tengjast kynlífi fyrr en fullorðna fólkið tengir athöfnina kynlífi.
Ef fólk vill sjá táknmyndir tengdar kynlífi þá getur það séð þær í öllu mögulegu og ómögulegu. Húsum, myndum, umferðaskiltum, húsgögnum, bílum, ávöxtum o.s.frv. Algerlega það síðasta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa mynd var kynlíf eða klám. Þarna var ósköp venjuleg fermingarstelpa klædd eins og fermingarstelpur klæða sig í dag (þið getið séð þær í tuga vís bæði í Kringlunni, Smáralind, í skólum landsins og víðar) umkringd böngsum og einhverju litskrúðugu dóti.
Katrín, ég deili að sjálfsögðu áhyggjum þínum af klámvæðingunni og öllu því sem henni fylgir. En mér finnst ekkert síðri klámvæðing fólgin í því þegar fólk er farið að tengja alla hluti við klám. Tengja bangsa við klám, kirkjur, sokka sem barn er klætt í o.s.frv. Það er klámvæðing í sjálfu sér.
Lykilatriðið er að það er einfaldlega ekki eðlilegt að horfa á mynd af 13 ára gömlu barni og fara að hugsa um klám og kynlíf. Það hefur ekkert með myndina að gera heldur einungis þann sem á hana horfir.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.3.2007 kl. 16:43
Mikið hjartanlega er ég þér sammála Sigurður V.
Jason, 9.3.2007 kl. 17:08
Konan hefur eins og vitað er, fjarlægt pistilinn af blog síðu sinni, sem betur fer. Hins vegar lifir enn sú spurning hvort að það sé vegna eftirsjár og skömmustusemi að hafa birt pistilinn í upphafi, eða vegna kraftleysis í að fylgja eftir skoðunum sínum. Ég leyfi mér að giska á að hún hafi dregið ummæli sín til baka og sjái eftir þeim, þótt hún háfi reyndar ekki einu sinni sjálfstraust í að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Hitt finnst mér verra, þeir sem réttlæta skrif hennar, og finnst mér það lýsa þeim ekki frekar en þeirri sem rituðu ummælin í upphafi, þeas þeirra hugarástandi en ekki íslenskum raunveruleika.
Jason, 9.3.2007 kl. 17:14
Sæl Katrín Anna (og þið öll),
Ég veit ekki hvort að þú Katrín Anna sért að vísa m.a. til minna skrifa þegar þú nefnir bloggara sem þú telur að séu í einhverjum hefndarhug í garð Guðbjargar, að við ætlum okkur að láta hné fylgja kviði.
Ég ber engan slíkan hug til hennar.
Í raun skiptir það ekki máli hvað þessir bloggarar eru að fara, það sem skiptir sem ekki máli er að Dr. G. þarf að gera meira en að fjarlæga skrif sín, þau eru ekki aftur tekin, hún VERÐUR að SKÝRA málið og hún VERÐUR að biðjast AFSÖKUNAR með sama hætti og hún dæmdi.
Auðvitað er þetta "verður" bara mitt en lítið á það sem vel meinandi ráðleggingu, ekki taka þessu sem áskorun andstæðings (sem væri líklegast þegar þið eigið í hlut)
Ég er búinn að skrifa mitt svar við þessu hér Kynjamyndir, klám og klikkaðar kerlingar.
Viggó H. Viggósson, 9.3.2007 kl. 19:30
flottur pistill Katrín Anna
Guðbjörg fær hrós fyrir að taka burtu pistilinn sinn, en það er staðreynd að hann særði fólk sem var ekki tilbúið fyrir svona röksemdafærslu.
halkatla, 9.3.2007 kl. 19:50
Myndin er flott og "sexy"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:22
Við vitum flest að það er oft verið að gera staðlaðar kyn ímyndir í auglýsingum. Stundum ganga þær of langt, t.d. þegar verið er með einhver vafasöm skilaboð með áprentun í klofbót á nærfatnaði eða framan á bolum fyrir stúlkubörn.
En þessi Smáralindarbæklingsumfjöllun á eftir að vera brandari um ókomin ár. En í aðra röndina er hún þó graf alvarleg. Hverju er verið að innprenta í þjóðina með svona túlkun á myndefni bæklingsins? Ég fyrir mína parta hafði ekki svona auðugt ímyndunarafl. Ég kannski velti þessu betur fyrir mér næst þegar ég sé mynd af 14 ára gamalli stúlku. Oj...nei...afhverju er verið að skemma þetta svona. Nú fara ógeðslegar myndir af stað í höfðinu á mér um leið og ég sé svona mynd. Ég held ég fari bara í skaðabótamál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 23:31
What the hell. Þegar ég las kommmentin hérna fannst mér ég knúinn til að koma karlþjóðinni til bjargar og aflétti boycottinu.
Fyrir kannski 2-3 árum hefði ég svarað með sama hætti og þeir karlmenn sem hér hafa kommentað. En ég bara er hættur að skilja þetta fár í kringum feminismann. Jú vissulega gerðu feministar stór mistök með klámráðstefnuna, en að það skuli allt fara á annann endan um leið og einhver vellti fyrir sér táknmyndum er náttúrulega bara djók.
Mér finnst fjölmiðlar líka orðnir ansi lélegir með því að hype-a allt sem við kemur jafnrétti (í víðasta skilningi þess hugtaks). Þegar fjölmiðlar eru farnir að gera sér mat úr einhverju sem stendur á bloggsíðum finnst mér ansi langt seilst í þessu fári.
Karlmenn berja sér á brjóst yfir því að sjá ekki neitt klámfengið við þetta. En gæti það hugsanlega, kannski og bara ef til vill verið vegna þess að táknmyndir kláms og kynlífs er að finna svo víða að menn séu orðnir ónæmir fyrir þessum táknmyndum og þurfi því alltaf grófari og grófari táknmyndir til að meðtaka það? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að klámið er alltaf að verða grófara og grófara að mörkin séu að fólk sé farið að normalisera hluti því skynmörk fólks á klám og táknmyndir þess séu alltaf að færast ofar og ofar?
Eða sáu þessir karlmenn kannski enga tengingu af því að auglýsingin virkaði öðruvísi á þá?
Það skiptir engu máli. Umræðan á samt rétt á sér. Ef að einhverjir aðilar sjá þetta sem eitthvað klámfengið þá er það þess virði að ræða það. Þessi Guðbjörg sá einhverja tengingu við klám og af hverju ætti hún að vera sú eina? Af hverju ætti þessi auglýsing ekki að stuða menn sem hafa barnagirnd?
En það sem kemur mér mest á óvart kannski er að ekkert hefur heyrst frá stofnunum í heilbrigðisgeiranum. Stúlkan er með svo æpandi vitlausa líkamsbeitingu þarna.
Manuel, 10.3.2007 kl. 01:22
Góður pistill hjá þér Katrín Anna.
Vaff, 10.3.2007 kl. 01:30
Mér finnst dálítið sorglegt hvernig Guðbjörg H. Kolbeins missti sig í þessu bloggi sínu um myndina atarna - vegna þess að ég er sammála grundvallaratriðinu sem hún setti fram. Það grundvallaratriði er að uppstillingin á umræddiri mynd var tvímælalaust tengd (eða hermd eftir) uppstillingum á myndum sem eru í svokölluðum kallablöðum eða klámritum. Ég veit að orðið klám er vandmeðfarið og mun ekki nota það annars. Meginatriðið er að þessi uppstilling vísaði til allt annars heims en eðlilegt er að vísa til í svona auglýsingu. Vel getur verið að fyrirsætan og forráðamenn hennar hafi ekki áttað sig á þessu - ef ljósmyndarinn er fagmaður ætti hann hins vegar að hafa gert það. Sama verður að segjast um hönnuði bæklingsins að öðru leyti. Fagmenn í auglýsingum og myndavinnslu af þessu tagi hljóta að þekkja tilvísanirnar - annars eru þeir asnar. Af þessum sökum átti gagnrýnin fullan rétt á sér þótt sumstaðar hafi hún verið sett fram á full groddalegan hátt.
Hinn pósturinn er svo þessi heiftarlegu viðbrögð sumra sem sjá sér þann kost vænstan að ráðast gegn persónum (t.d. GHK) með ótrúlegu skítkasti, jafnframt því sem þeir fullyrða að þessi forsíðumynd hafi ekki á nokkurn hátt tengsl við eitthvað kynferðislegt. Heimildin fyrir því er reyndar oftast aðeins skynjun þeirra og við því er kannski fátt að segja. Sumir halda að það sé alls herjar viðmið í heimunum hvað þeim sjálfum finnst. Hins vegar læðist stundum að mér sjá ljóti grunur að þeir sem bregðast hvað ofstopafyllstir við séu að reyna að sverja af sér einhver önnur viðbrögð eða tilfinningar.
Valdimar Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 09:24
Það sem mér finnst sorglegt við alla umræðu af þessu tagi er hve hún verður ævinlega persónuleg, fólk missir sig í að ræða um að því persónulega finnist ekki þetta eða hitt, víðara perspektív glatast gjörsamlega. Hér er rætt um eina mynd af fermingarstúlku, hvort megi lesa eitthvað klámfengið út úr henni eða ekki. Sumir segja mér finnst hún ekki klámfengin, af því ég hugsa ekki svona, aðrir segjast sjá kynferðislegar tilvísanir. Það sem mér finnst að ætti að vera að ræða er einmitt sú mengun hugarfarsins sem gerir það að verkum að við neyðumst til að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort myndin geti á einhvern hátt talist siðspillandi.
Staðreyndin er því miður orðin sú að þar sem við sáum aðeins sakleysi fyrir nokkrum árum síðan birtast okkur, í heilabúum okkar, nú alls kyns vafasamar tengingar við kynferðisleg skilaboð. Þetta er það sem ég vil kalla mengun hugarfarsins og er afleiðing klámvæðingarinnar, því miður!
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 11:50
Tek fram að ég hef ekki séð umrædda mynd og legg þess vegna ekki dóm á hana, þó svo mér virðist, eftir að lesa þessar umræður, að þar séu dulin skilaboð á ferð til þeirra sem sjá þau, þó svo þau hafi kannski farið fram hjá öðrum. Líka gæti ég trúað að hún sé sláandi dæmi um þá kommersíalíseringu á öllum sköpuðum hlutum í þjóðfélaginu okkar, þar sem manni virðist allt ganga í sífellt meira máli út á peningahyggju, á kostnað annarra og varanlegri verðmæta.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 11:58
Katrín Anna þú ert ekki bara hetja þú ert feministi nr. 1. Krafturinn, festan, umburðarlyndi og einurðin er ekki öllum gefið en þú hefur fengið þær gjafir og aðrir fá að njóta. Takk fyrir.
Ég er sammála tveimur síðustu riturum hér á undan.
Í lokin má geta þess að einn sem skrifar um athugasemd við auglýsingu Orkuveitunnar með Hallgrímskirkjuturn sem "reðurtákn" (veit ekkert um þessa auglýsingu) þá er það eitt af því sem fólk lærir í grafískri hönnun og örugglega í fleiri listgreinum um táknmyndanir hluta. Svo það er ekkert nýfemeníst að áætla alla turna veralda "reðurtákn" enda karlmenn sem hafa teiknað þá og byggt!
Edda Agnarsdóttir, 10.3.2007 kl. 21:27
Er fyrst að opna tölvuna núna - frá því á föstudaginn. Yndislegt að taka sér smá pásu af og til :) En að sama skapi gaman að koma aftur og lesa öll kommentin...
Manuel - hjartanlega velkomin og gaman að sjá þig! Eins og áður hefur komið fram... þín hefur verið sárt saknað!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.3.2007 kl. 13:24
Þetta endar á því að konur fara aftur að hlaupa með hnén saman .
Snorri Hansson, 13.3.2007 kl. 00:45
Er Perlan brjóstatákn (mammary symbol)?
Elías Halldór Ágústsson, 15.3.2007 kl. 09:43
Er það ekki nokkuð borðleggjandi?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.