Færsluflokkur: Bloggar
23.2.2007 | 21:41
Veistu?
Veistu muninn á:
Klámi, klámvæðingu, kynlífsvæðingu, erótík, nekt, hlutgervingu, staðalímyndum, kynlífi, kynferðislega opinskáu efni?
Spurning hvort þetta þurfi ekki að vera næsta umræðuefni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
22.2.2007 | 16:21
Make love, not porn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
22.2.2007 | 12:54
Frábært :)
Konur dæma saman í fyrsta skipti
Fyrr í vetur gerðist það að kona dæmdi í fyrsta skipti leik í efstu deild í körfubolta á Íslandi. Það var þegar Indíana Sólveig Marquez dæmdi leik ÍS og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Eftir það hefur Indíana dæmt fleiri leiki í þeirri deild og einnig hefur Georgía Olga Kristiansen dæmt nokkra leiki þar.
Í kvöld mun það svo gerast að þær tvær munu dæma saman leik Hauka og Breiðabliks í Iceland Express deild kvenna og mun þetta vera í fyrsta skipti sem tvær konur með dómarapróf dæma saman körfuboltaleik á Íslandi.
Ps. Gleymdi að geta heimildar! Leiðréttist hér með...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 20:36
Ertu á móti kynlífi?
Ég fékk sms í kvöld þar sem mér var bent á afspyrnu lélega fréttaflutning Stöðvar 2 af fyrirhuguðu klámþingi. Ég fór að sjálfsögðu á netið til að kíkja á fréttina og verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn óvandaðan fréttaflutning af nokkru máli. Ég sendi bréf á Sigmund Erni og Heimi Már og skildi jafnframt eftir skilaboð upp á Stöð 2 til Sigmundar Ernis um að hringja í mig. Hann hringdi - því miður. Áður en ég gat útskýrt málið greip hann fram í og við vorum ekki búin að tala saman lengi þegar hann spurði að þessari klassísku spurningu:
Ertu á móti kynlífi?
Viðurkenni alveg að þetta sló mig gjörsamlega út af laginu og Sigmunur náði með þessu að gera mig reiðari en ég hef verið í langan tíma. Við rifumst um fréttaflutninginn í smá stund en ég skil mjög vel á þessari stundu af hverju fréttaflutningurinn þeirra er svona óvandaður... og af hverju það eru harla litlar líkur á að hann breytist...
Já og best að bæta því við - í fréttinni um klámið sem er til staðar á Íslandi var ekki minnst á klámið sem 365 selja í sínum sjónvarpspakka! Tilviljun? Ja, þegar stórt er spurt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
21.2.2007 | 10:33
Þrjár góðar fréttir á einum degi
Valgerður Sverrisdóttir er heldur betur að slá í gegn sem utanríkisráðherra. Hún byrjaði á því að hleypa konum inn og nú talar hún um hvernig það er að vera kona í pólitík - og að hún þekki margar konur sem eru mjög hæfar í öll ráðherraembættinn sem konur hafa aldrei gengt. Mun minna bar á jafnréttisáherslum Valgerðar þegar hún var iðnaðar- og viðskitparáðherra. Ég man samt eftir þegar ég las jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar að mér fannst stefnan í ráðuneyti Valgerðar einna best. En hvað ætli valdi þessari skyndilegu breytingu? Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki einfaldlega að nú er stutt eftir af valdatíma Valgerðar og að hún geri ekki ráð fyrir að halda áfram sem ráðherra eftir kjörtímabilið. Kannski er málið einmitt að nú er hún ekki hrædd um að tapa völdum og þar af leiðandi finnist henni hún geta talað hreint út - og kemst svo bara að því að það að tala hreint út og fylgja sinni hugsjón er einmitt það sem slær í gegn Anyways... er mjög ánægð með Valgerði!
DV virðist vera hætt að birta súlustaðaauglýsingar í blaðinu. Segi nú bara eins og Beta. Bravó! Sigurjón hlaut að taka til eftir að hann tók við.
Þriðja góða fréttin frá því í gær er að borgarstjórn samþykkti ályktun gegn kláminu. Annað Bravó fyrir því. Þetta er mjög stór áfangi í jafnréttisbaráttunni - enda er þessi málaflokkur einna þyngstur í vöfum í baráttunni í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2007 | 20:42
Stefnubreyting
Áhrif klámvæðingarinnar eru greinilega komin í ljós. Hér hefur hver drengurinn á fætur öðrum reynt að réttlæta tilvist ofbeldisfulls kláms og tilvísana í barnaklám. Mér finnst æði fjarstæðukennt að ætla að rökræða við þessa drengi um hvort þessi tegund af klámi sé skaðlaus og í lagi. Bendi þeim bara á að setjast niður með mæðrum sínum og systrum - sýna þeim efnið (ekki ungum systrum samt - verða að vera yfir 18 og vinsamlegast látið aðvörun um efnisinnihald fylgja og samþykki um að ræða málið) og spyrja þær hvort það er í lagi. Hafa síðan í huga að ef þær segja nei þá ættu þeir að hlusta án þess að efna til rifrildis eða rökræðna - svona til að sýna þeim að þeim þyki nú ogguvænt um konur.
Þar sem klámiðnaðinum hefur greinilega tekist að heilaþvo þessa einstaklinga gjörsamlega ákvað ég að breyta um stefnu. Ég hef uppfært athugasemdakerfið upp á security level 2 - nú þurfa óskráðir notendur að gefa upp netfang og staðfesta slóðina til að geta sett inn athugasemdir. Bið skemmtilega, heilbrigða og óheilaþvegna notendur að fyrirgefa þetta aukastúss.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.2.2007 | 19:43
Ái
Þar sem stúlkan var undir lögaldri hafði lögregla úrræði til að kæra mennina sem misnotuðu hana. Hvað með þegar hún er orðin kynferðislega lögráða en losnar ekki úr vændinu - sem hún er í vegna misnotkunar? Sænska leiðin myndi láta þá menn sem misnota hana þá sæta ábyrgð.
![]() |
Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2007 | 09:38
Góðar fréttir
Þá er komið í ljós að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Fréttablaðinu varðandi auglýsingar frá súlustöðum heldur var um mistök að ræða... sjúkkit!
Annars var ég í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu út af kláminu í gær. Smelltu hér til að hlusta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
19.2.2007 | 15:20
Fallegasta stefnuskráin
Jæja eru ekki komnar 5 mín? Best að snúa sér þá aftur að femínismanum. Hér er fallegasta stefnuskráin:
Stefnuskrá Femínistafélags Íslands
FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS er umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista. Félagið er frjáls og óháður vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins.
Helstu markmið félagsins eru:
- Að vinna að jafnrétti kynjanna.
- Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.
- Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla.
- Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns.
- Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum.
- Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einkalífsins.
Markmiðum þessum skal náð með lýðræðislegri, gagnrýnni og sýnilegri umræðu á fundum, Netinu og í öðrum fjölmiðlum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
19.2.2007 | 14:36
Núðlur
Núðlur
2 egg
Grænmeti (t.d. rauðlaukur, paprika og gulrætur)
Teriyaki sósa
Worchester sósa
Hlynsýróp
Ólífuolía
Smá salt
Núðlur settar í sjóðandi vatn. Tekið af hitanum og látið standa í 4 mín. Vatni hellt af og núðlurnar skolaðar í köldu vatni. Grænmetið skorið niður og steikt á pönnu. Sett til hliðar. Eggin hrærð á pönnunni. Núðlum bætt út í og blöndu af Teriyaki sósu, Worchester sósu (örlítið), hlynsýrópi og ólífuolíu hellt yfir. Grænmetið sett út í, öllu blandað saman og saltað.
Afskaplega gott!
ps. Ekki fríka út - ákvað bara að það væri fínt að tala um eitthvað allt annað í 5 mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg