Naglarnir á Andríki

Á andriki.is er grein þar sem fjallað er um minnkaðan trúverðugleika Morgunblaðsins í kjölfar þess að birta myndir af hæstaréttardómurunum á forsíðu. Þar er málið kallað tilfinningaklám - eina klámið sem er leyfilegt innan femínismans, að þeirra sögn. "Væmni og vandamálamas, öðru nafni femínismi" er annar skemmtilegur frasi úr greininni. 

Pistillinn sem er skrifaður á Andríki er nafnlaus en vefritið er með nafngreinda ritstjórn. Miðað við ofangreint kemur kannski engum á óvart að ritstjórnina skipa 5 karlmenn og 0 konur. Tónninn er líka slíkur. Dómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum eru afgreidd sem tilfinningaklám og baráttan fyrir jafnrétti "væmni og vandamálamas". Gaurarnir á Andríki eru greinilega "hörkunaglar" eða þannig sko... 

Ég fór á námskeið út í Finnlandi í nóvember sem bar heitið "Feminist approaches to analyzing visual cultures". Mjög skemmtilegt námskeið og einn dagurinn var einmitt tileinkaður tilfinningavæðingu hins opinbera rýmis (emotionalization of public space). Þetta var skemmtilegasti dagurinn að mínu mati, enda efnið nýtt og ferskt - hefur ekki verið mikið í umræðunni. Dómar fyrir kynferðisbrot voru reyndar ekki meðal námsefnis en mikið var fjallað um raunveruleikasjónvarp, sjónarhorn myndavélarinnar (sýna viðbrögð áhorfenda) og hvernig við lærum "emoting" eins og það var kallað. Þ.e. hvernig fólk lærir að sýna "réttu" tilfinningaviðbrögðin við hinum og þessum uppákomum í gegnum sjónvarpið.

Eins og gefur að skilja fylgja þessu bæði slæmar og góðar hliðar. Góðu hliðarnar eru að í gegnum þessa talk show þætti öðlast hinir raddlausu rödd. Þetta er fólkið sem er hvorki á forsíðu né innsíðum Moggans eða annarra fjölmiðla. Neikvæðu hliðarnar eru hins vegar hvernig vandamál eru gerð að skemmtiefni svo áhorfandinn geti velt sér upp úr tilfinningakláminu.

Þetta er auðvitað einföldun en eftir að hafa lesið pistilinn á Andríki (sem Viðskiptablaðið vitnaði í í morgun) þá finnst mér allt í lagi að velta fyrir sér mörkunum á milli frásagnar (eða frétta) og tilfinningakláms. Ég get ekki fallist á það með "nöglunum" á Andríki að þetta sé tilfinningaklám. Fréttamat hefur verið gagnrýnt fyrir karllægni og það er greinilega erfitt fyrir suma að brjótast út úr viðjum vanans. Konur eiga afar litla rödd í fréttum fjölmiðlans - á milli 20-25%. Fjölmiðlar segjast oft vera spegill þjóðfélagsins. Ég komst einhvern tímann að þeirri niðurstöðu að sú mynd sem fjölmiðlar endurspegli sé feðraveldið, þ.e.a.s. sú ósk feðraveldisins að það sem karlar geri sé miklu merkilegra og mikilvægara en það sem konur gera. Til að komast nær því að endurspegla þjóðfélagið þarf fréttamatið að breytast. Mogginn tók skref í þá átt og það er mjög jákvætt. Þeir hjá Andríki ættu bara að hætta þessari væmni og vandamálamasi - hætta að farast úr fortíðarþrá og vilja að Mogginn taki aftur upp að hafa erlendar fréttir á forsíðunni - eitthvað sem er að gerast nógu langt í burtu til að það þurfi ekki að snerta einhverja strengi hjá nöglunum á Andríki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband