Fleiri en ég

Las í Blaðinu í dag tilvitnun í blogg þar sem viðkomandi var afar ósáttur við mig. Líkti mér við Kolbrúnu Halldórs og Hannes Hólmstein. Mér finnst Kolbrún æði svo ég tek því nú bara sem hóli :)

Tilefni óánægjunnar er örugglega margt og mikið en þá sérstaklega að ég kaupi ekki tímarit frá Birtíngi og fer ekki í viðtöl hjá DV á meðan þar eru súlustaðaauglýsingar (fletti reyndar í gegnum helgarblaðið og það voru engar súlustaðaauglýsingar - kannski blaðið sé komið með breytta stefnu :) Kona getur allavega alltaf haldið í vonina!) 

Ég er hins vegar á því að ég sem neytandi ber vissa ábyrgð og eins á því að ég hafi val til að kaupa það sem ég vil og sleppa því að kaupa það sem ég vil ekki... Komst síðan að því þegar ég var að skrifa síðasta pistil fyrir Viðskiptablaðið að það eru mun fleiri en ég sem velja hvern þau versla við. Margir sem hafa gengið enn lengra en ég og hvatt skipulega til að fólk sniðgangi ákveðnar vörur. Hér eru nokkur dæmi (úr pistlinum sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag):

Skipulagðar aðgerðir sem beinast að því að sniðganga ákveðin fyrirtæki hafa ekki verið áberandi á Íslandi þó þær stingi upp kollinum af og til. Sem dæmi má nefna að fyrir ári síðan hvatti Samband íslenskra auglýsenda (SÍA) auglýsendur til að sniðganga DV þar sem það taldi að ímynd fyrirtækja myndi beinlínis skaðast af að auglýsa í blaðinu. Krafa SÍA var að DV myndi samræma siðareglur sínar til samræmis við siðareglur Blaðamannafélagsins. Nokkrar herferðir hafa gengið á internetinu þar sem neytendur eru hvattir til að sniðganga olíufélögin, ýmist vegna verðsamráðs eða of hás bensínverðs. Neytendasamtökin hafa hvatt fólk til að sniðganga verslanir sem ekki skipta vörum á því verði sem þær voru keyptar, ráðamenn voru hvattir til að sniðganga heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til landsins og leiðsögumenn voru hvattir til að sniðganga skemmtiferðaskip sem ekki var með viðurkennda kjarasamninga við áhöfn sína. Viðskiptaval hefur því verið notað með ýmsum hætti hér á landi síðustu árin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Segðu. Ég þarf að fara að láta af þessum ósið svo ég geti glatt fleiri! Kannski á morgun... eða hinn... eða hinn... eða...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 13:37

2 identicon

Nú viltu sniðganga umrædda Ölgerð og Vífilfell þá væntanlega fyrir klámvæddar auglýsingaherferðir.  Er það sama uppá teningnum varðandi viðskipti við Mjólkursamsöluna ( í kjölfar skyr.is skyrglímu sem haldin var minnir mig í fyrra á skemmtistöðum ) sem og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir ansi klámvædda auglýsingu.

Er ekki innkaupakarfan hjá ykkur feministum orðin svolítið einsleit ?

Guðmundur Albertsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sumt er auðveldara að sniðganga en annað. Eins og ég sagði einhvers staðar þá reyni ég að beina frekar mínum viðskiptum til fyrirtækja sem ég er sátt við. Ég velti því t.d. fyrir mér varðandi skyrglímuna hvort skyrfyrirtækin væru styrktaraðilar. Komst aldrei að því - en ef þú veist máttu látta það flakka Annars má mjólkuriðnaðurinn eins og hann leggur sig gjarnan taka sig á varðandi jafnrétti og staðalmyndir í auglýsingum. 

Held svo að það sé komið nóg af upplýsingum um mín persónulegu innkaup í bili. Hvað ég versla og versla ekki ræðst ekki bara af markaðssetningunni heldur einnig viðbrögðum fyrirtækja í kjölfarið. Vona líka að þú gerir greinamun á mér og öllum öðrum femínistum. Við erum ekki einsleitur hópur sem hegðar sér eins.

Tilgangur með auglýsingum er að selja eða byggja upp ímynd. Auglýsingar sem ganga út á klámvæðingu einfaldlega selja mér ekki vöruna - en geta alveg selt mér vöru samkeppnisaðilanna, ef út í það er farið. Vona að þú sért sáttur við að ég eyði mínum peningum eins og mig langar til Nema auðvitað að þú sért með lista yfir fyrirtæki sem öllum Íslendingum ber skylda til að kaupa vörur af!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 14:23

4 identicon

MS gaf mikið af skyri í þessa keppni.  Það þurfti hundruði lítra, auk þess sem allir keppendur voru í Skyr.is bolum.  Leikurinn gekk útá að ná hinni stúlkunni úr Skyr.is bolnum.

Ef það á að beita viðskiptavali þarf að beita því af hugsjón, ekki hentugleika. 

Annars er þetta eins og Green Peace, sem kúgar bara þjóðir sem voru ekki í aðstöðu til að verja sig og það er ekki erfitt að kúga eða beita þrýsting.

Gylfi (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:37

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gott að vita þetta með MS og skyrkeppnina. Eftir Muu herferðina hef ég gert það sama og Beta - haldið mig við nauðsynjavörur. Við kaupum mjólk í kaffið og svo ost. Skyr og jógúrt er nokkurn veginn látið eiga sig þó stundum rati það í innkaupakörfuna... Ömurlegt þegar stórfyrirtæki sem hafa gríðarleg áhrif eru í þessum plebbaskap. Óþolandi þegar feðraveldið ætlar þessa framtíð fyrir dætur sínar... Ætli það sé ekki hægt að fá Félag ábyrgra feðra í málið?  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Hvernig er Mjólka að standa sig? Nú eru bæði KEA og MS úti í kuldanum - spurning hvort það sé til samkeppnisaðili sem er ekki inn á sömu línu. Allavega hugmynd ef einhver er hér frá Mjólku til að skapa sér sérstöðu! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:52

7 Smámynd: Þorsteinn Guðmundsson

Ég rak augun í fyrirsögina "Fleiri en ég" og þó að ég sé ekki að öllu leyti sammála því hvaða fyrirtæki þú velur að sniðganga þá er þetta að mínu mati mjög heilbrigð og eðlileg aðferð til þess að koma skilaboðum á framfæri við fyrirtæki.

 Mig langar líka að koma því á framfæri að það voru "Fleiri en þú" undrandi á því að Halla Gunnarsdóttir skyldi ekki fá fleiri en 3 atkvæði í kosningu til formanns KSÍ. Ég er sjálfur soccer-dad og það sem mér hefur lengi fundist vanta í íþróttahreyfinguna voru einmitt þau gildi sem hún stendur fyrir.

Þorsteinn Guðmundsson, 14.2.2007 kl. 20:55

8 identicon

Ég er nú orðin svolítið þreyttur á þessari móðursýkislegu, afsakaðu, föðursýkislegu kvenrembu í þér.  Það sem miður fer hjá kvenþjóðinni er allt körlum að kenna, finnst mér skína út úr skrifum þínum t.d. í Viðskiptablaðinu.  Þetta fer að verða einum um of hjá þér.  Það endar með að þú málar þig út í horn.  Ég myndi t.d. ekki þora fyrir nokkurn mun vera nálægt mér, ég gæti átt á hættu að vera sakaður um kvenfyrirlitningu í þinn garð eða kynferðislega áreitni!

Athugaðu að karlar eru líka beittir órétti, bæði af hendi kvenna og annarra karla.  Hvað ætlið þið femínistar að gera fyrir þessa karlmenn?  Það er talað niðrandi um karlmenn í máli og myndum, t.d. tímaritum eins og Mannlífi (afsakaðu Kvenlífi), Birtu sálugu, Nýju lífi o.fl.   Það eru  birtar myndir af karlmönnum í auglýsingum þar sem karlmenn eru sýndir sem hallærislegir, hlægilegir og óskynsamir aðilar.  Er eitthvað réttlæti í þessu?

Karldýrið sem er á undanhaldi (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:48

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Er búin að skrifa karldýrinu sem er á undanhaldi langt svar. Ákvað svo að geyma það til betri tíma og spyrja þig nokkurra spurninga fyrst.

1. Af hverju ertu hræddur um að ég myndi ásaka þig um kvenfyrirlitningu eða kynferðislega áreitni ef þú værir nálægt mér? Ertu eitthvað að spá í að halda yfir mér fyrirlestur um að konur eigi lægri laun skilið eða klípa mig í rassinn? Ef svo er skil ég alveg að þú hafir áhyggjur... 

2. Ef femínistar gera eitthvað fyrir þessa karla sem eru beittir órétti, hvað ætlar þú þá að gera fyrir konur í staðinn?

3. Af hverju ertu á undanhaldi?

4. Hvernig finnst þér staða jafnréttismála vera á Íslandi? Ertu sáttur við stöðuna? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.2.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 332537

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband