19.1.2009 | 23:23
Svooo 2007
Það er ekki gaman að fylgjast með því að nota á kreppuna til áframhaldandi mistaka. Í Kastljósinu í kvöld boðaði Sigmundur Davíð, nýji formaður Framsóknarflokksins, nýja tíma. Hann styður 2 ný álver með þeim rökum að nú sé kreppa og þá... já þá bara verðum við að byggja álver. Í viðskiptafræðinni lærði ég að stærstu mistökin eru yfirleitt gerð á góðum tímum, í góðæri sem sagt. Það er þá sem fólk verður kærulaust og hugsar ekki nógu vel um fjöreggið. Álvershugmyndirnar kviknuðu eiginlega í blöndu af kreppu og góðæri. Kreppu á landsbyggðinni og góðæri í höfuðborginni. Síðast en ekki síst - í góðæri hjá auðvaldinu. Nú á að nota kreppuna sem ástæðu til að byggja álver - fá fólk sem ekki myndi samþykkja álver ef atvinna og valkostir væru til staðar til að segja já svo auðvaldið geti grætt og flutt hagnaðinn úr landi. Það er hvorki skynsemi né vit í því að slátra mjólkurkúnni.
Það skynsamlegasta sem við getum gert núna er að fjárfesta í störfum sem byggja á starfsfólki. Þó svo að álver geti við fyrstu sýn virst mannaflsfrek því það þarf slatta af fólki til að byggja þau þá er það samt ekki raunin í reynd. Þó nokkuð stór hluti af fjármagninu fer í efni, tæki o.s.frv. þannig að fjárfestingin er ekki mannaflsfrek í raun. Það væri hægt að skapa mun fleiri störf fyrir mun minni pening - þar sem peningurinn færi að mestu í launakostnað en ekki vélar... Við megum heldur ekki við meiri skuldsetningu auk þess sem það er ekki skynsamlegt að setja öll eggin í eina körfu. Þrjú álver er yfirdrifið fyrir lítið 300 þús manna land. Fimm álver er algjört overkill - sérstaklega fyrir þjóð sem vill státa sig af hreinu og fögru landi.
Eitt af því sem við verðum bráðnauðsynlega að læra af kreppunni er að það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Við þurfum líka að læra að það þarf að vera innistæða fyrir stóru orðunum. Ímynd án innihalds er svoooooo 2007, eins og sagt er. Við getum ekki bæði verið hreint og fagurt land og stóriðjuland. Við þurfum að velja annaðhvort. Til framtíðar er fyrri kosturinn án efa betri og þó ég sé ekki með smáatriðin á hreinu þá er ég alveg viss um að hann sé líka betri út frá skammtímahagsmunum. Við þolum ekki meiri lántöku og hvað þá svona áhættusama og stórtæka lántöku. Við eigum ekki að leggja landið að veði í kreppunni, sumt veðsetur maður hreinlega ekki. Sú áhættusækni sem einkenndi útrásina og gróðærið er eitthvað sem við ættum að kveðja fyrir fullt og allt. Okkur væri nær að setja fjármagnið í mörg lítil fyrirtæki og skapa þannig atvinnu. Slík fyrirtæki eru mun betri fjárfesting og þar með aukast líkurnar á því að við dettum niður á eitthvað sniðugt til framtíðar.
Við státum okkur af kjarki, þori og dugnaði. Við státum okkur af vinnusemi, útsjónarsemi og ýmsu fleiru. Nú er akkúrat rétti tíminn til að hafa kjark og þor til að segja bless við þetta gamla góða sem við þekkjum svo vel og halda inn á nýjar brautir. Endurvinnsla er fín hugmynd fyrir framtíðina af umhverfisástæðum. Það sem er endurunnið má nýta til að skapa eitthvað nýtt. Það að dressa gamlar hugmyndir í ný jakkaföt og segja að það sé nýtt er hvorki nýsköpun né endurvinnsla. Það er einfaldlega sama gamla tóbakið.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.