Færsluflokkur: Bloggar
5.3.2007 | 23:53
Bingi og nýja lógóið
Einu sinni hélt ég svolítið upp á Björn Inga - það var eftir fund hjá Femínistafélaginu þar sem hann lýsti því yfir að honum finndist klám vera ógeðslegt... Þess vegna er ég ansi hissa á þögn hans í kringum klámstefnuna og allan vibbann sem var að finna á þeim síðum - því það var svo sannarlega ógeðslegt klám. Hann hins vegar kaus fyrst að opna munninn til að úthúða Sóley vinkonu minni og það auðvitað fellur ekki í kramið... Ég er meira að segja satt best að segja farin að hallast að því að bingi hafi hannað nýja afmælislógó Framsóknar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.3.2007 | 17:10
Íslenska kjötið
![]() |
Svíar bjóða upp á rekjanlegan Eystrasaltsþorsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2007 | 17:09
Bara orð?
Ímyndaðu þér að í hundruðir ára séu þín ægilegustu áföll, þín daglega þjáning og sársauki, misnotkunin sem þú lifir af, óttinn sem þú býrð við, ólýsanleg ekki grundvellur bókmennta. Svona eru upphafsorðin í grein Catharine A. MacKinnon, Only Words. MacKinnon heldur áfram og biður lesendur að ímynda sér kynferðislegt ofbeldi af hálfu föður, eiginmanns og læknis. Hún lýsir því hvernig þetta ofbeldi, sem er raunverulegt fyrir þolendur kynferðisofbeldis, hafi verið umlukið þögn í aldanna raðir. Þangað til myndavélin varð til. Þá var þetta ofbeldi fest á filmu og sett í dreifingu. Hún segir að þá hafi kviknað örlítil von um að kannski væru myndirnar sönnun á nauðgun en í staðinn hafi myndirnar verið túlkaðar sem kynlíf. Þetta ferli á lesandinn að ímynda sér, setja sig í þessi spor, þangað til lesandinn að lokum hittir aðrar konur sem hafi átt feður og eiginmenn sem sáu myndirnar. Við að sjá myndirnar hafi þeir fengið hugmyndir sem þeim hafði aldrei dottið í hug áður og þeir síðan gert sömu hluti við eiginkonur sínar og dætur. Hluti sem þeim var ætlað að brosa í gegn og þykjast njóta, njóta jafnmikið og konan á myndunum.
Það er óþægilegt að lesa í gegnum upphafið á grein MacKinnon. Greinin fjallar að mestu um tjáningarfrelsið og hvort að klám eigi að vera eitt form tjáningarfrelsis eða hvort banna eigi klám. Hún heldur því fram að það að verja klám sé sama og að verja kynferðislega misnotkun sem mál (speech) á sama tíma og að bæði klám og verndun þess hafi svipt konur máli, sérstaklega máli gegn kynferðislegri misnotkun.
MacKinnon nefnir nokkur dæmi um orð sem ekki eru túlkuð sem mál m.t.t. tjáningarfrelsis heldur sem athafnir. T.d. ef að sagt er við hund dreptu eða við skotsveit tilbúin, miða, skjóta þá er það ekki tekið sem partur af tjáningarfrelsi heldur sem aðgerð sem leiðir til einhvers. Hún vill að klámið verði litið sömu augum og vill meina að tjáningarfrelsi sé tæki sem notað er til að viðhalda kúgun kvenna. Konum sé misþyrmt fyrir framan myndavélina en af því að það er tekið upp á filmu er það ekki glæpur þó raunverulegt ofbeldi eigi sér stað. Hún líkir þessu saman við aftöku án dóms og laga og spyr hvort að það yrði leyft að taka fólk af lífi án dóms og laga svo framarlega sem það væri gert fyrir framan myndavélar?
Niðurstaða MacKinnon er sú að á meðan klám er varið á forsendum tjáningarfrelsis sé kynferðislegt ofbeldi varið af stjórnarskránni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Dómsstólar landsins halda áfram að sýna snilldartakta í dómum sem varða kynferðisbrot. Nú síðast var grunnskólakennari dæmdur fyrir barnaklám. Hann var með yfir 11 þúsund myndir í fórum sínum - 11.392 minnir mig að Blaðið hafi skrifað. Þrátt fyrir að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér (enda ná menn ekki í yfir 11þús myndir á einu bretti) þá var honum fundið það til refsilækkunnar að vera með hreint sakarvottorð! Ja hérna... myndum við sjá þetta í öðrum brotaflokkum? Myndi það vera talið fjöldamorðingja með yfir 11þús morð á bakinu (og þau væru ekki nema 10!) að hann væri með hreint sakarvottorð - bara af því að hann hafði ekki náðst fyrr?
Svo má líka velta því fyrir sér hvernig manninum tókst að ná í svona mikið efni án þess að upp um hann kæmist. Var það kannski vegna þess að það var engin netlögga á svæðinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
2.3.2007 | 13:11
Ísrael og Evróvision

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2007 | 15:28
Púritanisminn í kláminu
Vek athygli á nýrri skoðanakönnun hér til hægri.... Hvað er kynferðislegt frjálsræði í þínum huga? Tel ekki vanþörf á að ræða aðeins hugmyndir um kynfrelsi, frjálsræði, kúgun og hatur í ljósi undanfarinna vikna.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða hugmyndir eru að birtast í kláminu? Það efni sem ég er búin að skoða mikið undanfarna viku inniheldur töluvert af efni sem gengur út á að kalla konur öllum illum nöfnum og kynlífsathafnirnar eru síðan framreiddar sem refsing á konurnar. Þarna er gjörsamlega gengið fram hjá þeirri hugsun að konur hafi kynhvöt eða megi fá ánægju út úr kynlífi. Þau viðhorf sem birtast í þessu klámi eru því algjörlega í takt við þau viðhorf sem dags daglega eru kennd við púritanisma. Kynlíf er í rauninni eitthvað ljótt og vont í þessu klámi - og eitthvað sem konum er refsað með. Baráttan fyrir kynfrelsi er akkúrat í hina áttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
28.2.2007 | 10:25
Gott að vera í forystu
Hjartað í mér tók kipp þegar ég las í Fréttablaðinu í morgun að búið væri að jafna verðlaunafé kvenna og karla á Wimbletonleikunum. Ekki að þetta hafi verið nýjar fréttir - það eru nokkrir dagar síðan þetta birtist fyrst í fréttum. Gleðin stafaði af því að ég hugsaði um þegar verðlaunaféð var jafnað í Landsbankadeild kvenna og karla hérna heima. Það er gaman að vera í forystu í jafnréttismálum. Það er eitthvað sem gerir mig stolta af því að vera Íslendingur...
Við höfum sama tækifærið upp á borðum núna varðandi klámið - getum tekið forystu í baráttunni gegn kláminu. Það er undravert að nást skyldi þverpólitísk samstaða um málið, bæði í borgarstjórn og á alþingi. Ég held að pólitíkusar séu kannski að átta sig á alvöru málsins og að þetta sé lykilatriði í baráttunni gegn vændi, mansali og kynferðisofbeldi.
En það er skrýtið að fylgjast með fjölmiðlum. Nokkrir hafa barið sér á brjóst og lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi viljað fá klámhópinn til landsins í kjölfar þess að Fréttablaðið birti niðurstöður úr könnun sinni. Það er hins vegar rangt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi viljað fá hópinn til landsins. Á meðal kvenna var skiptingin nokkuð jöfn. Rétt tæpur meirihluti sammála ákvörðun Hótel Sögu og rétt rúmlega helmingur kvenna á móti. Hjá körlum var skiptingin hins vegar þannig að þar er hægt að tala um yfirgnæfandi meirihluta - mig minnir að þar hafi skiptingin verið ca 70/30. Segir sitt um mismunandi afstöðu kynjanna...
Heildarniðurstaðan úr könnuninni, óháð kyni, var að 61% voru á móti ákvörðun Hótel Sögu. Þetta er kallaður yfirgnæfandi meirihluti af sumum. Ég vona að þeir hinir sömu muni það næst þegar talið berst að kynjaskiptingu í þrískiptu valdi lýðræðisins - þar sem karlar eru með yfirgnæfandi meirihluta - og sumir stefna á 60/40 skiptingu sem "sanngjarna" skiptingu...
En annars gaman að sjá að stjórnmálamenn eru að taka á þeirri vá sem stafar af klámiðnaðinum - án þess að vera með popúlismann efst á blaði... það er slæmt að fylgja fordæmi klámhundanna í hvort gripið skuli vera til aðgerða eða ekki. Það er einfaldega of mikið í húfi.
Má svo til að bæta því við að ég er sannfærð um að niðurstöður könnunar Fréttablaðsins hefði orðið allt öðruvísi ef fólk hefði vitað hvers konar efni var að finna á heimasíðum væntanlegra þátttakenda. Fjölmiðlar mega gjarnan taka til umhugsunar hvort þeir hafi komið því til skila...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2007 | 10:04
Tekjur ekki nauðsynlegar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2007 | 23:29
Kvenhetjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.2.2007 | 16:31
Misskilin minnimáttarkennd
Átti fína helgi - nokkuð normal helgi fyrir utan að hér var hvorki tekið til né horft á klám! En það var bakað, eldað, passað, horft á sjónvarpið, sett upp útiljós og tekið á móti gestum!
Ungur Sjálfstæðismaður setti inn tengil á grein eftir unga Sjálfsstæðiskonu í kommentakerfið. Ég auðvitað kíkti á greinina en get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin. Fyrir það fyrsta þá segir ungi Sjálfsstæðismaðurinn að greinin sé um okkur í Femínistafélaginu. Greinin hins vegar fjallar um femínískar jafnaðarkonur - sem eru yndislegar, æðislegar og allt þar á milli, en FÍ er hins vegar þverpólitískt félag með konur (og körlum) úr öllum flokkum innanborðs. Meira að segja líka með konur í öllum flokkum - eða allavega í mörgum flokkum... En það er nú önnur saga. Í greininni fjallar unga konan um minnimáttarkennd... Svo ég vitni beint í greinina:
Jafnrétti er fyrst og fremst hugarfarsbreyting. Þess vegna ættu femínískar jafnaðarkonur að hefja málefnalega jafnréttisbaráttu sína á því að losa sig við þá minnimáttarkennd sem einkennir málflutning þeirra. Konur verða hafa trú á sjálfum sér svo aðrir geti einnig haft trú á þeim. Eins og staðan er í dag þá viðurkenna femínískar jafnaðarkonur fyrir sjálfum sér að það sé veikleiki að vera kona með því að halda því fram að samfélagið eigi að koma öðruvísi fram við þær en karla.
Miðað við stöðuna í dag - þar sem karlar eru með meirihlutavald í öllum þrem hornsteinum lýðræðisisn - löggjafarvaldinu, framkvæmdarvaldinu og dómsvaldinu - og karlar fara líka með meirihluta peningavaldsins (nema ráðstöfunartekjur heimilisins) og eru með yfirgnæfandi meirihlutavald í viðskiptalífinu... miðað við þessa stöðu finnst mér svolítið fyndið að kalla það minnimáttarkennd að ætla að konur eigi að hafa meira af þessum völdum. Hefði frekar kallað það minnimáttarkennd að sætta sig við að karlar fari með öll þessi völd... ef þið skiljið hvað ég meina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg