Ertu á móti kynlífi?

Ég fékk sms í kvöld þar sem mér var bent á afspyrnu lélega fréttaflutning Stöðvar 2 af fyrirhuguðu klámþingi. Ég fór að sjálfsögðu á netið til að kíkja á fréttina og verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn óvandaðan fréttaflutning af nokkru máli. Ég sendi bréf á Sigmund Erni og Heimi Már og skildi jafnframt eftir skilaboð upp á Stöð 2 til Sigmundar Ernis um að hringja í mig. Hann hringdi - því miður. Áður en ég gat útskýrt málið greip hann fram í og við vorum ekki búin að tala saman lengi þegar hann spurði að þessari klassísku spurningu:

Ertu á móti kynlífi?

Viðurkenni alveg að þetta sló mig gjörsamlega út af laginu og Sigmunur náði með þessu að gera mig reiðari en ég hef verið í langan tíma. Við rifumst um fréttaflutninginn í smá stund en ég skil mjög vel á þessari stundu af hverju fréttaflutningurinn þeirra er svona óvandaður... og af hverju það eru harla litlar líkur á að hann breytist...

Já og best að bæta því við - í fréttinni um klámið sem er til staðar á Íslandi var ekki minnst á klámið sem 365 selja í sínum sjónvarpspakka! Tilviljun? Ja, þegar stórt er spurt... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hún var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Athugun ekki leitt ætlan um saknæmt athæfi í ljós. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ekki værirðu til í að rökstyðja hvers vegna þessi tiltekna frétt er svona léleg?

Ef þetta er fréttin sem Heimir Már er að sýna fram á aðgengi að erótísku efni í Reykjavík þá er ég hræddur um að sjónvarpið hjá þér geti verið bilað. Þessi frétt sker sig að engu leiti úr sem illa unnin.

FLÓTTAMAÐURINN, 21.2.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En sá sem reiður er, hann er vitlaus. Og því segir Horatíus, að hún sé nokkurs konar stutt æði, teiknandi þar með, að enginn sé munur þess, sem reiður, og hins sem vitstola er, nema að reiðin varir skemur, æðið lengur, og eru þó dæmi til þess, að sumir hafi búið svo lengi að heiftinni, að þeir aldrei hafa orðið heilvita aftur. Heiftin er eitt andskotans reiðarslag (Gen 4 de Kain). ... Reiðin er að sönnu kölluð stutt æði, en ekki er það hjá öllum. Hjá allmörgum snýst hún upp í hatur, og enginn hatar sá annan, að hann hafi honum ekki fyrst reiður orðið. Fáum þeim, sem reiðast þykir reiði sín ranglát vera, og með soddan móti verður hún að hatri í mannsins hjarta og súrnar þar inni, til þess hún skemmir kerið, og er þá illa farið með guðs musteri (2. Cor. 6),  þegar það er gjört að soddan djöflabæli, hvar andskotinn inni ríkir með sjö öndum sér verri (Lúc.11) því heiftin er aldrei einsömul.

 

Jón Vídalín.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.2.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigurður ég get róað þig með því að mér er runnin reiðin og farin að hlægja að þessu... er reyndar búin að senda Sigmundir Erni nokkrar vel valdar spurningar á móti - sem mér finnst álíka gáfulegar og hans spurningar... Geri fastlega ráð fyrir því að hann verði reiður næst! 

Dóri: Nei, nenni ekki að útskýra þetta.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Eyja: já

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:40

6 Smámynd: Sylvía

smart

Sylvía , 21.2.2007 kl. 21:50

7 Smámynd: Ibba Sig.

Ég var æpandi hérna í stofunni á meðan þessi frétt var í loftinu, agaleg alveg.

Og þessi viðbrögð Sigmundar koma mér ekki á óvart, kannast aðeins við hann og hef lent í svona dæmi. Þeir eru svona flestir karlarnir sem ráða þarna, láta eins og þeir séu vel upplýstir og flottir en eru svo bara kjánalegir þegar nánar er að gáð.

Samt má finna einn eða tvo á 356 miðlum sem eru alvöru.

Fáum við nokkuð sýnishorn af þeim spurningum sem þú sendir Sigmundi?

Ibba Sig., 21.2.2007 kl. 22:54

8 identicon

Afsakaðu - en hvað er svona afspyrnu lélegt við þennan fréttaflutning?

Mér þætti vænt um að fá rök fyrir þessari fullyrðingu þinni - það er hvað varðar fréttaflutninginn. Ekki siðferðislegar pælingar um það sem fréttin fjallar um - það er sorglega klámvæðingu á Íslandi.

 Það hefur um aldir verið talið rétt að skjóta ekki sendiboðana.

kveldúlfur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:09

9 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Ég hef nú talsverðan áhuga á svarinu þarna við fyrstu spurningunni, ha! Hvert var svarið segirðu?

Komið svo endilega með meira af svona testamenti; hann sagði, þá sagði ég, já ég veit ég hef reynt það sjálf, sko það var kona sem sagði henni.. ha.

Ég meina það er sko virkilega SMART. 

Það er alveg rétt hjá ykkur Sigmundur Ernir er bara dónakall, rekum hann úr landi með sömu vél og klámliðið fer með.

Farið endilega á vefinn www.SERfer.now og kjósið kallinn burt. Meira um þetta plott mitt á blogg síðunni minni.

Viggó H. Viggósson, 21.2.2007 kl. 23:14

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ætli það sé ekki best að bíða aðeins með að skófla þessu hér inn... vil ekki taka skúbbið af Sigmundi Erni. En þar sem við Sigmundur Ernir erum á öndverðum meiði í þessu máli fannst mér við hæfi að spyrja hann spurninga sem eru á öndverðum meiði við spurninguna sem hann spurði mig - svona svo við gætum rætt málin á jafnræðisgrundvelli... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:15

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að réttlæta þessa ráðstefnu með því að slíkt efni fáist hér í búðum hvort sem er er fáránlegt og ekki nein rök. Frekar ætti að líta til þess hvort þessar verslanir sem um ræðir séu ekki að selja efni sem er ólöglegt að versla með á Íslandi.

Auðvitað er ekki hægt að banna þessu fólki að koma hingað sem venjulegir ferðamenn. En eru venjulegir ferðalangar  vanir að birta myndir af sér alsberum í kynferðislegum athöfnum á heimasíðum sínum? Það held ég ekki, svo varla geta þessir túristar talist alveg venjulegir.

Spurning Sigmundar lýsir aðeins andlegum vanþroska hans. Ég er í raun ekki mjög undrandi, því mér finnst ég hafa séð skína í hann í gegnum þann æsifréttastíl sem verður stöðugt meira áberandi í umfjöllunum fréttastofu Stöðvar 2. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:23

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ef hægt er að kaupa blöð í bókabúðum með viðlíka myndum og ég fann inni á heimasíðu þessa hóps, þá er ég nú alveg hætt að skilja hlutina. Ég hef að vísu aldrei farið inn í svokallaðar klámbúðir, þar eru kannski spólur eða vídeóbönd með einhverju viðlíka? Þetta fer kannski út í það að það þarf að lýsa furir fólki óhugnaðinum sem hægt er að skoða á heimasíðunni?

Áfram Katrín! Þú ert hetja.

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:28

13 identicon

Takk fyrir að segja okkur frá þessu Kartrín Anna.  Ég hringdi líka á fréttastofuna um leið og ég treysti mér til eftir að hafa horft á þessa "frétt" en var beðin um að senda netpóst um efnið þar sem margir væru að hringja og kvarta yfir fréttinni. En ef þetta eru svör fréttastjórans mun ég klárlega segja upp minni áskrift á stöð 2 og veit að fleiri munu gera það. 

Heiða Björg Hilmisdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:29

14 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Já ég gleymdi að segja ykkur að á www.SERfer.now er að finna úttekt og skotheldann rökstuðning fyrir andlegum vanþroska fréttastjórans.

Þar er líka sýnt fram á að æsifréttastíl sá sem viðgengst undir hans stjórn hafi dregið fram í dagsljósið misnotkun á fólki og tilraun til barnaníðs og já bjargað ótöldum fjölda einstaklinga frá Byrgis-uppáferðum framtíðarinnar... humm, Ó, tja ... samt

Viggó H. Viggósson, 21.2.2007 kl. 23:29

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Athugasemdir við fréttaflutninginn - hlutar úr bréfi til Sigmundar og Heimis + viðbót:

1. "Það hefur verið fullyrt að þetta fólk kunni að standa fyrir framleiðslu og dreifingu á barnaklámi og eigi jafnvel hlutdeild að mansali og þrælahaldi" Þetta er einfaldlega rangt. Það hefur verið sagt að klámiðnaðurinn tengist vændi og mansali en ekkert hefur verið fullyrt eða sagt í þessu sambandi varðandi hópinn sem er að koma. Það hefur ekki heldur verið fullyrt að þetta fólk kunni að standa fyrir framleiðslu og dreifingu á barnaklámi. Það sem hefur verið sagt er að sumt af því efni sem linkað er á af síðum þátttakenda hafi vísanir í barnaklám. Þið eruð sjálfir með linka á það efni og getið metið hvort þið eruð sammála eða ekki. [s.s. þið sjálfir = SER og HMP]
 
2. Klám sem karlar eru í - "einhverja hluta vegna hefur fólk minni áhyggjur af því" Hvaðan er þessi fullyrðing komin? Er hún tilbúningur fréttamanns eða eru heimildir á bak við þetta?

3. Í fréttinni er sagt að hópurinn sé hér í skemmtiferð. Hvaðan eru þær upplýsingar?
Á heimasíðu Snowgathering kemur eftirfarandi fram: "Cristina Ponga, Event Manager of the SnowGathering: “The SnowGathering is a business to business event for serious and legitimate companies in the adult entertainment business. During the SnowGathering we offer our attendees the chance to conduct business in a relaxing manner. We believe that by offering our attendees fun, exciting and relaxing activities we increase their chances to network. This is the reason why we have chosen for this combination instead of a conventional congress setting."

4. Það kom ekki nægjanlega skýrt fram í fréttinni að lögregla væri að rannsaka málið - ég ætla allavega rétt að vona að rannsókn sé ekki lokið. Auk þess kom ekki fram hvað lögreglan var að rannsaka. Er það hvort einhverjir þátttakendur séu á sakaskrá eða eitthvað annað?

5. Stærsta umkvörtunarefnið var samt sem áður að klámið sem þeir sýndu var ekki nógu gróft. Ef þeir ætla að fjalla um klámið í tengslum við klámþingið þá er það í hæsta máta villandi að sýna bara ber brjóst og naktar konur án þess að vísa í hvers lags efni er að finna á heimasíðunum. Annaðhvort sleppa þeir að sýna efnið eða sýna hvað um er að ræða. Að öðrum kosti eru þeir að gefa almenningi í landinu ranghugmyndir um hvers konar efni verið er að mótmæla. Myndefnið í fréttinni og þeirri næstu á eftir gaf meira tilefni til að ætla að fréttastofa Stöðvar 2 vildi æst skilgreina sig sem fréttastofa í kynlífsiðnaði heldur en vönduð og áreiðanleg fréttastofa.

6. Má svo bæta því við - þó ég hafi nú ekki sett það í póstinn hjá þeim að það er allt í lagi að spá í hvort það er munur á Falun Gong, Vítisenglunum og klámiðnaðinum. Á að setja allt undir sama hatt þar sem meðferð á Falun Gong var mótmælt? Af hverju þótti ekki ástæða til að taka fram að þeir sem mótmæltu framkomu við Falun Gong mótmæltu ekki viðbrögðum yfirvalda við Vítisenglunum. 

*******

Eitt er ég alveg sammála þeim í og það er að hér er slatti af klámi og stjórnvöld sem og almenningur hefur ekki verið á vaktinni varðandi þetta. Það verður t.d. gaman að sjá svipinn á fólkinu sem hingað kemur, vitandi að klám er ólöglegt á Íslandi og að við viljum þennan vibba ekki hingað - svo koma þau upp á hótelherbergi og sjá að þau geta pantað sér klámmynd í sjónvarpið... Fréttin var bara illa unnin og kom þessu ekki nægjanlega vel til skila. Af hverju var t.d. ekki talað um klámið á hótelunum, klámið sem 365 selur og þar fram eftir götum? Í staðinn var fréttin svona bland í poka af mismunandi "sjónarhornum" sem konu sýndust helst til þess fallin að gera lítið úr mótmælum þeirra sem eru á öndverðum meiði (sérstaklega með því að sýna allt annað efni en um ræðir á vefsíðum þátttakenda) og margt staðhæft sem er ekki rétt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:40

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Óskar - það hefur verið fullyrt að klám og vændisiðnaðurinn tengist vændi og mansali, enda er það óumdeilanleg staðreynd og þeir sem ætla að reyna að mótmæla því geta alveg eins sagt að jörðin sé flöt og haldið því fram endalaust. Það hefur hins vegar ekki verið fullyrt að þessi hópur sé klárlega í þeim business heldur er málið sett í hendur lögreglu til að rannsaka það. Hópurinn stendur hins vegar klárlega að dreifingu á efni sem er ólöglegt á Íslandi - enda er klám ólöglegt á Íslandi og þau segjast sjálf vera í klámbransanum þannig að varla þarftu frekar vitnanna við.

Ég hef sagt að það séu tilvísanir í barnaklám á þessum síðum og stend við það. Ég hef ekki fullyrt að það sé barnaklám - en ég hef sagt við þig að þú hafir engar sannanir fyrir því að stúlkurnar séu orðnar 18 frekar en að ég hef ekki sannanir fyrir því að þær séu ekki orðnar 18. Ég hef líka lýst dæmunum um tilvísanirnar og það er alveg ljóst hver mín skoðun er á því. Í sumum löndum er ekki eingöngu barnaklám ólöglegt heldur líka allar tilvísanir í það, svo sem 18 ára að leika ungabarn. Ég hef sagt á þessari síðu að mér finnist það efni sem er á þessari síðu vera siðlaust og að það ætti að vera ólöglegt þar sem svona efni setji börn í hættu.

Í stuttu máli er þetta afstaðan - klámiðnaðurinn er nátengdur stærstu mannréttindabrotum okkar tíma. Þar sem hópur sem starfar innan þessa bransa er á leið til landsins í viðskiptaerindum og á síðum þeirra er að finna mjög gróft klám er full ástæða fyrir yfirvöld að rannsaka málið ítarlega og grípa til viðeigandi ráðstafana. Vona að þetta sé nógu einfalt fyrir þig.

Nenni svo ekki að rökræða við þig um umhverfisverndarsinnana - ertu viss um að þú viljir ekki frekar röfla um hvort jörðin sé flöt? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 00:07

17 identicon

Katrín Anna Guðmundsdóttir. Þú ert kominn í bullandi mótsögn við sjálfan þig. Þú fullyritir, bæði í fjölmiðlum og þá þessu ritskoða bloggi þínu (þar sem þú eyðir athugasemdum sem þú þolir ekki, sem hvorki flokkast undir spam eða rugl athugasemdir, heldur svör) að þessir aðilar tengdust mannsali, kynlífsþrælkun og baraklámi. Það er vel skrá á fleira en einum stað þau ummæli þín.

Ástæða þess að þú ert farinn að draga í land er einföld. Þú ert fyrir margt löngu búinn að tapa rökræðunum um þetta mál, enda gastu ekki komið með nein rök fyrir máli þínu þegar á reyndi.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 00:35

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Frímann. Ég ætla að segja þetta bara einu sinni: Lestu það sem er skrifað. Nenni ekki að hafa þig hérna eins og rispaða plötu - og mun að öllum líkindum henda út nokkrum kommentum frá þér ef þú heldur áfram að röfla þetta... skil annars ekki hvað þú ert að hanga hérna... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 00:46

19 identicon

Katrín, hérna er ein fullyrðing þín, sem er með öllu ósönnuð. Klámiðnaðurnn, sá sem er löglegur hefur ekkert með þetta að gera. Og það er staðreynd. 

"það hefur verið fullyrt að klám og vændisiðnaðurinn tengist vændi og mansali, enda er það óumdeilanleg staðreynd og þeir sem ætla að reyna að mótmæla því.."

Vondir hlutir gerast þegar góðir menn gera ekki neitt.

Viltu kannski banna alla bíla vegna þess að fólk keyrir hratt á þeim og veldur dauðaslysum með þeim. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:17

20 identicon

Já þetta var mjög fíflaleg "frétt". Meira svona persónulegar skoðanir fréttamannsins heldur en alvöru fréttaflutningur. Beit svo höfuðið af skömminni með því að tala bara við manneskju sem er sammála honum. Og er líka ekki svolítið undarlegt að vera að fjalla um rannsókn lögreglunnar þegar henni er ekki einu sinni lokið?

Guðrún Beta (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:24

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég trúi því að þér sé runninn reiðin og hún hafi svo sem ekki rist djúpt en þetta er bara svo svakalega brilljant hjá honum Jóni Vídalín.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2007 kl. 01:25

22 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Hvað Sigmund Erni, og þekkingu hans varðar, bendi ég á nýjustu færslu mína, Sigmundur Ernir og sadisminn: http://www.erlahlyns.blogspot.com/ 

(mér er óhægt um vik að tengja beint á færsluna) 

erlahlyns.blogspot.com, 22.2.2007 kl. 01:42

23 identicon

Hverjir eru þessir "við sem viljum ekki þennan vibba til landsins?" Ég verð að segja að fyrir mitt leyti sé ég ekkert athugavert við komu þessa fólks, og má til gamans benda á þessa könnun: http://www.hugi.is/deiglan/skodanir.php?page=view&pollId=122908 - Kannski ekki nákvæmasta könnun í heimi en hún segir sitt.

 Væntanlega eru þessir við samt þú og vinir þínir í femínistafélaginu.

 En hver hefur ekki gaman að góðu klámi, ég bara spyr?

Siggeir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:48

24 identicon

Hæ, nóg færðu nú af athugasemdum en ég rakst á að þú sagðir þessa ráðstefnugesti hafa viðurkennt að þeir væru í klámiðnaðinum. Klám er bannað á Íslandi og því mættu þeir ekki framleiða slíkt eða dreifa hér. En hvar sástu þá viðurkenna að þeir væru í klámi? Telja þeir sig ekki vera í því sem kallað er the adult entertainment business frekar en klámi, þ.e. þessu listræna frekar en ljóta og meiðandi (en hvað er list). Ekki það að ég hafi skoðað hvort gæjarnir væru að framleiða klám eða hvort um list er að ræða, ég treysti þér ágætlega til að dæma um það. En kannski er fulllangt gengið að segja að þeir hafi viðurkennt að stunda ólöglega starfsemi. --- Siggeir hér að ofan er eflaust að spyrja í niðurlagi sínu 'hver hefur ekki gaman af góðri erótískri nektarlist', hann er varla að tala um dýraklám. en áfram Katrín, ekki hlusta of mikið á öskrin hér.

Árni Jón S (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:10

25 identicon

Þú ert svo klár og rökföst og dugleg Kata. Sigmundur Ernir og Heimir Már eiga eftir að fatta þetta einn góðan veðurdag - höldum ótrauðar áfram þangað til! Bestu, Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:11

26 identicon

Já úff... ég fékk kjánahroll dauðans þegar ég sá þessa frétt.  Get ekki annað sagt. Oft hefur mér þótt Heimir Már vera öflugur fréttamaður en álit mitt á honum hefur núna breyst til hins verra. Vonandi var þetta bara einstakt feilspor hjá honum.

hee (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:05

27 identicon

Ég skil ekki... Þið sum hérna talið eins og það sé eitthvað að klámi, eða það sé eitthvað ljótt við það.   Skil það ekki allveg.... ég hélt að það væri bara fullkomnlega eðlilegur hlutur og afþreyjing fyrir fullorðna.   Ekki missa ykkur hérna stelpur... fjallið um það sem er virkilega slæmt.

Holy (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:00

28 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

Spurningin er svo ótrúleg að hún á skilið að komast á forsíðu DV!

Kær femínísk feministakveðja,ML

Margrét Lóa Jónsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:26

29 identicon

Sigmundur hittir sjálfan sig fyrir með þessum aulaskap!

Egill M (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:56

30 identicon

ég er með þennann pakka frá 365, því miður þá hef ég ekki verið var við klám á honum, ég samt verið var við ljósbláa erótík. en hjá ykkur kallast allt klám. svo vona ég að þessi hópur kæri hótel sögu fyrir að meina þeim gistingu, hópurinn var ekkert búinn að brjóta af sér og átti fullann rétt á að koma hingað hvað svo sem öfgamenn og konur segja, þýðir ekkert að bendla þennann hóp við allt það slæma í heiminum þó hann framleiði klám.

h (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:24

31 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Note to self: Jæja, er með pínku móral yfir spurningunum sem ég sendi Sigmundi Erni. Þó hann spyrji bjánalegra og ómálefnalegra spurninga er ekki þar með sagt að ég þurfi að apa það upp eftir honum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:29

32 identicon

Árni Jón, hlustaðu á viðtal við Cristinu Ponga á RÚV sl. fimmtudag, hún talar sjálf um "porn stars" sem koma með í ferðina. Hún skýtur svo einhverju inn um "adult entertainment" en notar "porn" fyrst. Þetta fólk skilgreinir sig sjálft að því er virðist, sem starfandi í klámiðnaðinum. Ég vona að Siggeir hafi verið að tala um að hann njóti erótísks efnis, ekki kláms. Skoðaðu skilgreiningarnar sem hafa verið settar fram hér hjá Katrínu Önnu og annars staðar um muninn á klámi og erótík.

Silja (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband