Gott mál hjá da Silva - hrista aðeins upp í hlutunum

Einmitt. Það hlaut að koma að því að bent yrði á önnur hugmyndakerfi en eingöngu frjálshyggjuna sem undirliggjandi þætti í efnahagskreppunni. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara varasamt heldur beinlínis stórhættulegt þegar völd safnast á fárra hendur. Mannkynið kann nefnilega ekki með völd að fara. Það er bara þannig og hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna. Það vantar réttlæti, sanngirni, jafnrétti og virðingu í völdin. Valdhafar eiga til að skoða heiminn út frá naflanum á sjálfum sér og skara eld að sinni eigin köku. Aðrir hópar koma þeim ekki við og þeim finnst ekki ástæða til að hlusta... nema svona til málamynda. Auðvitað eru til undantekningar og allt það... en í hnotskurn þá leggja valdhafar sig yfirhöfuð ekki fram við að tryggja jafnrétti og réttlæti öllum til handa.

Nei, það hlaut að koma að því að fleiri hugmyndakerfi en frjálshyggjan ættu undir högg að sækja, opinberlega á alþjóðavettvangi. Ég býst svo sem ekki við því að hvítu bláeygðu mennirnir sem bent er á í þetta sinn kinki kolli og viðurkenni sinni þátt. Það er ekki hefð fyrir því. Frelsi til að kúga og frelsi án ábyrgðar eru nefnilega einkenni okkar tíma. 


mbl.is Bláeygðir bankamenn ollu kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband