Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hver er þá djöfullinn?

Við getum alltaf treyst á að Putin skandaliseri með reglulegu millibili. Um daginn var hann afskaplega öfundsjúkur út í forseta Ísraels fyrir að hafa nauðgað nokkrum konum... Nú eru það samkynhneigðir sem eru vandamálið. Svo er víst búið að útnefna vændiskonuna sem "verk djöfulsins". Ég fór nú í framhaldi af því að spá í hver skapaði vændiskonuna. Var það ekki kaupandinn?

Ekki að þetta hafi nokkur áhrif á pólitískan feril Pútins... nema síður sé.


mbl.is Pútín segir samkynhneigða í Rússlandi „lýðfræðilegt vandamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáðu

Sumir vilja meina að jafnrétti náist ef konur gera allt eins og karlar. Svar þeirra við klámvæðingunni er að klámvæða karla... svarið við vændi að konur kaupi meira vændi... svarið við ofbeldi - tja ætla ekki út í þá sálma enda vona ég að við getum verið sammála um að útrýma ofbeldinu. Vændi er reyndar ofbeldi ef út í það er farið en samt skiptar skoðanir um leiðir til að útrýma því - eða hvort það beri að útrýma því yfirhöfuð.

En - aftur að kjarna málsins. Konur eru víða hlutgerðar og stillt upp sem "fallegum blómum" - skoðanalausar og undirgefnar. Sumum finnst þetta afskaplega fallegt og sjá ekkert athugavert við þessa helstu birtingarmynd kvenna - og ekki heldur að þetta er allt saman á karllægum forsendum (hvort sem framkvæmdin er í höndum karla eða kvenna). Konum á bara að finnast það sama flott og körlum - engin þörf að taka gagnkynhneigð kvenna með í reikninginn þar, hvað þá heldur margbreytileika.

Sumar konur verða leiðar á þessari einhæfu birtingarmynd kvenna. Ein þeirra tók sig til og ljósmyndaði karla á sama hátt og konur. Afraksturinn og söguna má sjá hér http://www.playtheman.info/. Kannski ágætt fyrir marga að skoða þetta og spá í hvort þeir vilji sjá umhverfi sitt skreytt svona myndum - hvert sem þeir fara, mörgum sinnum á dag.


« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband