Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
9.11.2007 | 11:14
Nýtt frumvarp til jafnréttislaga
Er hætt að blogga í bili. Ætla að enda með pistlinum mínum sem birtist í Viðskiptablaðinu síðasta miðvikudag. Takk fyrir góðar stundir.
**
Er jafnrétti íþyngjandi?
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti nýlega nýtt frumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla fyrir Alþingi. Mörgum finnst tímabært að dusta rykið af eldri lögum, því segja má að þau hafi verið nokkurs konar skraut. Þau líta vel út á pappír en ekki er sérstaklega ætlast til að fólk, fyrirtæki og stofnanir framfylgi þeim.
Er hættulegt að leyfa launþegum að tjá sig?
Nýja frumvarpið er mikil framför frá núgildandi lögum þó ekki sé hægt að kalla þetta róttækt frumvarp. Í fjölmiðlaumræðu hefur umræðan um launamálin verið áberandi. 46 árum eftir að lög um jöfn laun fyrir sömu störf eru samþykkt og 40 árum eftir að aðlögunartíma atvinnurekenda til að kippa launamálum í lag lauk, eru Íslendingar að íhuga þá róttæku aðgerð að leyfa lýðnum að tala um launin sín, hvorki meira né minna. Ekki er þó hægt að segja að full samstaða sé um þetta ákvæði og gott ef rökin eru ekki áþekk þeim sem heyrðust í gamla daga þegar það var beinlínis talið skaðlegt heilsu kvenna að mennta sig.
Íhaldsamari unglingar
Andstaða við hvers konar aðgerðir í jafnréttismálum virðist sífellt vera að aukast og sönnunargögn um að við séum að upplifa bakslag eru margvísleg. Eitt dæmi er viðhorfskönnun sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir gerði á síðasta ári á meðal grunnskólanema í 10. bekk. Til samanburðar var sambærileg könnun frá árinu 1992 og viðhorfskönnun frá árinu 2003. Þarna kemur fram, svart á hvítu, að unglingar í dag eru íhaldsamari en jafnaldrar þeirra 15 árum árum áður.
Maðurinn með heftið getur keypt nýja þvottavél handa konunni
Bakslagið virðist vera mest á meðal ungra stúlkna en einnig er merkjanlegt bakslag hjá drengjum og þeirra viðhorf eru íhaldssamari en hjá stúlkunum. Staðan er þó ekki alsvört og í flestum tilfellum eru yfir helmingur bæði stúlkna og drengja á því að verkaskipting eigi að vera jöfn á milli kynja ef bæði kyn vinna úti. Ef einungis svör þeirra sem voru á því að annað kynið ætti að sjá um ákveðin verk eru skoðuð sést að konur eiga að þvo þvottinn, þrífa heimilið og fara á foreldrafundi á meðan karlar eiga að hirða um bílinn og sjá um fjármálin. Fleiri unglingar af báðum kynjum velja að annað kynið sjái um þessi mál á okkar tímum en árið 1992. Það er bakslag.
Eru upplýsingar skaðlegar?
Í þessu bakslagi birtist frumvarp um lög til að jafna stöðu kynjanna. Sumum þykir ekki fínt á okkar tímum að bregðast eigi við misrétti, t.d. með því að veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til að kalla eftir upplýsingum frá fyrirtækjum um meint misrétti. Halda mætti að Jafnréttisstofa myndi meðhöndla þau gögn á skaðlegan hátt þegar tilgangurinn er sá einn að ganga úr skugga um hvort brotið hafi verið á rétti einstaklinga til að fá jafna meðhöndlun og jöfn tækifæri óháð kyni.
Jafnrétti og samkeppnisforskot
Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins er sagt að jafnrétti kynja sé mikið hagsmunamál fyrirtækja. Ef aðilar SA trúa því í raun og veru er erfitt að skilja hvers vegna aðgerðir og úrræði sem auka eiga jafnrétti eru sögð íþyngjandi. Nær væri að taka allri hjálp sem eykur jafnrétti, og þar með samkeppnisforskot viðkomandi fyrirtækja, fagnandi. Þannig er hægt að gera bæði góð jafnt sem slæm fyrirtæki enn betri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
8.11.2007 | 23:28
Kynjafræðiráðstefna - fyrir fróðleiksfúsa og forvitna
RÁÐSTEFNA RANNSÓKNASTOFU Í KVENNA- OG KYNJAFRÆÐUM. 9. OG 10. NÓVEMBER Í AÐALBYGGINGU HÁSKÓLA ÍSLANDS
Dagskrárspjald (pdf, 80k)
Föstudagur:
13:15-13:20: Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK
13:20-13:30: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
13:30-14:10: Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stockholm "The glass ceiling" Why the Nordic countries are no longer the model for the whole world.
14:10-14:50: Þorgerður Einarsdóttir Vangaveltur og umræður
Fundarstjóri: Rósa Erlingsdóttir
14:50-15:10: Kaffihlé
15:10-17:10: Málstofur I, II, III og IV
17:10-17:30: Kaffihlé
17:30-19:00: Málstofur V, VI, VII og VIII
Laugardagur:
09:00-12:15: Málstofur IX, X, XI og XII
12:15-13.00: Matarhlé
13:00-15:30: Málstofur XIII, XIV, XV og XVI
15:30-15:45: Kaffihlé
15:45-17:00: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra Femínismi í samskiptum ríkja
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur
Guðbjörg Lilja Hjartardóttir stjórnar umræðum.
17:00: Ráðstefnulok móttaka í boði félagsmálaráðherra
Sjá nánari dagskrá (pdf, 80k)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 10:40
Takk Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Í gær var afhjúpaður minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Mér finnst hann megaflottur! Fréttablaðið er með umfjöllun um þetta á forsíðunni í dag. Myndin er þaðan. Íslenskar konur og karlar eiga Bríeti ótal margt að þakka. Hún var óþreytandi baráttukona og kom fjölmörgu í verk. Hún var fyrsta konan sem hélt opinberan fyrirlestur á Íslandi. Hún var ein af þeim fjórum konum sem fyrstar voru kjörnar í bæjarstjórn í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands árið 1907. Félagið var stofnað heima hjá henni og hún var fyrsti formaður þess. Við minnumst hennar oftast í sambandi við kosningaréttinn sem við konur fengum árið 1915.
Stundum þegar rætt hefur verið um að kvenmannsleysi hrjái nafngreindar styttur bæjarins segja sumir að það skipti engu þó það séu hér um bil eintómir karlar... styttur skipti hvort sem er engu máli. Ég er á því að slík rök séu sett fram í viðleitni til að viðhalda óbreyttu óstandi. Styttur hafa nefnilega áhrif. Skemmst er að minnast uppþotsins þegar færa átti minnisvarðann um rússnesku hermennina í Tallin.
Nú þegar minnisvarðinn um Bríeti er uppsettur hellist yfir mig gleði. Minnisvarðinn um Bríeti skiptir máli. Hann er loksins kominn upp, 151 ári eftir að hún fæddist. Til hamingju með það og takk Bríet.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2007 | 12:46
Orðalag í fjölmiðlum
Orðalag í fjölmiðlum og framsetning frétta er verðugt umhugunarefni. Af hverju er t.d. núna á visir.is þessar 2 fyrirsagnir:
Meint barnaklám á Vestfjörðum.
Byssumaður gengur berserksgang í Finnlandi.
Af hverju er þetta ekki:
Meintur byssumaður gengur berserksgang í Finnlandi?
eða
Byssumaður gengur meintan berserksgang í Finnlandi?
Finnst fólki það kannski svolítið off... ekki passa? En af hverju finnst fólki það passa að tala um meint barnaklám - eða meinta nauðgun? En ekki meint innbrot? Meintan árekstur?
Af hverju finnst fjölmiðlum ok að setja inn fyrirsagnir á borð við að konur hafi verið einar þegar þeim var nauðgað en ekki að flugvél hafi verið á lofti þegar hún hrapaði?
6.11.2007 | 15:27
Hvað á blaðið að heita?
24 stundir
Dagblaðið
Fréttablaðið
Morgunblaðið
Af hverju er ekki til fréttablað/dagblað/morgunblað/síðdegisblað/kvöldblað á Íslandi sem heitir einhverju öðru en almennu heiti sem veldur ruglingi?
Tilefni þessar pælingar er auglýsing frá Fréttablaðinu sem hljómaði eitthvað á þessa leið:
Fréttablaðið - mest lesna dagblaðið á Íslandi.
Bíð svo eftir að heyra næstu útgáfur. Hljóta að verða:
Fréttablaðið - mest lesna morgunblaðið á Íslandi.
Fréttablaðið - mest lesna fréttablaðið á Íslandi.
Íslendingar lesa Fréttablaðið 24 stundir á dag.
***
Svo væri líka gaman að sjá:
Morgunblaðið - mest lesna fréttablaðið.
Dagblaðið - mest lesna morgunblaðið.
24 stundir - mest lesna blaðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2007 | 22:19
Búum við í fornöld?
Var að horfa á umræður um nýtt frumvarp um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla í Silfri Egils. Það liggur við að mig langi til að ganga til liðs við VG í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa hlustað á hana Guðfríði Lilju! Mikið svakalega er hún öflug, málefnaleg og yfirburðaklár. En það vissum við nú fyrir... Svanfríður var líka frábær, málefnaleg og yfirburðaklár... og það var hreinlega bara sorglegt að sjá að uppstillingin í þættinum var í bókstaflegri merkingu karlar á móti konum - karlar á móti aðgerðum í jafnréttismálum, konurnar fylgjandi.
Hins vegar skil ég ekki hvernig Egill velur í pallborð hjá sér. Sigurður Kára, Guðfríður Lilja og Svanfríður. Já, flott samsetning. Svo er það hann Friðbjörn Orri. Ha?! Formaður Frjálshyggjufélagsins og ekki fjarri lagi að kalla hann yfirlýstan andstæðing jafnréttis. Hann er á móti öllu sem gert er til að auka jafnrétti á landinu, hann fellur í þá gryfju að afneita þeim staðreyndum sem fyrirliggja um stöðu jafnréttismála. Síðast þegar ég var í einhverjum samskiptum við hann þá var hann tengiliður fyrir vefsíðuna batman.is - síðu sem var með tengla á alls kyns klám og kvenfyrirlitningu - sem skemmtiefni fyrir unga karlmenn. Agli dettur ekki í hug að fá fólk frá Femínistafélaginu til sín í settið - fólk sem er í baráttunni. Hvað þá að hann fái til sín sérfræðinga í jafnréttismálum, t.d. frá RIKK eða kynjafræðinni - enda er hann yfirlýstur andstæðingur jafnréttisfræða (sem hann hefur bloggað um), rétt eins og Friðbjörn Orri. Andstæða þeirra tveggja er kannski skiljanleg í því ljósi að þekkingu fylgir vald - og kannski eru þeir bara skíthræddir um að jafnrétti muni aukast eftir því sem fræðin aukast? Allavega er ekki erfitt að láta sér detta það í hug.
Það sýður á konu eftir að hlusta á svona umræður... búum við í fornöld?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
1.11.2007 | 22:05
Til hamingju Tatjana
Tatjana Latinovic fékk húmanistaviðurkenningu Siðmenntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 13:13
Búddabrenna
Í 24 stundum í dag er frétt um kerti í Búddalíki sem landinn hamast nú við að kveikja í sér til skemmtunar. Þetta fer ekki vel ofan í alla - og þá er spurningin: hvað segir þetta okkur - svona ef við skoðum hvað er táknrænt?
**
Og talandi um 24 stundir. Hvað finnst ykkur um auglýsingarnar þeirra? Ég fæ alltaf svona nettan stalker-hroll niður bakið þegar ég sé myndir af þekktum einstaklingum með orðunum "hvað ætlar þessi að gera í dag?" Hélt líka að það væri bannað (já, svei mér þá - bannað) að nota myndir af einstaklingum í auglýsingaskyni án þeirra samþykkis. Ég hlakka í það minnsta til þegar þessi herferð rennur sitt skeið og vonandi kemur eitthvað betra í staðinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg