Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Tilraun til ritskoðunar

Nýverið birtust fréttir af því að Hugo Chavez forseti Venesúela hefði látið loka stærstu einkareknu sjónvarpsstöðinni vegna þess að hún var honum ekki nógu hliðholl. Vildi hann meina að sjónvarpsstöðin ynni að því að koma honum frá völdum. Mótmælum svaraði hann með hótunum um að loka fleiri sjónvarpsstöðvum. Ég þori að veðja að margir Íslendingar hafi hugsað með sér "sjúkkit... svona gerist ekki á Íslandi. Hér höfum við einna hvað frjálsustu fjölmiðla í heimi!"

Nú er annað að koma á daginn. Viðbrögðin við grein Ísafoldar um vændi og mansal á Goldfinger og tengsl bæjarstjóra Kópavogs við staðinn hafa eiginlega staðið á sér - en samt ekki. Fréttaflutningur af málinu er furðanlega lítill. Hann er reyndar í takt við það sem við sem höfum staðið í þessari baráttu höfum lengi fundið fyrir. Það má ekki snerta á þessum málaflokki. Klámstefnan fræga nærtækt dæmi. Þar kafaði enginn fjölmiðill ofan í hvers lagt viðbjóð var um að ræða og sumir fjölmiðlar gengu svo langt að láta líta út fyrir að efnið hefði snúist um brjóst, bera bossa og skemmtiferð - þvert á allar staðreyndir í málinu sem voru augljósar hverjum þeim sem skoðaði málið aðeins.

Ég hef lengi furðað mig á umfjöllun fjölmiðla um þessi mál og skort á rannsóknarblaðamennsku hvað varðar að skoða málin ofan í kjölin. Þetta vandamál er ekki einskorðað við Ísland og víða um heiminn velta femínistar og aðrir því fyrir sér hvað veldur því að karlar sem sækja þessa staði virðast njóta verndar. Þeir eru hinir ósýnilegu. Þeir eru aldrei sýndir í fréttaumfjöllun um staðina - sem væri þó eðlilegt. Hins vegar eru stúlkurnar sýndar grimmt - dansandi fáklæddar upp við einhverja súlu. Jafnvel í fréttum um tengsl mansals við staðina. Fjölmiðlar eru til í að taka sjensinn á því - að eitthvert stúlkugrey sem er fórnarlamb mansals sé sýnd með þeim hætti í fjölmiðlum svo eymd hennar sé afhjúpuð fyrir alla - undir þeim formerkjum að þarna sé um "saklausa" skemmtun karlmanna að ræða. Skemmtun sem gengur út á kúgun, niðurlægingu og stundum þrælahald kvenna.

En aftur að þögguninni og samstöðu karlveldisins um að hreyfa ekki við þessum málaflokki. Kaupás ákveður að henda út Ísafoldarblaðinu eftir að það er komið í dreifingu. Greinin augljóslega ástæðan þrátt fyrir að Kaupás reyni að neita fyrir það. Það á að bullshitta almenning - því forráðamenn vita sem er að svona ritskoðun er ekki lýðræðisleg. Sama fyrirtæki vílar ekki fyrir sér að vera með klámblaðið Bleikt og blátt á afgreiðslukössum verslana sinna. Þeir þola bara ekki að fjallað sé um góðvin þeirra Gunnar I. Birgisson og hann afhjúpaður á þann hátt sem gert er í greininni. Samt sem áður vissu margir af því fyrir að Gunnar væri fastagestur á þessum stað. Það hefur lengi verið almannarómur... það hefur bara ekki verið skrifað um það í fjölmiðlum áður eða lagðar fram myndir því til sönnunar.

Í rauninni er það mjög stórt skref og framför fjölmiðla að skrifa loksins um þessi málefni með því að skoða þau ofan í kjölin. Þessi harkalegu viðbrögð til að stöðva greinina og síðan dreifingu á blaðinu eru kannski vísbending um hvers vegna ekki er meira fjallað um þessi mál á þessum nótum. Nú hefur Ísafold tekið af skarið og það er frábært. Mannlíf getur hins vegar varla verið þekkt fyrir að halda áfram að birta auglýsingar frá Goldfinger í blaðinu eftir að systurblað þess hefur fjallað um að þar eigi sér stað vændi og mansal... Eða hvað?

Vonandi verður þetta rætt af alvöru í framhaldinu og að fólk velti því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi fyrst valdhafar gera allt sem þeir geta til að þagga svona mál.


Reyklaus :)

Varði gærkvöldinu á kaffihúsi. Í reyk. Er með dúndrandi hausverk í dag. Samt ekki viss um að ég geti skellt skuldinni á reykinn... þó það sé freistandi Tounge . Ég er ein af þeim sem gleðst yfir reykleysinu. Finn samt til samúðar með forföllnum reykingarfíklum en vona jafnframt að reykleysið verði til að fækka slíkum fíklum í framtíðinni. Furða mig enn jafn mikið á því hvers vegna ungt fólk byrjar að reykja. Sumir líta kannski á það sem part af einhverri uppreisn en ef einhver fyrirtæki eru verðug þess að vera í uppreisn gegn þá eru það tóbaksfyrirtækin... 

« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband