Nei þetta er ekki frétt

screen-capture-121Nei þetta er rangt hjá visir.is. Það telst ekki til frétta þegar konur láta sjá sig ómálaðar út úr húsi. Hins vegar telst þetta til kvennakúgunar. Vestrænir fjölmiðlar hafa í síauknum mæli tekið að sér að gerast útlitslöggur, í bókstaflegum skilningi. Fjölmiðlar nýta sér mátt sinn sem fjórða valdsins til hins ítrasta til að smætta konur, gera lítið úr þeim og viðhalda þannig kynjakerfi sem byggir á yfirráðum karla og undirgefni kvenna; samfélagi sem byggir á því að líta á konur sem óæðri verur, ekki mennskar heldur sem hluti. Með þessu móti er hægt að „réttlæta“ að fréttaflutningur (þá ég við alvörufréttir, ekki þessa kúgun sem fjölmiðlar rembast við að kalla fréttir en eru það ekki) snýst nær eingöngu um karla, þ.e.a.s. þessa sem fjölmiðlar líta á sem vitsmunaverur. Skrautmunirnir - hlutirnir - fá svo pláss í flokknum „kúgun“ sem fjölmiðlar í einhverjum súrrealísma tóku upp á því að kalla „fólk“. Þar er stanslaust skellt framan í okkur fyrirsögnum um hvaða kona fór ómáluð út úr húsi, hvaða kona er með appelsínuhúð, hvaða kona sást einhvers staðar drukkin, hvaða kona sást einhvers staðar „útglennt“ (orð „fréttamanns“ visir.is) og svo framvegis og svo framvegis.

Tilgangurinn með þessum ekki fréttum er svo sannarlega ekki til að flytja okkur fréttir. Þetta er okkur heldur ekki til ánægju og yndisauka. Þetta er hrein og klár kúgun. Ekkert annað. Svona fyrst við erum að leitast við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur

Innilega sammála þér. Maður verður hreinlega orðlaus yfir því að hvert smáatriði sem viðkemur konum (frægum auðvitað) sé gert að fréttaefni. Það er verið að gera þær að athlægi hreint og beint. Hef aldrei hugsað þetta eins og þú setur þetta fram en er bara algerlega sammála þér.

Þórhildur, 26.3.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta verður alltaf ýktara og ýtktara - það fer um mann þegar maður sér fyrirsagnirnar: blablabla er að þyngjast - sjá myndir, blablabla er allt of mjó, sjá myndir, blablabla sást ómáluð - sjá myndir - hvað fær fólk út úr þessu nema ef til vill að sjá einhverja mennsku út úr þessu fólki sem virðist goðum líkast - veit ekki ... en kúgun gæti það líka verið. kúgunin að vera alltaf fullkominn... mamma mætti stundum í sloppnum út í kaupfélag í gamla daga og var slétt sama hvað öðrum fannst - við ættum kannski að gera hið sama:)

Birgitta Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er ógeðsleg fréttamennska að notfæra sé það að konur fari út ómálaðar, séu með sérstakar brjóstaskorur og annað slíkt. Ekki er fjallað um karlmenn á sama hátt svo augljóslega er þetta kynjamisrétti. Íslenskir fjölmiðlar eiga að bera meiri ábyrgð en svo að birta fréttir sem þessar sem ala á ójafnrétti og mismunun.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Konur eiga ekki að vera málaðar á almannafæri nema þær vilji hafa mök. Ég lít svo á að mér sé frjálst að hafa samfarir við konu sem er máluð á almannafæri. Það er ekkert annað en tilboð um kynmök að vera máluð á almannafæri.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.3.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Það virðist vera eina skilyrði fyrir fréttagildi að fólk hafi áhuga á að skoða það. Hvað getur maður sagt. Lægsti samnefnarinn vinnur alltaf?

Pétur Henry Petersen, 26.3.2009 kl. 17:36

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Eftir 29 ára feril í blaðamennsku, segja (karl)menn  mér stundum að "...halda mig bara við bresku konungsfjölskylduna", ef svo vill til að viðkomandi eru mér ósammála. 

Lætin og óreiðan á þeim bæ voru vissulega einn af ótal málaflokkum, sem fréttaritari RÚV í Lundunum í tæpan áratug þurfti að fjalla um -en skilaboðin eru ótvíræð...

Tilraun til þöggunar ?   Nema hvað...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 18:05

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, svo er alltaf hægt að vona að mannkynið dusti nú rykið af skynseminni á þessum síðustu og verstu...!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband