Ekki allt að fara til helvítis

Félag kvenna í atvinnurekstri stóð fyrir fundi í morgun um krónuna og evruna. Það var Edda Rós Karlsdóttir hjá Landsbankanum sem leiddi okkur í allan sannleikann um kosti, galla og valmöguleika. Ég hafði lítið kynnt mér umræðuna um evruna og krónuna þannig að ég er rosa fegin að Silja Bára taldi mér trú um að það væri sniðugt að leggja það á sig að vakna eldsnemma og vera mætt kl. 8 á fundinn! Nú er ég allavega aðeins fróðari um málið...

Evran

Leiðir til meiri aga í ríkisfjármálum - einfaldlega verðum ef evran er tekin upp.

Minni sveigjanleiki til að bregðast við kosntaðarhækkunum, t.d. ef laun hækka - gengið verður bara óbreytt... ein áhættan er að fyrirtæki þurfi að leggja upp laupana og hér verði atvinnuleysi.

Áfram verða gengissveiflur á milli evru og annarra gjaldmiðla, t.d. dollara - slatti af fyrirtækjum sem verða enn háð gengissveiflum. Á móti kemur að væntanlega flytur einhver hluti þeirra sig yfir í evrur ef það er gjaldmiðillinn okkar 

Krónan

Sveiflast - gera þarf ráð fyrir ca 20% gengissveiflum í fjárahagsáætlunum.

Utanaðkomandi aðilar geta hæglega haft áhrif á gengi með gjaldeyrisbraski...

Og svo var sitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Kom mér skemmtilega á óvart að teknir voru þættir eins og fólksfjölgun og lífsgæði inn í umræðuna um hagvöxt - og hvort við þyrftum hagvöxt yfir höfuð. 

Niðurstaðan sú að bæði krónan og evran þurfa sömu forsendur til að ganga upp; stöðugleika - við þurfum að stöðva þensluna - og það er ekki allt að fara til helvítis!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er líka rosa fegin að þú vaktir mig eftir að ég sannfærði þig um þetta Takk fyrir samveruna, gaman, eins og alltaf!

Silja (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk sömuleiðis! Nú finnst mér ég ógó klár - en ekki bara skemmtileg eins og í gær

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband