Sorglegt

Jæja, þá er yfir hundrað manna hópur væntanlegur til landsins til að gera klámmyndir, skemmta sér og networka. Verða hér 8. mars - á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Sorglegt. Skv 210. gr. hegningarlaga er klám bannað á Íslandi, þar með talið að búa til klám. Á samt ekki von á að yfirvöld geri neitt í málinu - þetta er ekki þeirra deild og þau virðast velja hvaða lögum þeim finnst að fólk þurfi að fara eftir.

Ég hef mestar áhyggjur af hvernig umfjöllun fjölmiðla verður - sérstaklega fjölmiðla sem vilja höfða til unga fólksins. Sumir þessara fjölmiðla virðast hafa það að markmiði að klámvæða ungu kynslóðina svo kyrfilega að þau bíði þess aldrei bætur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

og hvað á að klæmast á Þingvöllum eða í Perlunni eða hvað??? Af hverju Ísland? Allavega vonum að ungt fólk sé það sterkt að það voni á betri hluti fyrir sitt líf.

Sylvía , 15.2.2007 kl. 21:21

2 identicon

Geturu aldrei bara verið skemmtileg?

Andrea (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:13

3 identicon

Þegar konur og karlar velja að leika í klámi, hvað nákvæmlega er þá sorglegt við það?

Leifur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Sylvía

alltaf rísa einhverjir til varna fyrir klám...

Sylvía , 15.2.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Æ, mér finnst ekki nóg að vera bara skemmtileg. Betra að vera skemmtileg og klár á sama tíma

Það er ekki svo langt síðan ég setti inn heilmikla lesningu um klámið. Sjá hér fyrir þá sem vilja rifja upp - eða voru svo óheppnir að missa af á sínum tíma.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:21

6 identicon

Sylvia, ekki skipta þér af því sem þér kemur ekki við. Gullna reglan. Í alvöru.


Og hvar sérðu mig verja klám? Ég var bara að spurja hvort hún gæti ekki einhvern tímann verið skemmtileg. 

"Þú ert ekki bara með sand í píkunni, þú ert með alla ströndina"

 Þetta á svo við um ykkur tvær.

Andrea (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Sylvía

hún er skemmtileg. Komdu svo fram undir nafni ef þú ert með svíviðringar.

Sylvía , 15.2.2007 kl. 22:30

8 identicon

Katrín.....viltu koma í heimsókn?
ég á fullt af skemmtiefni :)

hahahaha

Kormákur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:30

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei, ég held að þú sért ekkert skemmtilegur...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:34

10 identicon

Bíddu...Er "Andrea" ekki nafn?

Andrea (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:37

11 identicon

Og öfgafeministar sem eru á móti öllu eru ekki skemmtilegir.

Andrea (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:37

12 Smámynd: Zóphonías

Já vissulega er þetta ekki gaman að fá hingað ,,atvinnumenn" í því sem telst ólöglegt til sölu á Íslandi.  Verða aðgerðir frá feministafélagsinu gagnvart þessu?   P.s. mig langar að spyrja þessa sem hérna kommenta frekar ómálefnalegum athugsemdum hvort klámiðnaðurinn sé virkilega eitthvað sem þeir myndu vilja sínum börnum eða systkynum.         p.s. hallærislegt hjá Rúv að nafngreina þig ekki í tíufréttunum.

Zóphonías, 15.2.2007 kl. 22:40

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Andrea vinsamlegast vertu kurteis... Hér eru reglurnar, manstu?

Sylvía - endilega skiptu þér af öllu hér á blogginu - líka því sem kemur þér ekki við

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:41

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Andrea - femínistar eru alltaf með... með jafnrétti... með kynfrelsi... með jöfnum launum... með jöfnum tækifærum... með virðingu...

Ertu viss um að það sért þú sem ert á móti? En þér er alltaf velkomið að skipta um lið

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:43

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Zóphanías - tók ekki eftir þessu á RUV... en það verður viðtal við mig í morgunfréttum RUV á morgun þar sem ég verð örugglega nafngreind. Svo verða nokkrir valinkunnar femínistar í blöðunum á morgun að kommenta um þetta. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:46

16 identicon

Hér spyr einn hvort ég myndi vilja börnum mínum eða systkynum klámiðnaðnum,

ég segi þetta, myndi ekkert vera hrópandi húrra og allt það, en ef það er það sem þau kjósa að lifa í þá verður svo að vera.

fólk hefur vilja til þess að velja og hafna.

Kormákur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:51

17 identicon

Einhversstaðar verða vondir að vera, þetta fólk er að fara á ráðstefnu, kannski taka nokkrar ljósmyndir og allt verður vitlaust. Ég get bara engan vegin skilið þetta fár. Fjölmiðlar tala um að Ísland verði miðpunktur klámsins, þvílíkt rugl! Það vissi það engin hvar svona ráðstefna var haldin síðast fyrr en fjölmiðlar greindu frá því. Leyfum þessu fólki bara að halda sína ráðstefnu í friði og hættum að öskra svo börnin heyri: klám! klám!

Gunnar (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:22

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er sannarlega sorglegt ...! Takk fyrir skemmtilega pistla, líka þennan , ég vil láta vekja mig til vitundar um það sem gengur á, það er svo auðvelt að sofna á verðinum. Skrýtið hvað hægt er að skáka í skjóli "frelsis" í mörgum málum sem eru á jaðrinum og jafnvel ólögleg!  

Guðríður Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:43

19 identicon

Ég hef aldrei séð feminista koma með sterk rök fyrir því hvernig klám tengist jafnrétti kynjanna. Þegar fólk af báðum kynjum kýs að vinna við þetta þá er það varla brot á "kynréttindum" þeirra. Kannski eina sem kemst nálægt misrétti er að konurnar fá 10x meira borgað en karlarnir.

 Klámiðnaður á Íslandi myndi bara minnka launamun kynjanna :P

Geiri (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:05

20 identicon

Hefurðu sjálf einhvern tíma horft á klám? Þú ert alveg brjálæðislega bitur yfir megrunaraðferðum, fótbolta, klámi.

Af portrait myndinni sem þú birtir virðistu fljótt á litið vita lítið um megrunaraðferðir, fótbolta eða aðra  hreyfingu.

Hefurðu einhvern tíma horft á klám? Það er fullkomlega eðlilegt að gera það. Af skrifum þínum að dæma virðistu vera full af ranghumyndum um klám.

Hvers vegna í andskotanum er þér þá ekki bara drullu sama? Þetta snertir þig nákvæmlega ekki neitt.

Farðu í megrun, horfðu á klám. 

Dagný (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:36

21 identicon

Þetta er eina landið í everópu sem bannar klám meira segja írland leyfir það 

Fasisti ert þú  

Butcer (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 01:48

22 Smámynd: halkatla

ég er á móti klámi, mér finnst það niðurlægjandi fyrir allt mannkynið, hvernig væri að taka smá tillit til aumingjans litlu mín? sem líður illa yfir því að konur séu að taka áhættuna á aids og alles í einhverri neyð, stundandi ólýsanlega siðspillingu sem á ekkert skylt við ásættanleg mörk... þetta er bara sorglegt og sorglegast er náttúrulega að svona margt upplýst fólk sé að sannfæra sig með allskyns bull mýtum um klámbransann og "ánægjuna" miklu sem konurnar eiga að fá útúr þessu. Og þið lítið meiraðsegja stórt uppá ykkur á meðan fyrir "víðsýnina"

Anna Katrín, þú ert ekkert svo leiðinleg veistu.... bitrir og nöldurgjarnir kommentarar gera bloggið þitt meiraðsegja ennþá skemmtilegra.

halkatla, 16.2.2007 kl. 02:57

23 identicon

Ég er sammála Erlingi það er óþarfi að sýna dónaskap. Ég var nú alinn upp við það að sýna dömum kurteisi og virðingu en ég þori ekki að opna dyr fyrir þær í dag af hræðslu við að vera kallaðu karlremba en kannski er ég það bara hvort sem er í augum femminista.

Dömur mínar þið notið orð eins og að ,,Skáka í skjóli frelsis" og ,,mér finnst" en okkur finnst öllum eitthvað og við skákum ekki skjóli frelsis. Mér finnst leiðarljós leiðinlegt en get ekki hugsað mér að missa af Desperate housewives hvað segja bændur um það að banna leiðarljós. Þetta er þáttur sem skemmir heilan í fólki þið vitið það? Við skákum svo ekki skjóli frelsis, frelsi byggir á því að losa okkur frá þvingunum og kúgun.

Það er svo kjánalegt að banna fólki að stunda eitthvað á þeim forsendum og okkur finnist það asnalegt eða skemmandi. Sjáið þið ekki hvað þessi umræða ykkar er ansaleg og skemmandi, kannski þarf að banna hana.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 03:33

24 identicon

Sæl Katrín Anna,

ég dáist að langlundargeði þínu og þolinmæði gagnvart þessum kommentum, misgáfulegum, sem hér birtast.

Ég vildi bara koma því að að mér finnst að það eigi að stoppa þetta lið, alla vega ekki láta því ómótmælt. Maður hálfskammast sín fyrir landið ef þessi ruslaralýður ætlar að vaða inn á okkur á skítugum skónum. Sópum þessum óþrifnaði út.

Kjartan Valgarðsson, Afríku.

Kjartan Valgarðsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 06:06

25 identicon

Það er ekki eins og að einhverjir hriðjuverkamenn séu á leið hingað til lands. Þetta fólk sem mun koma hingað eru klámleikarar og fólk sem starfar við klámiðnaðinn og eins og búast má við þá fara alltaf einhverjir að grenja útaf því.. Eins og þeir sem hafa ritað á undan mér.

Hvernig væri að þið feministarnir færuð að berjast fyrir einhverju sem skiptir einhverju máli eins og barnaperrum, dópistum og ofbeldismönnum en ekki fólki sem býr til ,,rúnkefni". Þið eruð þekkt fyrir að berjast við vindmillur.

Sjálfur er ég algjörlega með jafnrétti en það starf sem feministar hér á landi berjast fyrir er svo algjörlega útúr kú að þegar að einhver segir við mig að hann/hún sé feministi þá á ég erfitt með að taka manneskjuna alvarlega. Feministar hér á landi ,,berjast" fyrir því sem þeim finnst hentugt og því sem að þeim finnst vera rétt. Oftast þá eru þeir þó bara að garga eitthvað sem mun ekki breyta neinu því að þeir eru búnir að margeiðileggja orðspor sitt og það mun ekki breytast. Þið ættuð helst að breyta nafninu úr Feministar yfir í Firringar-istar þar sem að þið eruð alltaf að æsa ykkur án ástæðna.

Ég mæli með því að þið leyfið þessu fólki að koma hingað án þess að dæma það fyrir fram.. það mun þó aldrei gerast því að ég reykna með því að nokkrir bitrir og nokkrar bitrar muni ganga um með mótmælanda skilti sem segja eitthvað álíka vel valið og ,,Bannið klám" og ,,Val til þess að hafna" sem er dáldið út í hött því að ef maður á að geta valið að hafan þá verður maður líka að geta valið að hafna ekki sem þið hafið alltaf verið á móti.

Síðan eru þessar uppnefningar bara móðursýkislegar og barnalegar, ,,ruslalýður" og að segja að klám sé niðurlægjandi fyrir mannkinið er algjörlega út í hött.

En já.. Ég mæli með því að þið leyfið fólkinu að koma hingað áður en að þið farið að dæma það alltof alvarlega. Takið frekar vel á móti gestunum heldur en að dæma þá strax og standa fyrir utan hótelið með barnaleg mótmælandaspjöld.. Ég býst samt ekki við því að þið gerið það þar sem að þið feministar eigið eftir að skilja eftir ykkur sviðna jörð mun fyrr en klámleikarar gera það. 

Jenni (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 08:47

26 identicon

Er ekki bara um að gera að brjóta mannréttindi á þessum gestum okkar ?  eigum við ekki að smala þeim saman og hýsa þau í grunnskóla á Reykjanesi eins og við komum fram við annað fólk sem við erum hrætt við ?

 Þetta fólk hefur engin lög brotið - starfar löglega í sínu landi og maður getur ekki séð hvaða hætta stafar af þessu. 

 Annars er ég einna mest sammála Vilhjálmi hér að ofan, og reyniði nú að virða frelsi einstaklinga einu sinni.  Svo er verið að tengja þetta fólk við barnaklám og mansölu - það væri réttast af því að fara í mál við fólk sem heldur úti slíkum málflutning.  Eru allir sem starfa við klámiðnaðinn í slíkum viðbjóði ?  eru þá allir Arabar sem sagt hryðjuverkamenn ?

Guðmundur Albertsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:29

27 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bendi enn og aftur á greinina um klám sem ég setti hér inn um daginn (linkur fyrir ofan). 

Ég tek undir að það væri erfitt að neita þeim um gistingu og annað bara á þeim forsendum hvað þau gera - og slíkt situr í mér. Bendi líka á að Hótel Saga er eitt af klámhótelunum, s.s. er með klámstöðvar í boði og væri því illa stætt á að hafna hópnum af þeim forsendum. Eru á kafi í kláminu hvort sem er... Hins vegar er hópurinn búinn að lýsa því yfir í fréttum að þau hyggist fremja lögbrot hér á landinu, enda er bannað skv 210 gr hegningarlaga að framleiða klám hér á landi.

Klám er skaðlegt fyrir jafnrétti kynjanna og klámiðnaðurinn tengist vændi, mansali og kynferðislegu ofbeldi.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.2.2007 kl. 09:47

28 identicon

Ég sé ekkert að klámi í sjálfu sér. Það er klám getur verið jafn mismunandi og það er til mikið af því. Það er til fullt af myndum sem eru ekki níðrandi á neinn hátt (að mínu mati) en auðvitað er til fullt af klámi sem er bara viðbjóður og flestir snerta ekki við því en þó svo að þið sem eruð á móti því munduð væntanlega aldrei taka þátt í neinu sem tengist klámi á neinn hátt þá er til fullt af fólki sem gerir það af eigin forsemdum.

Klám er ekki skaðlegt fyrir jafnrétti kynjanna. Það sem getur verið skaðlegt fyrir jafnrétti er hvernig einstaklingur eða hópur einstaklinga kemur fram við aðra. Það gæti reyndar verið að ég sé að misskilja hvað sumum finnst vera klám þar sem að ég sé ekkert að tónlistarmyndböndum eða bjórauglýsingum og mér finnst ekkert að Yorkie (eða var það kannski bara kvennfyrirlitning?).

Jenni (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:22

29 identicon

úff...þegar feministar á Íslandi fara í ham þá skammast ég mín fyrir að vera kona! Er ekki kominn tími til að berjast fyrir einhverju sem máli skiptir, gera gagn og hætta að koma óorði á okkur hin sem blessunarlega erum laus við þennar gífurlega biturleika! Þið stefnið jafnréttisbaráttunni í hættu með því að láta svona - ég þekki ekki nokkurn mann/konu sem tekur nokkuð mark á feministum á Íslandi - finnst þetta bara vera félag nöldurkellinga og kalla. Það er mjög slæmt! Mér finnst hálf sorglegt að fólk eyði tíma, orku og orðstý í að fárast yfir því að fólk sem vinnur við það að mynda klám komi í heimsókn til Íslands...ég veit ekki betur en þetta fólk sé á leiðinni í skemmtiferð til Íslands og það kemur okkur bara ekkert við hvað það vinnur við! Ef feministar eru með virðingu, eigum við þá ekki bara að virða þá ákvörðun þessa fólks til að stunda þá löglegu vinnu sem það vill?

Halla (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:00

30 identicon

Katrín Anna...

Hvernig væri að útskýra fyrir okkur hvernig klám er skaðlegt fyrir jafnrétti kynjanna? Eiga konur (og karlar) ekki að hafa frelsi til þess að vinna við klám ef þær kjósa slíkt? Hvernig réttlætir þú að þinni siðferðiskennd sé þvingað yfir aðra með valdi? Eru bara konur niðurlægðar eða karlar líka? Hvernig getur það verið kynbundið misrétti þegar bæði kynin taka þátt?

"og klámiðnaðurinn tengist vændi, mansali og kynferðislegu ofbeldi"

Eins og feministar tengjast kvennrembu og hatri á karlmönnum, eigum við ekki bara að banna feminista? Hluti feminista réttlætir ekki að banna stefnuna, ekki neitt frekar en að hluti klámiðnaðarins réttlæti bann á öllu klámi. Ég styð það að barist sé gegn mannsali og kynferðislegu ofbeldi, hinsvegar er það ekki réttlæting fyrir banni á klámi. Þú gætir alveg eins bannað einkabíla til þess að koma í veg fyrir ölvunarakstur.

Geiri (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:49

31 identicon

Anna Karen fer svo sannarlega með rangt mál í athugasemd hérna að ofan. Í klámiðnaðinum eru allir prófaðir reglulega gegn öllum kynsjúkdómum sem finnast þarna útí og ef einhver greinist með eitthvað, þá er viðkomandi án starfs í þessum bransa og getur farið að gera eitthvað annað. Ef viðkomandi hefur náð sér í eitthvað varanlegt.

Mannsal og þvíumlíkt tengist hinum löglega klámiðnaði ekki neitt. Það eru vissulega glæpasamtök sem eru í þessu eins og öðru en þau njóta ekki samþykkis þeirra samtaka sem starfa innan klámiðnarins. Og af því leiðir að það klámefni er oftar en ekki að finna eingöngu á hinum svarta markaði, þar sem margt verra er að finna en bara klám.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að það eru einnig karlar í klámi. Þið talið aldrei nokkurntímann um það. Bara konunar.

Annars er þetta bara væl í feministum og ekki nokkurn lifandi leið að taka mark á því. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:55

32 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Blessuð ég tek undir þetta hjá þér og finnst þetta skelfileg hugmynd.  Hvernig á að fara að markaðsetja náttúruna okkar og landið? Með klámi.  Er ekki nóg komið af þessari klámvæðingu.  Ég tel brýnt að stjórnvöld grípi inní og geri eitthvað í þessu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.2.2007 kl. 13:03

33 identicon

Ég tekk undir með Jón frímann , Geiri og jenni. Hvernig væri að femmenistar hættir þessu væli og ranghugmyndum og færu að einbeyta sér að einhverju sem skiptir máli.

Óli (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:13

34 identicon

Í athugasemdum við færsluna sem þú tengdir í að ofan komst þú með eftirfarandi skilgreiningu 

“Klám tengir kynlíf og/eða kynfæri við niðurlægingu eða misnotkun þannig að það virðist afsaka, styðja eða ýta undir þess konar hegðun.

Erótík er kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttafordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sett þannig fram að virðing er borin fyrir öllum þeim manneskjum og dýrum sem sýnd eru”.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.2.2007 kl. 15:52

 Mér er í raun spurn: Finnst þér þá að það efni þar sem sýndar eru samfarir konu og karls mjög myndrænt (augljóst að limur er í leggöngum) teljist erótík svo lengi sem engin niðurlæging og/eða misnotkun eigi sér stað í því?

 Ég verð reyndar að lýsa yfir efasemdum mínum um að fella dýr inn í skilgreiningu á erótík, en kannski er ég bara gamaldags.

Það sem mér finnst verst við málflutning ykkar (flestra feminista sem kenna sig við F.Í.) er að vísun fylgir sjaldan fullyrðingu og í þeim fáu tilfellum sem hún gerir það þá er það yfirleitt vísun í pælingar þeirra fræðimanna sem þið viðurkennið en ekki rannsóknir.

Ég skora hér með á hvern þann feminista sem verulega er á móti klámi og trúir í hjarta sínu að það sé skaðlegt landi og þjóð að birta tengla á rannsóknirnar sem styðja mál ykkar svo hægt sé að taka upplýsta afstöðu með eða á móti ykkar rökum.

 Meðfylgjandi er tengill á grein sem ber saman þróun tíðni kynferðisofbeldis og slökunar á lagalegum hömlum sem viðkoma klámi.

<a href="http://www.hawaii.edu/PCSS/online_artcls/pornography/prngrphy_ovrvw.html">

The effects of Pornography: An
International Perspective</a>

Bjarki (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 17:48

35 identicon

Uppsetningin hefur eitthvað farið úrskeiðis :)

Bjarki (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 17:51

36 identicon

Stríð við hótel Sögu, stríð við sölustaði b&b. Öfgafemínistar eru engin hugarburður heldur sorglegt fyrirbæri sem skemmir málstað hófsamari femínista sem hugsa áður en þeir framkvæma.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:49

37 identicon

Segjum nei við feimistnum, segjum við lygunum sem koma úr áróðusbúðum stigamótar. Segjum nei við afturahldssemi og neitum að gera ísland að fíbli á almannavettfangi með því að hlsuta á hatursfullar öfgagrúpur eins og stigamót 

Butcer (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 02:09

38 identicon

Segjum nei við internet-píslum (Butcer, sem þekkir ekki rétta ritun orðsins Butcher) sem þora ekki fyrir sitt litla líf að koma fram undir nafni.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332533

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband